Morgunblaðið - 29.08.2003, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
20% afsláttur
af skólaosti
í sérmerktum
kílóastykkjum!
IÐGJÖLD á lög-
boðnum bifreiða-
tryggingum hafa
hækkað um
86,6% frá því í
ársbyrjun 1999,
en á sama tíma
hækkaði vísitala
neysluverðs um
20,1%. Hækkunin
á fyrri hluta
þessa tímabils
var þó verulega
meiri en sú hækkun sem orðið hefur frá árs-
byrjun 2002.
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri
Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að
afkoma tryggingafélaganna af ökutækja-
tryggingum og meiri hækkun á vátrygginga-
skuld félaganna en eðlilegt geti talist sýni að
iðgjöld bifreiðatrygginga hafi verið óeðlilega
há. Hann segir að vátryggingaskuldin, eða
svonefndir bótasjóðir, sé að minnsta kosti
25.000 milljónir króna. Sjóðirnir vaxi stöðugt
þrátt fyrir færri tjón og stórbætta afkomu
tryggingafélaganna.
Talsmenn stóru tryggingafélaganna segja
að iðgjöld af bifreiðatryggingum hafi þegar
verið lækkuð í ár og í fyrra og þau séu stöðugt
í endurskoðun.
Tryggingafélögin högnuðust um 1.072 millj-
ónir af bílatryggingum á fyrri hluta ársins.
Bílatryggingar hafa hækkað
langt umfram verðlag
-.%$'
' $ &
(%
N5 '''O!''
!"'
!)'
! '
!''
.' &&
AB
=A
&
Iðgjöldin/14
86,6%
hækkun frá
árinu 1999
FORSTÖÐUMAÐUR Fornleifa-
verndar ríkisins, Kristín Huld Sig-
urðardóttir, segist harma það að
gamli hitaveitustokkurinn milli
Mosfellsbæjar og Reykjavíkur
verði rifinn að mestu leyti og aðeins
skilinn eftir stuttur bútur í miðbæ
Mosfellsbæjar.
Verktaki hefur undanfarna viku
unnið við það að rífa niður stokkinn.
Búið er að mölva helminginn af um
430 metra kafla milli Þverholts og
Langatanga en í miðbæ Mosfells-
bæjar hefur verið skilinn eftir
stuttur bútur, 10–15 metra langur,
sem minnisvarði um þetta gamla
veitumannvirki.
Tryggvi Jónsson, bæjarverk-
fræðingur Mosfellsbæjar, segir að
slysahætta hafi verið af stokknum
og auk þess verið talið of kostnaðar-
samt að varðveita stærri hluta af
honum. Það mat hafi m.a. byggst á
skýrslu sem verkfræðistofan Fjar-
hitun hf. gerði fyrir um ári þar sem
skoðaðar voru mismunandi leiðir
við varðveislu stokksins. Viðhalds-
kostnaður var talinn vera 10–14
milljónir, auk rekstrarkostnaðar.
Tryggvi segir að hvorki bærinn né
Orkuveitan hafi verið reiðubúin að
sjá um reksturinn og sú ákvörðun
hafi verið kynnt í bréfi til þjóðminja-
varðar fyrr í sumar að stokkurinn
yrði fjarlægður að undanskildum
bút í miðbænum. Þar sem ekki hafi
borist svar hafi verið ákveðið að
hefjast handa.
Kristín Huld Sigurðardóttir segir
einhver mistök hafa átt sér stað við
að tilkynna framkvæmdirnar rétta
leið. Hún hafi ekki fregnað af þeim
fyrr en á miðvikudagskvöld.
„Það hefði verið mjög æskilegt að
varðveita stærri hluta af stokknum.
Lítið er eftir af svona minjum á
svæðinu en þar sem ekki er um frið-
aðar eða friðlýstar minjar að ræða
er það undir Orkuveitu Reykja-
víkur og Mosfellsbæ komið hvort
menn vilja varðveita mannvirkið,“
segir Kristín.
Byggður í miðju hernámi
Fyrst var byrjað á að rífa stokk-
inn í júní árið 2001, tveimur árum
eftir að heitt vatn var tekið af
honum, en vegna athugasemda frá
Þjóðminjasafninu voru þær fram-
kvæmdir stöðvaðar um sinn. Í
Morgunblaðinu í ágúst 2001 var
haft eftir Margréti Hallgrímsdóttur
þjóðminjaverði að samkomulag
hefði náðst um að rífa stokkinn utan
þéttbýlis en varðveita hann innan
bæjarmarka Mosfellsbæjar. Fram-
kvæmdir hófust á ný og þetta árið
var um þriggja kílómetra kafli rif-
inn. Stokkurinn var byggður í miðju
hernáminu á árunum 1940–1943 og
flutti heita vatnið til Reykvíkinga úr
Mosfellssveit áratugum saman.
