Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ELRIGREIPUR fannst í Kverkinni undir Eyjafjöllum um síðustu helgi og er þetta í fyrsta sinn, sem fugl af þessari tegund finnst í Evrópu. Yann Kolbeinsson, líffræðinemi við Há- skóla Íslands og ritari Flækingsfugla- nefndar, segir að spörfuglar af greipaætt séu eingöngu í Ameríku. Latneska heitið á elrigreip er empidonax alnorum, en Yann segir að 12 tegundir séu til af empinonax í N-Ameríku og fleiri tegundir sunnar. „Þetta eru sárasjaldgæfir fuglar hérna austanhafs,“ segir hann og vísar til þess að áður hafi aðeins tveir fuglar af þessari tegund fundist í Evrópu og báðir á Íslandi. Elrigreipurinn náðist í mistnet. Segir Yann að tvær aðrar tegundir séu mjög ná- skyldar honum. Ekki sé hægt að greina tegundirnar í sundur nema á söngnum en eftir miklar mælingar á fuglinum hafi menn komist að hinu sanna. Þá hafi fugl- inum verið sleppt. Yann segir að fyrrnefndir fuglar hafi komið til landsins með kröppum lægðum frá austurströnd Norður-Ameríku, en í liðinni viku hafi fundist sex amerískir fuglar hér á landi. Deltaþyrill, farþröstur og sedrustoppa hafi fundist í Vest- mannaeyjum og séu þetta allt sárasjald- gæfir fuglar í Evrópu. Áður hafi fundist þrjár sedrustoppur í Evrópu, þrír far- þrestir á Íslandi og fjórir deltaþyrlar á Ís- landi. Þá hafi einn sjaldgæfur fugl fundist við Eyrarbakka. Að sögn Yanns eiga þess- ir fuglar sér litlar lífslíkur hér á landi á þessum árstíma. Ljósmynd/Yann Kolbeinsson Elrigreipur undir Eyja- fjöllum SYNGI, syngi svanir mínir, svo hann Hlini vakni, segir í ævintýrinu. Þar var þó ekki um jafn marga svani að ræða og á myndinni sem er tekin skammt frá Markarfljóti, en nú safn- ast svanir saman á vötnum og bíða eftir hag- stæðum vindum til brottfarar til heitari landa. Morgunblaðið/RAX Svanir á Suðurlandi í ferðahug SAMKVÆMT nýrri ársskýrslu umboðsmanns Alþingis voru 292 mál afgreidd hjá embættinu á síð- asta ári og skráð mál voru 280, þar af sjö frumkvæðismál um- boðsmanns. Fjölgar skráðum málum um 13% milli ára en af- greiddum málum fækkar lítillega, voru 303 árið 2001. Tryggvi Gunnarsson umboðs- maður segist í ársskýrslu sinni hafa lagt mikla áherslu á að stytta afgreiðslutíma kvartana sem hon- um berast, þannig að niðurstaða liggi fyrir innan sex mánaða frá því að kvörtun kemur í hús. Fram kemur í ársskýrslunni að 18% þeirra kvartana sem bárust emb- ættinu í fyrra lutu að töfum hjá stjórnvöldum við afgreiðslu máls. Árið 2001 var þetta hlutfall 20%. Í síðustu ársskýrslu var frá því greint að árin 2000 og 2001 bárust umboðsmanni svör stjórnvalda í 45% tilvika innan þriggja mánaða frá því að hann sendi þangað fyr- irspurnir og 65% innan tveggja mánaða. Segir umboðsmaður að á þessu hafi verið unnin bragarbót síðasta vetur af hálfu stjórnvalda. Enn séu þó dæmi um að stjórn- völd taki sér „óhóflega langan tíma“ til að svara erindum og það þrátt fyrir ítrekanir. „Í slíkum tilvikum verður mér erfiðara um vik að standa við það markmið mitt að ljúka afgreiðslu á viðkomandi kvörtun innan sex mánaða frá því að hún barst mér. Kemur þar einnig til að af hálfu umboðsmanns er því fylgt að gefa þeim sem borið hefur fram kvört- un tækifæri til að gera athuga- semdir við svör stjórnvalda áður en málið er til lykta leitt. Ég mun á árinu 2003 leggja áherslu á að þau stjórnvöld sem enn draga of lengi að svara erindum mínum bæti úr því,“ segir umboðsmaður. Brýnt að auka fræðslu um stjórnsýslulögin