Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 19 rins, að máls- inn kveðið upp 1 standist að stefnandans ómstóllinn hafi álinu. Hér skappið bera niðurstöðu æði um leið- ið í sér óheim- m hafi notið rinnar. Þessi meira sagt. orf um hvað aga. Skal það dist stjórn- inu verið svo sé áfátt, t.d. m, lög hafi ekki jóst að dómur é í lagi með að einhver til- tjórn- sum tilvikum gaákvæði telj- ist fallið úr gildi, heldur aðeins að framvegis skuli það gilda með þeirri efnislegu takmörkun eða skýringu sem í dóminum felst. Þetta ætti að vera hafið yfir allan vafa, enda felur þessi skilningur í sér fullt tillit til þess sem dómstóllinn telur að aflaga hafi farið. Engin efni eru til þess að halda, að dómstóllinn hafi beitt valdi til að fella lagaákvæði úr gildi umfram þetta, enda fer hann ekki með vald til slíks. Alþingi fer með það vald. Það sem hér er sagt er í samræmi við hefðbundnar fræðikenningar. Má þar til dæmis bæði vísa til skrifa Ólafs Jóhannessonar og Sigurðar Líndals, svo einhver dæmi séu nefnd. Ég raunar þekki ekki til þess, að nokkur fræðimaður í lög- fræði hafi haldið öðru fram um þetta, hvað þá að við ein- hver dómafordæmi sé að styðjast. Fyrri dómur Hæstaréttar í máli öryrkja var af þessu síðarnefnda tagi. Ákvæði 5. mgr. 17. gr. almannatrygg- ingarlaga um skerðingu á örorkulífeyri vegna tekjuöfl- unar maka var talið fela í sér meiri skerðingu en sam- rýmd yrði því lágmarki bóta sem fólkið ætti rétt á sam- kvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar. Dómurinn sagði hins vegar ekki til um, hvert þetta lágmark væri. Til að leiðrétta málið þurfti því að bregðast við með lagasetn- ingu. Það var auðvitað nauðsynlegt fyrir framtíðina, en líka fyrir fortíðina vegna þess að gera þurfti upp við fólkið þann rétt, sem dómstóllinn hafði talið að af því hefði verið hafður. Lögin um þetta voru ekki afturvirk. Þau fólu að- eins í sér nauðsynlega skýringu á dómi Hæstaréttar með því að fastsetja lágmarkið, sem rétturinn hafði talið gilda, en ekki tekið fram hvert væri. Gildi laganna hlaut að ráð- ast af því einu, hvort bætur samkvæmt þeim væru yfir lágmarkinu. Í dómi Hæstaréttar nú fólst viðurkenning á að svo væri. Það er hreint út sagt ótrúlegt, að sjá sjö dóm- ara í Hæstarétti komast saman að þeirri niðurstöðu, að hér sé um ólögmæta afturvirkni að ræða. Ég held að þetta sé hreinn fingurbrjótur. Ég átti ásamt þremur öðrum lögfræðingum sæti í starfshópnum sem ríkisstjórnin skipaði til að greina dóm- inn frá desember 2000 og fjalla um viðbrögð við honum. Við starf okkar notuðum við einfaldlega viðteknar aðferð- ir í lögfræði, skoðuðum fræðikenningar, leituðum að for- dæmum og beittum almennri skynsemi. Ekki er með nokkurri sanngirni hægt að ætlast til að við gætum séð þessa óvæntu niðurstöðu Hæstaréttar um bráðabirgða- ákvæðið fyrir. Til þess hefðum við þurft að búa yfir spá- dómsgáfu fremur en þekkingu í lögfræði. afturvirkni Höfundur er prófessor í lögfræði við HR. ’ Lögin um þetta voru ekki afturvirk. Þau fólu aðeins í sér nauðsynlega skýringu á dómi Hæstaréttar með því að fastsetja lágmarkið, sem rétturinn hafði tal- ið gilda, en ekki tekið fram hvert væri. ‘ m, sem sjúkdómshætta stafar frá. u í lögum um dýrasjúkdóma og varn- n þeim að finna viðunandi varnir útbreiðslu fisksjúkdóma hér á landi. því að nokkuð góð sátt ríki um að tningi eldisdýra fylgi ekki sjúkdóms- eftir setningu reglugerðanna. Norskur lax hefur verið hér í 20 ár ki er