Morgunblaðið - 29.08.2003, Síða 36

Morgunblaðið - 29.08.2003, Síða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gunnar MaggiÁrnason fæddist í Reykjavík 24. desem- ber 1940. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 23. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Hulda Halldórsdóttir, f. 10. maí 1920, d. 12. febrúar 2000, og Árni Vigfússon, f. 10. júlí 1914, d. 16. apríl 1982. Gunnar Maggi var elstur fjögurra systk- ina, systkini hans eru Vigfús Þór, f. 6. apríl 1946, kvænt- ur Elínu Pálsdóttur, f. 16. júní 1948, Halla Vilborg, f. 28. október 1948, gift Ásmundi Eiríkssyni, f. 10. desember 1950, og Rúnar Jón, f. 19. júní 1953, kvæntur Kristínu Ei- ríksdóttur, f. 7. júní 1954. Gunnar Maggi kvæntist 8. febr- Gunnar Maggi ólst upp í Reykja- vík. Eftir hefðbundið barna- og gagnfræðaskólanám hóf hann nám 1. janúar 1959 í offsetprentun í Lithoprenti. Hann tók sveinspróf 1964 og fékk meistarabréf 1969. Gunnar Maggi starfaði síðan við iðngrein sína í Glasgow í Skotlandi og hér heima í prentsmiðjunni Litbrá, uns 1974 að hann stofnaði með tveimur félögum eigið prent- fyrirtæki, Prenttækni, sem hann eignaðist síðan einn 1975 og rak allt fram á síðasta dag. Gunnar Maggi tók virkan þátt í félagsmálum offsetprentara og seinna í störfum samtaka atvinnu- rekenda, Félagi íslenska prentiðn- aðarins og Samtökum iðnaðarins. Hann var í sveinsprófsnefnd offset- prentara um árabil. Gunnar Maggi starfaði einnig mikið fyrir hesta- mannafélagið Fák, sat í nefndum og annaðist m.a. herrakvöld þeirra Fáksmanna í mörg ár. Hann sat í stjórn og var varaformaður Fáks síðustu misserin. Útför Gunnars Magga verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. úar 1964 Stefaníu Flosadóttur, f. 28. apríl 1940. Hún er dóttir hjónanna Mar- grétar Laufeyjar Guðmundsdóttur, f. 11. maí 1902, d. 3. júní 1978, og Flosa Ein- arssonar, f. 25. janúar 1906, d. 12. nóvember 1954. Stefanía og Gunnar Maggi eiga þrjú börn, þau eru: 1) Margrét framreiðslu- maður, f. 6. janúar 1963, gift Þóri Sigfús- syni deildarfulltrúa, f. 19. júlí 1959. Börn þeirra eru Hildur María, Stef- anía Ósk og Guðrún Margrét. 2) Árni framreiðslumaður, f. 18. des- ember 1968. 3) Hulda Guðrún leik- skólakennari, f. 9. janúar 1976, leggur stund á mannfræði í Amst- erdam í Hollandi. Elsku pabbi minn. Það er mjög erfit að setjast nið- ur og skrifa minningargrein, aldrei grunaði mig að þú færir svona fljótt, en eftir hetjulega baráttu, þrautseigju og æðruleysi varðstu að lúta í lægra haldi í baráttunni við krabbameinið. Þú varst ekki bara pabbi minn því að þú varst líka mikill vinur minn. Við störfuðum saman síðast- liðin 11 ár, það var nú þannig hjá okkur að oft þegar gera þurfti eitt- hvað þurftirðu ekki að segja neitt við mig því að yfirleitt vorum við að hugsa sama hlutinn enda sögðu allir að við værum mjög lík. Við áttum líka sömu áhugamálin sem var hestamennskan og félagsstörf. Í hestamennskunni gerðum við margt skemmtilegt saman og vil ég þakka þér fyrir allar ánægju- stundirnar sem við áttum þar. Þaðan eru margar skemmtilegar minningar sem munu lifa enda- laust, hestaferðir, útreiðartúrar um nágrenni Reykjavíkur og í Grímsnesinu og víðar, ferðir á landsmót og margt fleira, en hest- ar voru þitt hjartansmál og margt annað sem viðkemur hestamennsk- unni enda starfaðirðu mikið í fé- lagsmálum hestamanna og mér er sagt að oft hafi heyrst vel í þér í Víðidalnum um hin ýmsu mál. Í fé- lagsmálum vorum við bæði öflug, þú varst ávallt mjög stoltur og sagðir mörgum hve dugleg ég væri. Það er nokkuð víst að ég og dætur mínar munum sakna þess