Morgunblaðið - 28.10.2003, Side 26
LISTIR
26 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
AF átta tónleikum um þessa helgi
kom í hlut undirritaðs að fjalla um
ferna tónleika og þó efnislega sé
ekki hægt að steypa þeim öllum
saman í eitt, gefa þeir góða yfirsýn
yfir gróskuna í íslensku tónlistarlífi
og fjölbreytileika þess. Fyrstu tón-
leikarnir eru tónsköpunar tilraunir
unga fólksins í dag, sem haldnir
voru í Borgarleikhúsinu, aðrir nefn-
ast Tónlistardagar Dómkirkjunnar,
þar sem frumflutt var orgelverk eft-
ir Tryggva M. Baldursson, þeir
þriðju, afmælistónleikar félaga í
samtökunum ’78, í Ými, tónleikasal
Karlakórs Reykjavíkur, þar sem
Gerrit Schuil lék ýmis verk og
Bergþóra Jónsdóttir spjallaði við
hann um lífshlaup hans og viðhorf
hans til tónlistar og síðast þeir
fjórðu, Tíbrár-tónleikar í Salnum,
þar sem stórsöngvarinn Jorma
Hynninen og Gustav Djupsjöbacka
fluttu söngverk eftir Vaughan-
Williams, Wolf, Gothoni, Rauta-
vaara og Sibelius. Þetta er aðeins
helmingur þess sem í boði var þessa
helgi og er þá best að snúa sér að
þeim fyrstu, sem nefnast;
Tilraun og ekki tilraun
Fyrstu tónleikar helgarinnar 25.–
26. október voru „Tilraunaeldhúsið“
og var flutt eitt verk, sem nefnist
„Please make my space noisy“ og
voru höfundar og flytjendur Hilmar
Jensson, Kristin Björk Kristjáns-
dóttir, Jóhann Jóhannsson, Andrew
D’Angelo, Orri Jónsson, Ólöf Arn-
alds og Sigurður Halldórsson. Tón-
leikarnir hófust á „tölvupikki“ í sex
áttundu takti, með einstaka fimm
áttundu innskoti. Sviðið var myrkv-
að með kyrrstæðri skuggamynd
(tekin á móti birtu) á bakvegg sviðs-
ins, af trjágreinum og fugli á grein.
Leikhúsgufa var látin líða upp með
myndinni. Smám saman koma flytj-
endur inn á sviðið með hljóðfærin og
ýmsar gerðir af ljóstírum. Lágvær
staktónaleikur vex smám saman
upp í töluverðan tónbálk, sem er
rofinn með miklum hvelli, sem mun
hafa verið upptaka á hljóman lyftu-
hurðar. Myndin á veggnum fer á
hreyfingu og flytjendur taka til að
syngja þrástefjaðar tónhendingar
við textann „melodia“ og eftir smá
hápunkt hjaðnar tónlistin og hverf-
ur inn í mykrið. Verkið er sambland
af konkret og lifandi tónlist. Tón-
skipanin er ákaflega
kyrrstæð, þ.e. unnin
mjög yfir liggjandi
bassa og þar sem mest
er umleikis, er tónferl-
ið oft þrástefjað og ber
merki snarstefjunar
innan ákveðins skipu-
lags, hvað snertir form
og framvindu verksins.
Yfir verkinu í heild
ríkti eins konar dvali,
myrkvað dá, dularfullt
og á köflum seiðandi.
Þrátt fyrir að verkið sé
kallað tilraunaverk, á
svona hljóðtilraun sér
langa sögu, allt til 1948
er Pierre Schaeffer og
Pierre Henry gerðu
tilraunir með konkret
(storknaða) tónlist og
jafnvel löngu fyrr, er
Varése og hópur tón-
skálda, er hófu störf
upp úr fyrri heims-
styrjöldinni, gerðu til-
raunir með tónferli og
tónmyndunaraðferðir.
Síðar komu menn eins
Hollinger, óbóistinn
frægi og Cage, er fóru
fyrir mönnum um gerð
óvenjulegra tónsmíða.
