Morgunblaðið - 29.08.2003, Side 44
ÍÞRÓTTIR
44 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
KNATTSPYRNA
UEFA-bikarinn
Forkeppni, síðari leikir:
Fylkir – AIK 0:0
Laugardalsvöllur;
Aðstæður: Gola, rigning og bleyta en völlur
ágætur að öðru leyti.
Skot: 8 (2) - 11 (7). Horn: 8 - 7.
Gul spjöld: Hrafnkell Helgason, Fylki (19.),
brot, Ólafur I. Skúlason, Fylki (89.), brot.
Rauð spjöld: Mats Rubarth, AIK (20.), brot.
Dómari: Mark Whitby, Wales. Góður.
Áhorfendur: 1.193.
Fylkir: Kjartan Sturluson - Helgi Valur
Daníelsson, Hrafnkell Helgason (Sverrir
Sverrisson 67.), Þórhallur Dan Jóhannsson,
Arnar Úlfarsson - Ólafur Ingi Skúlason,
Finnur Kolbeinsson, Eyjólfur Héðinsson
(Theódór Óskarsson 60.), Ólafur Páll
Snorrason, Gunnar Þ. Pétursson - Haukur
Ingi Guðnason (Sævar Gíslason 58.)
AIK: Svensson - Nilsson, Sundgren, Björk,
Tjernström - Nordin, Corneliusson, Rub-
arth - Ishizaki, Åslund, Hoch (Quansah 82.)
AIK kemst áfram, 1:0 samanlagt.
Grindavík – Kärnten 1:1
Grindavíkurvöllur;
Mark Grindavíkur: Ray A. Jónsson 64.
Mark Kärnten: Almedin Hota 90.
Aðstæður: Strekkingsvindur, rigningarúði
og 11 stiga hiti. Völlurinn blautur en góður.
Skot: 9 (4) - 12 (5). Horn: 3 - 2.
Gul spjöld: Jack (G) 30. brot, Vorderegger
(K) 35., brot, Schellander 56., brot, Zafarin
64., brot, Hota 71., leikaraskap.
Rauð spjöld: Mario Hieblinger, Kärnten
(60.), fyrir brot.
Dómari: Jonas Eriksson, Svíþjóð, ágætur.
Áhorfendur: 975.
Grindavík: Helgi Helgason - Óðinn Árna-
son, Sinisa Kekic, Ólafur Örn Bjarnason,
Gestur Gylfason - Eysteinn Hauksson, Guð-
mundur Bjarnason, Mathias Jack (Alfreð
Jóhannsson 71.), Paul McShane - Ray
Anthony Jónsson, Óli Stefán Flóventsson.
Kärnten: Goriupp - Vorderegger, Hiebling-
er, Papic - Junior (Zafarin 46.), Helgi Kol-
viðsson (Ambrosius 84.), Kampel, Hota,
Schellander (Höller 74.) - Kabat, Maric.
Kärnten kemst áfram, 3:2 samanlagt.
Aðrir leikir, samanlögð úrslit í svigum, lið-
in sem komast áfram eru skáletruð:
Sioni Bolnisi - Puchov ....................... 0:3 (0:6)
Shirak - FC Nordsjælland ............... 0:2 (0:6)
Banants Jerevan - Hap.Tel Aviv..... 1:2 (2:3)
Sartid Smederevo - Sarajevo........... 3:0 (4:1)
Belasica - Publikum Celje .............. 0:5 (2:12)
Dnipro D’petrovsk - Vaduz .............. 1:0 (2:0)
Dudelange - Petrzalka ...................... 0:1 (0:2)
Liepaja - Dinamo Búkarest.............. 1:1 (3:6)
Nistru Otaci - Rauða stjarnan ......... 2:3 (2:8)
Torpedo Kutaisi - Lens..................... 0:2 (0:5)
TVMK Tallinn - OB Odense ............ 0:3 (1:4)
Varteks - Levadia Maardu............... 3:2 (6:3)
Wisla Plock - Ventspils ..................... 2:2 (3:3)
Levski Sofia - Atyrau ........................ 2:0 (6:1)
Maccabi Haifa - Cwmbran ............... 3:0 (6:0)
Anorthosis - Zeljeznicar Sarajevo... 1:3 (1:4)
Debrecen - Ekranes .......................... 2:1 (3:2)
Lyn - NSÍ Runavík............................ 6:0 (9:1)
Zimbru - Litex Lovech...................... 2:0 (2:0)
Santa Coloma - Esbjerg ................... 1:4 (1:9)
Steaua Búkar. - Neman Grodno.......0:0 (1:1)
Young Boys Bern - MyPa ................ 2:2 (4:5)
Derry City - Apoel Nicosia .............. 0:3 (1:5)
