Morgunblaðið - 28.10.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.10.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þetta lítur vel út, boss. Unglingar í vanda Forvarnir í brennidepli UNGLINGAR ívanda: Hvernigbregst skólinn við? er yfirskrift morgun- verðarfundar sem sam- starfshópurinn Náum átt- um gengst fyrir í fyrramálið klukkan hálf- níu á Grand Hóteli. Guð- rún Snorradóttir er í stjórn Félags grunnskóla- kennara, sem er einn þeirra hópa sem Náum áttum samanstendur af og hún er í forsvari fyrir fræðslufundinn í fyrra- málið. Hún svaraði nokkr- um spurningum Morgun- blaðsins. – Þú ættir kannski að byrja á því að segja okkur frá samstarfshópnum, Náum áttum … „Náum áttum er opinn sam- starfshópur um fræðslu- og fíkni- efnamál með þátttöku Félags grunnskólakennara, Ríkislög- reglustjórans, Barnaverndar- stofu, Rannsóknarstofu um mannlegt eðli, HÍ, Félagssvið Akureyrarbæjar, Rauðakross- hússins, Geðræktar, Landlækn- isembættisins, Nýrrar leiðar – ráðgjafar, Vímulausrar æsku, Jafningjafræðslunnar, Sam- starfsnefndar Reykjavíkur um afbrota- og fíkniefnavarnir, Áfengis- og vímuvarnaráðs, Heimilis og skóla, þjóðkirkjunn- ar, Lögreglunnar í Reykjavík, Götusmiðjunnar og bindindis- samtakanna IOGT.“ – Hvað stendur til í fyrramál- ið? „Þessi hópur, Náum áttum, stendur alltaf fyrir nokkrum svona fræðslufundum á hverju ári. Þetta eru oftast stuttir fund- ir með 3–4 erindum sem fjalla um þessi málefni. Að þessu sinni munum við höfða til skólanna.“ – Á hvaða hátt? „Ja, t.d. á þann hátt að margir skólar hafa markað sér forvarn- arstefnur. Við munum vekja at- hygli á því, greina frá þeim og jafnframt hvetja til þess að þeir skólar sem ekki hafa slíkt gert, taki þá til fyrirmyndar sem hafa markað slíkar stefnur og nýti þér þá vinnu sem búið er að vinna. Taki það besta og nýti sér það.“ – Er eitthvert sérstakt tilefni fyrir þessum fundi? „Það er ekki hægt að segja það. Í fyrravetur var þó farið út á þá braut að horfa til skólakerf- isins og athuga hvað þar væri að gerast. Þetta fundarefni er í beinu framhaldi af því. Það eru mismunandi þemu í þessu starfi, stundum snýst það um foreldra- þáttinn svo eitthvað sé nefnt en núna er það skólaþátturinn.“ – Telurðu að starf samstarfs- hópsins skili árangri? „Árangur er sjálfsagt erfitt að mæla, en ég trúi því að margt smátt geri eitt stórt og því fleiri sem eru að vinna að þessum málaflokki, þeim mun betra og það hlýtur alltaf að þokast í rétta átt þegar svo margir leggja hönd á plóginn sem raun ber vitni.“ –Hvað gerist í fram- haldinu af svona fræðslufundi? „Við vonum ævinlega að á hverjum fræðslufundi sé fræ- kornum sáð sem eitthvað gott vaxi síðan upp af. Það má segja að meginatriðið hjá okkur sé að sjá til þess að umræðan lognist aldrei út af. Eftir að starfinu sem tengdist Vímulausu Íslandi 2000 lauk voru þessir aðilar í sam- starfshópnum sammála um að halda áfram, einmitt til að halda umræðunni á lofti.“ Eru uppi einhver áform um að útvíkka eða efla starfið? „Það hefur ekki verið rætt sér- staklega. Þetta er í nokkuð föst- um og öruggum farvegi. Það eru margir sem koma að þessu og það er enginn tilkostnaður. Það er ánægja með fyrirkomulagið og við trúum því að það skili ár- angri.“ – Hvað viltu helst sjá gerast í forvarnarmálum í náinni framtíð? „Það hefur margt gott verið gert, en það er engin spurning að við viljum fara að sjá hug- arfarsbreytingu í þjóðfélaginu. Forvarnarstarfið á fyrst og fremst að vera inni á heimilun- um. Við hin getum verið hjálp- artæki, en heimilin verða að bera sína ábyrgð.“ – Fyrir hverja er þessi morg- unverðarfundur? „Þessi fundur er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir, en þátt- tökugjald er upp á 1.500 krónur. Innifalið í því er morgunverður. Þetta eru venjulega nokkrir tug- ir manna sem koma á fræðslu- fundina. Við auglýsum fundina ekki sérstaklega, en hver hópur fyrir sig lætur vita innanhúss og út í þjóðfélagið með tölvupósts- endingum.