Morgunblaðið - 28.10.2003, Qupperneq 47
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 47
ÍSLANDSMEISTARINN í golfi árið 2003, Ragnhildur Sig-
urðardóttir úr GR, mun hefja leik á úrtökumóti fyrir Evr-
ópumótaröð kvenna í dag, þriðjudag, en leikið er á Aroeira-
vellinum – rétt utan við Lissabon í Portúgal.
Alls eru 85 kylfingar sem hefja leik í dag og að loknum 36
holum komast 54 efstu úr þessum hóp áfram aðalúrtök-
umótið sem hefst á fimmtudag.
Þar bætast við 34 kylfingar og fá 90 kylfingar tækifæri að
sanna sig á næstu þremur keppnisdögum eða fram á laug-
ardag en þá verður hópurinn skorinn niður á ný. Aðeins 50
efstu fá að leika á sunnudaginn.
Til þess að komast inn á atvinnumannamótaröð kvenna
þarf Ragnhildur að vera í hópi 30 efstu þegar keppni lýkur
nk. sunnudag. Ragnhildur hefur dvaldið ytra undanfarna
viku ásamt Sigurði Péturssyni golfkennara og Gróu Þor-
steinsdóttur sem er aðstoðarmaður Ragnhildar á meðan á
mótinu stendur.
Ragnhildur hefur leik kl. 9.40 að staðartíma og er í ráshóp
með kylfingum frá Ítalíu og Frakklandi, en hún er fyrsta
konan frá Íslandi sem tekur þátt í úrtökumóti fyrir atvinnu-
kylfinga í Evrópu. Karen Sævarsdóttir og Ólöf María Jóns-
dóttir hafa reynt fyrir sér á bandarísku mótaröðinni.
Ragnhildur hefur leik í Portúgal
FÓLK
INGVAR Ólason verður áfram í
herbúðum Framara. Ingvar skrifaði
undir nýjan samning við Safamýrar-
liðið í fyrradag, en nokkur félög
sýndu áhuga á að fá hann í sínar rað-
ir, þar á meðal Íslandsmeistarar KR.
Ingvar, sem er 31 árs gamall miðju-
og varnarmaður, lék 16 leiki með
Fram og skoraði tvö mörk, en alls
hefur hann leikið 76 leiki í efstu deild
og skorað þrjú mörk.
GARÐAR Gunnar Ásgeirsson og
Óli H. Sigurjónsson hafa verið ráðn-
ir þjálfarar 2. deildarliðs Leiknis úr
Reykjavík í knattspyrnu fyrir næsta
tímabil. Leiknir endurheimti sæti
sitt í 2. deild í haust eftir ársdvöl í 3.
deild. Þeir taka við af Magnúsi Ein-
arssyni sem lét af störfum.
NORSKI knattspyrnumaðurinn
Henning Hamre hefur heldur betur
slegið í gegn með eistneska liðinu
Flora Tallinn á leiktíðinni. Hamre
hefur skorað hvorki fleiri né færri en
39 mörk í 27 leikjum fyrir liðið sem
er með í eistnesku deildinni. Hamre
var á skotskónum um helgina og
skoraði 7 mörk þegar Flora Tallinn
burstaði Kurusseare, 17:0. Talið er
að Hamre fái fljótlega tækifæri með
norska landsliðinu.
ÁHORFENDAMET verður slegið
í norsku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu í ár en þegar einni umferð er
ólokið hafa 1.129.000 manns mætt á
leikina, sex þúsund fleiri en á síðustu
leiktíð. Líkt og endranær mæta
flestir á leiki meistaraliðs Rosen-
borg en að jafnaði hafa 15.852 mætt
á Lerkendal, heimavöll Rosenborg á
leiktíðinni. Brann er í öðru sæti en
11.829 hafa að jafnaði komið á
heimaleiki þeirra og í þriðja sæti er
Vålerenga með 9.336 áhorfendur.
MICHAL Tonar, Tékkinn sem lék
í nokkur ár með HK í Kópavogi, fór á
kostum með liði sínu EHV Aue í
þýsku 2. deildinni í handknattleik á
sunnudaginn. Tonar skoraði 14
mörk þegar Aue vann stórsigur á
Gensungen. Aue er í áttunda sæti
suðurriðils 2. deildarinnar.
SIR Alex Ferguson, knattspyrnu-
stjóri Manchester United, hyggst
gefa minni spámönnum tækifæri í
leiknum við Leeds í deildabikar-
keppninni í kvöld þegar liðið eigast
við á Elland Road. Eric Djemba-
Djemba, Darren Fletcher, Diego
Forlan og David Bellion fá væntan-
lega að láta ljós sitt skína og þá kem-
ur Roy Carroll til með að standa á
milli stanganna í stað Tim Howards.
MANCHESTER United komst
alla leið í úrslit keppninnar á síðustu
leiktíð en tapaði fyrir Liverpool í úr-
slitaleik.
ARSENAL er sagt vera á höttun-
um eftir tveimur frönskum leik-
mönnum, Sebastian Squillaci og
Patrice Evra, sem báðir leika með
Mónakó. Squillaci er 22 ára gamall
miðvörður og Evra er jafnaldri hans
og leikur í stöðu miðjumanns.
