Morgunblaðið - 28.10.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.10.2003, Qupperneq 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 19 Opnunartími virka daga frá kl. 14-18, helgar frá kl. 11-18 Stendur til 2. nóv. Upplýsingasími 511 2226 í Perlunni BANJO barnafatnaður, NÝTT MERKI - toppvara BANJO catmandoo OKKAR TAKMARK: Verð 50-80% undir fullu verði. Verðdæmi: Okkar verð: Fullt verð: Barnaflíspeysur ....................................... kr. 1.490 .............. kr. 4.990 OSH KOSH gallasmekkbuxur ....................kr. 1.000 ............... kr. 4.500 REGATTA flíspeysur .................................kr. 1.500 ............... kr. 5.990 Bómullargallar kvenna ............................ kr. 3.500 ............... kr. 8.990 PUMA úlpur ........................................... kr. 2.500 ............. kr. 10.900 Stakir sundtoppar og buxur ....................... kr. 300 ......kr. 1.500/1.900 Skíðabuxur kvenna ................................. kr. 1.500 ............... kr. 5.990 Vöggusett .............................................. kr. 1.000 ............... kr. 7.990 Sængurverasett ungbarna .......................... kr. 500 ............... kr. 2.990 Gardínur í barnaherbergi ........................... kr. 500 ............... kr. 3.490 Moonboots barna ................................... kr. 1.000 Barnaúlpur BANJO frá ............................. kr. 1.900 Vetrarbuxur ungbarna BANJO .....................kr. 990 Reykjavík | Börnin á leikskólanum Sólbakka komu með bangsann sinn í skólann í gær í tilefni af al- þjóðlega bangsadeginum. Var glatt á hjalla og tuskudýrin fjölbreytt í fangi eigenda sinna. Þeirra var líka vel gætt enda allir bangsar eft- irlæti barnanna. Þetta er í fyrsta skipti sem bangsadagur er haldinn á Sól- bakka. Komu tveir stórir lifandi bangsar í heimsókn, bangsapabbi og bangsamamma, með tvo litla bangsa með sér. Það voru húnarnir tveir. Sigfríður Marinósdóttir sagði að sum börnin hefðu nú ekki verið of hrifin af stóru böngsunum enda ekki vön lifandi tuskudýrum. Kusu þau þá frekar sína eigin bangsa. En öll gátu þau tekið undir þegar bangsalagið var sungið. Ruth Arelíusdóttir sagði hundrað ár liðin frá því að Teddy Roosevelt, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, þyrmdi lífi bjarnarhúns sem síðan varð kveikjan að hinum sígilda bangsa sem nefndur var Teddy’s Bear í Bandaríkjunum. Bangsa- daginn ber einmitt upp á fæðing- ardag forsetans fyrrverandi, 27. október. Hún sagði að þetta yrði líklega að árlegum viðburði. Frumkvæðið hefði komið frá formanni foreldra- félagsins, Ásbirni Ólafssyni, og þetta hefði verið mikill fjördagur. Bangsamamma og bangsapabbi komu í heimsókn og allir tóku undir þegar bangsalagið var sungið á leikskólanum á alþjóðlegum bangsadegi Morgunblaðið/Ásdís Bangsar skipa sérstakan sess í lífi hvers barns og þeirra var vel gætt af eigendum sínum á Sólbakka í gær. Bangsa- dagur á Sólbakka Miðborg | Grunnskólanemendur í Reykjavík munu eftir hádegi í dag kynna uppgötvanir sínar um borgina og hverfin eftir að hafa leyst verkefni tengd Borgarvefsjá. Eru verkefni til sýnis í Tjarnarsal Ráðhússins á sýningunni Lif- andi landakort. Á sýningunni, sem lýkur í dag, má kynna sér Landupplýsingakerfi Reykjavík- ur (LUKR) og hvernig það tengist starfi ým- issa stofnana borgarinnar eins og lögreglu, slökkviliði, Orkuveitunni, Strætó og fleiri fyr- irtækjum. Einnig eru sýndir notkunarmögu- leikar fyrir íbúana. Hreinn Hreinsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkur, segir borgina verða sífellt flókn- ari og með aðstoð borgarvefsjárinnar má átta sig á nokkrum þáttum sem snúa að hverf- unum. Hægt sé að nota landupplýsingar til að auðvelda aðgengi að þjónustu og upplýs- ingum. Á morgunverðarfundi í Ráðhúsinu í dag er ætlunin að skoða þá möguleika sem kerfi eins og LUKR og tenging þess við önnur upplýs- ingakerfi getur nýst Reykjavíkurborg á fleiri sviðum en nú er. Er horft til stefnumótunar og áætlanagerðar til lengri eða skemmri tíma, alls kyns áætlana um þjónustframboð og fram- tíðarspár um þjónustuþörf og framsetningu upplýsinga með landfræðilegum hætti. Fund- urinn hefst kl. 8.30 og lýkur kl. 10.00. Morgunblaðið/Kristinn Fjölmargir hafa lagt leið sína í Ráðhúsið til að skoða sýninguna Lifandi landakort. Borgin úr hálofti BÓKASÖFN á Norðurlöndum hafa haldið bangsa- dag hátíðlegan frá árinu 1998. Á vef bókasafns Ísa- fjarðar segir að dagurinn sé haldinn 27. október ár hvert sem sé fæðingardagur Thedore Roosevelt (Teddy), fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Sagan segir að þegar Bandaríkjaforseti hafi verið á bjarn- arveiðum hafi hann vorkennt litlum, varnarlausum húni og sleppt honum lausum. Blaðið Washington Post birti skopmynd af þessu atviki sem vakti mikla athygli enda var Roosevelt mikill skotveiðimaður. Búðareigandi einn í New York varð svo hrifinn af þessari sögu að hann bjó til leikfangabangsa sem hann seldi sem „Bangsann hans Teddy“ eða það sem á ensku heitir „Teddy’s Bear“. Segja má að þetta hafi verið upphaf af sigurgöngu leik- fangabangsans sem er vinsæll félagi um allan heim. Haldinn á fæðingardegi Roosevelts Bandaríkjaforseta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.