Morgunblaðið - 28.10.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.10.2003, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 292. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Lítil bók en feit Sigrún Eldjárn bæði semur og mynd- skreytir Týndu augun Listir 33 Hulda Ágústsdóttir á norrænni list- sýningu í Gautaborg Daglegt líf 25 Handverk forfeðranna Böðvar Gunnarsson leggur fyrir sig eldsmíði að hætti víkinga 21 „ÁKVÖRÐUNIN hefur verið tek- in en það ríður á að fólk sameinist um að útfæra skólastarfið á nýj- um grunni með heill nemendanna að leiðarljósi. Vissulega má deila um aðferðafræðina en um mark- miðið efast fáir að séð verður. Við erum að leggja nýjan grunn að menntun barna ykkar. Föllum ekki í þá gryfju að dæma verkið fyrr en byggingin sjálf er risin,“ sagði Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, á opn- um foreldrafundi um nýjungar í skólamálum í gærkvöldi. Um 200 manns mættu á fundinn til að heyra afstöðu bæjarstjórans og Bjarna Torfa Álfþórssonar, formanns skólanefndar, en til- efnið var samþykkt bæjarstjórnar 8. október sl. um að sameina yf- irstjórn Mýrarhúsaskóla og Val- húsaskóla á Seltjarnarnesi. Ákvörðunin er umdeild meðal skólastjórnenda, kennara og for- eldra og fremur vegna aðdrag- andans en faglegra forsendna. Þorsteinn Magnússon, formað- ur foreldraráðs Mýrarhúsaskóla, tilkynnti að stjórn ráðsins óskaði eftir því að menntamálaráðu- neytið úrskurðaði hvort ekki hefði átt að leita umsagnar for- eldraráðsins áður en tillaga bæj- arstjórnar var samþykkt. Lögin væru ekki ótvíræð í þá veru en úr- skurðir ráðuneytisins bentu til að svo hefði átt að gera. Í fyrirspurnum gagnrýndu margir foreldrar hvernig breyt- ingarnar væru tilkomnar. Ekkert samráð hefði verið haft við for- eldra eða kennara og óþarfi hefði verið að efna til þessa óvina- fundar. Hægt hefði verið að ná þessu fram með öðrum hætti reyndust breytingarnar jákvæðar fyrir starfsfólk og nemendur eins og meirihluti bæjarstjórnar héldi fram. Tillaga um að ákvörðunin yrði dregin til baka var ekki tekin fyr- ir þar sem fundurinn var ekki ályktunarbær. Foreldraráð vill fá úrskurð ráðuneytis Átakafundur um skólamál á Seltjarnarnesi í gærkvöldi Morgunblaðið/Þorkell Á INNAN við 45 mínútum í gær- morgun voru gerðar bílsprengju- sjálfsmorðsárásir á höfuðstöðvar Rauða krossins og fjórar lög- reglustöðvar í Bagdad. Alls létu 43 manns lífið í árásunum og særðir voru að minnsta kosti 216. Mark Hertling, hershöfðingi í Bandaríkjaher, sagði á blaða- mannafundi að hinar samhæfðu árásir bæru öll merki þess að hér hefðu erlendir öfgamenn verið að verki. „Fram til þessa höfum við ekki séð árásir sem hægt hefur verið að fullyrða að erlendir hryðjuverkamenn stæðu að. En við sáum slíkt í dag,“ sagði hann. Einn árásarmannanna kvað hafa borið á sér sýrlenzkt vegabréf. Langt er síðan fulltrúar banda- rískra yfirvalda vöruðu við því að liðsmenn al-Qaeda-hryðjuverka- samtaka Osama bin Ladens eða íraskra dóttursamtaka þeirra, Ansar al-Islam, væru að verki í Írak. Annar talsmaður Bandaríkja- hers, Raymond Odierno hers- höfðingi, lét hins vegar hafa eftir sér í gær að erlendir skæruliðar væru „mjög lítill hluti“ þeirra afla sem veittu herskáustu andspyrn- una við hernámi bandamanna í Írak. Bush rekur orsakir árása til árangurs hernámsliðsins George W. Bush Bandaríkja- forseti rakti í gær orsakir vaxandi tíðni árása í Írak til þess árang- urs sem bandaríska hernámsliðið væri farið að ná fram með starfi sínu þar. Þessi árangur yki her- skáum andstæðingum hernáms- ins örvæntingu og ræki þá út í að gera skæðari árásir. Árásarmennirnir erlendir? Reuters Bandarískur hermaður bandar vegfarendum frá vettvangi í Bagdad. Bagdad, Washington. AFP, AP.  