Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Svona, komið þið ykkur inn, draugarnir ykkar. Draugabaninn er að koma. Málþing um stærðfræðimenntun Ræða tungumál stærðfræðinnar MOGENS Niss, pró-fessor við Háskól-ann í Hróarskeldu í Danmörku, er einn frum- mælanda á málþingi sem fram fer í Kennarháskóla Íslands 24.-25. október nk. Menntamálaráðuneytið gengst fyrir málþinginu þar sem m.a. verður fjallað um reynslu af nýjum nám- skrám, almenna færni í stærðfræði og námsmat í ljósi samræmdra prófa. Málþingið er haldið í sam- vinnu við Kennaraháskóla Íslands, stærðfræðiskor HÍ, Íslenska stærðfræði- félagið, Flöt, samtök stærð- fræðikennara, og Félag raungreinakennara í fram- haldsskólum. Niss kemur víða við í fyrirlestri sínum og dregur fram í dagsljósið ýmis vandamál sem stærðfræði- kennarar þurfa að glíma við. Spurður hvort mikilvægi stærð- fræðiþekkingar í nútímasamfélagi sagði Niss að flestir gerðu sér grein fyrir því að stærðfræði væri gríðarlega mikilvægur þáttur í nú- tímasamfélagi. Tæknin væri alls- ráðandi á öllum sviðum mannlífsins en vandamálið væri að hinn al- menni borgari sæi ekki heildar- myndina á bak við stærðfræði- þekkingu. „Það eiga margir erfitt með sjá hvernig stærðfræðin kem- ur þeim að gagni sem einstakling- um. Ég hef velt því fyrir mér hvort þær aðferðir sem notaðar hafa ver- ið frá lokum seinni heimstyrjaldar hafi skilað sér. Það er „stærðfræði fyrir alla“. Ef litið er til baka þá býr meirihluti þeirra sem útskrifast t.d. úr grunnskóla ekki yfir þeirri færni og þekkingu sem stefnt var að. Á undanförnum árum hefur komið upp sú hugmynd að kenn- arar ættu að einbeita sér að fáum nemendum sem myndu ná betri tökum á stærðfræðinni, og fá þar með meiri innsýn í fagið. Sumir nemendur hafa lítinn áhuga á stærðfræði en aðrir hafa mikla hæfileika á því sviði. Það er mat margra að stærðfræðin myndi efl- ast ef kröfurnar til meirihluta nem- enda yrðu aðrar en til þeirra sem sýna faginu áhuga. Við erum því að veðja á færri hesta en áður, enda reiða flestir sig á tölvur, reiknivél- ar og aðra tækni ef þeir þurfa að leysa verkefni sem tengjast stærð- fræði. Skilningurinn þarf ekki að vera mikill til þess að nota slíkt.“ – Eru kennarar misjafnlega í stakk búnir til þess að koma stærð- fræðinni til skila? „Já. Kennaramenntun í Dan- mörku og víðar er með þeim hætti að í grunnskóla eru kennarar með yfirgripsmikla þekkingu á mörg- um efnisþáttum. Í því námi kynn- ast þeir aðferðum til þess að koma því til skila sem þeir kunna en dýptin t.d. í stærðfræðinni er ekki gríðarlega mikil. Grunnskólakenn- arar hafa flestir ekki mikla reynslu við fög sem tengjast stærðfræð- inni, eða stærðfræðilegum úr- lausnum. Þegar komið er að elstu nemendum í grunn- skóla og jafnvel í fram- haldsskólum er þessu oft öfugt farið. Þar taka við kennarar sem eru með sérfræðiþekkingu, langt nám að baki tengt stærðfræði, en hins- vegar skortir þá kannski að geta komið því til skila sem þeir kunna. Margir hafa „endað alveg óvart“ sem stærðfræðikennarar. Flestir hafa þeir séð fyrir sér starf við rannsóknir, eða við störf tengd iðn- aði eða framleiðslu.“ – Starfa grunnskólar, fram- haldsskólar og háskólar nægilega vel saman að því að ná fram sam- fellu í námsefni sem tengist stærð- fræði? „Í Danmörku hefur það verið raunin að flestir hafa litið á aðrar menntastofnanir sem „keppi- nauta“ eða andstæðinga í stað þess að líta á þá sem samstarfsaðila. Það myndast ákveðnar hefðir og venjur á hverju skólastigi, og nemendur hafa ekki hugmynd um hvað er verið að tala þegar minnst er á ákveðna hluti sem þeir eiga hafa tileinkað sér. Þá kemur í ljós að t.d. í grunnskólanum hafa ekki verið notaðar sömu aðferðir eða skil- greiningar og t.d. eru notaðar í framhaldsskóla. Síðan tekur við annað ferli þegar sömu nemendur fara úr framhaldsskóla í háskóla- nám. Þrátt fyrir að ávallt sé verið að vinna með sömu hlutina upplifa nemendurnir það á þann veg að ávallt sé verið að tala um nýja hluti,“ sagði Niss og bætti því við að margar kennsluaðferðir og nálganir við kennslu væru í raun frumstæðar. „Það á að vera hægt að tala um stærðfræðina á sama tungumáli í gegnum öll skólastig. Í dag er það ekki raunin, háskólaprófessor á að geta rætt við barn í grunnskóla um einfaldar stærðfræðilegar lausnir á sama „tungumáli“og barnið notar. Því miður er það ekki raunin – en ég vona að svo verði í framtíðinni.