Morgunblaðið - 28.10.2003, Síða 35

Morgunblaðið - 28.10.2003, Síða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 35 EINS og komið hefur fram í fréttum var Kirkjuþing sett um fyrri helgi og lauk fyrir hina síð- ari. Sérstaka athygli vakti setningarræða biskups Íslands, Karls Sigurbjörns- sonar, og nokkuð hefur verið um hana fjallað í fjölmiðlum. Í ræðunni kom biskup víða við, en mig langar að beina sjónum að ummælum hans um fjölmenningarlegt samfélag og stöðu kirkjunnar í því samhengi. Hvað er fjölmenningar- samfélag? Í ræðunni sagði biskup meðal annars að: „ekki sé gefið að hér sé fjölmenningarlegt samfélag.“ Ágætt er að leiða hugann að því hvað fjöl- menningarlegt samfélag er. Fjölmenning snýst um það að mis- munandi menningarheimar geti ver- ið til í sama samfélaginu í friði og jafnrétti við hver annan. Menningar- heimar eru í raun einhver einkenni á fólki sem valda hópamyndun, siðir, gildi eða venjur sem fólk á sameig- inlega. Trúarbrögð eru einungis eitt form af menningarheimi, tungumál getur verið annað og lífsviðhorf get- ur verið það þriðja. Fjölmenning- arlegt samfélag sameinar síðan þessa hópa (sem samlagast hver öðr- um á ólíkan hátt) og hver ein- staklingur á rétt á virðingu fyrir eig- in lífsmáta, svo framarlega sem það rúmast innan laga og réttar. Þannig að í raun snýst fjölmenn- ingarsamfélag um einstaklingsfrelsi innan marka laga og réttar, að hver einstaklingur hafi frelsi til eigin skoðana og lífsgilda og um leið rétt- inn til þess að aðrir virði þetta frelsi. Þetta er sú grundvallarhugsjón sem íslenska stjórnarskráin, og um leið íslenskt samfélag, byggist á. Hægt er að sjá augljósa staðfest- ingu á því hvernig Ísland er að þróast enn meira í fjölmenning- arlegt samfélag með því að fylgjast með hátíðisdegi samkynhneigðra í ágúst ár hvert. Þá hópast þúsundir í miðbæ Reykjavíkur og votta lífs- gildum og viðhorfum samkyn- hneigðra virðingu sína. Þjóðkirkjan hefur opnað faðminn Þrátt fyrir ummæli biskups í ræð- unni hefur þjóðkirkjan lagt sitt af mörkum til fjölmenningarsam- félagsins. Ég hef notið þeirra ánægju að fylgjast með presti inn- flytjenda, séra Toshiki Toma, í störf- um sínum. Sú liðveisla sem hann hefur veitt hundruðum manna sýnir að innflytjendur þurfa andlegan stuðning í daglegu lífi. Það hefur verið ánægjulegt að þjóðkirkjan skuli koma til móts við útlendinga hér á landi með þessum hætti. Störf hans sýna það sem þjóðkirkjan á að standa fyrir, sem er að bjóða alla velkomna. Það er ekki hlutverk þjóðkirkjunnar að fara í vörn og loka dyrum fyrir breytingum í samfélag- inu, hennar er að opna dyrnar og fara með góðu fordæmi gagnvart öll- um íbúum sem til hennar vilja leita. Hvernig getur kirkjan mætt samtímanum? Ræða biskups virðist samin í ein- hvers konar varnarbaráttu fyrir stöðu þjóðkirkjunnar í samfélaginu. Mín skoðun er sú að þjóðkirkjan hafi ekki gott af varnarbaráttu á þessum tímum, heldur sé það skylda hennar að taka óhjákvæmilegum breyt- ingum á samfélaginu fagnandi og bjóða hverjum sem er griðastað inn- an vébanda sinna. Þar er ákveðið ör- yggi og stöðugleiki sem fólk getur leitað til þegar eitthvað bjátar á. Þjóðkirkjan getur sótt fram og mætt samtímanum með því að opna dyrnar fyrir nýjum straumum og nýrri samfélagsmynd. Betur hefði farið á því að biskup ítrekaði stöðu þjóðkirkjunnar í íslensku fjölmenn- ingarsamfélagi og byði