Tilraunin er því aðeins
ný og persónuleg
reynsla flytjenda og höfunda en frá-
leitt nokkuð merkileg sem tilraun,
þó ýmislegt mætti una við til hlust-
unar, í þessari tilraun og ekki til-
raun hópsins.
Frá tónlistartilraunum unga
fólksins víkur sögunni til hefðbund-
inna kirkjutónleika, sem haldnir
voru undir nafninu Tónlistardagar
Dómkirkjunnar, og fengu þessir
aðrir tónleikar helgarinnar yfir-
skriftina;
Gleðisnertla
Frá 1982 hefur Dómkórinn undir
stjórn Marteins H. Friðrikssonar
opnað „haustvertíðina“ undir yfir-
heitinu Tónlistardagar Dómkirkj-
unnar og eins og venjulega býður
hann upp á frumflutning á sér-
sömdu tónverki fyrir Dómkirkjuna.
Að þessu sinni opnaði dómorgelleik-
arinn Marteinn H. Friðriksson tón-
listardagana með nýju orgelverki
eftir Tryggva M. Baldvinsson, er
hann nefnir Toccata jubiloso, sem
umrita mætti sem Gleðisnertla,
skemmtilegu léttu verki, þar sem
unnið er úr ferundarstefi, sem hefst
í þrástefjaðri mynd en losnar svo úr
viðjum þrástefjunarinnar og birtist
þá í margvíslegum og skemmtileg-
um stefútfærslum. Verkið er létt og
var þessi skemmtilega gleðisnertla
mjög skýrt útfærð af dómorganist-
anum. Annað viðfangsefni tón-
leikanna var Piece Concertante fyr-
ir básúnu og píanó eftir Carlos
Salzédo (1885–1961), er var fransk-
ur hörpuleikari, er m.a. starfaði
með Varése. Oddur Björnsson lék
þetta rómantíska básúnuverk mjög
vel við líflegan undirleik Önnu Guð-
nýjar Guðmundsdóttur.
Dómkórinn flutti söngverkið
Jubilate (1999), fyrir kór, einsöng
og píanó, eftir Bob (Robert Lionel)
Chilcott (1955–) áheyrilegt og
„poppstefjað“ verk og var miðhluti
þess sönglag er Sigrún Hjálmtýs-
dóttir söng mjög vel. Jaðarkaflarnir
voru einnig vel sungnir af Dóm-
kórnum, við öruggan undirleik
Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur,
sem lék einnig undir í þremur lög-
um eftir Messiaen, sem nefnast
Hvers vegna, Brosið og Glataða ást-
vinan. Söngvarnir eru ákaflega lát-
lausir í gerð og hvað stíl snertir,
nokkuð fjarri því er síðar einkenndi
tónverk hans. Sigrún Hjálmtýsdótt-
ir söng lögin af innileik og sérlega
fallega. Tónleikunum lauk með því
að Marteinn H. Friðriksson lék aft-
ur snertluna eftir Tryggva M. Bald-
vinsson og eins og séra Jakob Ágúst
Hjálmarsson sagði, er hann ávarp-
aði tónleikagesti, getur verið nauð-
synlegt að heyra ný verk oftar en
einu sinni og það var rétt, því þetta
skemmtilega verk vann á við end-
urtekninguna. Það
sem er sameiginlegt
fyrstu og þriðju tón-
leikunum er, að hið
venjulega konsertform
var brotið upp á spjall-
tónleikum sem Gerrit
Schuil og Bergþóra
Jónsdóttir stóðu fyrir í
Ými, tónlistarhúsi
Karlakórs Reykjavík-
ur, í tilefni 25 ára af-
mælis Samtakanna ’78
og er rétt að gefa þess-
um þriðju tónleikum
helgarinnar nafnið;
Hver ert þú,
listamaður?