ástæða til að draga í efa að víð- ólitísk sátt ríki um nauðsyn þess að a íslenska laxastofninn gegn erfða- un. Þá vernd verður hins vegar að með þeim úrræðum sem tiltæk eru þess að bjrjóta samningsskuldbind- Íslands á alþjóðlegum vettvangi. ur laxastofn hefur verið hér á landi í ár og er nú þegar notaður í fiskeldi. þeirrar staðreyndar er erfitt að ök fyrir því að við laxeldi á Íslandi eingöngu nota innlendan stofn. Þá nda á að í gildandi rétti er þegar að víðtæk ákvæði til að koma í veg fyrir löndun þrátt fyrir innflutningsheim- Þar má nefna að við fiskrækt í ám er heimilt að nota stofn úr viðkomandi atni. Óheimilt er að flytja laxfiska úr veiðivatni, hafbeitar- eða eldisstöð í annað náttúrulegt veiðivatn til stangveiði. Kyn- bættan eldislax er eingöngu heimilt að nýta til fiskeldis og óheimilt er að sleppa honum í fiskrækt eða hafbeit. Þessar regl- ur eiga að sjálfsögðu ekki síður við um er- lenda stofna en innlenda. Einnnig veita gildandi lög landbúnaðarráðherra víðtækar heimildir til að takmarka eða banna fiskeldi, hafbeit eða ákveðnar fiskeld- isaðferðir á svæðum sem teljast sér- staklega viðkvæm fyrir slíkri starfsemi. Ég hef nú þegar nýtt þessa heimild til þess að banna sjókvíaeldi fyrir öllum ströndum í grennd við helstu laxveiðiár landsins. Sjókvíaeldi er því aðeins heimilt að stunda á örfáum stöðum á landinu. Loks hafa verið sett í reglugerð ákvæði til þess að veita vernd gegn því að erfða- blöndun geti orðið milli óskyldra stofna hér á landi og eiga þau jafnt við um inn- lenda og erlenda stofna. Í þágu vaxandi atvinnugreinar á landsbyggðinni Að öllu samanlögðu eru því í gildandi lögum og stjórnvaldsreglum svo miklar takmarkanir á því hvað hægt er að gera við innfluttan eldisfisk þegar hann er kom- inn hingað til lands að hugsanlegar leiðir til erfðablöndunar eru mjög fáar. Í ljósi þess, sem ég hef hér rakið, er nið- urstaða mín sú að bráðabirgðalögin í vor hafi verið sett í þágu brýnna grundvall- arhagsmuna vaxandi atvinnugreinar á landsbyggðinni, sem skyndilega stóð frammi fyrir því að rekstrar- og vaxt- armöguleikar hennar voru í uppnámi vegna ákvarðana, sem teknar höfðu verið í Brussel, og samþykktar með EES- samningnum. Ekki var unnt að fresta lengur að þessar ákvarðanir kæmu til framkvæmda. Jafnhliða setningu bráða- birgðalaganna hefur verið unnið að því í hvívetna að tryggja að íslenskt lagaum- hverfi veita alla þá vernd sem unnt er gegn erfðablöndun laxastofna hér við land, að svo miklu leyti sem slík vernd samrým- ist þeim þjóðréttarlegu skuldbindingum, sem Íslendingar hafa gengist undir í sam- starfi sínu við aðrar þjóðir. dis í húfi Morgunblaðið/RAX Höfundur er landbúnaðarráðherra. S amgöngunefnd Reykjavíkur samþykkti á síð- asta fundi sínum að lækka sektir vegna stöðvunarbrota um 550 krónur ef þær eru greiddar innan þriggja daga. Þetta þýðir að svo- nefndar stöðumælasektir lækka úr 1.500 krónum í 950 en stöðvunarbrotagjöld úr 2.500 kr. í 1.950. Þessi samþykkt er merkileg fyrir þær sakir að með henni hafa borg- arfulltrúar R-listans í raun fallist á að sú stefna, sem þeir hafa fylgt í bíla- stæðamálum miðborg- arinnar árum saman, sé gjaldþrota. Ánægjuleg sinnaskipti Allt frá því að R-listinn ákvað að „efla miðbæinn“ fyrir nokkrum árum með því að þrefalda upphæð stöðumælasekta, höfum við sjálfstæðismenn sagt að slík gjaldtaka skaði miðborg Reykja- víkur. Engin sátt hefur verið um svo háa álagningu enda hefur hún fælt