Morgunblaðið - 29.08.2003, Page 43
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 43
Félagsfundur
í Víkinni
Stjórnir, nefndir og ráð Knattspyrnufélagsins Víkings halda
félagsfund í Víkinni þriðjudaginn 2. september þar sem fjallað
verður um íþrótta- og félagsstörf félagsins, stjórnun og
skipulag. Fundurinn hefst kl. 20:00 og eru allir þeir sem
áhugasamir eru um starfsemi félagsins velkomnir.
Dagskrá:
1. Skipurit félagsins og helstu markmið.
2. Andri Stefánsson, fræðslustjóri ÍSÍ, flytur
erindi og stjórnar umræðum.
Breiðablik
— Njarðvík
Kópavogsvöllur kl. 18.30
Hitað verður upp á Kaffi Sól
í Smáranum kl. 17.30.
Veitingar í boð Blika-klúbbsins.
Boðsmiðum verður dreift þar á leikinn.
KRISTER Nordin, fyrirliði
AIK, taldi að jafntefli hefði
verið sanngjörn úrslit og hon-
um fannst
Ólafur Ingi
Skúlason best-
ur í liði Fylkis.
„Við börð-
umst vel hver fyrir annan og
það skilaði okkur þessum
góðu úrslitum í kvöld. Við
stjórnuðum leiknum og feng-
um nokkur góð marktækifæri
sem við hefðum átt að skora
úr. Það skiptir hins vegar ekki
máli þó að við náðum ekki að
skora þar sem jafntefli dugði
okkur. Við erum komnir
áfram í næstu umferð og það
er það eina sem skiptir máli.
Okkur hefur ekki gengið vel í
sænsku deildinni og ég vona
að þessi úrslit verði til þess að
við fáum meira sjálfstraust til
þess að leika betur í Svíþjóð,“
sagði Krister Nordin í samtali
við Morgunblaðið.
Hvernig fannst þér Fylkir
leika?
„Fylkir átti ekki mörg
marktækifæri og það reyndi
ekki mikið á markvörðinn
okkar. Fylkismenn voru mjög
varkárnir en þegar þeir sóttu
að okkur lentum við sjaldan í
vandræðum. Þrátt fyrir að við
vorum einum færri frá 20.
mínútu áttum við ekki í mikl-
um vandræðum með að stöðva
sóknir Fylkis.“
Var rétt hjá dómaranum að
sýna Mats Rubarth rauða
spjaldið?
„Já, ég tel að það hafi verið
hárrétt ákvörðun hjá dóm-
aranum. Þetta var heimsku-
legt brot hjá Mats og hann átti
skilið að líta rauða spjaldið.“
Hver fannst þér bestur í liði
Fylkis?
„Leikmaður númer 22 (Ólaf-
ur Ingi Skúlason) var besti
leikmaður Fylkis. Hann er
mjög góður leikmaður og var
okkur erfiður.“
Við stjórn-
uðum
leiknum
Eftir
Atla
Sævarsson
Okkur gekk herfilega að skapamarktækifæri en það er rosa-
lega erfitt að komast í gegnum svona
sterkan varnarmúr
eins og AIK hafði í
kvöld. Þeir pössuðu
sig á að fara með fáa
leikmenn upp völl-
inn, sátu alltaf til baka með marga
leikmenn til að verjast og það gerði
okkur mjög erfitt fyrir. Okkur skorti
einnig hugmyndaflug til að komast í
gegnum vörnina hjá AIK en við lék-
um góðan varnarleik og það er fram-
för frá síðustu tveimur leikjum,“
sagði Aðalsteinn.
Þið klúðruðuð mörgum auðveldum
sendingum.
„Já, það gerðist of oft og þetta
verðum við að laga. Það gerðist í
nokkur skipti að við vorum komnir í
ágætis sóknarstöðu en þá kom ein
slök sending sem varð til þess að við
töpuðum boltanum. Það vantaði
meiri skynsemi í sóknarleikinn en
mínir menn börðust eins og ljón og
lögðu sig alla fram, það verður ekki
af þeim tekið.“
Þið byrjuðuð leikinn illa.
„Fyrstu tíu mínúturnar voru
skelfilegar og það sást greinilega að
mínir menn voru mjög stressaðir en
svo náðum við að vinna okkur ágæt-
lega inn í leikinn. Ég held að rauða
spjaldið sem þeir fengu hafi ekkert
hjálpað okkur sérstaklega. Markmið
okkar var að draga AIK framarlega
á völlinn en eftir að Svíarnir urðu
leikmanni færri pössuðu þeir sig á að
sækja ekki mikið fram á við. Þeir
spiluðu góðan varnarleik; þeir eru
líkamlega sterkir og það er erfitt að
spila við lið sem er í svona góðri
þjálfun.“
Voru þið of varkárir í leik ykkar?