Það hefur löngum
hent kennara að sjá
nemendur sína fara
allt aðra leið í lífinu, en
að nýta sér þá hæfi-
leika, er kennarinn
trúði að væri framtíð
nemandans. Í spjalli
sínu við Gerrit Schuil
spurði Bergþóra,
hvort hann hefði ekki
fallið fyrir tónlist Bítl-
anna, þegar hann var í
menntaskóla. Kvað
hann nei við og Berg-
þóra spurði því aftur
og Gerrit svaraði að
bragði: „Ég var bara svona.“ Þetta
svar er rétt. Því svo velur fólk leið
sína, að það er bara svona. Eftir að
Bergþóra hafði rætt um æsku hans
og tónlistarnám lék hann As-dúr
Impromtuna (gefin út sem op 142)
eftir Schubert, sem hann lék á sín-
um fyrstu opinberu tónleikum. Það
sem einkennir leik Gerrits eru
sterkar andstæður í styrk, allt að
því „orchestral“ hljómur, á móti ein-
staklega þýðri og ljóðrænni túlkun,
sem má einnig heyra hjá klassik-
erunum, þar sem aldrei er ofgert
um túlkun eða reynt að vera með
sýndarmennsku í tæknilegri út-
færslu. Þetta kom einnig fram í 32
tilbrigðum, í c-moll, eftir Beetho-
ven, sem Gerrit lék með klassískum
glæsibrag. Eftir hlé hélt spjallið
áfram og þá sagði Gerrit frá námi
og samstarfi sínu með rússneska
hljómsveitarstjóranum Kondrashin
og síðar hvernig það atvikaðist, að
hann kom til Íslands 1992 og settist
að á Akureyri. Í Hollandi var á þess-
um tíma í tísku svonefndur „upp-
runa“ flutningur, sem Gerrit taldi
að hefði haft neikvæð áhrif á flutn-
ing klassískrar tónlistar. Varðandi
það að starfa á Akureyri, hafi það
verið gefandi að stuðla að vaxandi
tónlistarlífi þar í bæ og nú væri tími
áhugmennskunnar hér á Íslandi
tekinn að víkja fyrir atvinnu-
mennskunni, enda væri mikið af
efnilegu tónlistarfólki á Íslandi, sem
sprottið væri upp úr jarðvegi
áhugamennskunnar.
Lokaviðfangsefni tónleikanna
voru verk eftir Schumann,
Novelleten, op. 21, nr. 1 og Noct-
urne op. 32 nr. 2, eftir Chopin og var
leikur Gerrits háklassískur og tign-
arlegur.
Það hefur verið gæfa Íslendinga,
að til Íslands hafa komið frábærir
tónlistarmenn og sest hér að, kennt
og staðið að flutningi tónlistar og
átt þar með stóran þátt í þeim vexti,
sem einkennt hefur íslenskt tónlist-
arlíf um ríflega hálfrar aldar skeið
og er Gerrit Schuil einn þeirra, sem
á sannarlega mikið í þeirri sögu og
því mikilvægt að fá innsýn í það
hver hann er, listamaðurinn Gerrit
Schuil.
Þá er ekki síður mikilvægt fyrir
þróun tónlistar á Íslandi, að margir
heimslistamenn hafa komið til
landsins og haldið hér tónleika og
skilið eftir minningar, sem hafa orð-
ið mörgum landanum hvatning til
dáða og því nefnast fjórðu tónleikar
helgarinnar, sem haldnir voru á
vegum Tibrár í Salnum, tónlistar-
húsi Kópavogsbæjar;
Stórkostleg upplifun
Fyrsta viðfangsefni tónleikanna
var Songs of Travel eftir Vaughan-
Williams, glæsilegur lagaflokkur
við ljóð eftir Robert Louis Steven-
son og er þessi lagaflokkur líklega
vinsælasta og mest sungna söng-
verkið eftir Vaughan-Williams.
