Morgunblaðið - 28.10.2003, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
NORVIK hf., sem rekur BYKO og
ELKO, hefur samið við Landsbanka
Íslands um kaup á rúmlega 70%
hlutafjár í verslunarkeðjunni
Kaupási, en bankinn hyggst nýta
forkaupsrétt sinn til kaupa á 53,4%
heildarhlutafjárins í samræmi við
hluthafasamkomulag Landsbankans
og Framtaks fjárfestingarbanka.
Framtak hafði áður selt Áskaupum
ehf. hlut sinn í Kaupási en þau kaup
ganga með þessu til baka. Norvik
átti ekkert fyrir í Kaupási en stefnt
er að því að gera öðrum hluthöfum í
Kaupási yfirtökutilboð í þeirra hluti.
Jón Helgi Guðmundssson, stjórn-
arformaður Norvik, segir enga bylt-
ingu fyrirhugaða með yfirtökunni á
Kaupási. „Við erum bara rekstrar-
fólk sem komum að þessu. Við ætlum
okkur að takast á við þetta verkefni
og gera Kaupás að enn betra fyr-
irtæki en það er. Fortíð okkar bygg-
ist á því að reka fyrirtæki og versl-
anir í smásölugeiranum. Okkur
hefur gengið það vel og við teljum
okkur eiga erindi inn í þann markað
á víðari grunni.“
Um samkeppnina á matvörumark-
aði segir hann: „Við höfum verið í
mikilli samkeppni alla okkar tíð og
erum hvergi bangin við það.“
Hann telur að samnýta megi ýmsa
þætti rekstrar félaga í eigu Norvik
og gera þannig betur. „En við erum
ekki með neinar slíkar áætlanir og
ætlum okkur bara að vinna úr þessu.
Þetta er mjög spennandi og áhuga-
vert verkefni sem við erum búin að
horfa á mjög lengi. Þegar við keypt-
um hlut okkar í Framtaki á sínum
tíma var það meðal annars gert til að
komast nær þessu takmarki,“ segir
Jón Helgi og játar því að hafa vitað
um samkomulag Landsbankans og
Framtaks.
Hann vill ekki tjá sig um kaup-
verðið en varðandi hvað hann haldi
að hafi ráðið úrslitum um að Norvik
varð ofan á við söluna á Kaupási seg-
ir hann: „Það sem við gerðum var að
kaupa bæði hlut Framtaks og
Landsbankans.“
Landsbankinn vildi ekki tjá sig um
málið í gær enda væri þar um að
ræða miðlunarverkefni á vegum
bankans.
Norvik hefur eignast
um 70% hlut í Kaupási
Landsbankinn nýtti forkaupsrétt á 53,4% eignar-
hlut Framtaks sem seldur var Áskaupum nýlega
HÓPUR nemenda grunnskólans í Þorlákshöfn
stóð úti í glugga í anddyri íþróttamiðstöðv-
arinnar þegar þeir voru að bíða eftir því að
komast í skólasund. Ekki verður annað séð en
hópurinn sé áhugasamur um umhverfi sitt.
Sundlaug hefur verið í Þorlákshöfn í rúm
tuttugu ár og sambyggt stórt íþróttahús í rúm
tíu ár. Eru þessi mannvirki í notkun frá
morgni til kvölds.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Beðið eftir skólasundinu
VARNARLIÐIÐ á Keflavíkur-
flugvelli hefur tilkynnt verkalýðs-
félögum á Suðurnesjum að 90
starfsmönnum verði sagt upp um
komandi mánaðamót. Eru þetta
um 10% af heildarfjölda íslenskra
starfsmanna á Vellinum. Af þess-
um 90 eru 69 búsettir á Suðurnesj-
um og 21 á höfuðborgarsvæðinu.
Flestir eru innan Verkalýðs- og
sjómannafélags Keflavíkur, eða 28,
og næstflestir hjá Verslunar-
mannafélagi Suðurnesja, 23.
Um miðjan dag í gær komu
fulltrúar starfsmannahalds Varn-
arliðsins til fundar við trúnaðar-
menn verkalýðsfélaganna, forystu-
menn þeirra og lögfræðing frá
ASÍ. Hafa verkalýðsfélögin uppi
efasemdir um að uppsagnirnar
standist lög og ætla að skoða þær í
samráði við ASÍ. Reiknað er með
að uppsagnarbréfin berist í dag.
Friðþór Eydal, upplýsinga-
fulltrúi Varnarliðsins, segir í yfir-
lýsingu sem hann sendi fjölmiðlum
að eins og áður hafi komið fram
hafi flotastöð Varnarliðsins fengið
bráðabirgðafjárveitingu sem sé
nokkru lægri en fjárveiting fyrra
árs. Flotastöðin sé um tveir þriðju
hlutar Varnarliðsins og annist alla
þjónustustarfsemi á svæðinu.