„Við höfum fengið 9 mörk á okkur
í síðustu tveimur leikjum þannig að
ég skil vel að menn hafi verið passa-
samir. Sóknarleikurinn var máttlaus
en við vorum oft nálægt því að kom-
ast í góð færi. Ég er viss um að ef við
hefðum náð að skora eitt mark í síð-
ari hálfleik hefðum við komist áfram
í næstu umferð. Því miður tókst það
ekki og nú förum við aftur að ein-
beita okkur að Íslandsmótinu.“
Þrátt fyrir nokkra bjartsýni fyrirleikinn voru margir sem vöruðu
við henni, bentu á að Fylkir hefði
leikið illa í síðustu leikjum í deildinni
og því ekki við því að
búast að leikmenn
næðu að berja sig
nægilega vel saman
fyrir þennan leik.
Því miður kom það á daginn. Fylk-
ismenn léku virkilega illa og engu
breytti þótt gestirnir misstu leik-
mann út af eftir 20 mínútna leik og
Fylkismenn því einum fleiri það sem
eftir var leiksins. Eins og oft vill
verða virtist þetta ekki hafa nokkur
áhrif á þróun leiksins, heimamenn
áttu hreinlega slæman dag og leik-
menn AIK þurftu í rauninni ekki að
hafa verulega mikið fyrir því að kom-
ast áfram.
Svíar byrjuðu leikinn mun betur
og greinilegt var að þeir voru ekki
komnir á Laugardalsvöllinn til að
leika varnarleik, höfðu þrjá menn í
framlínunni og keyrðu upp hraðann
strax frá fyrstu mínútu. Spilið hjá
þeim var skemmtilegt, mikið um
stuttar sendingar manna á milli við
fyrstu snertingu og Fylkismenn
reyndu að halda í við þá.
Árbæingar virkuðu hins vegar
mjög óákveðnir í upphafi, áttu þó
fína sókn á 10. mínútu sem gaf þeim
þó ekkert nema tvær hornspyrnur.
Einn framlínumanna AIK var rekinn
af velli á 20. mínútu eftir að hafa
sparkað aftan í Ólaf Inga Skúlason,
besta mann Fylkis. Dómarinn rak
hann umsvifalaust í bað.
Gestirnir gerðu enga breytingu á
uppstillingu liðs síns við þetta, hver
og einn leikmaður hljóp bara heldur
meira en hann hefði ella gert og
þetta gekk ágætlega enda andleysið
algjört hjá heimamönnum.
Svíarnir sköpuðu sér þó ekki mörg
færi en þeir höfðu það þó fram yfir
heimamenn að þeir reyndu að skjóta
enda völlurinn rennandi blautur og
við slíkar aðstæður gefst oft betur að
skjóta að marki en að reyna að leika
alla leið inn í það. Daniel Hoch fékk
gullið færi á 39. mínútu því eftir
hornspyrnu frá hægri var hann
aleinn og óvaldaður við stöngina
fjær, skallaði boltann fast í jörðina
og slána og þaðan yfir markið.
Fylkismenn virtust skipta um gír
skömmu fyrir hlé, sóttu stíft og settu
mikla pressu á Svía, en skotin voru
ekki mörg og þau sem komu rötuðu
ekki á markið þannig að markvörður
þeirra átti náðugan dag. Fylkir hefði
að ósekju mátt byrja þessa pressu
fyrr vegna þess að eftir að hún hófst
fékk maður á tilfinninguna að Árbæ-
ingar gætu alveg skorað – nokkuð
sem ekki vottaði fyrir allan fyrri
hálfleikinn.
Fylkir hóf síðari hálfleikinn eins
og sá fyrri endaði, með nokkuð stífri
pressu. En því miður var það bara
fyrstu mínúturar – síðan aftur í
gamla farið. Það vantaði svo sem
ekki baráttuna, menn renndu sér í
tæklingar út og suður en það vantaði
algjörlega að ógna marki AIK, en
um það snýst knattspyrna, að skora
hjá mótherjanum, helst fleiri mörk
en hann.
Ólafur Páll átti eina skot heima-
manna í síðari hálfleik sem rataði á
markið en Svensson varði vel í horn.
Haustar snemma
hjá Fylkismönnum
ÞAÐ var heldur haustlegt í
Laugardalnum í gærkvöldi
þegar Fylkir tók á móti sænska
liðinu AIK Solna í síðari leik lið-
anna í forkeppni UEFA-
bikarsins. Eftir fína frammi-
stöðu í fyrri leiknum í Svíþjóð,
þar sem heimamenn unnu 1:0,
voru menn vongóðir um að Fylk-
ir næði hagstæðum úrslitum og
kæmist áfram í keppninni. Það
varð ekki, niðurstaðan marka-
laust jafntefli og Svíarnir áfram.
Morgunblaðið/Arnaldur
Finnur Kolbeinsson, fyrirliði Fylkis, í baráttunni við Gary Sundgren, leikmann AIK.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
Okkur skorti
hugmyndaflug
AÐALSTEINN Víglundsson, þjálfari Fylkis, var ánægður með bar-
áttu sinna manna en óánægður með sóknarleik þeirra. Skortur á
hugmyndaflugi, slakar sendingar, of mikil varkárni Fylkismanna og
góður varnarleikur AIK gerði það að verkum að Fylkir skapaði sér fá
marktækifæri, að mati Aðalsteins.
Eftir
Atla
Sævarsson