Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 28
DAGBÓK 28 MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Dettifoss og Venus HF. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag eru væntanleg Florinda og Brúar- foss. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, kl. 14 fé- lagsvist, hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 10 söngstund, kl. 13– 16.30 smíðar, út- skurður, kl. 13–16.30 handavinna, kl. 13.30 félagsvist kl. 16 mynd- list. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–16 handavinna, kl. 9–12 bútasaumur, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10–11, samverustund, kl. 13.30–14. 30 söngur við píanóið, kl. 13–16 bútasaumur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð kl. 10. Skrifstofan er opin í dag kl. 10–11.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Dal- braut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 13 brids, kl. 9–16.30 púttvöllur- inn opinn. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinnustofan op- in, kl. 10–13 verslunin opin, kl. 11–11.30 leik- fimi. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Bað kl. 9–12, opin vinnustofa, kl. 9– 16.30, félagsvist kl. 13.30, kl. 9–12 hár- greiðsla. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 9.30, 10.20 og 11.15 leikfimi. Kl. 11.30 spænska, kl. 13 glerbræðsla, kl. 14 fræðsla. Fulltrúi frá Tryggingastofnun verður í Garðabergi. Rætt verður um al- mannatryggingar – réttindi og greiðslur. Allir velkomnir. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl. 9 dagblöðin, rabb og kaffi. Pútt í Hraunseli kl. 10–11.30. biljardsal- urinn opinn til kl. 16. Kóræfing Gaflarakórs- ins kl. 10.30. Tréút- skurður kl. 13, félags- vist kl. 13.30. Ferð í Listasöfn. Miðasala í dag kl. 13–16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids í dag kl. 13. Handmennt, spjall og kaffi kl. 13.30. Línudanskennsla fyrir byrjendur kl. 18. Danskennsla í samkvæmisdönsum, framhald, kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Kennari Sigvaldi. Félagsstarf eldri borgara, Mosfells- sveit. Línudans kl. 17.30. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 gler og postu- lín, kl. 13 skák, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 og kl. 9.55 leik- fimi, kl. 10 ganga, kl. 11 boccia, kl. 13 leir- mótun og brids, kl. 20.30 félagsvist. Hraunbær 105. Kl. 9 postlín, keramik og fótaaðgerð, kl. 10 bænastund, kl. 13.30 sögustund og spjall, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9–10 og kl. 10–11 jóga, kl. 13–16 spilað. Fóta- aðgerðir. Korpúlfar, Grafarvogi. Á morgun, þriðjudag, er sundleikfimi í Graf- arvogslaus kl. 9.30. Norðurbrún 1. kl. 9– 16 fótaaðgerð, kl. 10– 11 ganga, kl. 13–16.45 opin vinnustofa, mynd- list. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9–10 boccia, kl. 9–12 mós- aik, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.30– 10.30 boccia, kl. 11–12 leikfimi, kl. 12.15– 13.15 danskennsla, kl. 13–16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og boccia, kl. 13 handmennt, glerbræðsla og spilað. Mánudaginn 27. okt. kl. 13–16 verður Lyfja með beinþéttnimæl- ingu. Panta þarf tíma í síma 562 7077. Allir velkomnir. Félag eldri borgara, Suðurnesjum. Bingó í Selinu Vallarbraut 4, Njarðvík öll mánu- dagskvöld kl. 20. Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK Gullsmára spilar í fé- lagsheimilinu,Gull- smára 13, mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spila- mennska hefst kl. 13. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgar- svæðinu, Hátúni 12. Kl. 19 brids. Í dag er mánudagur 20. október, 293. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Enn segir ég: Auðveld- ara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki. (Matt. 19, 24.)     