Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ferðir blóðbankabílsins: Þriðjudagur 21. október Kaupþing Ármúla 13 kl. 9:00-15:00 Miðvikudagur 22. október Járnblendiverksmiðjan Grundartanga kl. 9:00-12:30 Miðvikudagur 22. október Norðurál Grundartanga kl. 13:30-16:30 www.blodbankinn.is ÍSLENSK erfðagreining kynnti í gær niðurstöður úr viðamiklum rannsóknum á ættlægni og erfða- fræði allra krabbameina sem greinst hafa á Íslandi síðan skráningar hóf- ust, sem eru um 30 þúsund talsins. Með tölfræðilegri greiningu voru borin saman öll tilfelli sem skráð eru í Krabbameinsskrá Krabbameins- félags Íslands við Íslendingabók, ættfræðigrunn ÍE. Í Krabbameinsskránni eru skráð öll krabbameinstilfelli sem greind hafa verið hér á landi frá árinu 1955. Ættfræðigrunnur ÍE inniheldur upplýsingar um alla núlifandi Íslend- inga og er talið að hann nái sennilega yfir meirihluta Íslendinga sem búið hafa í landinu frá landnámi, eða alls um 700 þúsund einstaklinga. For- svarsmenn ÍE segja að þessi ein- stæða skráning læknisfræði- og ætt- fræðiupplýsinga hafi gert vísinda- mönnum fyrirtækisins kleift að rannsaka ættlægni allra krabba- meinstilfella heillar þjóðar á nær 50 ára tímabili. Slíkt hafi hvergi verið gert í heiminum áður. Áhættan ekki bundin við eina tegund krabbameins Áhætta og skyldleiki allra krabba- meinsgerða var metinn bæði innan hverrar gerðar krabbameins fyrir sig og á milli mismunandi krabbameins- gerða. Hafa vísindamenn ÍE rann- sakað 30 þúsund tilfelli krabbameins af um 80 mismunandi gerðum. Niðurstöðurnar benda til þess að sterkir erfðaþættir tengist krabba- meini og flytji aukna áhættu á mynd- un krabbameins á milli kynslóða. Í flestum tilfellum virðist áhættan ekki vera bundin við eina tegund krabbameins heldur virðist áhætta á mörgum mismunandi gerðum krabbameins aukin hjá bæði ná- skyldum og fjarskyldum ættingjum krabbameinssjúklinga. Þannig hefur komið í ljós að ættingjar sjúklinga sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli reynast til dæmis vera í áhættuhópi varðandi krabba- mein í brjóstum, nýrum og skjald- kirtli. Þýðingarmiklar niðurstöður Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, kynnti niðurstöðurnar á frétta- mannafundi í gær og síðdegis voru þær kynntar á kynningarfundi fyrir almenning, á vísindadögum ÍE, sem haldnir eru í höfuðstöðvum fyrirtæk- isins. Að sögn Kára hefur ekki áður verið sýnt fram á svo sterk tengsl milli þessara gerða krabbameins á milli fjarskyldra ættingja. „Í þessu tilfelli erum við að líta á heila þjóð,“ segir Kári en að sögn hans eru niðurstöður þessarar ætt- fræði- og erfðagreiningar afar þýð- ingarmiklar fyrir rannsóknir ÍE við leitina að erfðavísum og þróun grein- ingarprófa. Kári lagði áherslu á að umræddar rannsóknir í erfðafræði beindust ein- göngu að upplýsingum og að því að varpa ljósi á hvernig þær flæddu frá einni kynslóð til annarrar. Fram kom í máli hans að algengir sjúkdómar væru mjög flóknir m.a. vegna flókinn erfðaþátta. Vísinda- menn ÍE hefðu sett saman það sem kalla mætti ættfræðinálgun á erfða- fræði, sem byggðist á því að taka saman lista yfir sjúklinga, sem Per- sónuvernd hefði dulkóðað og bera þá saman við ættfræðigagnagrunn ÍE í Íslendingabók. Hann sagði að stóra spurningin sem menn hefðu sett fram þegar Krabbameinsskráin væri borin sam- an við ættfræðiskrána, væri sú hvort það væru eingöngu einstök krabba- mein eða hópar mismunandi gerða krabbameina sem flyttust sameigin- lega á milli á milli kynslóða. „Þetta skiptir geysilega miklu máli þegar menn fara að setja saman greining- artæki á grundvelli uppgötvana og forvarnarprógrömm, til þess að finna krabbamein snemma,“ segir hann. Samanburðurinn gaf m.a. færi á að setja fram spurningar um hvaða lík- ur væru á að hópur ættmenna manns sem væri t.d. með krabbamein í blöðruhálskirtli fengju önnur krabbamein. Fram kom í máli Kára að þessi samanburðargreining hefði leitt í ljós að líkurnar á að fá tiltekin önnur krabbamein aukast verulega. Þannig væru t.d. líkurnar á því að móðir manns með blöðruhálskirtils- krabbamein fengi krabbamein í nýra 2,7 sinnum meiri en almennt gerist. „Frá sjónarhorni erfðafræðinnar benda niðurstöðurnar til þess að líta beri svo á að tilhneigingin til að fá ýmsar gerðir krabbameins erfist á milli kynslóðanna en ekki nægi að líta eingöngu á einstök krabbamein. Þannig benda rannsóknirnar á erfða- fræði krabbameina til þess t.d. að krabbamein í blöðruhálskirtli, brjóst- um, nýrum og skjaldkirtli gangi sam- an við erfðir,“ sagði Kári. Hafa kortlagt erfðavísa krabbameins „Þetta hefur þá þýðingu fyrst og fremst að