að geta ekki farið í hesthúsið með afa eða farið í sumarbústaðinn ykkar mömmu en þar vildirðu helst vera öllum stundum og í veikindum þín- um vildirðu helst bara vera þar, því þar leið þér best. Já, minning- arnar, sem koma upp í hugann, eru margar og allar góðar. Ég vil þakka öllu þessu frábæra starfsfólki á deild 11E á Landspít- alanum fyrir frábæra umönnun í veikindum pabba. Elsku pabbi, nú þegar þú hefur lagt upp í þína hinstu för vona ég að þér líði vel á hestbaki með þá Hött og Skörung. Nú er komið að kveðjustund, takk fyrir allt og blessuð sé minning þín. Þín dóttir, Margrét. Með nokkrum orðum langar mig til að minnast frábærs tengdaföður míns, Gunna Magga, sem lést á Landspítalanum laugardaginn 23. ágúst. Fyrir rúmum tólf árum, þegar ég og Margrét, dóttir hans, fórum að vera saman, sá ég strax að Gunni Maggi var mikill persónu- leiki, hann leit rannsakandi augum á mig, ætlaði nú að passa að hún Magga fengi góðan mann. Í dag veit ég að hann var mjög sáttur við tengdasoninn. Í gegnum tíðina fylgdist ég með Gunna Magga reka fyrirtæki sitt Prenttækni af miklum myndar- brag. Dugnaður hans, heiðarleiki og persóna hafa lagt grunninn að góðum árangri. Fyrir um ári festi hann kaup á nýju húsnæði í Kópa- voginum fyrir fyrirtækið sem nú er nánast fullbúið og sést á öllu sem gert hefur verið að hann hugsaði út í öll smáatriði. Hann vildi hafa þetta þannig að honum og starfsfólki hans liði vel í vinnunni, því eins og hann sagði, starfsfólkinu verður að líða vel í vinnunni, en hann var jafnframt kröfuharður. Hestamennskan og allt sem henni viðkom var Gunna Magga ákaflega hugleikin. Hann starfaði mikið að félagsmálum hestamanna, nú síðast var hann varaformaður hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík. Þau voru mörg herra- kvöldin hjá Fáki sem hann skipu- lagði og fórst honum það alltaf vel úr hendi. Sumarbústaðurinn hans og Stebbu í Grímsnesinu var honum einnig mjög hugleikinn. Þar hafa þau hjónin byggt upp fallegan reit fyrir sig fjölskylduna og hestana sína. Hann var þar öllum stundum. Þórir, sagði hann, við þurfum að laga hestagirðinguna áður en hest- arnir koma austur, setja niður kartöflur, gróðursetja, eða hvað eina sem honum fannst þurfa að gera. Þarna leið honum mjög vel og helst vildi hann hafa fjölskyld- una sína alla með og þá sérstak- lega barnabörnin. Enda var fjöl- skyldan honum hugleiknust og hann var duglegur að hóa henni saman, og honum leið aldrei betur en þegar hann var með fjölskyldu og vinum. Já, þær eru margar, minning- arnar sem koma upp í hugann, all- ar góðar og jákvæðar. Nú hefur Gunni Maggi lagt upp í sína hinstu för, farsælu lífi er lok- ið og komið að kveðjustund. Gunni Maggi, ég þakka þér sam- fylgdina. Þú varst ekki bara tengdapabbi minn heldur líka mik- ill félagi og vinur. Blessuð sé minningin þín fagra og ljúfa. Þinn tengdasonur, Þórir. Elsku besti afi. Þegar við systurnar erum hér saman að skrifa þetta rifjast upp margar góðar minningar sem við áttum saman með þér, í hesthúsinu þínu í Víðidalnum, á ferðalögum erlendis eða í sumarbústaðnum þínum og ömmu í Grímsnesinu, en þar gerðum við margt skemmtilegt saman. Við fórum t.d. í útreiðar- túra, unnum í garðinum, gróður- settum mörg tré og margt fleira skemmtilegt. Þótt þú værir mikið veikur grunaði okkur ekki að þú færir svona fljótt. Elsku besti afi, við munum ekki gleyma þér, þótt þú sért kominn til himna. Allt sem þú gerðir með okkur mun lifa endalaust í minn- ingunni. Við systurnar skulum passa alla hestana þína og sjá um að þeim líði vel, en það skemmti- legasta sem þú gerðir var að fara upp