Vefþjóðviljinn fjallarum skattalækkanir: „Hagfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Gary Becker ritaði á dög- unum ásamt tveimur kollegum sínum grein í The Wall Street Journal um tvöfaldan ávinning skattalækkana. Í Banda- ríkjunum er líkt og hér á landi rökrætt um kosti og galla lækkunar skatta og þar líkt og hér er ærinn fjöldi manna sem sér lægri sköttum flest til foráttu. Becker og fé- lagar fylla ekki þann hóp, en styðja þess í stað skattalækkun af tveimur ástæðum sem þeir tiltaka í greininni: „Í fyrsta lagi hafa skatttekjur áhrif á eyðslu ríkisins, þannig að lægri tekjur fela í sér lægri ríkisútgjöld. Í ann- an stað er hagvöxtur bæði háður mannauði og fastafjármunum, og skatthlutföll hafa áhrif á fjárfestingu bæði í mann- auði og fastafjár- munum.“     Varðandi fyrrgreindaatriðið benda hag- fræðingarnir á að rík- isútgjöld, líkt og útgjöld fyrirtækja og heimila, takmarkist af tekjum: „Hagfræðingar líta yf- irleitt svo á að útgjöld ríkisins séu gefin stærð sem fari eftir þörfum samfélagsins. Þeir reikna með því að skattar, þar með taldir skattar á pen- inga vegna verðbólgu, lagi sig að þessum út- gjöldum til að jafnvægi náist í rekstri ríkisins. Þrátt fyrir þetta gefa bæði hagfræðikenningar og reynsla til kynna að útgjöld lagi sig oft að þeim skatttekjum sem til eru en ekki öfugt.“     Það sem Becker og fé-lagar benda á varð- andi skattalækkanir og mannauð er ekki síður athyglisvert: „Stighækk- andi tekjuskattur á ein- staklinga hefur tilhneig- ingu til að draga úr fjár- festingu í mannauði vegna þess að hann minnkar ráðstöfunar- tekjur og umbun þeirra sem eru í krefjandi og vel launuðum störfum. Nem- endur leggja á sig mikla vinnu til að komast inn í vel launuð störf á sviði læknisfræði eða verk- fræði. Gæði vinnuaflsins í þessum störfum er minna í löndum sem takmarka ráðstöfunartekjur þess- ara sérfræðinga, vegna þess að lægri ráðstöfun- artekjur letja einstak- linga til að fjárfesta í þessari færni. Stighækk- andi skattkerfi dregur úr ávinningnum af því að verða sér úti um færni sem er verðmæt fyrir samfélagið.“ Þessi sjón- armið hafa ekki heyrst hér á landi þegar stjórn- málamenn hafa reynt að gera sig gildandi í menntamálum með því krefjast aukinna opin- berra útgjalda. Þeir mættu að ósekju hafa þau í huga næst þá langar til að slá sig til riddara í misskilinni baráttu fyrir aukinni menntun á kostn- að skattgreiðenda.“ STAKSTEINAR Tvöfaldur ávinningur skattalækkana Víkverji skrifar... VÍKVERJI er almennt og yfirleittandvígur boðum og bönnum. Hann telur að fólk sem hefur þörf fyrir að stjórna lífi samferðamanna sinna þurfi fyrst og fremst á aðstoð að halda. Sennilega er „röskun“ ein- hvers konar eða „skert sjálfsmat“ þar á ferðinni. Vísast þyrftu einhver „meðferðarúrræði“ að vera fyrir hendi. Í æsku Víkverja hafði sú sér- íslenska regla ekki verið mótuð fylli- lega að allt sem ekki er beinlínis bannað skuli vera alveg rosalega dýrt. Þegar Víkverji var að alast upp í Reykjavík var einfaldlega allt bannað. Hundahald var bannað í Reykja- vík í þá daga. Víkverja verður oft hugsað til þess hvernig lögreglan í Reykjavík „terroríseraði“ hundaeig- endur á þessum árum. Þetta voru ömurlegir tímar. Víkverji hefði af þessum sökum aldrei trúað því að hann ætti (næst- um því) eftir að gerast andvígur hundahaldi í þéttbýli. En nú er tekið að reyna á umburðarlyndið. Víkverji stundar göngur enda eru þær ekki rosalega dýrar og frels- isblysin sem ráða Íslandi hafa (enn) ekki bannað þær. Það gerist hins vegar alltof oft að Víkverji verður fyrir því að lausir hundar koma hlaupandi að honum þar sem hann fer um borgina. Og oftar en ekki eru eigendurnir skammt undan. Víkverja finnst þetta með öllu óþolandi. Þó svo hann sé hundavinur mikill þykir honum ólíðandi að menn skuli iðka að hafa hunda sína lausa. Hundarnir sem nú fara um Reykja- vík eru nefnilega ekki eins og hund- arnir sem hinir „terroríseruðu“ íbú- ar höfuðborgarinnar héldu í æsku Víkverja. Nú er algengt að menn eigi stóra og heldur illskeytta fer- fætlinga. Þegar Víkverji var ennþá yngri áttu menn litla hunda og þæga og gættu þess að þeir ógnuðu ekki öðrum eða trufluðu með urri og gelti. Víkverja finnst þetta vond þróun. Hann telur að menn eigi skilyrðis- laust að hafa hunda sína í ól við heimili sín og í íbúðarhverfum al- mennt og yfirleitt. Víkverji veit og þekkir að flestir hundaeigendur gera allt hvað þeir geta til að aðrir hafi ekki ama af bestu vinum þeirra. Í þessu efni gildir að hinir fáu koma óorði á hóp- inn