“ Íslandsheimsóknin verður sú fyrsta hjá Niss en hann segir að það hafi lengi staðið til að koma til landsins. „Ég hef lesið mikið af ritverkum Halldórs Laxness. Bækur hans eru lista- verk í mínum huga en þrátt fyrir að hafa farið víða um heim á undanförnum árum hefur mér aldrei tekist að hefja „Íslands- ferðina“ fyrr en nú. Það verður spennandi að koma og margir hafa sagt mér að Íslendingar séu vel móttækilegir fyrir stærðfræði. Gleggsta dæmið er hve margir ís- lenskir skákmenn geta státað sig af alþjóðlegum titlum, eruð þið ekki fremst í heiminum á þessu sviði miðað við höfðatölu?“ Mogens Niss  Mogens Niss er fæddur í Kaup- mannahöfn og verður 59 ára síðar í þessum mánuði. Niss er prófess- or í stærðfræði við Háskólann í Hróarskeldu. Hann hefur verið mikilvirkur á sviði stærðfræði- menntunar, er eftirsóttur fyr- irlesari á því sviði og er einn af forstöðumönnum PISA- verkefnisins á vegum OECD. Hann var aðalfyrirlesari á níunda alþjóðaþinginu um stærðfræði- menntun, International Congress on Mathematics Education, ICME-9, sem haldið var í Japan árið 2000, og hann verður forseti ráðstefnunnar ICME-10 sem Norðurlöndin halda sameiginlega í Kaupmannahöfn í júlí árið 2004. Verða „óvart“ stærðfræði- kennarar ORKAN lækkaði verð á dísilolíu á einni stöð félagsins í Hafnarfirði sl. laugardagsmorgun, í 34,80 kr. lítr- ann. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu sl. laugardag hefur Atlants- olía hafið sölu á olíu til einkabíla á einni stöð sem staðsett er við Hafn- arfjarðarhöfn og selur lítrann á 35 kr. Annars staðar, eins og á útsölustað Orkunnar í Kópavogi, er útsöluverð- ið 38,80 kr. eða 4 kr. hærra en í Hafn- arfirði. Atlantsolía telur að það varði við samkeppnislög að lækka verð á einum útsölustað og mun láta á það reyna með kæru til Samkeppnis- stofnunar. Gunnar Skaftason framkvæmda- stjóri Orkunnar, segir Orkuna alltaf bjóða lægsta verðið og það hafi verið rangt sem fram hafi komið í frétt blaðsins sl. laugardag að Atlantsolía hafi verið með lægsta verðið. „Þeir voru ekki búnir að opna þegar við vorum búnir að lækka. Svo eru þeir með ólöglega stöð, þetta er ekki bensínstöð,“ segir Gunnar. „Við erum að standa við það sem við höfum lofað okkar viðskiptavin- um, að við ætlum alltaf að vera ódýr- astir. Við höfum gert þetta í gegnum tíðina, stundum verið ódýrari á einni stöð en annarri og ég man ekki eftir að hafa fengið neinar athugasemdir við það,“ segir hann. Vilja að farið sé að lögum Spurður hvort hið sama eigi ekki við um þetta mál og í kærumáli Ice- land Express gegn Flugleiðum, en þar kom í ljós, að Flugleiðir gátu ekki boðið netsmelli á tveimur flugleiðum heldur urðu þeir að bjóða þau far- gjöld á öllum flugleiðum og hvort í ljósi þess úrskurðar megi líta svo á að Orkan sé að brjóta samkeppnislög, sagðist Gunnar ekki líta svo á. „Ég lít ekki svo á en það verður þá bara ein- hver að úrskurða um það. Ég tel að við megum vera með það verð sem okkur lystir og það er ekkert sem segir að við þurfum að vera með sama verð á öllum stöðvum,“ svarar Gunnar. Símon Kjærnested, framkvæmda- stjóri Atlantsolíu, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þeir vildu að farið væri að landslögum og eftir því sem þeim væri sagt þá væri ekki leyfilegt að vera með mismunandi verð með þessum hætti. Eftir hans upplýsing- um væri þetta til dæmis ástæðan fyr- ir að „anti trust“ lögin voru sett í Bandaríkjunum. Þar var verð á bens- íni lækkað þar sem var samkeppni og hækkað annars staðar. Að mati lög- manna þeirra varðaði þetta við sam- keppnislög og þeir mundu láta á það reyna hjá Samkeppnisstofnun. Að öðru leyti mundu þeir halda sínu striki. Þeir væru vanir því að berjast. Orkan lækkar olíuverð á einni stöð í Hafnarfirði Morgunblaðið/ÞorkellAtlantsolía hefur hafið sölu á olíu á bíla. Atlantsolía telur að samkeppnis- lög séu brotin HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi fyrrverandi framkvæmda- stjóra einkahlutafélags í 30 milljóna króna sekt og þriggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi í gær fyrir skatt- svik á árunum 2001 og 2002. Undan- skot ákærða nam um 15 milljónum króna. Hann var ákærður fyrir brot á lögum um virðisaukaskatt með því að hafa eigi staðið tollstjóranum í Reykjavík skil á virðisaukaskatti að fjárhæð 11,3 milljónir króna, sem inn- heimtur var í nafni einkahlutafélags- ins, og lögum um staðgreiðslu opin- berra gjalda sem fól í sér undanskot upp á 3,8 milljónir króna. Ákærði játaði brot sín skýlaust. Tekið var tillit til þess að hann greiddi bæði virðisaukaskatt og staðgreiðslu að hluta eftir gjalddaga. Guðjón St. Marteinsson héraðs- dómari dæmdi málið. Helgi M. Gunn- arsson fulltrúi efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra sótti málið. 30 milljóna króna sekt og fangelsi fyrir skattsvik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.