í hesthús og hugsa um hest- ana, ríða út og sjá um að þeim liði vel. Við skulum líka passa sum- arbústaðinn með ömmu og allt sem þú áttir. Við munum aldrei gleyma því þegar þú komst með ný brauð og snúða á morgnana um helgar heim til okkar í Vesturásinn áður en þú fórst í hesthúsið og það klikkaði auðvitað ekki frekar en annað sem þú gerðir fyrir og með okkur. Elsku afi, við systurnar vitum núna að þú ert kominn á góðan stað og hlýnar okkur um hjarta- rætur við þá tilhugsun. Við munum sakna þín mjög mikið og við skul- um hugsa vel um ömmu Stebbu fyrir þig. Stefanía Ósk, Guðrún Margrét og Hildur María Þórisdætur. Það var fyrir fimm mánuðum að við í fjölskyldu hans Magga bróður míns, fengum fréttina um að hann hefði veikst af þeim sjúkdómi sem einna erfiðast er að ráða við á sviði læknavísindanna. Öllum bregður við að heyra slíka frétt, ekki síst þegar sá sem við sjúkdóminn átti eftir að stríða, hafði ávallt verið heilsuhraustur, ekki kennt sér meins. Þessari frétt tók hann Maggi með miklu æðruleysi. Hann var ákveðinn í að berjast við sjúkdóm- inn, hvað hann og gerði á ein- stakan hátt, studdur af eiginkonu sinni, börnum, fjölskyldu og vin- um. Þrátt fyrir fréttina um hve al- varlegur sjúkdómurinn væri, gafst Maggi ekki upp. Átti miðað við að- stæður „gott“ sumar. Einkum og sér í lagi naut hann sín í fallega sumarbústaðnunum þeirra hjóna, Þverholti, í Grímsnesi. Okkur systkinum hans Magga verður ógleymanleg stundin sem við áttum með honum og fjöl- skyldu hans þar fyrir austan í júlí, hvar hann var búinn að rækta garðinn í áratugi. Hann lék á als oddi. Yngsti bróðir okkar, Rúnar, hafði á orði að hann hefði sjaldan eða aldrei séð hann eða hitt hann fyrir eins hressan og glaðan og kunni hann þó að gleðjast með glöðum í gegnum tíðina. Baráttan hélt áfram, en oft lagði hann leið sína í fyrirtæki sitt, Prenttækni, á meðan á veikinda- baráttunni stóð. Ég gleymi því seint eða aldrei þegar hann fékk í fyrsta sinn að fara út af sjúkrahús- inu eftir að hann lagðist þar inn. Ég var í heimsókn hjá honum og hann sló því fram við hjúkrunar- fólkið, hvort hann gæti ekki fengið að fara heim, átti reyndar ekki von á því, en fékk leyfið. Hann bað mig að aka sér beint í Kópavoginn þar sem Prenttækni er staðsett. Ég var örlítið hikandi við það, en eðli- lega fór ég að óskum hans. Eftir að starfsmenn hans höfðu tekið í hönd hans, tekið á móti honum opnum örmum,var hann tekinn við stjórninni. Farinn að líta á prent- gerðina og á svipstundu farinn að segja til um hvað betur mætti fara. Þá skynjaði ég hvað fyrirtæki hans var honum mikils virði. Maggi var ávallt talinn mikill og góður fag- maður og rak fyrirtæki sitt með miklum dugnaði alla tíð ásamt Stebbu eiginkonu sinni og börn- unum þremur. Nú þegar kveðjustundin er orðin að staðreynd alltof fljótt, koma eðlilega margir ánægjulegir at- burðir upp í hugann. Atburðir eins og þegar amma og afi gáfu Magga, unga drengnum sínum, N.S.U. skellinöðru í fermingargjöf sem stóð inni í stofu í Nökkvavoginum þegar fermingarbarnið kom heim úr kirkjunni að lokinni ferming- arathöfninni. Maggi bróðir var ávallt í miklu uppáhaldi hjá ömmu okkar Guðrúnu, sem svo sannar- lega dekraði við fyrsta barnabarn- ið sitt. Áhugamál Magga var því um tíma tengt vélhjólum. Margir vinanna muna eftir K.K. skelli- nöðrunni sem var svo glæsileg að hún var kölluð jólatréð. Síðar átti þessi áhugi eftir að beinast að bif- reiðum, en Maggi fékk að njóta þess að aka á glæsivagni föður okkar, Ford 55-6 R-4444. Margir vildu eiga slíkan farkost í dag. Marga atburði úr lífinu má rifja upp. Við systkinin