allan, rétt eins og rónarnir á brennivínið og stjórnmálamennirnir á frelsið. Víkverji telur að hann eigi skilyrð- islausan rétt á því að geta farið um íbúðarhverfi höfuðstaðarins án þess að lausir hundar geri sig líklega til að skaða hann. Þeir sem á sínum tíma börðust fyrir því að hundahald yrði leyft í Reykjavík höfðu annað í huga. Það treystir Víkverji sér til að fullyrða. Reuters Á SÝNINGU Háskólabíós „Konur og stríð“ kl. 18 sl. mánudag var framkoman gagnvart sýningargestum með þeim ólíkindum að ég get ekki orða bundist, í þeirri veiku von að forráða- menn kvikmyndahússins sjái að sér. Þegar sýningin hófst birtist mynd á tjaldinu án þess að ljósin í salnum væru slökkt. Ekkert hljóð var með myndinni og það var ekki fyrr en sýningar- gestir kvörtuðu að kveikt var á hljóðinu, þó án þess að ljósin í salnum væru slökkt. Þá var þolinmæði gestanna, eða öllu heldur viðskiptavinanna, sem hver um sig hafði greitt 800 krónur fyrir aðgöngumið- ann, á þrotum og eftir há- vær mótmæli og kröfur um að byrjað væri aftur á byrj- uninni og ljósin slökkt var byrjað að sýna myndina án þess að það gerðist. Þurfti enn ítrekuð mótmæli til að því væri komið í verk. Það skal tekið fram að sýningargestir voru átta að tölu, svo það var kannski ekki von að upphitun í saln- um væri sjálfbær. Þarna var hrollkalt og fór þessi bíógestur þó ekki úr vatt- úlpunni allan tímann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi bíógestur situr skjálfandi af kulda í salar- kynnum þessa kvikmynda- húss. Er til of mikils mælst að þægilegt hitastig sé í salnum þegar 800 krónur eru greiddar fyrir að sitja þar í næstum tvær klukku- stundir? Reiður bíógestur. Þakkir fyrir skilvísi SÍÐASTLIÐINN þriðju- dag auglýsti ég í Velvak- anda eftir svörtu seðlaveski sem týndist á Lynghaga. Sama dag og auglýsingin kom í blaðinu fór ég á lög- reglustöðina og þá var veskið þar og allt enn á sín- um stað í því. Manneskjan sem skilaði því skildi ekki eftir nafn, svo ég vil koma þökkum til hennar hér. Myndirnar sem voru í vesk- inu eru mér ómetanlegar. Takk fyrir. Anna. Að gæta hagsmuna félagsmanna 17 ÁRA unglingurinn minn er að vinna í einni verslun Baugs og var að fá sinn fyrsta launaseðil. Ég hringdi í VR til að athuga með taxtann sem hún á að fá greitt eftir. Þar eru mér gefnar þær upplýsingar að dagtaxtinn sé 507 kr. og eftirvinnutaxtinn sé 895,61 kr. Sem er ekki í samræmi við launaseðilinn. Ég hafði þá samband við launaskrifstofu verslunar- innar þar sem ég fékk þær upplýsingar að Baugur hefði samið við VR sérstak- lega, þannig að dagvinnu- taxtinn sé nokkrum krón- um hærri, eða 8 kr. hærri, á meðan eftirvinnutaxtinn er mun lægri, eða 140,55 krón- um lægri. Svo mér er spurn: Hverra hagsmuna er VR að gæta, félagsmanna sinna eða atvinnurekenda? Að lokum vil ég hvetja fólk til að líta á kjarasamn- inga VR og Baugs. Móðir. Peningaplokk ÉG á oft leið í Domus Med- ica. Fyrir framan Domus, þar sem gengið er inn, er bílum lagt, og eins með- fram Eiríksgötunni. Þarna eru gatan og gangstéttin jafnhá og ekki hægt að sjá hvar gangstétt byrjar og gatan endar. Þarna er eng- in merking um að bannað sé að leggja en dag eftir dag er verið að sekta menn um 2.500 kr. fyrir að leggja þarna ólöglega. Tel ég að þarna sé um peningaplokk að ræða hjá borginni. Sjúklingur. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Harðindi í Háskólabíói Morgunblaðið/Sverrir LÁRÉTT 1 vaska, 4 glymur, 7 mannsnafn, 8 óskýr, 9 miskunn, 11 stingur, 13 lasburða, 14 hagnaður, 15 fæðingu, 17 fatnað, 20 op, 22 aur, 23 að baki, 24 dreg í efa, 25 snjóa. LÓÐRÉTT 1 gera hreint, 2 skips, 3 lengdareining, 4 dreyri, 5 hundar í spilum, 6 setj- um í gang, 10 svipað, 12 nefnd, 13 bið, 15 þrúgar niður, 16 málglöð, 18 stallurinn, 19 ljúka, 20 glenni upp munninn, 21 naut. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 andspænis, 8 fúlar, 9 lýsir, 10 púa, 11 regla, 13 rögum, 15 storm, 18 ansar, 21 arf, 22 tólið, 23 rætin, 24 afdankaða. Lóðrétt: 2 nálæg, 3 syrpa, 4 ætlar, 5 ilsig, 6 æfar, 7 þröm, 12 lár, 14 örn, 15 sótt, 16 oflof, 17 maðka, 18 af- rek, 19 sætið, 20 rönd. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.