Morgunblaðið - 28.10.2003, Page 13

Morgunblaðið - 28.10.2003, Page 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 13 Handbókin vinsæla frá ISO í íslenskri þýðingu ISO 9001 FYRIR LÍTIL FYRIRTÆKI - LEIÐSÖGN Pantaðu á www.stadlar.is og hvað segir þú?Ókeypis símsvari í þrjá mánuði lætur vita um númerabreyt ingar hjá starfsmönnum þegar fyrirtækið fær GSM-áskrift hjá Og Vodafone. Fyrirtækjaþjónusta Og Vodafone • Sími 800 1100 • www.ogvodafone.is Ef þú ert númerslaus á vegum fyrirtækisins eru mestar líkur á að þú verðir tekinn úr umferð. einfalt að skipta Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 22 74 1 0/ 20 03 ● AUKINN hagnað bankanna á fyrri hluta þessa árs má skýra með miklum og óvenju- legum gengishagnaði og aukinni þjónustu og sölu til fagfjárfesta og við stór fyrirtæki. Um 77% af hagnaði bankanna á fyrri hluta ársins var gengishagnaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja, SBV. Þar seg- ir að ályktanir Neytendasamtakanna í síð- ustu viku um að stóran hluta hagnaðar banka og sparisjóða megi rekja til óeðlilega mikils vaxtamunar og sívaxandi tekna af þjónustugjöldum, sem viðskiptavinum er gert að greiða, standist engan veginn. SBV segir að vaxtamunur íslenskra banka hafi minnkað verulega á síðustu ár- um og að fullyrðingar um annað séu rangar. Tekjur af þjónustu á hefðbundnu viðskipta- bankasviði hafi hækkað óverulega og jafn- vel lækkað í sumum tilvikum, en aukinn hagnaður af þjónustutekjum megi að lang- mestu leyti rekja til stóraukinna umsvifa á verðbréfa- og fjárfestingabankasviði síðast- liðið ár. Þá segir í tilkynningu samtakanna að íslenskir bankar standist fyllilega verð- samanburð við banka á Norðurlöndunum. SBV segir ályktanir Neyt- endasamtakanna rangar HAGNAÐUR samstæðu VÍS eftir skatta fyrstu níu mánuði ársins 2003 nam 1.270 milljónum króna. Hagn- aðurinn nærri þrefaldaðist frá sama tímabili á síðasta ári en þá var hann 429 milljónir. Mest munar um aukinn hagnað VÍS af skaðatryggingarekstri milli ára. Hann var 1.026 milljónir á fyrstu níu mánuðum þessa árs en 316 milljónir á sama tímabili á síðasta ári. Hagnaður af líftryggingarekstri var 64 milljónir í ár en enginn í fyrra en við uppgjöri nú er tekið tillit til þess að félagið er orðið eigandi að 75% hlutafjár í Líftryggingafélagi Íslands. Þá var hagnaður af fjár- málarekstri 569 milljónir á þessu ári en 252 milljónir á síðasta ári. Hagn- aður félagsins fyrir skatta og hlut- deild minnihluta nam 1.598 milljón- um króna. Í tilkynningu VÍS segir að skaða- tryggingarekstur skili mun betri af- komu en á sama tíma í fyrra. Tjón á tímabilinu hafi verið færri og með- altjónið lægra í krónum talið en á fyrra ári. Þá segir í tilkynningunni að horfur í rekstri þessa árs séu áfram góðar, svo fremi sem þróun tjóna verði með svipuðum hætti og á fyrri hluta ársins. Þó séu blikur á lofti með aukinni tjónatíðni á þriðja ársfjórðungi. Sveiflur í tjónatíðni og einstök stjórtjón geti haft veruleg áhrif á afkomuna frá einu tímabili til annars og því muni afkoma á fjórða ársfjórðungi að mestu ráðast af fjölda og stærð tjóna. Eigin tjón VÍS lækkuðu um 3,0% frá sama tíma á árinu 2002. Rekstr- arkostnaður félagsins á fyrstu níu mánuðum þessa árs var 1.171 milljón og hækkaði um 9,5% á milli ára. Fjárfestingartekjur samstæðunnar námu samtals 2.123 milljónum og hækkuðu um nærri 700 milljónir frá síðasta ári. Þar af námu vaxtatekjur og gengismunur 1.253 milljónum og hagnaður af sölu fjárfestinga var 772 milljónir, sem kemur einkum frá sölu hlutabréfa félagsins í Keri hf. Hagnaður á sölu fjárfestinga árið áð- ur var 604 milljónir. Heildareignir samstæðu VÍS í lok september 2003 námu 28,1 milljarði og bókfært eigið fé var 5.642 milljónir. Handbært fé í lok tímabilsins var 2.365 milljónir. Hagnaður VÍS þrefaldast milli ára VERÐIÐ sem kaupsýslumað- urinn Philip Green greiddi fyrir bresku verslunarkeðjuna Ar- cadia á síðasta ári var of lágt. Mikill hagnaður Arcadia á síð- asta uppgjörsári, sem lauk í ágúst síðastliðnum, bendir til þess að hlutabréf keðjunnar hafi verið meira virði en þau 408 pens á hlut, sem Green greiddi fyrir þau þegar hann yfirtók félagið í september á síðasta ári. Þetta kemur fram í grein á við- skiptasíðum Sunday Telegraph um síðustu helgi. Segir í greininni að stjórn- endur sjóða sem áttu hlutabréf í Arcadia sjái nú eftir því að hafa samþykkt yfirtökutilboð Green. Sú skoðun sé nú nokkuð almenn að fjárfestingasjóðir, til að mynda þeir sem haldi utan um fjárfestingar fyrir lífeyrissjóði, hafi almennt verið of fljótir að selja hlutabréf í fyrirtækjum sem hafi verið of lágt metin á mark- aði. Í greininni segir einnig að stofnanafjárfestar séu ekki þeir einu sem hafi ástæðu til að harma það að hafa selt hlutabréf í Arcadia fyrir of lágt verð. Það eigi einnig við um Baug. Frá því er greint að sam- komulag hafi náðst fyrir rúmu ári milli Baugs og Green um að Baugur skipti á 20% hlut sínum í Arcadia fyrir verslunarkeðj- urnar Top Shop, Top Man og Miss Selfridge. Ekkert hafi hins vegar orðið af þeim viðskiptum eftir að fréttist af húsleit efna- hagsbrotadeildar Ríkislög- reglustjóra í húsakynnum Baugs í Reykjavík, vegna gruns um fjármálamisferli. Segir í Sunday Telegraph að það sé kaldhæðn- islegt að það sé einmitt Top Shop, sem fyrirhugað hafi verið að Baugur myndi eignast, sem eigi mestan þátt í hinum stór- aukna hagnaði Arcadia. Hagnaður Arcadia jókst um 96% milli ára eftir að Green yf- irtök félagið og nam um 160 milljónum sterlingspunda fyrir skatta á síðasta uppgjörsári, eða tæpum 21 milljarði króna. Hann og fjölskylda hans eiga 92% hlut í keðjunni. Blaðið segir að mark- aðsvirði hlutar Green og fjöl- skyldu hans sé nú líklega ekki lægra en a.m.k. einn milljarður sterlingspunda, sem er nærri 300 milljónum punda meira en virði þessa hlutar var þegar Green yf- irtók keðjuna. Þá hefur blaðið eftir Nigel Hall, fyrrum fjármálastjóra Ar- cadia, að horfa verði á þessi mál út frá þeim aðstæðum sem voru þegar Green yfirtók Arcadia. Hann segir engan hafa þá séð fyrir hve mikil aukning yrði í einkaneyslu á komandi mán- uðum. Sérfræðingar hafi þá talið að Íraksstíðið myndi hafa slæm áhrif á einkaneyslu. Reyndin hafi orðið önnur og staða Arcadia batnað til muna. Philip Green hefur hagnast vel á Arcadia Morgunblaðið/Sverrir ● PHARMACO hefur opnað söluskrifstofu í Svíþjóð undir merkjum dótturfélagsins UNP AB. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að opn- un skrifstofunnar sé liður í áformum þess um að efla sölustarfsemi sína á Norðurlönd- unum. Samkvæmt tilkynningunni er lyfjaneysla á hvern íbúa í Svíþjóð um 334 evrur, en Svíar eru um 9 milljónir talsins. Þá segir að hlut- fall samheitalyfja á markaðnum hafi verið frekar lágt, en hins vegar í örum vexti eftir að reglum um afgreiðslu lyfja í sænskum apótekum hafi nýverið verið breytt til að hvetja til notkunar þeirra. Með þessu hafi sænska ríkið ýtt undir frekari vöxt samheita- lyfjamarkaðarins. Björn Aðalsteinsson, svæðisstjóri mark- aðsmála Pharmaco í Norður-Evrópu, segir að þegar starfsemi söluskrifstofunnar í Sví- þjóð verði komin í fulla starfsemi innan árs verði starfsmenn væntanlega 9 talsins. Hann gefur ekki upp hvað Pharmaco áætlar að velta fyrirtækins á þessum markaði verði mikil, eða hver markaðshlutdeild fyrirtæk- isins verði, nema hvað stefnt sé að því að hvort tveggja verði umtalsvert. Nýr framkvæmdastjóri dótturfélags Pharmaco í Svíþjóð er Roger Tapper. Hann er lyfjafræðingur að mennt og starfaði áður sem framkvæmdastjóri markaðsmála hjá lyfjafyrirtækinu Ratiopharm í Svíþjóð. Pharmaco er með starfsemi í 15 löndum og hjá félaginu starfa um 6.000 manns. Pharmaco opnar sölu- skrifstofu í Svíþjóð HAGNAÐUR Bakkavarar Group hf. eftir skatta fyrstu níu mánuði ársins nam 1.322 milljónum króna og er það 45% hækkun hagn- aðar frá sama tímabili í fyrra. „Hagnaður Bakkavarar Group fyrir fjármagnsliði (EBIT) var 1,638 milljónir króna samanborið við 1,614 milljónir króna á síðasta ári og jókst um 1,4% á milli ára. Fjármagnsgjöld námu 376 milljónum króna. Skattar tímabilsins námu 336 milljónum króna. Hagnaður af sölu sjávarútvegshluta fé- lagsins var 397 milljónir króna og verður því niðurstaða rekstrarreiknings 1.322 milljónir í hagnað,“ segir í tilkynningu frá Bakkavör. Rekstrartekjur félagsins námu 12.886 millj- ónum króna og jukust um 8,61% frá árinu áður. Rekstrargjöld námu 11.249 milljónum króna og jukust um 9,74%. Veltufé frá rekstri nam 1.514 milljónum króna og jókst um 15,8% frá árinu áður. Handbært fé frá rekstri var 1,915 millj- ónir króna. Sala félagsins í undirliggjandi rekstri nam 11.427 milljónum króna og jókst um 19% frá fyrra ári. Eigið fé Bakkavör Group hefur aukist um 1,314 milljónir króna frá áramótum eða um 17,7% og er eiginfjárhlutfall þess nú 41% ef víkjandi skuldabréf er meðtalið. Veltufjárhlut- fall félagsins er 3,14 sem er 200% aukning frá síðasta ári. Félagið á 7,245 milljónir króna í sjóðum (57,1 milljónir punda) og ónýttar drátt- arlínur fyrir um 1.648 milljónir króna (13 millj- ónir punda). Í tilkynningu félagsins segir að á fyrri hluta ársins hafi Bakkavör Group selt alla starfsemi sína utan Bretlands til Fram Foods hf. en sú starfsemi myndaði sjávarútvegskjarna félags- ins. Eftir söluna byggist starfsemi Bakkavarar eingöngu á framleiðslu og sölu á tilbúnum kældum réttum til stórmarkaða í Bretlandi og rekurfélagið tvö dótturfélög, Katsouris Fresh Foods í London og Bakkavör Birmingham í Birmingham. Í tilkynningunni segir að rekstrarhorfur fyr- irtækisins fyrir síðustu þrjá mánuði ársins séu góðar. „Á síðustu mánuðum ársins setur Bakkavör yfir 100 nýjar vörur á markað. Framundan er helsta sölutímabil félagsins sem eins og flest önnur matvælafyrirtæki selja hlut- fallslega mest á síðasta árfjórðungi. Stöðug vöruþróun og markaðssetning nýrra afurða er lykilþáttur í stöðugum vexti fyrirtækja í fram- leiðslu tilbúinna kældra rétta í Bretlandi og leggur Bakkavör mikla áherslu á þennan þátt í starfsemi sinni. Stjórnendur fyrirtækisins gera ráð fyrir áframhaldandi örum vexti á mörk- uðum félagsins og vinna jafnframt að verk- efnum sem munu leiða til ytri vaxtar í náinni framtíð.“ Bakkavör hagnast um 1.322 milljónir HAGNAÐUR Nýherja hf. á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam 54 millj- ónum króna eftir skatta. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 78 milljónir. Rekstrartekjur tímabilsins námu 3.259 milljónum og jukust um tæp 2% milli ára. Vörusala jókst um 2% og þjónustutekjur um 1%. Hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins fyrir fjármagnsgjöld og af- skriftir, EBITDA, var 163 milljónir en 171 milljón árið áður. Veltufé frá rekstri nam 134 milljónum saman- borið við 127 milljónir árið áður. Gengistap var 9 milljónir í ár en í fyrra var gengishagnaður hins vegar 23 milljónir. Heildareignir Nýherja hinn 30. september síðastliðinn námu 2.617 milljónum króna. Eigið fé var 1.291 milljón. Tap af rekstri Nýherja í þriðja ársfjórðungi nam 7,8 milljón- um eftir skatta samanborið við 24,2 milljóna hagnað í sama fjórðungi ár- ið áður. Í tilkynningu frá Nýherja segir að eftirspurn á upplýsinga- tæknimarkaðinum hafi verið minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjur á fyrstu níu mánuðum ársins séu því undir væntingum. Byggjast þær einkum á sölu til margra smærri og millistórra viðskiptavina og einstak- linga, en minna sé um einstakar stærri sölur á vélbúnaði. Hagnaður Ný- herja 54 millj- ónir króna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.