eigum margar góðar minningar tengdar honum Magga. Við gleymum aldrei þegar við sáum hana Stebbu hans í fyrsta sinn. Fljótt kom í ljós að hún bjó yfir miklu jafnaðargeði, leit björt- um augum á lífið og tilveruna og áttu þau hjónin að baki nærri 40 ára blessunarríkt og gott hjóna- band er Maggi lést. Það hefur gengið vel hjá þeim í lífnu. Þau hafa notið þess í leik og starfi og komið börnum sínum til mennta. Einmitt móðir okkar, hún Hulda, ræddi sífellt um það hvað það væri mikilvægt að mennta sig, nokkuð sem hennar kynslóð gat ekki veitt sér, ekki allir að minnsta kosti. Hún hvatti Magga eindregið til að hefja nám í prentiðninni sem hann lauk á sínum tíma með prófi frá Iðnskólanum. Hann Maggi kom ávallt til dyr- anna eins og hann var klæddur. Menn vissu hvar þeir höfðu hann, þekktu skoðanir hans á mönnum og málefnum. Hann átti sitt skap og gat á stundum verið mjög fast- ur fyrir. Ákveðinn í að koma sínum málefnum heilum heim í höfn. Hann átti auðvelt með að laða til sín fólk til þátttöku í félagsmálum. Mikið er það þakkarvert að fjöl- skylda hans, stórfjölskyldan hefur haldið fast saman í gegnum árin. Hist á hátíðum og gleðistundum, sem og á hverdagsstundum lífsins. Góðar voru þær stundir þegar við bræðurnir ásamt föður okkar Árna fylgdumst með framgöngu okkar manna, Valsmanna, einkum og sér í lagi á sviði knattspyrnunnar. Einnig eru þær dýrmætar í minn- ingunni þær stundir er við bræð- urnir hittumst á Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli hjá yngsta bróðurnum. Þar var rætt um allt milli himins og jarðar, ekkert und- anskilið enda erum við bræðurnir þrír og ekki síður eina systirin, hún Halla, tilbúin í umræður um lífið og tilveruna. Nú er þessum þætti í fylgd með Magga lokið. Mikið er erfitt að sætta sig við það. Við spyrjum öll hvað getum við gert, bænir okkar lutu að því að niðurstaðan yrði önnur en hún varð. Það er vænt- anlega okkar hlutskipti, að gefast ekki upp rétt eins og Maggi gerði ekki síðustu mánuðina. Bæn okkar nú, lýtur að fjölskyldu hans, eig- inkonunni, henni Stebbu, börnun- um Möggu, Árna og Huldu, tengdasyninum Þóri og afabörn- unum Hildi Maríu, Stefaníu og Guðrúnu sem áttu svo mikið í hon- um Magga. Hann virtist njóta þess að „dekra við þær“. Við Elín og fjölskylda okkar biðjum Guð að blessa ykkur öll og styðja. Megi minningarnar góðu og fögru, er tengjast lífi hans Magga styrkja ykkur öll á leið ykkar inn í framtíðina. Stundum verður vetur veröld hjartans í. Láttu fræ þín lifa, ljóssins Guð, í því. Gef oss þitt sumar sólu þinni frá. Kristur, kom og sigra, kom þú og ver oss hjá. (Sigurbjörn Einarsson.) Vigfús Þór Árnason. GUNNAR MAGGI ÁRNASON Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, JÓNS MAGNÚSSONAR frá Geirastöðum, Kleppsvegi 132, Reykjavík. Kristín H. Aspar og fjölskylda. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and- lát og útför okkar elskulega frænda og vinar, STEFÁNS R. B. HÖSKULDSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis- stofnunar Suðausturlands, Hornafirði. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd ættingja og vina, Marta Imsland. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föðursystur okkar, GUÐFINNU KRISTJÁNSDÓTTUR frá Svalbarðseyri, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 14. ágúst sl. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkra- og öldrunarstofnana sem hefur annast hana í veikindum hennar til margra ára. Trausti Jóhannsson, Sóley Jóhannsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Gunnar Magga Árnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.