um leið alla velkomna sem vilja líta inn og taka þátt í starfi hennar. Stefnumót biskups við samtímann Eftir Einar Skúlason Höfundur er framkvæmdastjóri Alþjóðahúss ehf. RÍKISSTJÓRNIN skipaði á síð- asta ári starfshóp sem ætlað var að verða farvegur formlegs samráðs stjórnvalda og Landssambands eldri borgara. Sam- ráðshópur þessi sem vann undir forystu Þórarins V. Þór- arinssonar fékk mjög víðtækt hlut- verk og skilaði frábæru starfi. Fyr- ir okkur sem lifum og hrærumst í öldrunarmálunum var hreint ótrú- legt hve vinnuhópurinn var fljótur að setja sig inn í málin og hve hug- myndir hans voru nærri þeirri sýn sem mörg okkar sem vinnum í þessum málaflokki höfum. Á grundvelli vinnu hópsins var undirrituð viljayfirlýsing af hálfu stjórnvalda og samtaka aldraðra um ýmsa þætti sem fram komu í tillögum hópsins. Meðal annars var að gera Vífilsstaði að hjúkr- unarheimili, sem ætti fyrst og fremst að taka við öldruðum frá Landakoti og að þeir myndu síðan bíða á Vífilsstöðum eftir því að komast á hjúkrunarheimili til fram- búðar. Strax og við frá Hrafnistu komum að málinu sögðum við að það að gera Vífilsstaði að biðheimili myndi lítinn vanda leysa fyrir Landakot, þegar til framtíðar væri litið. Nær væri að endurbyggja Vífils- staði þannig að þar yrði hjúkr- unarheimili með framtíðarvistun og að sama fyrirkomulag yrði og á Sól- túni, þ.e. að 9 af hverjum 10 kæmu frá öldrunardeildum LSH. Með því yrðu komin 142 rými á Reykjavík- ursvæðinu þar sem 90% af inn- tökum kæmu beint af öldrunarsvið- unum. Eftir nokkrar viðræður féllst heilbrigðisráðuneytið á rök okkar. Nokkurn tíma tók síðan að ná sam- komulagi um breyttar áherslur, bæði pólitískt og á milli ráðuneyta. Einnig kom í ljós við nánari skoðun að Vífilsstaðir þurftu mun meiri lagfæringa við en í upphafi hafði verið gert ráð fyrir. Allt þetta gerði að seinkun varð á að Vífilstaðir kæmust í notkun sem hjúkr- unarheimili. Á móti hefur heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytið staðið mjög myndarlega að öllum breytingum og hvergi hefur verið til sparað til að þetta glæsi- lega hús geti þjónað með miklum sóma nýju hlutverki. Ég tel rétt að það komi fram í þessu samhengi, og ekki síst vegna þess að hart hefur verið sótt að heilbrigðisráðherra, að hjúkr- unarrýmin 50 á Vífilsstöðum eru ekki þau einu sem bætast við á árinu 2003. Af umræðunni síðustu daga hefur mátt ætla að svo væri. Á Hrafnistu í Laugarási verða 60 ný hjúkrunarrými tekin í notkun 1. júlí, á Eir bætast 40 hjúkrunarrými við í upphafi árs og einnig má nefna að Holtsbúð í Garðabæ hefur fengið leyfi fyrir 12 rýmum til viðbótar og 2 ný rými bætast við í Skógarbæ. Alls eru þetta 164 rými sem koma ný inn á árinu 2003. Það er rétt að opnun Vífilsstaða hefur dregist, en ef litið er af sanngirni til fjölgun nýrra rýma á árinu 2003 verður ekki annað sagt en að stórátak eigi sér stað. Við megun hins vegar ekki horfa á fjölgun hjúkrunarrýma sem einu lausnina. Það á einnig að styrkja heimahjúkrunina til að þeir sem vilja vera heima og geta með stuðningi eigi kost á því. Það er mín skoðun að góðar lausnir öldr- uðum til handa felist meðal annars í samþættingu þessara þátta. Hjúkrunarrými á Reykjavíkursvæðinu Eftir Svein H. Skúlason Höfundur er forstjóri Hrafnistuheimilanna. UNDANFARNAR vikur og mán- uði hafa Íslendingar verið að átta sig á því hversu varhugavert það getur