Dinamo Minsk - Bröndby................. 0:2 (0:5)
Ferencvaros - Birkirkara ................. 1:0 (6:0)
Kamen - Ettelbruck .......................... 7:0 (9:1)
KÍ Klaksvík - Molde.......................... 0:4 (0:6)
Hajduk Split - Haka Valkeakoski ... 1:0 (2:2)
Neuchatel Xamax - Valetta.............. 2:0 (4:0)
Domagnano - Torpedo Moskva ....... 0:4 (0:9)
Dundee - Vllaznia............................... 4:0 (6:0)
Lokeren - Din. Tirana ....................... 3:1 (7:1)
Portadown - Malmö FF.................... 0:2 (0:6)
Llansantffraid - Man. City ............... 0:2 (0:7)
Shelbourne - Olimpija Ljubljana..... 2:3 (2:4)
Katowice - Cementarnica ................. 1:1 (1:1)
Uniao Leiria - Coleraine................... 5:0 (6:2)
HANDKNATTLEIKUR
Opna Reykjavíkurmót karla:
Combault - Valur......................................22:22
Haukar - Breiðablik.................................26:13
Breiðablik - Stjarnan...............................16:17
Leik Fram og Aftureldingar var hætt í
hálfleik vegna rafmagnsbilunar í Austur-
bergi en staðan var 10:10. Seinni hálfleikur
verður leikinn í Laugardalshöll í kvöld kl.
19.40 og á eftir leika Fram og Valur.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Hraðmót Vals:
Haukar - Fjölnir...................................... 62:39
Njarðvík - Breiðablik ............................. 43:46
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
HM í París:
Stangarstökk karla:
Giuseppe Gibilisco, Ítalíu ......................... 5,90
Okkert Brits, Suður-Afríku..................... 5,85
Patrik Kristiansson, Svíþjóð ................... 5,85
Sleggjukast kvenna:
Yipsi Moreno, Kúbu................................ 73,33
Olga Kuzenkova, Rússlandi................... 71,71
Manuela Montebrun, Frakklandi......... 70,92
200 m hlaup kvenna:
Kelli White, Bandaríkjunum................. 22,05
Anastasía Kapatsjínskaja, Rússlandi .. 22,38
Torri Edwards, Bandaríkjunum .......... 22,47
400 m grindahlaup kvenna:
Jana Pittman, Ástralíu ........................... 53,22
Sandra Glover, Bandaríkjunum ........... 53,65
Júlíja Petjsonkina, Rússlandi................ 53,71
RUDI Völler, landsliðsþjálfari Þýskalands í knatt-
spyrnu, valdi í gær 22 manna leikmannahóp sem
mætir Íslendingum á Laugardalsvelli 6. sept-
ember og Skotum 10. september í undankeppni
EM . Sebastian Deisler, leikmaður Bayern
München, er kominn í hópinn á nýjan leik eftir
meiðsli en hann var síðast í þýska landsliðs-
hópnum 18. maí í fyrra. Þýska liðið ætlar að koma
saman þriðjudaginn 2. september í Þýskalandi en
kemur til Íslands tveimur dögum síðar. Mikið er
um meiðsli á meðal varnarmanna þýska liðsins,
þeir Jens Nowotny, Jörg Böhme, Christian Ziege
og Christian Metselder geta ekki leikið með og
sömu sögu er að segja um miðvallarleikmennina
Dietmar Hamann og Thorsten Frings. Þá er Tob-
ias Rau í leikbanni í leiknum gegn Íslendingum.
Michael Ballack máttarstólpi í landsliðinu er hins
vegar leikfær á ný eftir smávægileg meiðsli sem
héldu honum frá æfingaleiknum gegn Ítölum á
dögunum.
Landsliðshópur Þjóðverja er þannig skipaður
að markverðir eru Oliver Kahn, Bayern München
og Jens Lehmann, Arsenal.