Fram kemur í ársskýrslunni að enn skorti á að stjórnvöld hafi í kjölfar lögfestingar stjórnsýslu- laganna fyrir nærri tíu árum farið yfir vinnulag og verkferla á sínu sviði. Finnst umboðsmanni enn ganga of hægt að stjórnvöld geri almennar ráðstafanir til að færa starfshætti sína til samræmis við kröfur stjórnsýslulaganna. Brýnt sé að auka fræðslu fyrir starfsfólk stjórnsýslunnar um þær stjórn- sýslureglur sem þeim beri að fylgja við úrlausn mála. Umboðsmaður Alþingis afgreiddi tæplega 300 mál á síðasta ári Stjórnvöld enn „óhóflega lengi“ að svara erindum                                   !  " !#  $    % &                                    !" #$ !% &% % !! '(!   )  * !"   %  ' + %  ATVINNULEYSI meðal fé- lagsmanna í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur hefur ekki minnkað frá því í febrúar, þvert á þróunina almennt á landsvísu. Atvinnuleysi á landinu öllu hefur minnkað jafnt og þétt frá febrúar þegar það var 4,1% af mannafla á vinnumarkaði í 2,7% í september. Hlutfall atvinnulausra félaga í VR hefur hins vegar haldist svipað á tímabilinu eða um og yfir 6% af þeim sem greiða félagsgjöld. „Sá samdráttur og stöðnun sem verið hefur undanfarið hefur náð dýpra en menn reiknuðu með,“ seg- ir Gunnar Páll Pálsson, formaður VR. Hann bendir á að dregið hafi úr atvinnuleysi víða á landinu, m.a. vegna átaksverkefna þar sem ákveðið var að flýta verkefnum s.s. í vegagerð og víðar auk stóriðjufram- kvæmdanna fyrir austan, en þar sé fyrst og fremst um karlastörf í verktakaiðnaði að ræða. „Það er lít- ið farið að skila sér inn í verslunar- og þjónustustörf og þaðan af síður í kvennastörfin,“ segir Gunnar Páll. Í febrúar sl. var 1.161 félagsmað- ur í VR á skrá hjá úthlutunarnefnd atvinnuleysisbóta en í síðasta mán- uði voru atvinnulausir félagsmenn VR 1.201. Er það félaginu áhyggju- efni að uppsveiflan í efnahagslífinu undanfarna mánuði hafi ekki skilað starfsfólki í verslun og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu ávinningi. Lítið dregur úr atvinnu- leysi meðal félaga í VR KVEIKT var í tveimur bílum á Ak-ureyri í gærmorgun. Um var að ræða Toyotu Landcruiser sem stóð við Eyrarlandsveg og Mazda- fólksbifreið við Þórunnarstræti. Báðar þessar bifreiðir voru komn- ar nokkuð til ára sinna. Lögregla telur ljóst að um sama aðila hafi verið að ræða en viðkomandi hafði farið inn í bifreiðirnar ólæstar og kveikt í þeim. Seinna um daginn var tvítugur piltur handtekinn og viðurkenndi að hafa kveikt í bílunum og telst málið upplýst. Kveikt í bílum á Akureyri EITT af haustverkum veiðiréttarhafa víða um land er að fanga fisk í ánum sem not- aðar er til undaneldis. Félagar í Stangveiði- félaginu Stakk í Vík og landeigendur við Vatnsá drógu net upp eftir ánni um helgina. Vatnsá, sem rennur úr Heiðarvatni í Mýr- dal, er tær lindará og í henni eru víða mjög fallegir veiðistaðir. Vel gekk að draga netin og fékkst góður fiskur sem verður notaður til kreistingar, en á næstu árum er fyrir- hugað að auka mikið seiðasleppingar í Vatnsá. Þess vegna er nauðsynlegt að ná í sem mest af klakfiski úr henni. Töluvert var af fiski í ánni, bæði lax og sjóbirtingur, og eru því líkur til að ræktunaráformin gangi eftir. Veiða klak- fisk í Vatnsá Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Vigfús Páll Auðbertsson, Björn Ægir Hjörleifsson, Ívar Guðnason og Þórhallur Sæmundsson á klakfisksveiðum í Vatnsá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.