verið að reiða sig í miklum mæli á er- lenda þjóð, hversu vinveitt sem hún kann að vera, í björg- unarmálum. Í sumar þurftu þyrlur Varn- arliðsins á Keflavík- urflugvelli að hverfa til annarra starfa tímabundið, og á meðan mátt- um við Íslendingar sætta okkur við „skert“ öryggi hvað þennan þátt björgunarmála varðar. Í sumar komu einnig upp háværar raddir vestan hafs sem vildu afleggja allan flugflota BNA í Keflavík. Miklar líkur eru á að þær raddir séu ekki meira en í dvala um stund, og munu vafalítið koma upp aftur fyrr en síðar. En hvernig geta þá stjórnvöld brugðist við þessum vanda. Skoðum það mál nánar. Ísland er um margt sérstætt land, bæði hvað varðar land- ið sjálft og þjóðina sem byggir það. Hér verða náttúruhamfarir í ein- hverjum mæli með óþægilega reglu- bundnum hætti, og því hefur orðið til á löngum tíma víðtæk þekking í land- inu í margskonar björgunarmálum. Þetta á við um björgun úr sjáv- arháska, af hamfarasvæðum, við- brögð við eldgosum, snjóflóðum, jarð- skjálftum, ofsaveðrum og svo mætti lengi telja. Við Íslendingar erum kannski ekki með mestu þekkinguna á mörgum þessara sviða, en reynsla af flestum þáttum björgunarmála er víðtæk. Þetta á bæði við um opinbera aðila og frjáls félagasamtök. Þegar eru til stofnanir innanlands eins og Björgunarskóli Landsbjargar og Slysavarnaskóli sjómanna auk þjálf- unarbúða Landsbjargar á Gufuskál- um að ótöldum þeim opinberu stofn- unum sem að björgunarmálum koma. Íslendingar ættu að leggja það til við Sameinuðu þjóðirnar að hér verði settur á stofn Björgunarskóli Sam- einuðu þjóðanna. Þegar er komin ágæt reynsla af deildum tengdum há- skóla SÞ í jarðhitafræðum og fiskiðn- aði, og full ástæða til að ætla að við gætum staðið myndarlega á bak við stofnun af þessu tagi. Með vaxandi rannsóknarstarfsemi á sviði björg- unarmála mætti jafnvel hugsa sér beina tengingu við Háskóla SÞ á svip- aðan hátt og hinar deildirnar. Nátt- úrlegar aðstæður allar hér á landi gætu nýst afar vel, og þegar er mikill mannauður til staðar í landinu sem myndi þarna fá tækifæri til að vaxa. Vissulega væri kostnaður þessu sam- fara, en nú um stundir er einmitt rætt um að Íslendingar þurfi að taka sig á og leggja meira af mörkum til alþjóða samfélagsins, og því ekki vanþörf á að finna nýjar og jákvæðar leiðir til þess. Ávinningur okkar gæti falist í því að búnaður sem fylgdi slíkum skóla gæti nýst okkur við björgun innanlands þegar á þyrfti að halda. Stofnanir eins og Landhelg- isgæslan, almannavarnaþáttur Rík- islögreglustjóra, Veðurstofan, sjúkrahúsin og háskólastofnanir auk Landsbjargar og sjómannasamtak- anna gætu komið að undirbúningi og skipulagningu slíks skóla. Með stofn- un og rekstri Björgunarskóla SÞ gætu Íslendingar stigið spor fram á við sem eftir yrði tekið á alþjóðavett- vangi. Björgunarskóli Sameinuðu þjóðanna Eftir Ólaf Þór Gunnarsson Höfundur er læknir og félagi í Vinstri- hreyfingunni – Grænu framboði. Í REYKJAVÍKURBRÉFI Morgunblaðsins sunnudaginn 26. október er staða íslenskrar samtímamyndlistar til umfjöllunar. Bréfritari vitnar þar nokkrum sinnum til greinar sem ég skrifaði og birtist í sama blaði miðviku- daginn 22. október og fjallar um sama málefni, aðallega útfrá umræðunni um þjóðerni Ólafs Elíassonar myndlistarmanns. Ég er sammála flestu því sem fram kemur í Reykjavíkurbréf- inu en verð þó að gera örlitla athugasemd við