Morgunblaðið - 28.10.2003, Qupperneq 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VERKALÝÐSFÉLÖGUNUM á
Suðurnesjum og fleiri stéttarfélög-
um var tilkynnt í gærmorgun um
uppsagnir á 90 starfsmönnum Varn-
arliðsins á Keflavíkurflugvelli um
mánaðamótin. Eru þetta um 10% af
heildarfjölda íslenskra starfsmanna
á Vellinum. Af þessum 90 starfs-
mönnum eru 69 búsettir á Suður-
nesjum og 21 á höfuðborgarsvæð-
inu.
Innan Verkalýðs- og sjómanna-
félags Keflavíkur eru 28 starfsmenn,
23 hjá Verslunarmannafélagi Suður-
nesja, 20 utan stéttarfélaga eða
stjórnunarstarfsmenn, 9 innan Iðn-
sveinafélags Suðurnesja og aðrir inn-
an raða sex stéttarfélaga af ýmsum
toga.
Talsmenn verkalýðsfélaganna
draga í efa að uppsagnirnar standist
lög en þeir áttu í gær fund með
fulltrúum Varnarliðsins. Um miðjan
dag í gær kom fulltrúi starfsmanna-
halds Varnarliðsins til fundar við
trúnaðarmenn verkalýðsfélaganna
og nokkra foringja þeirra, auk lög-
fræðings frá ASÍ, í húsakynnum
Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur.
Meðal þeirra sem sátu fundinn
var Guðbrandur Einarsson, formað-
ur Verslunarmannafélags Suður-
nesja. Hann segir að uppsagnirnar
nái til um 15% sinna félagsmanna
sem starfa hjá Varnarliðinu. Ekki sé
vitað nákvæmlega hverjir þetta séu
en uppsagnarbréfanna sé að vænta í
hendur starfsfólks í dag.
Efast um lögmæti
uppsagnanna
Guðbrandur segir efasemdir uppi
um að aðgerðin standist lög um hóp-
uppsagnir þar sem ekki hafi verið
mikið samráð haft við verkalýðs-
félögin og trúnaðarmenn. Hann hafi
t.d. verið fyrst boðaður á fund í gær-
morgun með klukkustundar fyrir-
vara. Verið sé að skoða þessi mál í
samráði við ASÍ.
Guðbrandur óttast að þessar upp-
sagnir séu aðeins byrjunin á öðru
meira hjá Varnarliðinu. Samkvæmt
bréfi frá Varnarliðinu sé ekki hægt
að sjá annað en endanleg ákvörðun
hafi verið tekin um þessar uppsagn-
ir.
„Ég lít svo á að þessar uppsagnir
séu staðreyndir, hvort sem þær taka
gildi einum mánuði fyrr eða seinna.
Eftir það sem á undan er gengið get
ég varla sagt að uppsagnirnar komi
manni á óvart. Ég held að þetta hafi
bara verið spurning um tíma. Við
áttum nú von á því um daginn að
þoturnar færu alveg. Við getum búið
okkur undir það að einhverjar þær
breytingar verði á herstöðinni sem
við erum ekkert endilega sátt við.
Miðað við að þetta verði endurskoð-
að með hliðsjón af herafla í Evrópu
þá geti þetta bara orðið raunin og
miklu meira til,“ segir Guðbrandur.
Bílastyrkjum sagt upp
Aðspurður hvernig samsetningu
þessara starfsmanna sé háttað sem
verði sagt upp segir Guðbrandur
það ekki liggja fyrir. Þó virðist sem
horft sé til ákveðinna deilda á Vell-
inum þar sem ná eigi fram sparnaði.
Guðbrandur segir að Varnarliðið
sé einnig að segja upp bílastyrkjum
til þeirra 200–300 starfsmanna sem
búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta geti þýtt launalækkun upp á
40–60 þúsund krónur á mánuði og
viðkomandi starfsmenn fái í staðinn
samsvarandi styrki og starfsmenn
búsettir á Suðurnesjunum.
Tilkynnt um
90 uppsagnir
á Vellinum SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn kærði
í gær til dómstóls Skáksambands
Íslands þann úrskurð móts-
nefndar Íslandsmóts skákfélaga
að þrjár skákir í jafnmörgum við-
ureignum Hróksins hafi verið
lýstar tapaðar. Gerð er krafa um
ómerkingu þessara úrskurða og
til vara að málið verði tekið aftur
fyrir til nýrrar og löglegrar með-
ferðar í mótsnefnd Íslandsmóts-
ins.