Aðrir leikmenn eru: Frank Baumann, Werder
Bremen, Arne Friedrich, Hertha Berlín, Michael
Hartmann, Hertha Berlín, Andreas Hinkel, Stutt-
gart, Marko Rehmer, Hertha Berlín Christian
Wörns, Borussia Dortmund, Sebastian Deisler,
Bayern München, Michael Ballack, Bayern
München, Paul Freier, Bochum, Jens Jeremies,
Bayern München, Sebastian Kehl, Borussia Dort-
mund, Christian Rahn, Hamburger, Carsten
Ramelow, Bayer Leverkusen, Bernd Schneider,
Bayer Leverkusen, Miroslav Klose, Kais-
erslautern, Fredi Bobic, Hertha Berlín, Oliver
Neuville, Bayer Leverkusen, Benjamin Lauth,
1860 München og Kevin Kuranyi, Stuttgart.
Tobias Rau var einnig valinn í hópinn en hann
tekur út leikbann gegn Íslendingum en verður
löglegur í viðureigninni við Skota.
Deisler í þýska landsliðið
ELDAR Hadzimehmedovic, 18
ára piltur, skoraði öll sex mörk Lyn
sem sigraði NSÍ Runavík frá Fær-
eyjum, 6:0, í UEFA-bikarnum í
knattspyrnu í gærkvöld. Hann kom
inn í liðið fyrir Helga Sigurðsson
sem sat á varamannabekknum allan
tímann, rétt eins og Jóhann B. Guð-
mundsson. Þetta var fyrsti leikur
Lyn eftir að Teitur Þórðarson sagði
upp störfum sem þjálfari liðsins, í
fyrradag.
MOLDE fór líka létt með færeyska
andstæðinga sína, vann KÍ, 4:0, í
Klakksvík og 6:0 samanlagt. Hvorki
Ólafur Stígsson né Bjarni Þor-
steinsson voru í liði Molde.
ÓLAFUR Már Ægisson leikur
með KR í úrvalsdeild karla í körfu-
knattleik á komandi vetri. Ólafur
Már er 21 árs gamall og leikur í
stöðu bakvarðar en hann var í her-
búðum Vals á síðasta tímabili.
BIRGIR Guðfinnsson hefur tekið
við stjórn meistaraflokks Vals í
körfuknattleik karla tímabundið.
Hann mun stjórna liðinu í hraðmóti
Vals sem fram fer nú um helgina.
LAMAR Odom hefur gengið til liðs
við Miami Heat frá Los Angeles
Clippers í NBA-deildinni í körfu-
bolta. Odom, sem spilar stöðu fram-
herja, gerði sex ára samning við
Heat. Odom er 23 ára gamall og
skoraði að meðaltali 14,6 stig í leik og
tók 6,7 fráköst á síðastliðnu tímabili.
LARRY Bird, stjórnarformaður
NBA-körfuknattleiksliðsins Indiana
Pacers, sagði í gær upp þjálfara liðs-
ins, Isiah Thomas. Þessi tíðindi
koma engum á óvart því Thomas og
Bird hafa aldrei átt skap saman og
spurningin var aðeins hvenær en
ekki hvort Bird losaði sig við Thom-
as. Á fréttamannafundi sagði Bird að
Rick Carlisle yrði fyrsti kostur In-
diana í þjálfarastöðuna en viðræður
við hann hefjast í dag eða á morgun.
FRAMHERJINN Jermaine
O’Neal sagði í gær að hann hefði
ekki skrifað undir nýjan samning við
Indiana Pacers ef hann hefði vitað
að Isiah Thomas yrði rekinn. O’Neal
skrifaði fyrr í sumar undir nýjan sjö
ára samning við Pacers. „Ég er mjög
óánægður og hissa á að Thomas hafi
verið rekinn. Forráðamenn Indiana
sögðu við mig áður en ég skrifaði
undir nýja samninginn að Thomas
yrði áfram þjálfari liðsins,“ sagði
O’Neal.
PAUL Scholes, leikmaður Eng-
landsmeistara Manchester United,
þarf að fara í uppskurð vegna
meiðsla í mjöðm. Ekki er vitað hve-
nær hann fer undir hnífinn en það
þarf að gerast fyrr en seinna.
MIKAEL Forssell, Finninn í liði
Chelsea, var í gær lánaður til Birm-
ingham City. Chelsea er með mikinn
fjölda góðra framherja og því varð
Forssell að víkja, ætlaði hann sér að
leika knattspyrnu í aðalliði.