við vitum að það sem erfist í fjölskyldum, þar sem krabbamein gengur, er ekki endilega einstakt krabbamein t.d. í blöðruhálskirtli eða brjósti, heldur [erfist] tilhneiging til að mynda krabbamein í ákveðnum líffærum,“ sagði hann. Fram kom í máli Kára að rannsóknarhópi innan ÍE hefur tekist að kortleggja erfða- vísa sem koma eingöngu upp þegar bæði er litið til brjóstakrabbameins og blöðruhálskirtilskrabbameins. „Þessi vitneskja sem hefur orðið til við að taka Krabbameinsskrána og renna henni saman við Íslendinga- bókina er þegar farin að skila sér í miklu skilvirkari aðferð við að ein- angra erfðavísa sem valda krabba- meini,“ sagði Kári. Að mati forsvarsmanna ÍE sýna þessar niðurstöður einnig að enn er mikið verk óunnið við að skilgreina þá erfðaþætti sem tengjast algeng- ustu gerðum krabbameins og undir- strika mikilvægi þess að krabba- meinsrannsóknir séu ekki ein- skorðaðar við eina gerð krabba- meins, heldur sé einnig litið á krabbamein sem sjúkdóm sem geti haft áhrif til æxlismyndunar í fleiri líffærum en einu. ÍE hefur ekki enn tekist að ein- angra einstaka erfðavísa sem valda krabbameini en búið er að kortleggja meingen sem valda einstökum gerð- um krabbameins. „Við fórum tiltölu- lega seint að vinna við krabbameinin en sú vinna er að skila sér á ævin- týralega spennandi hátt,“ sagði Kári. „Hingað til hafa menn verið að nálg- ast einangrun á erfðavísum í þessum krabbameinum eingöngu með því að líta á einstök krabbamein hvert fyrir sig, sem er líklega ekki rétta aðferðin við að nálgast erfðafræði krabba- meina sem algengra sjúkdóma,“ sagði Kári. Einnig kom fram í máli hans að á vettvangi ÍE er unnið að gerð grein- ingarprófa vegna áhættunnar á að fá krabbamein en ekki liggur fyrir hve- nær það verður tilbúið. Þróun grein- ingarprófa vegna sjúkdóma þar sem vísindamenn ÍE hafa einangrað eða kortlagt erfðavísa er lengst komin vegna greiningar á beinþynningu. Kveðst Kári vonast til að farið verði að nota það í byrjun næasta árs. Einnig er vinna við þróun greining- arprófs vegna heilablóðfalls langt komin. Spurður um næstu skref í rannsóknunum á krabbameini sagði Kári að mjög spennandi vinna væri í gangi við rannsóknir á blöðruháls- kirtilskrabbameini. „Ef að líkum læt- ur þá komum við til með að geta sagt heiminum frá erfðavísi sem við ein- angrum tiltölulega fljótlega.“ Kvaðst hann einnig vonast til að fljótlega mundi takast að greina frá niðurstöð- um rannsókna á sortuæxlum. Koma í veg fyrir að arfgeng tilhneiging verði sjúkdómur Kári leggur áherslu á að niðurstöð- ur rannsóknanna muni auðvelda greiningu þeirra snemma og auki lík- ur á þróun lyfja gegn sjúkdómunum en hann segir ljóst að þessum arf- bundnu sjúkdómum verði aldrei út- rýmt með öllu. „Langflestir þessara sjúkdóma koma fram eftir að mað- urinn er orðinn fertugur og er kom- inn yfir það skeið þar sem hann fjölg- ar sér. Það má segja að þetta séu sjúkdómar sem koma fram eftir að maðurinn er orðinn tiltölulega gagnslaus sinni dýrategund. Ef ég man rétt þá var það sá ágæti maður Woody Allen sem einhvern tíma sagði að hjónabandið hefði verið mjög góð hugmynd á meðan lífslíkur fólks voru 40 ár. Nú eru meðallífs- líkur fólks 80 ár og þess vegna væri hjónabandið mjög gölluð hugmynd. Það má raunverulega segja að hönn- un mannsins hafi verið mjög góð á meðan meðallífslíkur voru 40 ár en nú þegar lífslíkurnar eru orðnar 80 ár fara alls konar gallar að koma fram. Þetta eru þeir gallar sem við köllum algenga sjúkdóma og það eru ákveðnir erfðavísar sem gera að verkum að sumir hafa meiri tilhneig- ingu til að fá þá en aðrir. En við kom- um ekki til með að takast á við þessa sjúkdóma með því að útrýma þeim í sjálfu sér heldur með því að takast á við þá, halda þeim í skefjum, greina þá snemma og koma í veg fyrir að þessi arfgenga tilhneiging verði raunverulega sjúkdómur, með breyt- ingum á lífsstíl, með lyfjum og svo framvegis.“ ÍE kynnir niðurstöður rannsóknar á erfðafræði allra krabbameinstilfella sem greinst hafa frá 1955 Sterk tengsl milli erfða og mis- munandi tegunda krabbameins Íslensk erfðagreining kynnti í gær niðurstöður úr viðamiklum rannsóknum á ættlægni og erfðafræði allra krabbameinstilfella á Íslandi í hálfa öld. Sterkir erfðaþættir tengjast krabbameini og í ljós kemur að tilhneigingin til að fá ákveðnar gerðir krabba- meins virðist erfast á milli kynslóða. Er áhættan aukin bæði meðal náskyldra og fjarskyldra ættingja. Morgunblaðið/Þorkell Margir sóttu fund Íslenskrar erfðagreiningar í gær þar sem rannsóknir á ættlægni krabbameins voru kynntar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.