Flutningur þeirra félaga var í alla
staði frábær og þá var ekki síður
glæsilegur flutningurinn á þremur
söngvum eftir Wolf, við ljóð eftir
Mörike, Fussreise nr. 10, Der
Tamour nr. 5, og Abschied nr. 53,
sem fjallar um háðulega meðferð á
gagnrýnanda, nokkuð sem Wolf
þekkti af eigin raun, því hann varð
fyrst frægur fyrir ósvífna og háðska
gagnrýni, m.a. um verk eftir
Brahms, sem hann sagði að hefðu
minna listrænt gildi en eitt symba-
laslag í verki eftir Liszt. Flutningur
Wolf-laganna var snilldarlegur og
sérstaklega var Abschied vel flutt,
með miklum leikrænum tilþrifum,
sérstaklega þegar skáldið sparkaði
gagnrýnandanum niður stigann,
með tilheyrandi hljóðlíkingum. Eitt
af því sem sannarlega kom á óvart,
voru útsetningar eftir finnska kons-
ertpíanistann Ralf Gotóni (1946–) á
fimm finnskum þjóðlögum, meist-
aralega gerðum og sérstaka athygli
vakti hlutur píanósins. Flutningur-
inn í heild hjá Hynninen og Dupsjö-
backa var ótrúlega glæsilegur. Eftir
hlé voru þrjú lög eftir Rautavaara
(1928–), við sonnettur eftir Shake-
speare, nokkuð hefðbundin söng-
verk, er gera miklar kröfur til flytj-
enda og voru flutt af þeim myndug-
leika er hæfir slíkum stórverkum.
Hápunktur tónleikanna voru níu
söngverk eftir meistara finnska
sönglagsins, Sibelius og meðal þess
sem er minnisstæðast er Säf, säf
susa, Jag är ett träd og Näcken, en
tvö síðar nefndu var undirritaður að
heyra í fyrsta sinn og þá komu
Svarta rosor, sem var ótrúlega vel
sungið og tvö síðustu lögin, På ver-
andan vid havet og Flickan kom
ifrån sin älsklings möte, sem eru
meistaraverk og voru, blátt áfram
sagt, stórkostlega flutt. Jorma
Hynninen er glæsilegur fulltrúi
finnskrar söngmenningar, þar sem
saman fer glæsileg rödd og mikil
listamennska í túlkun og með sam-
leikara eins og Gustav Djupsjö-
backa, sem fylgdi söngvaranum í
túlkun og meistaralegri útfærslu
þýðingarmikilla smáhendinga, voru
þessir tónleikar stórkostleg upplif-
un, enda listamönnunum þakkað
innilega og með „bravo“-hrópum í
lok tónleikanna.
Jón Ásgeirsson
TÓNLIST
Nýja svið Borgarleikhússins
TILRAUNATÓNLIST
Á VEGUM 15/15 HÓPSINS
Frumflutningur á tónverki sem er sam-
bland af konkret tónlist og tónlist leik-
inni á hljóðfæri. Laugardagurinn 25.
október 2003.
Dómkirkjan
TÓNLISTARDAGAR DÓMKIRKJUNNAR
Flutt voru verk eftir Tryggva M.
Baldvinsson, Carlos Salzedo, Bob Chil-
cott og Oliver Messiaen.
Flytjendur voru Sigrún Hjálmtýsdóttir,
Oddur Björnsson, Anna Guðný Guð-
mundsdóttir, Marteinn H. Friðriksson og
Dómkórinn. Laugardagurinn 25. október,
2003.
Tónlistarhúsið Ýmir
EINLEIKSTÓNLEIKAR
Gerrit Schuil leikur verk eftir Schubert,
Beethoven, Schumann og Chopin og
spjallar við Berþóru Jónsdóttur um lífs-
hlaup sitt og störf á sviði tónlistar.
Sunnudagurinn 26. október 2003.
Salurinn
Finnski stórsöngvarinn Jorma Hynninen,
ásamt Gustav Djupsjöbacka fluttu söng-
verk eftir Vaughan-Williams, Wolf, Got-
óni, Rautavaara og Sibelíus. Sunnudag-
urinn 26. október 2003.
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Gróska í tónlistarlífinu
Jorma Hynninen ásamt píanóleikaranum Gustav Djupsjöbacka.