Yfir 40 manns/14 Bílsprengjur verða tugum að bana í hryðjuverkum í Bagdad OTTOMAR Berbig, betur þekktur sem Ottomar Rodolphe Vlad Dracula Kretzulesco prins, hefur verið kjörinn í bæjarstjórn í Dahme-Spreewald, skammt suðaustur af Berlín, en hann kveðst vera afkomandi skáldsagna- persónunnar Drakúla greifa. Á kjör- seðlinum var nafn hans ritað Vlad Drac- ula Kretzulesco. Hann er reyndar ekki skyldur blóð- sugunni heldur kjörsonur beins afkom- anda Vlads stjaksetjara frá Transylv- aníu, sem alræmdur var fyrir að stjaksetja tyrkneska fanga og var fyr- irmynd rithöfundarins Brams Stokers að illmenninu Drakúla greifa. „Drakúla“ í bæjarstjórn Potsdam. AFP. MIKILL áhugi er á því víða um heim að læra nútímaíslensku sem erlent mál og stöðugt fleiri erlendir stúd- entar, sem til landsins koma, skrá sig í ís- lenskunám- skeið. Þetta segir forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals, Úlf- ar Bragason. Í sumar hafi 100 umsóknir borist um íslensku- námskeið en aðeins verið hægt að taka inn 35 erlenda stúdenta. Úlfar nefnir sem dæmi um þennan aukna áhuga að nú séu uppi áætlanir um íslenskukennslu í Búdapest í Ungverjalandi, Pozn- an í Póllandi, Zagreb í Króatíu og Róm á Ítalíu. Í flestum þessara borga hafi verið kennd forn- íslenska. Þá hófst nýlega kennsla í íslensku í Tókýó í Japan en alls bjóða um 40 erlendir háskólar upp á nám í nútímaíslensku. Ef ís- lenskt mál til forna er talið með eru þetta uppundir 100 skólar og stofnanir víða um heim. Nýtt margmiðlunarefni Að sögn Úlfars er Stofnun Sig- urðar Nordals að ljúka við marg- miðlunarefni í íslensku fyrir skiptistúdenta til að sinna eft- irspurn þeirra. Nefnist efnið „Carry on Icelandic“. Einnig er stofnunin ásamt Hugvísinda- stofnun, íslenskuskor Háskóla Ís- lands, háskólanum í Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum og nokkrum háskólum í Evrópu að vinna að kennsluefni á Netinu, „Icelandic Online“, sem stefnt er á að taka í notkun eftir næstu jól. Úlfar Bragason Vaxandi áhugi er- lendis á nú- tímaíslensku Skart úr plexígleri GENGI hlutabréfa í rússneskum fyrirtækjum lækkaði um 10% að meðaltali í gær eftir að auðugasti maður Rússlands, Míkhaíl Khodor- kovskí, forstjóri olíurisans Yukos, var hand- tekinn og ákærður fyrir stórfelld skatt- svik. Nokkrir fjár- málasérfræð- ingar höfðu spáð hruni á rússneska hlutabréfa- markaðnum vegna handtök- unnar líkt og á árinu 1998 þeg- ar gengi hluta- bréfanna lækk- aði um 90% á hálfu ári. Aðrir töldu hins vegar að handtakan myndi ekki hafa varanleg áhrif á markaðinn og sögðu ólíklegt að erlend fyrirtæki myndu hætta við fjárfest- ingar í landinu. Gengi hlutabréfa í Yukos lækkaði um tæp 20% þegar kauphöllin í Moskvu var opnuð í gærmorgun og ákveðið var því að stöðva við- skiptin með þau. Financial Times skýrði frá því að bandarísku olíufyrirtækin ExxonMobil og ChevronTexaco hefðu ákveðið að hætta við- ræðum um kaup á stórum hlut í Yukos. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnaði í gær beiðni um viðræður við frammámenn í rússneska atvinnulífinu sem óttast að hand- takan hafi alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag Rússlands. „Það verða engar samningaviðræð- ur um störf yfirvaldanna að því gefnu auðvitað að þau séu í samræmi við lögin,“ sagði Pútín. „Ég bið ríkisstjórnina að taka ekki þátt í þess- ari umræðu og hvet alla til að hætta þessum sjúklega æsingi og vangaveltum.“ Gengi hluta- bréfa lækk- ar um 10% Kauphöllin í Moskvu  KGB-klíkan/29 Pútín hafnar viðræðum um handtöku Khodorkovskís Mikið var að gera hjá sölu- mönnum í hlutabréfadeild Alfabankans í Moskvu. Reuters Moskvu. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.