Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 53 Opnum skódeild í Topshop Smáralind í dag BJÖRK ætlar að ljá sögupersónunni Önnu rödd sína í teiknimyndinni Anna og skap- sveiflurnar (Anna and the Moods) og hefur Terry Jones þekkst boð um að vera sögumaður myndarinnar. Terry Jones er þekktastur fyrir að vera einn úr hinum heims- þekkta Monty Python-hópi, en auk þess hefur hann skrifað og leikstýrt fjölda kvikmynda og efni fyrir sjón- varp. Um er að ræða nýja íslenska tölvugerða teiknimynd, sem CAOZ hf. er með í vinnslu, og verður hálf- tíma löng. „Við stefnum á að frum- sýna jólin 2004,“ segir Hilmar Sig- urðsson, framkvæmdastjóri mynd- arinnar. „Við gerum samtímis bæði íslenska og enska útgáfu,“ segir hann en ekki er endanlega ljóst hvort Björk talar einnig í íslensku útgáfunni. Hann segir að tilkoma þessara listamanna geti aukið vægi mynd- arinnar á alþjóðavettvangi. „Von- andi verða kaupendur erlendis enn áhugsamari fyrir vikið. Því fleiri og betri listamenn sem taka þátt því meiri líkur eru á góðri dreifingu er- lendis.“ Sjón er höfundur sögunnar og handrits myndarinnar og ætlar sjálfur að túlka eina söguper- sónuna. Um tónlistina sjá Brodsky- kvartettinn og Julian Nott, sem samdi tónlist fyrir teiknimyndirnar Wallace og Gromit. Leikstjóri Önnu og skapsveifln- anna er Gunnar Karlsson, sem jafn- framt leikstýrði verðlaunamyndinni Litlu lirfunni ljótu. Hilmar segir að það sé tóm til- viljun að sögupersónan Anna líkist Björk í útliti. „Gunnar, sem leik- stýrir og skapar Önnu og aðra kar- aktera í þessari mynd, var kominn með hana í þetta form áður en Björk kom til. Við erum búin að vera að vinna með þetta útlit í bráð- um sex mánuði,“ segir hann. Hilmar er sérlega ánægður með þátttöku Terrys og Bjarkar. „Þessi tvö eru komin og við hlökkum rosa- lega til að fara í næstu umferð, sem er úti á Ítalíu um miðjan sept- ember. Þá kynnum við fyrir um- heiminum nýja 45 sekúndna kynn- ingu úr myndinni.“ Ferðin sem hann talar um er á Cartoon Forum í Varese á Ítalíu, sem fram fer 17.–21. september. Þess má geta að Stöð 2 og Norð- urljós hafa tryggt sér íslenskan sýningarrétt og dreifingu á mynd- inni. Áætlaður kostnaður við mynd- ina er um 60 milljónir króna. Verk- efnið hefur þegar hlotið handritsstyrk frá Kvikmyndamið- stöð Íslands. Unnið er að frekari fjármögnun myndarinnar og er Hilmar bjartsýnn á að vel gangi á Ítalíu. Teiknimyndin Anna og skapsveiflurnar Anna breytist úr fyrirmyndar- stúlku í svartklæddan ungling. Björk og Terry Jones taka þátt ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali KRINGLAN Sýnd kl. 5. Með íslensku tali AKUREYRI Sýnd kl. 6. Með íslensku tali KEFLAVÍK Sýnd kl. 6. Með íslensku tali. Stórsmellur úr smiðju Jerry Bruckheimer og Disney sem stefnir hraðbyri að vera vinsælasta mynd sumarsins í USA. ll i j i i i i i l i í . Stórsmellur úr smiðju Jerry Bruckheimer og Disney sem stefnir hraðbyri að vera vinsælasta mynd sumarsins í USA. ll i j i i i i i l i í . 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! í f i t tl ! 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! r r í f i t r tl ! KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM  ÓHT RÁS 2 KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL  SG DV  MBL  Skonrokk FM 90.9  Skonrokk FM 90.9 YFIR 35.000 GESTIR! YFIR 35.000 GESTIR! Frábær tónlist, m.a. lagið Times like these með Foo Fighters Síðasta og besta myndin í seriunni. Nú verður allt látið flakka. ÁLFABAKKI Kl. 3.50, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12. AKUREYRI Kl. 6, 8 og 10. B.i. 12. KEFLAVÍK Kl. 8 og 10. B.i. 12. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5, 7.45 OG 10.15. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. B.i. 10 ára. KRINGLAN Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 10 ára AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 10 ára. Sýnd áklukkutímafresti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.