Tryggvi M.
Baldvinsson
Gerrit Schuil
Þegar þú ferðast
ferðastu þá með AVIS
Verð pr. dag kr. 3.600
M.v. lágmarksleigu 7 daga Opel Corsa eða sambærilegur
Við gerum betur
Kaupmannahöfn
AVIS Sími 591 4000
www.avis.is
ÞAÐ er ávallt lofsvert að kynna
nýjungar í bókmenntum en jafn-
framt kostar það jafnan nokkra erf-
iðleika fyrir höfundinn. Vinjettur
teljast að vísu ekki til mikið notaðra
bókmenntaforma og minna um
margt á smágreinar, örsögur og
ljóð í lausu máli. Eigi að síður á Ár-
mann Reynisson lof skilið fyrir að
innleiða þær í íslenskar bókmenntir.
Þrátt fyrir fálæti útgefenda hefur
hann ekki látið deigan síga og gefið
þær út á eigin vegum eins og greint
er frá í einni vinjettu hans í Vinj-
ettur III, þriðju vinjettubók hans.
Vinjettur eru stuttmálstextar sem
einkennast af einhvers konar
snöggri innsýn í tilveruna, stuttri
ritgerð, oft dagbókarkenndri eða
stuttri frásögn. Í þessari bók Ár-
manns bregður einnig fyrir ljóð-
rænum náttúrumyndum og oft eru
vinjettur hans myndrænar.
Meginstyrkur þessarar bókar Ár-
manns eru þó ofurlítið háðskir sel-
bitar sem hann gefur ýmsum sam-
félagsöflum og kannski
einkum og sér í lagi
þeim sem ráða og hafa
kannski eflst og auðg-
ast á kostnað annarra.
Ekki veit ég úr hvers
konar húsi Ármann
kastar þeim steinum
en margir þeirra hitta
í mark. Þessar vinjett-
ur eru líka í töluverðri
andstöðu við margar
aðrar vinjettur hans
sem mér finnst helst
til bragðdaufar og
einna líkastar land-
kynningargreinum.
Hafa ber í huga að Ár-
mann lætur þýða verk sín á ensku
og birtir enska textann meðfram
hinum íslenska og skýrir það
kannski þennan landkynningar-
áhuga.
Það er aftur á móti veikleiki ým-
issa þessara texta hversu bóklegir
og formlegir þeir eru. Sumir þeirra
eru líka of almenns eðlis og óhlut-
bundnir til að hitta í mark. Málfarið
sveigist oft ekki nægjanlega að við-
fangsefninu og virkar stíft og stirð-
legt. Höfundurinn hefur heldur ekki
mikla færni í að beita ýmsum stíl-
brögðum sem hafa í sér fólginn
samanburð. Má í þessu
sambandi nefna vinj-
ettuna Sólon Islandus
II þar sem afar erfitt
er að sjá hvað á að
vera sameiginlegt með
myndlið og kennilið.
En þar líkir hann mik-
ilsmetnum embættis-
manni við Sólon Islan-
dus án þess að gefa
lesendum upp á nokk-
urn hátt hvað sé líkt
með þessum tveimur.
Mér finnst þó vera
um að ræða framför
frá fyrri bókum
skáldsins að því leyt-
inu til að samfélagsgagnrýni og
samfélagsleg sýn er orðin skarpari
og sumir textarnir ekki í sömu
tímalausu, fagurfræðilegu blindgötu
og þeir voru margir í Vinjettum II.
Í þessari bók er meira um hvers-
dagslegar skyndimyndir sem menn
eiga auðveldara með að samsama
sig við. Höfundi lætur líka vel að
gefa eitthvað í skyn en það er eitt af
megineinkennum verka hans að
hann lætur það ósagða liggja í loft-
inu milli sín og lesanda.
BÆKUR
Vinjettur
eftir Ármann Reynisson.
ÁR-Vöruþing. 2003.
VINJETTUR III
Skafti Þ. Halldórsson
Ármann Reynisson
Stuttmálstextar