Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 20
UMRÆÐAN 20 MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ein skæðasta heilbrigðisvá Afríku Húmanistahreyfingin hefur nú hafið herferð í nokkrum Afr- íkuríkjum sem snýst um and-ofbeldi og baráttuna gegn malaríu. Húm- anistahreyfingin er alþjóðleg hreyf- ing og starfar nú m.a. í 30 Afr- íkulöndum. Þar eru virkir félagar í hreyfingunni um 280 þúsund tals- ins. Á vegum húmanista eru starf- rækt fjölmörg verkefni sem snúa að menntun og heilbrigðismálum, svo og að því að bæta lífsgæði og fram- færslu. Íslenskir húmanistar hófu störf við uppbyggingu þessarar hreyfingar í Afríku árið 1999 og nær það starf nú til Sambíu, Suður- Afríku og Kenýa. Hér á landi hafa verið stofnuð samtökin Vinir Afríku til þess að styðja við verkefnin ytra. Nú í september hófst herferð gegn malaríu í Sambíu, en slíkar herferð- ir voru þá þegar hafnar í nokkrum öðrum Afríkulöndum þar sem sjúk- dómurinn herjar. Þessi herferð Vina Afríku er í samstarfi við félaga í Húmanistahreyfingunni í Chicago. 2 milljónir manna deyja árlega Malaría er einn helsti heilbrigð- isvandi í Afríku og deyja árlega af völdum hennar yfir 2 milljónir manna í heiminum, en 90% þessa fjölda búa í Afríkulöndum sunnan Sahara. Helmingur, eða ein milljón, er ung börn, en ófrískar konur telj- ast einnig til helstu áhættuhópa. Það deyr barn 30. hverja sekúndu í Afríku af völdum malaríu. Ljóst er að ekki verður unnið á þessum vanda í Afríku með því að treysta eingöngu á alþjóðlega og ut- anaðkomandi aðstoð. Miklu varðar að fólkið í þessum löndum virkist til þess að taka þátt í lausn vandans. Herferð húmanista – um hvað snýst hún? Í herferð húmanista eru mynd- aðir hópar sjálfboðaliða sem takast á hendur að mennta sig og þjálfa til að vinna í hverfum eða þorpum að útrýmingu malaríu. Sjálfboðalið- arnir ganga í gegnum þjálfunarferli til að læra um and-ofbeldi og varnir gegn malaríu. Þessi tvíþætta menntun er nauðsynleg því hvort tveggja þarf til, breytta hegðun, sem er forsenda nauðsynlegrar samhjálpar, svo og þekkingu á sjúk- dómnum og hvað er til ráða til að verjast honum. Sjálfboðaliðar ganga í hús Að þjálfun lokinni ganga hópar sjálfboðaliða í hvert hús, upplýsa um hvernig sjúkdómurinn berst með moskítóflugunni og um til- tækar aðgerðir til varnar. Einnig eru skipulagðar aðgerðir með þátt- töku íbúanna til að hreinsa um- hverfið og þurrka upp kyrrstætt vatn og aðra staði þar sem mosk- ítóflugan fjölgar sér. Íbúarnir eru beðnir um að leggja fram sinn litla skerf til að hægt sé að kaupa mosk- ítónet og lyf fyrir áhættuhópana sem eru börn innan 5 ára aldurs og ófrískar konur. Seinna meir er gert ráð fyrir að söfnun hefjist meðal al- mennings í Evrópu og í Bandaríkj- unum til þess að hjálpa til við útveg- un á netum og lyfjum. Heilbrigðisyfirvöld og starfsfólk á heilsugæslustöðvum hafa fagnað sjálfboðaliðastarfi húmanista þar sem íbúarnir taka sjálfir ábyrgð á eigin heilsu. Einkum hefur sá þátt- ur sem snýst um and-ofbeldi og bætt samskipti vakið athygli heil- brigðisstarfsmanna því gamlar venjur og rótgróið misrétti milli kynja og jafnvel milli kynslóða hef- ur torveldað framfarir. Nú þegar hafa myndast hópar sjálfboðaliða í 20 af 32 hverfum í Lusaka og er stefnt að því að hópar myndist í öll- um hverfum og seinna meir víðar um landið. Umfjöllun fjölmiðla Fjölmiðlar sýndu herferð Húm- anistahreyfingarinnar mikinn áhuga og í lok september sl. komu fulltrúar hennar í vinsælan sjón- varpsþátt „Góðan daginn Sambía“ sem sýndur er beint á laugardags- morgnum um alla Sambíu. Auk um- fjöllunar um starfsemi Húm- anistahrefingarinnar var m.a. fjallað um Kenneth Kaunda, fyrsta forseta Sambíu, sem lýsti sjálfan sig húmanista og landið húmanískt land