þá ein- kennilegu ályktun sem þar er dregin af minni grein en því er haldið fram að ég, fyrir hönd íslenskra myndlistarmanna, af- neiti Ólafi Elíassyni og sjái ekki að áhrif hans og velgengni geti nýst til framdráttar íslenskum myndlistarmönnum. Ég segi hvergi að ég hafi nokkuð á móti Ólafi Elíassyni. Ég er einmitt að reyna að nýta mér meðbyrinn sem óneitanlega fylgir umræðunni um sýningu hans og benda á hve illa við stöndum við bakið á okkar myndlistarmönnum. Þessi umræða er hvalreki uppá okkar strönd og góður stuðningur við þá kröfu myndlistarmanna að komið verði á fót stofnun sem svipar til þeirrar sem studdi Ólaf Elíasson. Ég gleðst hjartanlega yfir velgengni hans. Greinin mín fjallar um það að við getum ekki gert kröfu til þess að ,,eiga“ hann bara af því að hann er frægur og ber íslenskt nafn. Það er eingöngu á hans valdi að skilgreina sig, hvort sem hann vill kalla sig Dana, Íslending, Þjóðverja, heimsborgara eða eitthvað þaðan af opnara. Myndlist er atvinnugrein og Ólafur hefur byggt sinn starfsframa upp í Danmörku og Þýskalandi af því að þar eru aðstæður mun vænlegri en hér. Ég efast um að hann hefði náð sama árangri ef hann hefði verið búsettur á Íslandi og orðið að búa við sömu af- arkosti og aðrir íslenskir myndlistarmenn. Ég veit ekki betur en Ólafi Elíassyni hafi verið tekið opnum örmum af ís- lenskum myndlistarmönnum og mér er vel ljóst að hann hefur lagt mikið af mörkum til að styrkja myndlistarlífið hér, bæði með verkum sínum og ár- angri og ekki síður með beinu vinnuframlagi. Það er allra síst fyrir hönd ein- hverra öfundarmanna hans sem ég skrifaði mína grein. Misskilningur leiðréttur Eftir Áslaugu Thorlacius Höfundur er myndlistarmaður, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna. #7 BLÁA LÓNI‹ ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR Vegna mikillar eftirspurnar auglýsum við eftir raðhúsi eða parhúsi í Kópavogi. Æskileg staðsetning: Lindir, Smári eða Salarhverfi. Kjartan Hallgeirsson veitir nánari upplýsingar. Raðhús eða parhús í Kópavogi óskast Síðumúla 21 • Sími 588 9060 • Fax 588 9095 Heimasíða: www.hib.is Hlutafélög, einkahlutafélög og fjármálamarkaðir Lýst er ýtarlega þeim réttar- reglum sem gilda um hlutafélög og einkahlutafélög. Jafnframt er fjallað um fjármálastarfsemi, m.a. um stofnun og starfsemi fjármálafyrirtækja, Fjármála- eftirlitið, skipulega verðbréfa- markaði og skipulega tilboðs- markaði. Hér er um að ræða ný og mikilvæg svið viðskipta. Reglum er lýst sem gilda í kauphallarviðskiptum t.d. um innherjaviðskipti og yfirtökuboð. H ön nu n: G un na r S te in þó rs so n / H ÍB / O kt ób er 2 00 3 Miðvikudaginn 29. október, kl. 12.15 mun Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður flytja erindi í málstofu Lagastofnunar í Lögbergi, stofu 101 Í málstofunni mun Brynjar ræða um auknar kröfur í samfélaginu um að „óæskileg hegðun“ verði gerð refsiverð og hvernig slíkar kröfur samræm- ist ákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu um einstak- lingsfrelsi. Í því sambandi ræðir Brynjar um það hvort refsingar þessu tengdar og almennt séð geti talist vera of vægar eða þungar. ALLIR VELKOMNIR. „Almennar hugleiðingar um refsingar, eru þær of vægar eða þungar?“ Lagastofnun Háskóla Íslands, Lögbergi við Suðurgötu, sími 525 5203, netfang lagastofnun@hi.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.