Stöðin sé að endurskoða áætlanir
sínar í samræmi við „áætlaðar
breytingar“. Varnarliðið telji óvið-
eigandi að ræða um einstök atriði
að svo komnu máli.
Níutíu sagt upp á Vellinum
Tilkynnt um/10
ÁKVEÐIÐ hefur verið að opna Leikfélag
Reykjavíkur fyrir áhugafólki og að stjórn
félagsins verði ekki að meirihluta skipuð
starfsmönnum. Lagabreytingar þessa efn-
is voru samþykktar í gærkvöldi.
Deilur urðu
um tillögur um
breytingar á fé-
lagsaðild og
skipan stjórnar
sem stjórn fé-
lagsins lagði
fram á aðalfundi
Leikfélags
Reykjavíkur í
júní. Var þeim vísað til sérstakrar sátta-
nefndar sem hefur haft það hlutverk að
fara yfir og endurskoða tillögur stjórn-
arinnar. Hugmyndir nefndarinnar hafa
verið kynntar á félagsfundi. Endanlegar
tillögur sáttanefndarinnar sem stjórnin
stóð einnig að voru samþykktar samhljóða
í skriflegri atkvæðagreiðslu á framhalds-
aðalfundi sem haldinn var í gærkvöldi,
enginn var á móti en einhverjir at-
kvæðaseðlar auðir.
„Viljum stækka félagið“
„Við viljum opna Leikfélag Reykjavíkur
og gera öllu áhugafólki um leiklist kleift að
ganga í félagið. Við viljum breiðfylkingu
fólks úr menningar- og atvinnulífi til liðs
við okkur. Við viljum stækka félagið og efla
það og leyfa fleirum að koma að stjórn
þess,“ segir í kynningu stjórnar og sátta-
nefndar á breytingartillögunum sem
Marta Nordal flutti.
Hingað til hefur félagsaðild verið tak-
mörkuð við starfsfólk, núverandi og fyrr-
verandi. Stjórnin hefur alfarið verið skipuð
fólki úr þeirra röðum en í tillögum stjórn-
arinnar frá því í vor var lagt til að starfs-
menn sætu ekki í stjórn.
Í nýju lögunum segir að félagar geti orð-
ið allir áhugamenn um leiklist og leik-
húsrekstur Leikfélags Reykjavíkur í Borg-
arleikhúsinu. Þá er fjölgað um tvo í stjórn,
þannig að fimm menn verða kosnir á aðal-
fundi, þó þannig að aldrei skulu fleiri en
tveir stjórnarmenn á hverjum tíma vera
starfsmenn félagsins.
Núverandi stjórn starfar þar til ný
stjórn verður kjörin á sérstökum kjörfundi
í apríl á næsta ári.
Leikfélagið
opnað fyrir
áhugafólki
SAMKOMULAG hefur náðst um
kaup stjórnenda Loðskinns á Sauð-
árkróki á sútunarverksmiðjunni af
Búnaðarbankanum-Kaupþingi. Hef-
ur bankinn átt verksmiðjuna í tæp
fjögur ár en til stendur að ganga frá
kaupunum um miðjan næsta mánuð.
Gunnsteinn Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Loðskinns, segir þessi
viðskipti ekki breyta miklu um
reksturinn. Haldið verði áfram að
súta skinn og vinna til sölu á erlend-
um mörkuðum. Reiknað sé með að
flestir starfsmenn, um 45, haldi
vinnunni utan nokkurra sem ráðnir
hafi verið tímabundið vegna söltunar
á skinnum eftir sláturtíð. Gunn-
steinn segir skinnasöluna hafa geng-
ið vel, þó að vissulega hafi hann vilj-
að sjá annað gengi á íslensku
krónunni. Framleiðslan hefur verið
um 150 þúsund skinn og helstu
markaðir Loðskinns eru í Evrópu,
einkum á Norðurlöndunum, Ítalíu og
í Frakklandi. Viðskipti í Asíu hafa
aukist verulega, að sögn Gunnsteins,
sem nú er staddur á Ítalíu að hitta
helstu viðskiptavini verksmiðjunnar.
Búnaðar-
bankinn sel-
ur Loðskinn
EKKI eru nema 10 dagar frá því að
tilkynnt var að Áskaup ehf., fjárfest-
ingarfélag undir forystu Ingimars
Jónssonar, forstjóra Kaupáss, hefði
keypt allt hlutafé Framtaks í
Kaupási, eða 53,4% heildarhlutafjár.
Meðal hluthafa í Áskaupum voru
VÍS og Samvinnulífeyrissjóðurinn,
sem voru fyrir hluthafar í Kaupási.
Ingimar Jónsson sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær um sam-
komulag Framtaks og Landsbank-
ans um forkaupsrétt bankans að
þessum hlut: „Við höfðum góðar
væntingar um að Landsbankinn
mundi semja um málið við okkur.
Hann kaus hins vegar að fara aðra
leið.“ Að öðru leyti vildi Ingimar
ekki tjá sig um málið.
Bankinn kaus
aðra leið