Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 29 DAGBÓK SUMIR fræðimenn í sögn- um – „sagnfræðingar“ – halda þeirri kenningu á lofti að lítið tilefni þurfi til að segja fjóra spaða yfir opnun á fjórum hjörtum – utan hættu, að minnsta kosti. Þetta er stundum orðað svo: Ef spilin eru nógu góð til að segja einn spaða yfir einu hjarta, þá ber að segja fjóra spaða yfir fjórum hjörtum. Austur gefur; AV á hættu. Norður ♠ 953 ♥ 4 ♦ K843 ♣K9752 Vestur Austur ♠ KG76 ♠ 4 ♥ 1083 ♥ ÁDG9762 ♦ G1092 ♦ Á ♣Á4 ♣D1083 Suður ♠ ÁD1082 ♥ K5 ♦ D765 ♣G6 Þetta er enn eitt spilið frá Yokohamamótinu. AV vinna fjögur hjörtu slétt, sem gef- ur 620 á hættunni. NS eru utan hættu og ef þeir fórna í fjóra spaða kostar það í mesta lagi 500, kannski bara 300. Á þremur borðum vakti austur á fjórum hjörtum og tveir suðurspilarar sögðu fjóra spaða, sem vestur doblaði auðvitað. Vörnin getur tekið spilið þrjá niður strax í byrjun með því að sækja stungu í tígli, en ann- ars getur sagnhafi sloppið tvo niður með vandaðri spilamennsku. Annars er athyglisvert að pörin sem vöktu á EINU hjarta fengu öll frið yfir fjórum hjörtum. Karl Sigur- hjartarson fór í svolítinn pókerleik til að reyna að kaupa samninginn. Hann var í austur, sonur hans Snorri í vestur, en mótherj- arnir voru bræðurnir Anton og Sigurbjörn Haralds- synir: Vestur Norður Austur Suður Snorri Anton Karl Sig- urbjörn – – 1 hjarta 1 spaði 2 hjörtu 2 spaðar 3 hjörtu 3 spaðar Dobl Pass 4 hjörtu Allir pass Karl lét þrjú hjörtu duga yfir tveimur spöðum í þeirri von að NS segðu aftur. Áætlunin gekk upp og enn betra var þegar Snorri dobl- aði þrjá spaða. Þá var öruggt að NS myndu ekki fórna. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson TILEINKUN Til þín, sem býrð á bak við hugsun mína, blóðlaus og föl, og speglar ásýnd þína í mínum kalda og annarlega óði. Frá mér, sem horfði úr húmi langrar nætur á heimsins blökku dýrð, og reis á fætur með jódyn allra jarða mér í blóði. Og ég var aðeins til í mínu ljóði. Steinn Steinarr LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA STJÖRNUSPÁ Frances Drake Afmælisbörn dagsins: Þú ert gædd/ur útsjónarsemi og viðskiptaviti og átt auð- velt með að ná til annarra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Dagurinn hentar vel til fast- eignaviðskipta og annarra viðskipta sem tengjast heim- ilinu og fjölskyldunni. Auður annarra mun hugsanlega koma þér að gagni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Samræður um hversdagslega hluti geta einfaldað málin. Fólk er almennt samvinnu- þýtt og opið fyrir skoðunum annarra í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú átt auðvelt með að ein- beita þér að vinnunni í dag. Þú ert tilbúin/n til að leggja hart að þér fyrir uppskeru morgundagsins. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Alvarlegar samræður við ungt fólk geta skilað góðum árangri í dag. Þú getur gefið þeim sem yngri eru góð ráð á sama tíma og þú lærir eitt- hvað nýtt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Samræður við fjölskylduna um langtímaáætlanir skila góðum árangri. Það sem þú kaupir fyrir heimilið eða ein- hvern í fjölskyldunni mun koma sér vel þegar fram líða stundir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hikar ekki við að taka að þér flókin og erfið verkefni í dag. Þú hefur þolinmæði til að sinna rannsóknum sem krefjast mikillar nákvæmni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þetta er góður dagur til hvers konar viðskipta. Ein- hver þér eldri getur gefið þér góð ráð varðandi fjármálin. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú munt líklega eiga gagn- legar samræður við einhvern um alvarleg mál í dag. Þú munt reka þig á það að þú hefur meiri áhuga á trú- málum og stjórnmálum en gengur og gerist. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú færð góða hugmynd sem tengist heilsu þinni. Íhugaðu hvað þú getur gert til að bæta heilsuna. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er góður dagur til að ræða fjármál sem tengjast einhvers konar listsköpun. Það er líklegt að einhver gefi þér góð ráð. Taktu vel eftir því sem við þig er sagt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú átt auðvelt með að láta skyldur þínar ganga fyrir öðru í dag. Þú setur markið hátt og ert tilbúin/n til að leggja mikið á þig til að ná settu marki. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Dagurinn hentar vel til að ganga frá náms- og ferða- áætlunum. Þú átt auðvelt með að einbeita þér og fást við flókin smáatriði. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. VOG 1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Be3 Db6 5. Dc1 e6 6. c4 Bxb1 7. Hxb1 Bb4+ 8. Kd1 dxc4 9. Rf3 Rd7 10. a3 Be7 11. Bxc4 Dc7 12. Ke2 Rb6 13. Bd3 Rd5 14. Bd2 h5 15. b4 Rh6 16. He1 Hc8 17. Kf1 Dd7 18. Hb3 Rc7 19. Bg5 a6 20. Be4 Dd8 21. Bd2 Rf5 22. Hd3 g6 23. g3 Rd5 24. h3 Hc7 25. Kg2 Hd7 26. Hd1 Rb6 27. Dc2 Rd5 28. Hb3 Rc7 29. Bc1 Rd5 30. h4 Rc7 31. a4 Rxd4 32. Rxd4 Hxd4 33. Hxd4 Dxd4 34. Bxg6 Rd5 35. Be4 Rxb4 36. De2 b5 37. axb5 cxb5 38. Df3 Rd5 39. Hd3 Dc4 40. Bd2 Hg8 41. Kh2 b4 42. Bxd5 exd5 43. Hxd5 Hg6 44. Hd3 Hc6 Staðan kom upp í Evrópukeppni félagsliða sem lauk fyrir skömmu á Krít. Garry Kasparov (2.830) hafði hvítt gegn Baduur Jobava (2.605). 45. e6! Dxe6 46. He3 Dc4 47. Bxb4! He6 48. Bxe7 Kxe7 49. Hc3 Dg4 50. Hc7+ Kd6 51. Dc6+ Ke5 52. Dc3+ Kd5 og svartur gafst upp um leið enda get- ur hvítur valið um einfaldar vinningsleiðir. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 50 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 20. október, er fimmtugur Guð- laugur Valtýsson, Vörðu 13, Djúpavogi. Eiginkona hans er Sigríður Björns- dóttir. Þau taka á móti gest- um laugardaginn 25. októ- ber eftir kl. 20 í Löngubúð á Djúpavogi. Skugginn, Barbara Birgis BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. maí sl. í Laugar- neskirkju af sr. Bjarna Karlssyni þau María Vil- hjálmsdóttir og Guðni Jóns- son. Skugginn, Barbara Birgis BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. maí sl. í Háteigs- kirkju af sr. Erni Bárði Jónssyni þau Svava Björg Harðardóttir og Guð- mundur Gauti Reynisson. Skugginn, Barbara Birgis BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. júní sl. í Selfoss- kirkju af sr. Gunnari Björnssyni þau Margrét Þorsteina Kristinsdóttir og Marías Halldór Gestsson.      Maðurinn minn er í slökkviliðinu! KIRKJUSTARF Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk kl. 20. Langholtskirkja. Ævintýraklúbbur kl. 16-17. Starf fyrir 7-9 ára börn í umsjón Þóru Guð- bjargar og Ólafs Jóhanns. Fjölbreytt dagskrá og eru allir krakkar á þessum aldri velkomnir. Laugarneskirkja. Góðar mömmur kl. 12. María Íris Guðmundsdóttir, BA í sálarfræði, og Kristjana Þorgeirsdóttir Heiðdal, líkams- ræktarþjálfari, bjóða fræðslu, íhugun og holla hreyfingu með mæðrum ungbarna, þar sem unnið er gegn fæðingarþunglyndi. Gengið inn um aðaldyr safnaðarheimilis. Opinn tólf sporafundur kl. 18 í safnaðarheimilinu. Allt fólk velkomið. Vinir í bata. Tólf spora hópar koma saman kl. 20. Gengið inn um aðaldyr safnaðarheimilis- ins. Umsjón hafa Gunnlaugur Ólafsson og Hafdís Fjeldsted. Fundur Kvenfélags Laugar- neskirkju kl. 20. Gengið inn um aðaldyr safn- aðarheimilisins. Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.40. Sögur, söng- ur, leikir og föndur. Uppl. og skráning í síma 511 1560. TTT-starf kl. 16.30. Starf fyrir 10- 12 ára börn. Amazing Race-ratleikur. Umsjón Munda og Sigfús. Tólf sporin, andlegt ferða- lag kl. 20. Árbæjarkirkja. Mánudagar: Kl. 15 STN – starf með sjö til níu ára börnum í safnaðar- heimili kirkjunnar. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir fullorðna í safnaðarheimilinu kl. 13-15.30 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur, djákna. Þar verður fræðsla, föndur, spilað, spjallað og kaffiveit- ingar verða í boði. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í síma 557 3280 fyrir hádegi. Fyr- irbænastund í kapellu kirkjunnar kl. 15.30- 15.45. Bænaefnum má koma til djákna, presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar. Stelpustarf fyrir stelpur í 6. og 7. bekk kl. 16.30. Æskulýðsstarf fyrir unglinga í 8., 9. og 10. bekk kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Kirkjukrakkar fyrir börn á aldrinum 7-9 ára kl. 17.30-18.30 í Engja- skóla. KFUK fyrir stúlkur á aldrinum 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Seljakirkja. KFUK fyrir 9-12 ára kl. 17.30. Alfa námskeið kl. 19-22. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 16 ára og eldri kl. 20-22. Ástjarnarsókn. Ponzý (unglingastarf ætlað árg. 1990 og upp úr) á mánudögum kl. 20- 22. Lágafellskirkja. Bænastund í Lágafellskirkju kl. 20. Þórdís djákni þjónar og tekur við bæn- arefnum í síma 691-8041 alla daga frá kl. 9- 16. Al-Anon fundur í Lágafellskirkju kl. 21. Barnastarf kirkjunnar, Kirkjukrakkar, fyrir 6 og 7 ára börn er í Varmárskóla kl. 13.150- 14.40. Umsjón hefur Þórdís djákni. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 17.30 Æskulýðsfélag fatlaðra, eldri hópur. Hulda Líney Magnúsdóttir og sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 20 Kvenfélag Landakirkju undirbýr árleg- an jólabasar. Kvenfélagskonur hvattar til að mæta. Þorlákskirkja. Biblíufræðsla kl. 20. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30-16.30. Glerárkirkja. Tólf spora starf í kvöld kl. 20. All- ir velkomnir. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 15 heim- ilasamband fyrir allar konur. Kl. 17 Örkin hans Nóa fyrir 1., 2. og 3. bekk. Kl. 18 KK fyr- ir 4. og 5. bekk í kvöld kl. 20 í safnaðarheim- ilinu. Safnaðarstarf BJARMI, hópur um sorg og sorg- arviðbrögð á Suðurnesjum, stendur fyrir fyrirlestri nk. þriðjudagskvöld 21. október kl. 20:30 í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Guðrún Eggerts- dóttir djákni flytur fyrirlestur sem ber yfirskriftina „Andlát án und- anfara“. Í framhaldi af því munu sr. Ólafur Oddur Jónsson sóknarprestur Keflavíkurkirkju og undirritaður leiða sorgarhópavinnu næstu 5 þriðjudagskvöld. Slys og sjálfsvíg gera oftast ekki boð á undan sér. Fréttin af andlátinu ríður yfir aðstandendur og vini, já samfélagið allt, eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hvernig tökumst við á við slík áföll og lærum að lifa áfram í skugga þeirra? Á fundi Bjarma þann 21. október næstkomandi mun Guð- rún Eggertsdóttir, djákni, fjalla um þá spurningu. Guðrún hefur bæði faglega og persónulega reynslu af sorginni í kjölfar skyndilegs dauðs- falls. Á fundinum gefst einnig tæki- færi til spurninga og umræðna. Hvetjum við öll þau sem um sárt eiga að binda vegna skyndilegs frá- falls ástvinar til að mæta og einnig öll þau sem finna sig vanmáttug í því að veita stuðning þeim sem um sárt eiga að binda. F.h. Bjarma, Björn Sveinn Björnsson, sóknarprestur. Fyrirlestur í Landakoti „Í VOTTA viðurvist – Heilög messa í vitnisburði helgra manna“. Sr. Jürg- en heldur áfram fyrirlestri sínum 20. október kl. 20.00 í safnaðarheimilinu. Að þessu sinni fjallar erindið um Ambrósíus biskup frá Mílanó: Sálmastef og víxlsöngur – þegar kirkjubyggingu var bjargað með sálmasöng. Andlát án undanfara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.