Í vetur mun koma GaryPayton og Karl Mal-
one, og endurnærður
Shaquille
O’Neal,
gleðja
margt
Lakers
hjartað og fá margt
körfuknattleiksáhugafólk
til að fylgjast með gangi
mála í deildinni. En það
verður sjálfsagt nauðgun-
ardómsmál Kobe Bryant
sem mun ná mestri at-
hygli ef marka má um-
fjöllun fjölmiðla undan-
farnar vikur. Venjulega
vekja upphitunarleikir
Lakers litla athygli hér í
Los Angeles, sem víðar,
en eftir að Bryant var
sakaður um að hafa
nauðgað ungri konu í
Colorado-ríki í sumar var
eins og jarðskjálfti hafi
hrist allt upp. Fréttaritar-
ar frá alls konar fjölmiðl-
um um allan heim hafa
flykkst til englaborgar-
innar og hrúgast í kring-
um Kobe og aðrar stór-
stjörnur liðsins í þeirri
von að verða fyrstir með
nýjar fréttir.
Bryant hefur annaðhvort framið
hryllilegan glæp með því að nauðga
tæplega tvítugri konu, eða gert sig
sekan um alvarlegan skort á skyn-
semi með því að halda framhjá eig-
inkonu sinni með ókunnri ungri
konu.
Ekki bætti það úr skák fyrir hann
að hann var í Colorado til að láta
skera sig á hné án þess að vera í
samráði við lækna eða forráðamenn
Lakers.
Bryant hefur ávallt virst skyn-
samur ungur maður, en skoðun
margra á honum hér á bæ hefur
breyst nokkuð eftir að staðreyndir
málsins hafa komið fram í sakamál-
inu.
Nauðgunarmálið hefur sýnilega
haft mikil áhrif á Bryant og velta
margir sérfræðingar um mál Lakers
nú fyrir sér hvort hann verði tilbúinn
að leika lykilhlutverk í leik liðsins á
keppnistímabilinu.
Kobe hefur grennst töluvert í
sumar og hefur lítið leikið með í æf-
ingaleikjum Lakers. Hann vantar
enn allan sprengikraft í leik sinn og
hefur hitt illa úr skotum. Ef hann
nær sér ekki á strik á næstu vikum
(en hann hefur sagt að hann þurfi að-
eins um mánuð til að komast á fullt
flug), er ég ósköp hræddur um að
gengi Lakers verði ekki upp á marga
fiska. Bryant leikur lykilhlutverk í
velgengni Lakers í flestum leikjum
og án hans er Lakers ekki samt.
Sakamál Bryants mun annaðhvort
koma fyrir dóm í vor, sem mun verða
erfitt fyrir Lakers þegar baráttan er
sem hörðust um sæti í úrslitakeppn-
inni, eða ekki fyrr en eftir að keppn-
istímabilinu lýkur. Það er sama
hvort verður uppi á teningnum,
Bryant mun verða með þetta á bak-
inu allt keppnistímabilið. Ef hann
verður fundinn sekur á hann yfir
höfði sér tuttugu ára fangelsisvist.
Bryant segir að þetta muni ekki hafa
áhrif á leik hans í vetur, en er hægt
fyrir nokkurn að láta sem slíkt hafi
ekki áhrif á sig?
Hvað verður
um Kobe
Bryant?
LOKAÚRSLITIN síðastliðið sumar höfðu svo lítið áhorf hér í Banda-
ríkjunum að forráðamenn NBA og sjónvarpsstöðvanna höfðu af því
miklar áhyggjur, enda miklir peningar í húfi. San Antonio er gott
körfuknattleikslið, en það er enginn vafi á því að Los Angeles Lak-
ers dregur hið almenna íþróttaáhugafólk að sjónvarpsskerminum
þegar í úrslitakeppnina kemur vegna vinsældar liðsins um allt land
og allan heim.
Reuters
Kobe Bryant, leikmaður Lakers.
Gunnar
Valgeirsson
skrifar frá
Los Angeles
verða mjög eftirsóttur leikmaður
þegar nýliðasamningur hans renn-
ur út eftir þrjú ár.
Umboðsmaður hans segir að
hann sé í viðræðum um fleiri samn-
inga, þannig að augljóst er að
James mun ekki vanta peninga í
framtíðinni. „Ég hef verið viðrið-
inn NBA-boltann í fjörutíu ár og
hef aldrei séð aðra eins athygli í
kringum nýliða,“ sagði Paul Silas,
þjálfari Cleveland, um daginn. „Ég
veit að David Stern (forseti NBA)
mun eflaust fylgjast með hvernig
ég þjálfa James,“ bætti hann við,
en Silas er þekktur fyrir að láta
menn á varamennabekkinn ef þeir
spila ekki eftir leikfyrirkomulag-
inu.
Það verður gaman að fylgjast
með James í vetur. Hann er stór-
stjarna framtíðarinnar í NBA.
Reuters
Tveir af nýliðunum í NBA – LeBron James hjá Cleveland
Cavaliers og Carmelo Anthony, Denver Nuggets.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti