Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ skrifstofur Rauða krossins. Tals- menn samtakanna sögðu 12 Íraka lát- ið lífið í byggingunni, þar á meðal tveir starfsmenn. Mest varð mannfallið á al-Baya- lögreglustöðinni í al-Doura-hverfinu í Bagdad. Kváðu 15 manns hafa týnt þar lífi, þar á meðal einn bandarískur hermaður. Auk hans særðust sex aðr- ir bandarískir hermenn í árásunum, eftir því sem hernámsyfirvöld greindu frá. Alls hafa nú 113 banda- rískir hermenn látið lífð í Írak frá því George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir 1. maí í vor, að eiginleg- um stríðsaðgerðum væri lokið í Írak. Fimmta tilræðið hindrað Ahmed Ibrahim, yfirmaður írösku lögreglunnar og aðstoðarinnanríkis- ráðherra bráðabirgðaríkisstjórnar landsins, fullyrti að erlendir menn hefðu staðið að árásunum; tekizt hefði að hindra fimmta tilræðið sem maður með sýrlenzkt vegabréf reyndi að framkvæma. Koma tókst í veg fyrir að þessi fimmti sjálfsmorðs- sprengjumaður sprengdi sprengju- hleðsluna sem hann var með um borð í Land Cruiser-jeppanum sem hann ók að lögreglustöð í hverfinu sem kallað er Nýja Bagdad. „Hann hróp- aði: Dauði yfir írösku lögregluna! Þið eruð svikarar!“ tjáði Ahmed Abdel Sattar lögregluvarðstjóri AP-frétta- stofunni. Hertling, talsmaður Bandaríkja- hers, sagði síðdegis að þessi maður hefði verið handsamaður. Annar tals- maður bandaríska herliðins hafði áð- ur sagt að írösku lögreglumennirnir hefðu skotið árásarmanninn til bana er hann gerði tilraun til þess að aka sprengiefnishlöðnum bíl sínum að lögreglustöðinni. Samkvæmt upplýsingum sem AFP-fréttastofan aflaði á níu sjúkra- húsum í Bagdad, þar sem fórnarlömb árásanna fengu aðhlynningu, voru dauðsföllin alls 42, en við þá tölu bættist bandaríski hermaðurinn sem setuliðsyfirvöld greindu frá síðdegis að hefði verið meðal látinna. Á sjúkra- húsunum var gert að sárum 216 manna. Í fyrrakvöld og fyrrinótt féllu þrír bandarískir hermenn í átökum við árásarmenn á nokkrum stöðum í og nærri Bagdad. Í fyrradag var gerð árás með sprengjuvörpum á háhýsi í Bagdad þar sem bandaríski aðstoð- arvarnarmálaráðherrann Paul Wolfowitz var þá staddur. Sú árás kostaði einn bandarískan hermann lífið og særði 18 aðra. BÍLSPRENGJUÁRÁSIR voru gerðar á bækistöðvar Rauða krossins og þrjár lögreglustöðvar í Bagdad í gær. Það tókst að hindra árás á fjórðu lögreglustöðina. Yfir 40 manns létu lífið og yfir 200 særðust í árásunum sem voru allar gerðar á 45 mínútna tímabili í gærmorgun og voru greini- lega þrautskipulagt, samhæft hryðju- verk. Árásirnar sköpuðu algera ringul- reið í írösku höfuðborginni, á fyrsta degi ramadan, föstumánaðar músl- ima. Þetta var mannskæðasta hryðju- verkið sem til þessa hefur verið fram- ið í borginni gegn hernámsliði bandamanna og aðilum sem andstæð- ingar þess virðast álíta að starfi með því. Árásir gærdagsins virtust líka fela í sér nýtt stig hryðjuverkastarfsemi, betur skipulagða en bandarískir fulltrúar í landinu höfðu talið þau öfl vera fær um sem berðust gegn her- náminu. Á síðastliðnum vikum hafa verið gerðar nokkrar skæðar bíl- sprengjuárásir en í öllum tilfellum stakar, ekki samhæfðar eins og nú. Segja menn holla Saddam Hussein bera ábyrgðina Talsmenn bandarískra hernámsyf- irvalda sögðust telja að menn hollir hinni föllnu stjórn Saddams Husseins bæru ábyrgð á þessari árásahrinu. Fulltrúar í bandaríska varnarmála- ráðuneytinu í Washington sögðu að ofbeldishrina síðustu tveggja daga sýndi aukna hryðjuverkastarfsemi með töluverða samhæfingu en jafn- framt hve margt væri enn óljóst. Mark Hertling, undirhershöfðingi í bandaríska herliðinu, sagði á blaða- mannafundi í Bagdad að árásirnar í gær hefðu allar verið gerðar á 45 mín- útna tímabili frá klukkan 8.30 til 9.15 að staðartíma. Fyrst voru tvær árásir gerðar samtímis á lögreglustöðvar, 15 mínútum síðar var sjúkrabíll fullur að sprengiefni sprengdur við höfuð- stöðvar Rauða krossins, 10 mínútum síðar var ráðist á þriðju lögreglustöð- ina og loks á þá fjórðu. Herling sagði að í einni árásinni hefði árásarmað- urinn verið dulbúinn sem íraskur lög- reglumaður og hann hefði ekið írösk- um lögreglubíl. Þess vegna var honum hleypt inn fyrir öryggishlið. „Við vitum ekki okkar rjúkandi ráð þegar við sjáum svona lagað,“ sagði íraskur læknir fyrir utan illa laskaðar Yfir 40 manns farast í árásum í Bagdad Reuters Íraskir lögreglumenn og vegfarendur skoða sprengjugíg við lögreglustöð í Shaab-hverfinu í Bagdad í gær. Mannskæðustu hryðjuverkin sem andstæðingar hernámsins hafa framið til þessa Bagdad. AFP, AP.                   !   "#$$  %% ! " & %  '(  $)$ %" *  +  $     !," $,   -   -- %, % $,       %*   -  +        ! ./! "              0!  /! "         1 /! "         2 3 4 '   !"  #  3 4 ' 2   $%  &'( ) ! !  TALSMENN alþjóðanefndar Rauða krossins (ICRC) sögðu í gær að samtökin myndu senda allt erlent starfslið sitt frá Bagdad í kjölfar sprengjuárásarinnar í gær, sem kostaði tvo íraska starfsmenn lífið og tíu aðra. Pierre Gassmann, æðsti fulltrúi ICRC í Bagdad, sagði að reynt yrði að halda starfsemi samtakanna áfram á vettvangi í Írak með írösk- um starfsmönnum eingöngu. Sagði Gassmann að árásirnar breyttu engu um að samtökin æsktu ekki hernaðarverndar við starfsstöðvar sínar. „Ef við biðjum um hervernd yrðum við komnir nákvæmlega þangað sem óvinurinn er álitinn vera – í liði með setuliði banda- manna,“ sagði Gassmann. Hann viðurkenni hins vegar að viðleitnin til að taka af allan vafa í augum inn- fæddra um að Rauði krossinn væri allt annað en hernámsliðið, hefði greinilega ekki skilað árangri. Fyrir tveimur mánuðum voru Sameinuðu þjóðirnar tilneyddar að grípa til hliðstæðra ráðstafana – að senda allt erlent starfslið í Bagdad á brott – eftir bílsprengjutilræði við höfuðstöðvar samtakanna sem ban- aði m.a. æðsta fulltrúa SÞ í Írak. Einn starfsmaður Rauða krossins var skotinn til bana í Bagdad í júlí. Erlent lið Rauða krossins sent heim Genf. AFP. RÁÐHERRA dómsmála í Noregi, Odd Einar Dørum, vill að löggjöf um skráð almenningshlutafélög verði breytt og tryggt að hlut- hafar en ekki eingöngu stjórn- armenn taki þátt í að ákveða kjör æðstu ráðamanna í stórfyr- irtækjum. Hann bendir á að upp hafi komið mörg hneykslismál á í stórfyrirtækjum á Vesturlöndum, vestan hafs sem austan vegna græðgi og blekkinga sem notaðar voru til að halda uppi hlutabréfa- verði. Hann segist ekki vera á móti því að fólk fái að hagnast en hagsmunir hluthafa verði að vera í fyrirrúmi. „Við verðum að hjálpa kapítalismanum svo að hann gangi ekki af sjálfum sér dauðum,“ hefur Aftenposten eftir Dørum. Hann er liðs- maður Venstre sem er borgaralegur stjórn- málaflokkur, þrátt fyrir nafnið. Tillögur hans eru nú til skoð- unar en verði þær að lögum munu aðalfundir hlutafélaga samþykkja á hverju ári almennar viðmið- unarreglur um kaup og kjör. Dómsmálaráðuneytið hefur beðið umsagnaraðila um að ræða hvaða stjórnendur skuli falla undir þess- ar ákvarðanir aðalfundarins og bendir það til þess að ekki sé ein- vörðungu átt við laun forstjóra eða framkvæmdastjóra. Ekki er talið heppilegt að aðalfundur ákveði beinlínis launin í smáat- riðum vegna þess að þá yrði fyr- irtæki ávallt að kalla saman sér- stakan aukaaðalfund ef skipt væri um forstjóra. Hins vegar vill ríkisstjórnin að aðal- fundur hafi bæði fyrsta og síðasta orðið um kaupréttarheimildir til handa starfsmönnum. Nýlega var upplýst að helstu ráðamenn í sænsk-svissneska risafyrirtækinu ABB sam- þykktu sér til handa eftirlaunagreiðslur sem námu alls um 11 milljörðum ísl. króna. Dørum segir í viðtali við Aftenposten að ekki hafi enn komið upp jafnalvarleg hneykslismál í norsk- um hlutafélögum og víða erlendis en skyn- samlegt sé að setja strax skorður. „Vitað er um allmörg dæmi þar sem manni finnst að ráða- menn og stjórnarmenn í fyrirtæki hafi verið að skiptast á dálitlum gjöfum en hluthafarnir hafa ekki verið með í ráðum,“ segir hann. Bent hefur verið á að í stjórnum norskra stórfyrirtækja sitji oft menn sem sjálfir séu ráðamenn í öðrum fyrirtækjum, um sé að ræða tiltölulega fámennan „strákaklúbb“. Þeir hafi beinlínis hag af því að launin hækki vegna þess að þá geti þeir farið á fund stjórnanna í sínu fyrirtæki og krafist launahækkunar þar sem þeir njóti ekki lengur jafngóðra kjara og al- mennt gerist í stéttinni. Hluthafarnir taki þátt í að ákveða forstjóralaunin Norskur ráðherra vill bjarga kapítalismanum úr klóm græðginnar Odd Einar Dørum UNNIÐ var að því að gær að bjarga 13 mönnum, sem eru lokaðir inni í námu í Suður- Rússlandi, en óttast er, að þeir hafi ekki súrefni nema í einn eða tvo sólarhringa. Fjörutíu og sex menn lok- uðust inni í námunni er neð- anjarðarvatn braust inn í hana en á laugardag tókst að bjarga 33. Í gær var unnið að því að bora 57 metra löng göng til mannanna 13 úr næstu námu og voru þau orðin 33 metra löng eftir miðjan dag í gær. Á sama tíma var reynt að koma í veg fyrir, að flóðvatnið hækk- aði. Meðal þeirra, sem voru inni- lokaðir í námunni, var forstjóri námafyrirtækisins en slysið átti sér stað er hann fór niður í hana í fyrsta sinn. Bora björgun- argöng Rostov við Don. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.