FÓLK
Mikil og spennandi lokabaráttaer framundan í 1. deild karla
í knattspyrnu, bæði á toppi og botni
deildarinnar, en þrjár umferðir eru
eftir og geta fjögur lið enn komist
upp um deild og strangt til tekið
getur Stjarnan, sem er í fjórða sæti
og á möguleika á að komast upp,
líka fallið.
Keflvíkingar eru svo gott sem
öruggir um sæti í efstu deild að ári,
þurfa þó eitt stig til viðbótar til að
gulltryggja það. Þeir eru með 36
stig. Víkingur og Þór berjast um
hitt sætið, Víkingar með 30 stig og
Þórsarar 28. Víkingur á Stjörnuna
á útivelli, Breiðblik heima og Kefla-
vík úti en Þórsarar taka á móti
Haukum, heimsækja Stjörnuna og
lokaleikurinn er síðan við Leiftur/
Dalvík á akureyri. Trúlega mun
auðveldari leikir en Víkingar eiga
eftir.
Stjarnan er í fjórða sæti með 22
stig og getur fengið 31 stig með því
að vinna alla leikina og komist upp á
því tapi Víkingur öllum leikjunum.
Víkingar hafa tapað einum
heimaleik í sumar en engum á úti-
velli. Þórsarar hafa hins vegar tap-
að einum leik heima og tveimur á
útivelli. Stjarnan getur líka fallið
því Afturelding, sem er í næst
neðsta sæti með 14 stig getur feng-
ið 23 stig.
Leiftur/Dalvík er neðst með 8
stig og róður liðsins erfiður en
möguleikinn á að halda sætinu er
enn til staðar. Liðið á Aftureldingu
(ú), Hauka (h) og Þór (ú).
Afturelding á Leiftur/Dalvík (h),
HK (ú), og Njarðvík (h).
Haukar eru í 8. sæti með 16 stig
og á liðið eftir að mæta Þór (ú),
Leiftri/Dalvík (ú) og HK (h).
Breiðablik kemur þar á eftir með
17 stig og dagskráin hjá Kópa-
vogsbúum er Njarðvík (h), Víking-
ur (ú) og Stjarnan (h).
Njarðvík er líka með 17 stig og á
Breiðablik (ú), Keflavík (h) og Aft-
ureldingu (ú).
Í sæti þar fyrir ofan er HK með
18 stig og á Keflavík (ú), Aftureld-
ingu (h) og Hauka (ú), eftir.
Af þessari upptalningu má ljóst
vera að næstu þrjár helgar verða
spennandi í fyrstu deildinni en 16.
umferð hefst í kvöld með þremur
leikjum.
Keflavík þarf eitt stig
INDRIÐI Sigurðsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, er búinn
að semja við belgíska knatt-
spyrnufélagið Genk til þriggja
ára. Ekki liggur samt enn fyrir
hvort hann verður leikmaður
með félaginu því Genk og Lille-
ström hafa ekki náð sam-
komulagi sín á milli.
Eyjólfur Bergþórsson, um-
boðsmaður Indriða, sagði við
Morgunblaðið í gærkvöld að
deilan snerist um hinar svoköll-
uðu uppeldisbætur sem koma
eiga í hlut norska félagsins.
„Það getur enn brugðið til
beggja vona í þessu máli. Frest-
urinn er orðinn stuttur því það
þarf að ljúka því á morgun (í
dag),“ sagði Eyjólfur. Frestur
til að ganga frá skiptunum
rennur út á sunnudag en í dag
er síðasti virki dagurinn áður
en „félagaskiptaglugganum“ er
lokað til áramóta.
Indriði
samdi en
félögin
deila enn
Tveir sigrar hjá TBR
TBR vann í gær tvo góða sigra í Evrópukeppni félagsliða í bad-
minton í Uppsala í Svíþjóð. TBR, sem tapaði 4:3 fyrir Basel frá
Sviss í fyrsta leiknum, sigraði fyrst hollenska liðið Duinwijk, 4:3,
og vann síðan stórsigur á Ego Sports Club frá Tyrklandi, 7:0.
Tvíliðaleikur karla gegn Duinwijk tapaðist 15–8 og 15–11 en
þar kepptu Njörður Ludvigsson og Magnús Ingi Helgason, en þær
Ragna Ingólfsdóttir og Katrín Atladóttir unnu sinn leik 15–9 og
15–13. Í einliðaleik kvenna vann Ragna sinn leik 11–6 og 11–3 og
Tinna Helgadóttir 11–6 og 11–7. Njörður vann sinn leik 8–15, 15–
13 og 15–2 en Helgi Jóhannesson tapaði sínum 15–3 og 15–3. Að
lokum töpuðu Magnús og Tinna 15–5 og 15–5 í tvenndarleiknum.