Síðustu hlutar hitaveitustokksins í Mosfellsbæ fjarlægðir að mestu
Fornleifavernd ríkisins
harmar framkvæmdina
Morgunblaðið/Einar Falur
Byrjað var á að rífa stokkinn í miðbæ Mosfellsbæjar sl. föstudag.
ENGIR fjármunir eru fyrir hendi
hjá Fornleifavernd ríkisins til að
halda við yfir 700 fornleifum og
minjum víðs vegar um land, að
sögn Kristínar Huldar Sigurðar-
dóttur, forstöðumanns stofnunar-
innar. Eins og í tilviki hitaveitu-
stokksins milli Mosfellsbæjar og
Reykjavíkur segir Kristín það
vera erfitt að setja kvöð á ein-
hvern að halda við slíkum
minjum. Fornleifavernd ríkisins
hafi enga fjármuni til þess.
Kristín segir að farið hafi verið
fram á fjármagn til viðhalds minja
en við þeirri beiðni hafi ekki verið
orðið enn. Sem dæmi um forn-
minjar sem þarfnast viðhalds
nefnir hún Stöng í Þjórsárdal og
Snorralaug í Borgarfirði.
Engir fjármunir
til varðveislu
yfir 700 minja
TVEGGJA turna tal, kvikmyndagerð ann-
ars hluta Hringadróttinssögu, hefur selst
gríðarlega vel síðan hún kom út á mynd-
bandi og mynddiski á þriðjudaginn. Á út-
gáfudegi voru afgreidd frá útgefanda yfir
13 þúsund eintök, 8.500 á mynddiski og
4.500 á myndbandi, sem er algjört eins-
dæmi hér á landi, að sögn Jóns Gunnars
Geirdal, kynningarstjóra Hringadrótt-
inssögukvikmyndanna á Íslandi.
Er hér þó aðeins um fyrstu útgáfu á
myndinni að ræða því í desember kemur
út sérstök viðhafnarútgáfa þar sem verð-
ur að finna 30 mínútum lengri útgáfu.
Turnarnir
rifnir út
Í FRAMHALDSSKÓLUM hefur
lengi viðgengist sá siður að bjóða ný-
nema, „busa“, velkomna í skólann.
Það hefur verið gert með ýmsum
hætti í gegnum tíðina. Stundum hafa
busar haft ástæðu til að kvíða busa-
vígslum, enda hefur stundum verið
lögð áhersla á að fara illa með þá.
„Við erum ekki beint að „busa“ í
gömlu merkingunni. Við erum ekki
að fara illa með nýnemana heldur
bara að bjóða þá velkomna,“ segir
Baldur Kristjánsson, formaður
Nemendafélags Verzlunarskóla
Íslands, en í gær voru nýnemar
boðnir velkomnir í skólann. Farið
var með þá í grillveislu í Ártúns-
brekkunni.
Baldur segir að um kvöldið hafi
verið haldið nýnemakvöld þar sem
sýnt var myndband sem unnið var í
sumar. Nokkrir nýnemar urðu í
sumar fyrir smávægilegum
hrekkjum sem teknir voru upp með
falinni myndavél. Að sögn Baldurs
heppnaðist dagurinn mjög vel og all-
ir fóru sáttir heim, bæði busar og
eldri nemendur.
Morgunblaðið/Arnaldur
Nýnemavígsla í Verzló
ÖFUGT við aðra ferðamenn á Mark-
úsartorginu í Feneyjum í sumar sögð-
ust hjónin Hildur Björg Ingiberts-
dóttir og Erlingur Snær Erlingsson
hafa gónt á göturnar og virt fyrir sér
allar tyggjóklessurnar. Kannski er
það ekkert skrýtið í ljósi þess að þau
voru þá nýbúin að koma sér upp vist-
vænni tyggjóhreinsivél og voru farin
að hreinsa íslenskar götur, stéttir og
torg af þessum ófögnuði.
Tyggjóhreinsun er aukabúgrein
hjá þeim hjónum, en þau segja mikinn
markað fyrir þjónustuna, enda lítið
lát á að fólk hendi tuggunum frá sér
nánast hvar sem er. Meðal viðskipta-
vina þeirra eru ýmsar opinberar
stofnanir og einkafyrirtæki.
Atlaga að
tyggjó-
klessum
Daglegt líf/B2
♦ ♦ ♦
ALLT tiltækt lið Slökkviliðs höfuð-
borgarsvæðisins var kallað út á ell-
efta tímanum í gærkvöld vegna mik-
ils reyks frá atvinnuhúsnæði á horni
Auðbrekku og Skeljabrekku í Kópa-
vogi. Í húsnæðinu eru ellefu fyrir-
tæki og á vettvangi kom fljótlega í
ljós að reykurinn kom frá eimingar-
tæki í fyrirtækinu Íslakki hf. Hafði
tækið brunnið yfir en slökkviliðinu
tókst að reykræsta húsið á skömm-
um tíma.
Mikill reykur
í Kópavogi
♦ ♦ ♦