“ – Segðu okkur eitthvað frá dagskránni, hverjir tala og um hvað? „Dagskráin hefst á því að Stef- án Jón Hafstein borgarfulltrúi heldur erindi um stefnumótun Reykjavíkurborgar í vímuvörn- um. Að erindi Stefáns loknu er komið að Ragnari Gíslasyni skólastjóra sem mun fjalla almennt um starf og stefnu skólanna og Uppbyggingarstefn- una – forvarnir í Garðabæ. Því næst flytur Bergþóra Valsdóttir, fram- kvæmdastjóri SAMFOKS, er- indi, en hún mun fjalla um for- varnir í grunnskólanum, stefnu og framkvæmd skóla og foreldra- félags. Fjórða og síðasta erindið flytja þær Ragnheiður Arnar- dóttir og Sigþrúður Arnardóttir. Þær fjalla um „Hringinn“ sem er samstarfsverkefni Miðgarðs og Lögreglunnar í Reykjavík.“ Guðrún Snorradóttir  Guðrún Snorradóttir er fædd í Reykjavík árið 1960. Hún lauk kennaraprófi frá Kennarahá- skóla Íslands 1988 og náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands 1991. Hefur setið fjölda nám- skeiða í endurmenntun um kennslu, stjórnun og forvarnir. Er í stjórn Félags grunnskóla- kennara og situr í nefndum á þess vegum. Eiginmaður Guð- rúnar er Hreinn Magnússon ljós- myndari og eiga þau þrjú börn. Árangur er sjálfsagt erf- itt að mæla Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina í 3 vikur á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí þann 25. nóvember. Það er um 25 stiga hiti á Kanarí í nóvember, og hér er auðvelt að njóta lífsins við frábærar aðstæður. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin. 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Síðustu sætin Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.950 Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð. 25. nóvember, flug, gisting, skattar, Heimkoma, 19. des. M.v. netbókun, símbókunargjald kr. 2.000 á mann. Stökktu til Kanarí 25. nóvember frá 32.963 Verð kr. 32.963 Verð fyrir mann, m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. 25. nóv., flug, gisting og skattar. Heimkoma, 19. des. M.v. net- bókun, símbókunargjald kr. 2.000 á mann. MARGRÉT K. Sverrisdóttir var kjörin fram- kvæmdastjóri og formaður sam- takanna Hollvinir Ríksútvarpsins á aðalfundi sem haldinn var síð- astliðna helgi. Um 300 manns eru í samtökunum sem hafa verið starfrækt í ár en ástæðan fyrir stofn- un þeirra var meðal annars ótti við hugmyndir um að gera Rík- isútvarpið að hlutafélagi. Hvata- menn stofnunarinnar óttuðust að það gæti verið undanfari einkavæð- ingar útvarpsins en samtökin beita sér fyrir því að efla Ríkisútvarpið svo það geti gegnt sínu hlutverki og verið hornsteinn menningar og lýð- ræðis í landinu. Meðstjórnarmenn voru kjörnir: Hörður Áskelsson, Sverrir Jakobsson, Valgeir Sigurðs- son og Þór Magnússon. Kjörin formaður Hollvina RÚV Margrét K. Sverrisdóttir NEMAR í framhaldsskólum eiga að vera tryggðir fyrir óhöppum sem kunna að koma upp í tengslum við námið og skapa þarf úrræði í húsnæð- ismálum fyrir iðnnema sem þurfa að sækja nám sitt til Reykjavíkur. Þetta kom fram á þingi Iðnnemasambands Íslands (INSÍ) um helgina. Helgi Einarsson, nýkjörinn for- maður INSÍ, segir tryggingamálin hafa brunnið á fólki á fundinum. „Við [iðnnemar] erum ótryggð og ef það kemur eitthvað fyrir okkur í skólan- um erum við í vondum málum.“ Helgi bendir á að eina leiðin til að fá bætur ef nemandi slasast sé að kæra kenn- arann sinn fyrir gáleysi í starfi og það sé nú ekki ákjósanleg leið fyrir alla. „Við erum að vinna með tæki sem geta verið töluvert hættuleg og erum því í ákveðnum áhættuhópi. Fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna voru á fundinum og þau voru öll mjög hissa á þessu. Þau gerðu sér ekki grein fyrir að tryggingamál skólanna væru svona slæm.“ Erfitt að sækja nám til Reykjavíkur Helgi vill meina að allir framhalds- skólanemendur ættu að vera tryggðir á vegum ríkisins. „Ég myndi ekki vilja að þetta yrði lagt á sem skóla- gjöld heldur að ríkið myndi taka að sér að tryggja alla framhaldsskóla. Þetta er eitthvað sem þarf að taka á og skoða.“ Helgi segir að einnig hafi mikið verið rætt um húsnæðismál því að iðnnemar þurfa að ljúka námi sínu í Reykjavík þar sem leiguverð er mjög hátt. „Fólki utan af landi er ekki gef- inn kostur á að koma til Reykjavíkur og stunda iðnnám. Hér er engin að- staða fyrir nema til að komast í ódýrt leiguhúsnæði eða heimavist en slík aðstaða er fyrir hendi úti á landi. Það er mjög erfitt að sinna náminu vel ef nemendur þurfa að vera að vinna fyr- ir leigu og fleiru,“ segir Helgi. Þing Iðnnema- sambands Íslands Tryggja þarf nem- endur fyrir óhöppum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.