Evrópumeistararnir í AC Milaneru í H-riðli og munu etja kappi
við Celta Vigo, Ajax og Club Brugge.
Real Madrid er talið sigurstrangleg-
asta liðið í keppninni hjá breskum
veðbönkum. „Við erum með frábært
lið og við eigum að komast áfram.
Hinsvegar verðum við að vera varir
um okkur því við eigum erfiða útileiki
fyrir höndum,“ sagði Emilio Butr-
agueno, yfirmaður knattspyrnumála
hjá Real Madrid. Öll bresku liðin geta
vel við unað en þau lentu í riðlum þar
sem þau eiga ágæta möguleika á að
komast áfram. Manchester United
virðist eiga greiða leið í 16 liða úrslit-
in en liðið er með Panathinaikos,
Glasgow Rangers og Stuttgart í riðli.
Ljóst er að mikill áhugi verður á við-
ureign United og Rangers en þar
mætast Englandsmeistararnir og
Skotlandmeistararnir.
Sir Alex Ferguson, knattspyrnu-
stjóri United, var mjög ánægður með
að lenda í riðli með Glasgow Rangers.
„Þetta er frábær dráttur fyrir okkur
og það verður virkilega gaman að
mæta skosku meisturunum,“ sagði
Ferguson.
Chelsea lenti í riðli með Lazio,
Sparta Prag og Besiktas. „Við höfum
styrkt liðið mikið og við eigum góða
möguleika á að fara upp úr riðlinum,“
sagði Ken Bates, stjórnarformaður
Chelsea. Arsenal mun mæta Inter,
Dynamo Kiev og Locomotiv Moskva.
„Við erum með mjög sterkt lið og
vonandi komumst við lengra í keppn-
inni en nokkru sinni áður,“ sagði Dav-
id Dein, varastjórnarformaður Ars-
enal.
Riðlarnir í Meistaradeildinni
A-riðill: Bayern München, Lyon,
Celtic og Anderlecht.
B-riðill: Arsenal, Inter Mílanó,
Dynamo Kiev og Locomotiv Moskva.
C-riðill: Deportivo La Coruna,
PSV Eindhoven, AEK Aþena og
Mónakó.
D-riðill: Juventus, Galatasaray,
Olympiakos og Real Sociedad.
E-riðill: Manchester United, Pan-
athinaikos, Glasgow Rangers og
Stuttgart.
F-riðill: Real Madrid, Porto, Mars-
eille og Partizan Belgrad.
G-riðill: Lazio, Chelsea, Sparta
Prag og Besiktas.
H-riðill: AC Milan, Celta Vigo,
Ajax og Club Brugge.
Manchester
United og Rang-
ers í sama riðli
Í GÆR var dregið í fyrstu umferð
Meistaradeildar Evrópu í knatt-
spyrnu en riðlakeppnin hefst
16. september. Það eru alls 32
lið sem taka þátt í riðlakeppn-
inni og þeim er skipt niður í 8
riðla. Tvö efstu liðin í hverjum
riðli fara í 16 liða úrslitin.
MAREL Baldvinsson skoraði fyrsta mark
Lokeren þegar belgíska liðið sigraði Dinamo
Tirana frá Albaníu, 3:1, í síðari leik liðanna í
UEFA-bikarnum í knattspyrnu í gærkvöld.
Lokeren komst þar með í aðalkeppnina en lið-
ið vann stórsigur á útivelli, 4:0, í fyrri leiknum.
Af þeim sökum voru Arnar Grétarsson og
Rúnar Kristinsson hvíldir og sátu þeir á vara-
mannabekknum, enda á Lokeren erfiða leiki
fram undan.
Albanarnir komust yfir en Marel jafnaði
með skalla eftir fyrirgjöf á 29. mínútu. Í síðari
hálfleik skoraði Fofana síðan tvö mörk. Arnar
Þór Viðarsson, fyrirliði Lokeren, átti ágætan
leik og Marel vann vel. Hann fékk þó aðeins 4 í
einkunnagjöf Het Nieuwsblad í morgun, Arn-
ar Þór fékk 6 og bestu menn Lokeren, Fofana
og Kilian, fengu 7.
Marel skoraði og
Lokeren áfram