Samkvæmt 19. gr. reglna Skák-
sambandsins, sem samþykktar
voru á aðalfundi þess síðastliðið
vor verður að minnsta kosti helm-
ingur liðsmanna hverrar sveitar
að vera íslenskir ríkisborgarar
eða hafa verið með lögheimili á
Íslandi undanfarið ár. Hrókurinn
stillti upp 5 erlendum skákmönn-
um í 8 manna A-sveit sinni í 1., 3.
og 4. umferð Íslandsmóts skák-
félaga um helgina og í samtali við
Morgunblaðið í gær sagði Stefán
Baldursson, forseti Skák-
sambands Íslands, að það væri
grafalvarlegt mál þegar félag
bryti meðvitað lög sambandsins.
„Stefáni Baldurssyni hefur ver-
ið ljóst í tvo mánuði að það væru
mjög miklar líkur á því að regl-
urnar um Íslandsmótið, sem sam-
þykktar voru í vor, standist ekki
landslög, alþjóðlega samninga og
skuldbindingar Íslands,“ segir
Hrafn Jökulsson, forseti Hróks-
ins. „Stefán fékk lögfræðiálit
Árna Páls Árnasonar með bréfi
til Skáksambandsins 2. sept-
ember. Mér finnst mjög alvarlegt
ef Stefán Baldursson telur að fé-
lagslög, sem að öllum líkindum
eru ólög, séu sett ofar lands-
lögum. Mér þótti sérkennilegt að
lesa yfirlýsingar forseta Skák-
sambandsins í Morgunblaðinu í
ljósi þess að hann gerði alls enga
tilraun, hvorki nú um helgina né
áður, til þess að finna sáttaleið í
málinu og sameiginlega nið-
urstöðu. Við óskuðum eftir því í
bréfi okkar 2. september að að-
hafst yrði í málinu til þess að ekki
kæmi til atvika af þessu tagi. Þar
brást Stefán Baldursson leiðtoga-
hlutverki sínu í hinni gömlu, ís-
lensku skákhreyfingu.“
Mál dómstóla
Stefán Baldursson segir að
kæran verði tekin fyrir á stjórn-
arfundi í dag. Hann hafi ekki séð
hana og geti því ekki tjáð sig um
hana efnislega, en hann hafi ekki
séð ástæðu til þess að hafa aðal-
fund fyrir mótið á grundvelli eins
álits. „Ég mat það nú þannig, eft-
ir að hafa talað við fjölda manns,
að það væri þýðingarlaust að
kalla saman aðalfund til að
breyta reglunum fyrir þetta Ís-
landsmót því það yrði bara sama
niðurstaðan og var í sumar. Hins
vegar sagði ég, eins og komið
hefur fram, að ég myndi beita
mér fyrir því að þetta yrði skoðað
vandlega fyrir næsta aðalfund.“
Forseti Skáksambandsins segir
að þessi ágreiningur leysist ekki
nema fyrir dómstólum. Þeir sem
hafi sett saman tillöguna fyrir
síðasta aðalfund hafi kynnt sér
hvernig staðið væri að þessum
málum í mörgum löndum og verið
sannfærðir um að þetta stæðist.
„Víða eru þessar takmarkanir
ennþá meiri heldur en hjá okk-
ur,“ segir Stefán.
Segir nefndarmenn vanhæfa
Í kæru Hróksins kemur meðal
annars fram að í mótsnefnd séu
Þorsteinn Þorsteinsson, Jón
Rögnvaldsson og Þráinn Guð-
mundsson en Einar S. Einarsson
sé varamaður. „Hinn 25. og 26.
október kom mótsnefnd Íslands-
móts skákfélaga saman án kæru
frá þriðja aðila og kvað upp hina
kærðu úrskurði ex officio. Úr-
skurðina kváðu upp aðalmenn-
irnir Þorsteinn og Þráinn, auk
þess sem Bragi Kristjánsson var
kallaður til í fjarveru Jóns Rögn-
valdssonar sem staddur var er-
lendis. Varamaðurinn Einar S.
var á hinn bóginn ekki kallaður
til“ segir í kærunni. „Kæra þessi
snýst einungis um formhlið máls-
ins, enda heldur kærandi því
fram að hinir kærðu úrskurðir
séu haldnir slíkum annmörkum
að þá beri að ómerkja, sem aftur
leiðir sjálfkrafa til þess að þeir
eru ekki tækir til efnismeðferðar.
Um aðild kæranda vísast til 2. gr.
reglugerðar fyrir dómstól SÍ.
