Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                             BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. STUNDUM er sagt: Alla langar til að lifa lengi, en enginn vill verða gamall. Frægur leikari var spurður hvern- ig honum fyndist að eldast: „Tjaa! Ég væri bara asskoti óheiðarlegur ef ég segði ekki strax að mér þætti það hundleiðinlegt … það er bara svo gaman að lifa að mér leiðist nær aldr- ei.“ Nokkrir aldraðir hafa ritað í Morg- unblaðið í vor og sumar og kvartað yf- ir ýmsu sem betur mætti fara. Ég fagna því. Algjör nauðsyn að vera gagnrýninn fram í rauðan dauðann. Eftirlaunaþegar eiga stöðugt að láta frá sér heyra og ekki missa móðinn – meðan kynslóðir lifa. Elsta kynslóðin hefur svo sannarlega séð það svart- ara – og haldið samt áfram að byggja upp og líta raunsæjum, björtum aug- um fram á veginn! Árið 2002 voru um 9.514 Íslending- ar á leiðinni að hætta launavinnu, þ.e. á aldrinum 65–69 ára. Árið 2010 er áætlað að þeir verði nálægt 11.149 og árið 2030 um 18.225! (Ekki eru þó allir á vinnumarkaði á þessu aldursskeiði). Ef þessir tugir þúsunda lifa lengi verða þeir gamlir. Hjá því verður ekki komist. Margir spyrja: Er hægt að undir- búa efri árin svo að við getum notið þeirra í ríkum mæli? Já! þúsundir hafa þegar gert það og rannsóknir sýna að þeir sem undirbúa sig njóta efri áranna í mun ríkara mæli en hinir sem gera það illa eða ekkert. Sumir nenna því bara ekki. Aðrir segja að lífið haldi áfram af sjálfu sér og enn aðrir telja það hreinasta óþarfa. Öll- um leyfist að vera latir og hafa sínar skoðanir. Flestir eru sammála um að góður undirbúningur að flóknu ferðalagi sé nauðsynlegur til þess að unaður ferð- arinnar verði sem mestur. Sumt er hægt að spá í fyrirfram, annað ekki. Við vitum ekki nákvæmlega um hæg- fara, líkamlegar öldrunarbreytingar, en þekkjum nokkrar leiðir til að hægja á þeim og milda gengi þeirra. Við vitum alrei fyrirfram hvaða sjúk- dóma við fáum (erum á varðbergi gagvart ættlægum og arfgengum sjúkdómum), en við þekkjum ótal leiðir til að styrkja heilsuna og ónæm- iskerfið. Reglur um bætur almanna- trygginga eru flóknar og reglugerðir lífeyrissjóða stundum torskildar, en Það er hægt að fá góðar skýringar á þeim og þannig mætti lengi telja. Fyrir nokkru sagði nemandi á starfslokanámskeiði: Þið hafið spurt fleiri spurninga en ég get svarað á næstu árum! Var það kannski til- gangurinn? Já, það er engin einföld, patent lausn til við góðri elli. Í bókinni Lífs- orku (ÞSG), bók um lífsstíl, starfslok og góða heilsu, segir Skjaldbakan: „Ég hef heyrt um margar frábærar brúntertuuppskriftir – En aldrei heyrt um uppskrift að góðri elli.“ Allir þurfa að finna eigin lífsstíl og farveg. Ef ég yrði neyddur til að svara hver væri lokaniðurstaða bók- arinnar Lífsorku að góðum efri árum og mætti aðeins nota þrjú orð myndi ég stamandi segja: Létt lund og virkni. Létta, jákvæða lundin hjálpar okk- ur yfir erfiða hjalla, hún gleður okkur og aðra og skapar jákvætt andrúms- loft. Létt lund veitir okkur lífsorku og kraft til að lifa frá degi til dags. Sá sem er virkur til hugar og handar heldur frumum líkamans gangandi í góðu formi! Manninum er gefið í vöggugjöf að geta horft til framtíðar. Sá sem hefur heillandi takmark og áhugamál hlakkar alltaf til, ímyndunaraflið og sköpunarþráin ólgar og svellur. Sá sem lifir lengi verður gamall. Stönd- um saman í leit mannsins að bættu lífi og betri heilsu. Við eigum samleið. ÞÓRIR S. GUÐBERGSSON, Látraströnd 7, 170 Seltjarnarnesi. Að verða eða verða ekki gamall – að gefnu tilefni Frá Þóri S. Guðbergssyni LOFTLEIÐIR, Flugfélag Íslands og síðan Flugleiðir eru án vafa frumherj- ar alls sem kalla má atvinnuflug á Ís- landi. Dugnaður og framsýni Flug- leiðamanna er að mínu mati aðdáunarverð, vægt til orða tekið. Hugsið ykkur að okkar Flugleiðir fljúga til Bandaríkjanna 3 til 4 sinnum alla daga, en til dæmis SAS fer 2 sinn- um í viku frá Kaupmannahöfn, 1 sinni í viku frá Osló og Helsinki og 2 sinn- um í viku frá Stokkhólmi, og því er það að mjög margir Norðurlandabúar fljúga með Flugleiðum. Ég held að við getum verið mjög stolt af Flugleiðum. Það er líka kraftur í Flugleiðamönn- um í Evrópufluginu, og til dæmis Kaupmannahöfn og London hafa ávallt verið mjög ábatasamar flugleið- ir. Á síðari árum hafa svokölluð lág- gjaldafélög sótt inn á bestu leiðir Flugleiða og eru engar veitingar um borð, nema vatn og brauð og gos- drykkir. Á sama tíma bjóða Flugleiðir upp á góðan mat og aðrar veitingar og flogið er með nýjum glæsilegum flug- vélum með þrautþjálfuðum flug- mönnum. Ég mun aldrei bjóða minni konu eða kærustu upp á annað. Flug- leiðir eiga ávallt að ráða gjaldskrá sinni, en ekki stofnun sem er dragbít- ur á atvinnustarfsemi. VILHJÁLMUR SIGURÐSSON, Njálsgötu 48a, 101 Reykjavík. Við getum verið stolt af Flugleiðum Frá Vilhjálmi Sigurðssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.