við- skiptavini jafnt sem rekstr- araðila úr miðbænum. Margir nefna stöðumæla- sektir sem helstu ástæðu þess að þeir fari sjaldan eða aldrei niður í bæ. Borgarfulltrúar R-listans svöruðu gagnrýni með enn frekari hækkunum og þá- verandi borgarstjóri, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, lét jafnvel svo um mælt að þessa bílastæðastefnu myndi hún verja fram í rauðan dauðann. Var ótrú- legt að fylgjast með stífni þáverandi borgarstjóra í þessum málum; hvernig hún hunsaði markvisst ábendingar og tillögur rekstraraðila í miðbænum og sendi jafnvel sumum þeirra tóninn á opinberum vettvangi. Með lækkun gjaldsins viðurkennir R-listinn gjald- þrot stefnu sinnar í bíla- stæðamálum og fellst á þau rök gegn svo háu gjaldi sem kaupmenn og við- skiptavinir hafa haldið fram árum saman. Betur má ef duga skal Ekki síst þess vegna, fögnum við sjálfstæð- ismenn þeim sinnaskiptum sem orðið hafa hjá R-list- anum en teljum þó að bet- ur hefði mátt gera í því skyni að örva viðskipti í miðbænum og glæða hann lífi. Lögðum við því til að umræddur afsláttur stöðu- mælasekta yrði 750 krónur og sektin myndi þannig lækka úr 1.500 í 750 kr. en það er í samræmi tillögur fulltrúa kaupmanna og annarra rekstraraðila í miðbænum. Þessa tillögu felldu fulltrúar R-listans í samgöngunefnd. Þriggja eða 30 daga frestur? Ennfremur lögðum við sjálfstæðismenn til að greiðslufrestur vegna af- sláttar stöðumælasekta yrði 31 dagur en ekki þrír eins og kveður á um í til- lögu R-listans. Reynslan hefur sýnt að svo skammur greiðslufrestur stuðlar að óánægju og streitu en sú röksemd var einmitt notuð óspart þegar borg- arfulltrúar R-listans ákváðu að fella slíkan af- slátt niður fyrir nokkrum árum. Við sjálfstæðismenn teljum eðlilegt að miða við 31 dags greiðslufrest enda tíðkast hann víðast hvar á neytendamarkaði og við útgáfu opinberra sekta, t.d. hjá lögregl- unni. Mánaðar greiðslufrestur ætti ekki að skipta Bíla- stæðasjóð miklu enda eru starfsmenn sjóðs- ins kappsamir við inn- heimtu álagðra gjalda. R-listinn sá sér ekki fært að verða við þessu og felldi tillöguna. Orðið „not- endavænt“ er víða í tísku núna en á greinilega ekki upp á pallborðið hjá R-listanum. Gjaldskylda á laugardögum Að síðustu leggjum við sjálfstæðismenn til að gjaldskylda á bílastæðum í miðborginni verði felld nið- ur á laugardögum í til- raunaskyni. Markmið til- lögunnar er að fjölga viðskiptavinum og bæta samkeppnisstöðu miðborg- arinnar gagnvart öðrum verslunarmiðstöðvum sem bjóða viðskiptavinum sín- um ókeypis bílastæði allan ársins hring. R-listinn tók upp gjaldskyldu á laug- ardögum fyrir nokkrum ár- um og er ljóst að mikill meirihluti kaupmanna er ósáttur við hana og telur að afnám gjaldskyldunnar myndi stórefla samkeppn- isstöðu miðbæjarins. Þessa tillögu felldi R-listinn einn- ig. Eflum miðbæinn Þrátt fyrir að R-listinn felldi allar breyting- artillögur okkar sjálfstæð- ismanna, er ekki hægt að líta fram hjá því að 550 króna afsláttur, ef greitt er innan þriggja daga, er mikilvægt skref í rétta átt. Við styðjum því þessa breytingu þótt hún hefði mátt vera meiri. Vonandi verða þessar aðgerðir til þess að örva miðbæinn og tryggja hann í sessi sem blómlega miðstöð versl- unar og mannlífs. Gjaldþrota stöðumæla- stefna R-listans Eftir Kjartan Magnússon ’ Með lækkunstöðumælasekta fellst R-listinn á þau rök sem sjálfstæð- ismenn hafa haldið fram árum saman. ‘ Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.