Kærandi telur að sú mótsnefnd
Íslandsmóts skákfélaga sem kvað
upp hina kærðu úrskurði hafi
ekki verið bær til að fjalla um
málið vegna þess að hún hafi ekki
verið rétt skipuð, auk þess sem
allir nefndarmennirnir hafi verið
vanhæfir til þess að fjalla um
málið. Verði því ekki hjá því kom-
ist að ómerkja úrskurð nefnd-
arinnar, sbr. aðalkröfu kæranda.“
Bent er á að Bragi hafi ekki
verið skipaður í nefndina og auk
þess hafi hann verið vanhæfur til
að fjalla um sakarefnið þar sem
hann hafi úrskurðað í því á
stjórnarfundi SÍ 15. september.
Þráinn og Þorsteinn séu félagar í
Taflfélagi Reykjavíkur og því
vanhæfir að fjalla um mál þar
sem TR eigi aðild eins og í þessu
máli. „Það skal tekið sérstaklega
fram að lokum, að kröfur um að
þeir Bragi, Þorsteinn og Þráinn
verði lýstir vanhæfir eru einungis
byggðar á viðurkenndum, laga-
legum sjónarmiðum um sérstakt
hæfi og beinast að engu leyti að
persónum þeirra, enda eru þeir
allir valinkunnir sómamenn“.
Bosman-dómurinn fyrirmynd
Jóhann Hjartarsson, hdl. og
stórmeistari í skák, er lög-
fræðilegur talsmaður Hróksins og
lagði fram kæruna fyrir hönd fé-
lagsins. Hann segir að 19. greinin
brjóti í bága við íslensk lög varð-
andi atvinnuréttindi útlendinga.
„Þetta er margdæmt mál víða í
Evrópu þar sem hinn frægi
Bosman-dómur er fyrirmynd,“
segir hann og bendir á að Hrók-
urinn hafi bent á þetta á aðal-
fundi Skáksambandsins í vor. Í
kjölfarið hafi Hrókurinn aflað sér
lögfræðiálits Árna Páls Árnason-
ar, héraðsdómslögmanns og sér-
fræðings í Evrópurétti, og sent
það Skáksambandinu, en þar hafi
það ekki fengið neina efnislega
umfjöllun heldur verið afgreitt
með þeim orðum að stjórn Skák-
sambandsins gæti ekki breytt
ákvörðunum aðalfundar. „Það var
ekkert gert til þess að rannsaka
málið,“ segir hann og vísar til
þess að Skáksambandið hefði get-
að aflað sér lögfræðiálits, haft
samband við utanríkisráðuneytið,
sem haldi utan um EES-samning-
inn, og talað við félagsmálaráðu-
neytið sem væri æðsta vald í mál-
efnum sem vörðuðu
atvinnuréttindi útlendinga. „Ekk-
ert af þessu var gert og síðan
reyndi á þetta í keppninni núna.“
Að sögn Jóhanns hefur verið
opnað fyrir EES-borgara þar sem
reynt hafi á sambærileg mál eins
og til dæmis í Þýskalandi, Frakk-
landi og síðast á Spáni. „Þjóð-
verjar tóku strax á þessu eftir að
dómur féll í Bosman-málinu,
fengu gamlan stórmeistara í skák
sem jafnframt var stjórn-
sýsludómari, til að skoða málið og
hann komst að þeirri niðurstöðu
að það væri ekki hægt að skerða
heimild EES-borgara til að tefla í
þýsku deildakeppninni,“ segir Jó-
hann, sem tefldi fyrir Bayern
München 1989 til 1995 og varð
fimm sinnum Þýskalandsmeistari
með félaginu.
Bjart yfir skáklífinu
Hrafn Jökulsson er að undirbúa
alþjóðlegt mót sem hefst á Hótel
Selfossi á morgun. „Sem betur fer
er lögfræðivafstur mjög lítill hluti
af störfum Hróksins. Stór hópur
fólks vinnur að því að skákhátíðin
mikla á Hótel Selfossi geti farið
fram með glæsibrag. Sömuleiðis
er framundan sögulegt einvígi
Bents Larsens og Friðriks Ólafs-
sonar. Jafnframt þessu erum við
að heimsækja hvern skólann á
fætur öðrum til þess að færa 8
ára börnum skákbók og útbreiða
fagnaðarerindið í skólunum. Við
höfum semsagt um nóg annað að
hugsa heldur en Skáksamband Ís-
lands en við munum aldrei líða
það að réttmætir sigrar séu
dæmdir af félögum okkar. Við
munum fara með þetta mál alla
leið til þess að tryggja að Faruk
Tamini, stjarna helgarinnar á Ís-
landsmótinu, haldi sínum vinn-
ingum. Við munum jafnframt, úr
því sem komið er, fara með þetta
mál eins langt og þarf. En ég
minni á, og það er mikilvægt, að
við vöruðum við því fyrir mörg-
um vikum að svona gæti farið ef
Stefán Baldursson og Skák-
samband Íslands aðhefðust ekki.
En, að þessu frátöldu, er bjart yf-
ir íslensku skáklífi og það er það
sem skiptir máli,“ segir Hrafn.
Deilur og kærumál í
skákhreyfingunni
Morgunblaðið/Ómar
B-sveit Hellis með Davíð Ólafsson í broddi fylkingar lenti á móti A-sveit
Hróksins í annarri umferð Íslandsmóts skákfélaga með Vladimir Malakov
á efsta borði, Viktor Bologan á öðru borði og stigahæsta skákmann Íslend-
inga, Jóhann Hjartarson, á þriðja borði.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Orra
Vigfússyni vegna ummæla Guðna
Ágústssonar í Morgunblaðinu á
sunnudag.
„Þegar það óhappaverk var unnið
fyrir nær 20 árum að heimila inn-
flutning á norskum laxi var gert heið-
ursmannasamkomulag um að hann
færi aðeins í strandeldi og í kvíar að
Lóni í Kelduhverfi þar sem náttúru-
legar aðstæður væru líkar strandeld-
isstöðvum. Nýlega var upplýst að
þessi lax hafði verið settur í eldiskví í
Eyjafirði, að sjálfsögðu í algjöru
heimildarleysi.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra galopnar síðan þessa leið fyrir
laxeldismenn og skrifar upp á rekstr-
arleyfi risalaxeldisstöðva fyrir aust-
an í blóra við hagsmunaaðila og rýfur
þannig heiðursmannasamkomulagið
með norska laxinn. Þá setur ráð-
herrann reglugerð sem er ónothæf til
að vernda laxastofnana eins og í ljós
hefur komið nú í haust þegar lax-
veiðiárnar á Austurlandi menguðust
af frjóum norskum eldislaxi.
Landbúnaðarráðherra telur reglu-
gerðina um bannsvæði ná til allra
eldislaxa, frjórra sem ófrjórra. Þetta
er rangt hjá ráðherra. Umrædd
reglugerð nr. 226 nær aðeins til
frjórra laxa. Ofan í kaupið býður
hann þjóðinni upp á þann málflutning
að laxeldiskvíarnar í Austfjörðum
séu einu eldiskvíarnar í heimi sem lax
strýkur ekki úr. Það er óumdeilt að
milljónir laxa sleppa árlega úr eld-
iskvíum, slys og óhöpp eru daglegt
brauð. Forysta Landssambands
veiðifélaga hefur í kjölfar atburðanna
nú í haust sett opinberlega þá kröfu
fram að aðeins verði leyft að ala
ófrjóan lax í sjókvíum við Ísland.
Þessari sjálfsögðu kröfu ansar ráð-
herrann engu. Í mínum huga hefur
ráðherrann tekið afstöðu með fisk-
eldinu gegn íslensku laxveiðiánum
með setningu vafasamra bráða-
birgðalaga.
Verndarsinnar, veiðimenn og
veiðiréttareigendur munu ekki horfa
þegjandi á skjólstæðinga hans í fisk-
eldinu eyðileggja íslenskar laxveiði-
ár. Þolinmæði verndarsinna, hags-
munaaðila og væntanlega allra
þingmanna, er á þrotum.“
Þolinmæðin á þrotum
Athugasemd frá Orra Vigfússyni
FRIÐÞÓR Eydal, upplýsingafulltrúi
Varnarliðsins, vildi hvorki tjá sig um
uppsagnirnar né staðfesta þær er
Morgunblaðið hafði samband við
hann í gær. Vísaði hann eingöngu til
yfirlýsingar sem hann sendi á vef
Víkurfrétta í gær, sem fyrstur
greindi frá málinu.
Í yfirlýsingunni segir eftirfarandi:
„Eins og áður hefur komið fram
hefur Flotastöð varnarliðsins, sem
er um tveir þriðju hlutar varnarliðs-
ins og annast alla þjónustustarfsemi
á varnarsvæðinu, fengið bráða-
birgðafjárveitingu sem er nokkru
lægri en fjárveiting fyrra árs. Flota-
stöðin er að endurskoða áætlanir
sínar í samræmi við áætlaðar breyt-
ingar. Varnarliðið telur óviðeigandi
að ræða um einstök atriði að svo
komnu máli.“
Flotastöðin að
endurskoða
áætlanir sínar