þegar það braust til sjálfstæðis und- an nýlendustjórn Breta. Hug- myndafræði Húmanistahreyfing- arinnar slær þannig á streng í þjóðarsögu Sambíumanna. Fordæmi Íslendinga Við sem komum frá Íslandi til að setja þessa herferð af stað höfum getað miðlað af reynslu okkar, en á fyrri hluta síðustu aldar vorum við Íslendingar í ekki ósvipaðri stöðu, þegar berklarnir herjuðu á okkur, sjúkdómur sem eins og malarían var afsprengi fátæktar og bágbor- inna aðstæðna. Íslendingum tókst að bægja þessum vágesti frá með samstilltu átaki fjöldans. Meðal annars voru stofnuð fjöldasamtökin SÍBS að frumkvæði sjúklinganna sjálfra, var þá gengið nánast í hvert hús í landinu og hver og einn lagði sitt fram til að byggja upp heil- brigðiskerfi sem að lokum gat ráðið niðurlögum sjúkdómsins. Fjáröflun hérlendis Um þessar mundir stendur yfir á Íslandi fjáröflun til stuðnings verk- efnum Vina Afríku í Sambíu. Á næstunni mun verða gert sérstakt átak vegna herferðarinnar gegn malaríu og er það einlæg von okkar sem að þessari herferð stöndum að Íslendingar lyfti nú með okkur Grettistaki eins og þeir gerðu svo myndarlega er berklum var útrýmt. Sýnum meðbræðrum okkar stuðn- ing og stöðvum útbreiðslu malaríu í Sambíu. Hægt er að greiða framlög inn á reikning Vina Afríku í Bún- aðarbankanum, bnr. 313-26-67000, kt. 670599-2059. Herferð um and-ofbeldi og baráttu gegn malaríu í Sambíu Eftir Júlíus Valdimarsson og Jón Tryggva Sveinsson Höfundar starfa í Húmanista- hreyfingunni, Júlíus sem ráðgjafi en Jón Tryggvi sem upplýsinga- fræðingur. Jón Tryggvi Sveinsson Júlíus Valdimarsson ÓÐINN Sigþórsson, formaður Landssambands Veiðifélaga, birtir grein í Morgunblaðinu 16. októ- ber, þar sem hann fjallar vandlega um bráðabirgðalög þau, sem sett voru 1. júlí síðastliðinn, og kveða á um lögleið- ingu tilskipunar Evrópusambands- ins, 91/67. Þeirri tilskipun er ætl- að að auðvelda markaðssetningu og samræma reglur sem gilda inn- an Evrópska efnahagssvæðisins um flutning lifandi eldisdýra milli landa eða landsvæða og þær heil- brigðiskröfur, sem uppfylla þarf til að slíkir flutningar séu heimilir. Óðinn lýsir vel ótta veiðiréttareig- enda og veiðimanna við þær til- slakanir sem fylgja gildistöku bráðabirgðalaga þessara hvað varðar innflutning á erlendum lax- fiskum. Ég, sem veiðiréttareigandi, finn glöggt fyrir þessum ótta. Hann er auðskiljanlegur ef við skoðum þær breytingar, sem bráðabirgðalög- unum fylgja. Lítum til dæmis á 79. grein lax- og silungsveiðilag- anna frá 1970, með síðari breyt- ingum. Áður byrjaði hún á þennan veg: „Bannað er að flytja til lands- ins lifandi laxfisk eða annan fisk, er lifir í ósöltu vatni…“ Fram- haldið er svo um heimild ráðherra til að gefa undanþágur, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Nú hljóðar þetta svona: „Heimilt er að flytja til landsins lifandi lax- fisk eða annan fisk, er lifir í ósöltu vatni, enda skal innflutningurinn háður skilyrðum reglugerðar sem landbúnaðarráðherra setur.“ Ekki ætla ég landbúnaðarráð- herra né undirmönnum hans það, að viljandi séu þeir að stefna ís- lenskum laxastofnum í stórhættu. Hitt kann að orka meira tvímælis hvort þeir báru gæfu til að halda fram ýtrasta rétti okkar á full- nægjandi hátt gagnvart embættis- mannakerfinu í Brussel. En þeir gerðu þó tilraun. Embættismenn ráðuneytis höfðu á vordögum ítrekað lýst því yfir m.a. á sameig- inlegum fundi Landssambands veiðifélaga með landbúnaðarnefnd Alþingis að þeir myndu hafa heim- ildir í reglugerð til að takmarka innflutning laxfiska og gæta fyllsta öryggis gagnvart inn- lendum laxastofnum. Reglugerðin leit dagsins ljós 3. júlí sl. og er nr. 484/2003. Í 4. grein hennar segir svo m.a.: Aðili sem óskar eftir leyfi til inn- eða útflutnings eld- isdýra skal sækja skriflega um heimild með hæfilegum fyrirvara til embættis yfirdýralæknis. Þetta ákvæði var í samræmi við þær yf- irlýsingar embættismanna land- búnaðarráðuneytisins sem gefnar voru á fundi landbúnaðarnefndar Alþingis í vor þegar frumvarp landbúnaðarráðherra var þar til meðferðar. Það vekur athygli að skömmu seinna er gildistöku reglugerðarinnar frestað. Hinn 16. júlí er hún svo endurútgefin og heitir þá reglugerð nr. 526/2003. Nú hljóðar 4. greinin svo m.a.: Innflytjandi skal tilkynna yf- irdýralækni með 24 klst. fyrirvara um fyrirhugaðan innflutning eld- isdýra o.s.frv. Með öðrum orðum nú þarf ekki að sækja um heimild til innflutnings – aðeins tilkynna hann með örstuttum fyrirvara. Ljóst er að embættismenn ráðu- neytisins voru gerðir afturreka með hina fyrri reglugerð enda virðist hún byggð á óskhyggju þeirra sjálfra en ekki ákvæðum tilskipunarinnar sem leidd var í lög með bráðabirgðalögum rík- isstjórnarinnar. Á sama hátt voru ýmsar aðrar breytingar gerðar frá fyrri reglugerðinni til hinnar síð- ari og allar virðast mér þær á einn veg, undansláttur og flótti frá þeim víggirðingum, sem upp- haflega áttu að hlífa innlenda lax- inum. Ef til vill gefst síðar tæki- færi til að fara nánar út í þá sálma. Sárast af öllu er þó að allt bend- ir til að þokkalega farsælli lausn hefði verið unnt að ná í málinu. Á það bendir Óðinn Sigþórsson mjög skýrt í áðurnefndri grein sinni. Hefði landbúnaðarráðuneytið að- eins viljað starfa af heilindum með samtökum veiðiréttareigenda og stangaveiðimanna á grundvelli álitsgerðar prófessors Stefáns Más Stefánssonar og umsagnar frá Veiðimálastofnun, þá hefði staðfestingarfrumvarpið nú getað innihaldið ákvæði um innflutnings- bann til verndar innlendum teg- undum. Forðum var sagt að ógæfu Ís- lands verði allt að vopni. Vonandi á það ekki við í dag. Enn er tími til stefnu. Bráðabirgðalögin hafa nú verið lögð fyrir Alþingi til stað- festingar. Ég skora á hæstvirta landbúnaðarnefnd Alþingis að fara vandlega yfir stöðu þessa máls þegar það kemur til umfjöllunar hjá nefndinni. Skoða alla þá val- kosti sem fyrir hendi eru og hika ekki við að breyta staðfesting- arfrumvarpinu til betri vegar. Þar eru menn, sem ég treysti vel til góðra verka. Íslenski laxinn og framtíð hans Eftir Þorstein Þorsteinsson Höfundur er formaður Veiðifélags Grímsár og Tunguár. ÍSLENDINGAR taka þátt í nokkrum alþjóðlegum rannsóknum sem tengjast skólamálum og ber því að fagna að við get- um betur borið okk- ur saman við aðrar þjóðir. Enn mik- ilvægara er þó að nýta niðurstöðurnar skólastarfi til frek- ari eflingar þannig að við getum boðið íslenskri æsku þá bestu menntun sem völ er á. Einnig hafa verið gerðar íslenskar kannanir sem mik- ilvægt er að skoða nánar. Rann- sóknirnar benda m.a. til þess að það verði að vinna markvisst með dug- lega nemendur og stunda fyr- irbyggjandi aðgerðir vegna þeirra sem líður illa í skólum. Skólinn of auðveldur? Alþjóðlegar rannsóknir sýna að við sinnum slökum nemendum vel en síður þeim duglegu. Samkvæmt könnuninni Börnin í borginni þykir 38% nemenda námið í skólanum mjög eða frekar auðvelt. Fræðslu- ráð Reykjavíkur hefur samþykkt að skipa starfshóp um bráðger börn og á hann að skoða niðurstöður al- þjóðlegra rannsókna auk innlendra. Við sjálfstæðismenn í borgarstjórn höfum lagt ríka áherslu á að sér- hver skóli mæti þörfum bráðgerra barna og bjóði upp á markviss úr- ræði fyrir duglega nemendur. Við bindum því miklar vonir við tillögur starfshópsins. Of mörgum líður illa Fyrir ári voru kynntar nið- urstöður úr viðamikilli könnun um líðan barna í skólum borgarinnar. Samkvæmt henni segja 6% nem- enda í 5.–7. bekk að yfirleitt líði þeim frekar eða mjög illa í kennslu- stundum. Nemendur unglingadeild- ar eru nær helmingi líklegri en yngri nemendur til þess að líða ekki vel í kennslustundum þar sem um 13% þeirra segja að þeim líði sjald- an eða nær aldrei vel í kennslu- stundum. Einn af hverjum tuttugu nemendum segir að sér líði ekki vel í frímínútum og álíka margir segja að þeim sé oft eða mjög oft strítt í skólanum. Nemendur í hættu Mér þykir þetta of hátt hlutfall því þessir nemendur eru í áhættu- hópi eins og fram kemur í nýrri könnun sem kynnt var á fundi Fræðslumiðstöðvar fyrir skömmu. Þar koma m.a. fram tengsl á milli líðanar nemenda í 9. og 10. bekk og einkunna, þ.e.a.s. vanlíðan og lægri einkunn fara saman. Sterk tengsl eru á milli reykinga og bágrar líð- anar því 32% nemenda sem líður illa í skóla höfðu reykt sl. 30 daga á móti 12% hjá þeim sem líður vel. Þegar spurt var um ölvun nemenda í 9.–10. bekk um ævina kemur í ljós að 60,3% þeirra sem líður illa í skóla hafa orðið ölvaðir á móti 37,4% þeirra sem líður vel í skóla. Mikilvægt er að hver skóli skoði sínar niðurstöður og geri forvarn- aráætlun sem miðar að því að bæta líðan nemenda í skólum. Vertu til! Vertu til! er samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Áfengis- og vímuvarnaráðs um að efla forvarnir í sveitarfélögum landsins. Markmiðið er í fyrsta lagi að vímuvarnir verði viðurkenndur málaflokkur í öllum sveitarfélögum landsins; í öðru lagi að sveitarfélög móti forvarnarstefnu sem sé öllum sýnileg og komi til dæmis fram á heimasíðum byggðanna; og í þriðja lagi að stefnan verði byggð á breið- um grundvelli og sameini alla lyk- ilaðila í uppeldi fólks. Vertu til! er um þessar mundir í kynningu í sveitarfélögum landsins. Hug- myndafræðin er meðal annars sótt til kenninga Harvey Milmans, pró- fessors í sálfræði við háskóla í Denver, um það hvernig ungt fólk getur byggt upp sjálfsvitund sína og sjálfstraust án vímuefna. Milk- man telur að hægt sé að kenna ung- lingum að finna „sælu“ ástandið (natural highs) sem þeir sækjast eftir með neyslu vímuefna á eigin forsendum og án aðstoðar vímu- gjafa. Staðan í Reykjavík Til er átta ára gömul stefna Reykjavíkurborgar í vímuvörnum en hún er barn síns tíma. Fyrr á þessu ári lauk starfshópur gegn fíkniefnadreifingu í grunnskólum störfum. Hann var skipaður að til- lögu borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins í nóvember sl. í kjölfar þess að uppvíst varð um alvarleg mál í grunnskólum Reykjavíkur vegna nemenda í neyslu og sölu fíkniefna. Starfshópnum var falið að koma með tillögur um hvernig koma megi í veg fyrir neyslu og sölu fíkniefna í grunnskólum og til hvaða aðgerða skólar skulu grípa, komi til þess þrátt fyrir forvarnir. Þá er einnig að störfum nefnd sem borgarráð skipaði til að endurskoða fyrirkomulag forvarnarstarfs Reykjavíkurborgar. Meðal þess sem við höfum þegar ákveðið er að endurreisa Vímuvarnarskólann. Þá ber öllum skólastjórum skylda til að gera vímuvarnaráætlanir fyrir sinn skóla og skila þeim fyrir áramót. Einnig er unnið að nokkrum for- varnarverkefnum í skólunum, sem dæmi má nefna eineltisverkefnið kennt við Olweus norskan prófessor auk þess sem lífsleikni er nú kennd í öllum árgöngum samkvæmt aðal- námskrá menntamálráðuneytisins. Mikilvægt að slá ekki slöku við Alltaf er sú hætta fyrir hendi að þegar vel gengur slái menn slöku við. Kominn er tími til að dusta ryk- ið af gömlu vímuvarnastefnu Reykjavíkurborgar. Eftir höfðinu dansa limirnir og ef borgaryfirvöld vilja að skólarnir setji sér forvarn- arstefnu verða þau að gera það einnig á sýnilegan og raunsæjan hátt og tryggja henni framkvæmd. Líðan nemenda og velgengni Eftir Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði. Fallegir hlutir til gjafa Laugavegi 63 • sími 551 2040

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.