Morgunblaðið - 08.11.2003, Side 4

Morgunblaðið - 08.11.2003, Side 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hin magnþrungna spennusaga um Árna Magnússon er ein mest selda bókin á Norðurlöndum. Árni elst upp í klaustri á 12. öld, lærir vopnaburð og verður stríðsmaður. Leiðin til Jerúsalem er framundan. MILLJÓN EINTÖK SELD BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR SIR DAVID Attenborough áritaði bækur íslenskra aðdáenda sinna í bókabúð Eymundsson í Kringlunni í gær. Sir David er hér á landi í boði Iðunnar bókaforlags, sem gefur út bók hans „Heimur spendýranna“. Ís- lendingar létu sig ekki vanta og fjöl- menntu í Kringluna til að berja aug- um þennan dáða kvikmyndagerðar- mann. Að sögn Sigurðar Svavars- sonar hjá Iðunni mátti þarna sjá lengstu biðröð sem starfsmenn Ey- mundsson höfðu séð. „Fleiri hundr- uð manns biðu þarna eftir áritun. Ég held að Sir David hafi setið í um einn og hálfan tíma við áritanir og þetta hafi gengið vel upp. Áhuginn á hon- um og verkum hans er alveg ótrú- legur. Það er ljóst að margar kyn- slóðir Íslendinga dá Sir David fyrir náttúrulífsmyndir hans í gegnum tíðina, en hann hefur verið að gera náttúrulífsmyndir frá upphafsárum sjónvarpsins.“ Attenborough áritaði bækur Morgunblaðið/Þorkell Sir David Attenborough áritaði bækur hundraða Íslendinga í bókabúð Ey- mundsson í Kringlunni í gær. Áhugi fólks á honum var greinilega mikill. TVÖ fjölbýlishús í Seljalandshverfi við botn Skutulsfjarðar á Ísafirði voru rýmd um fimm- leytið í fyrrinótt vegna hættu á aurflóði í kjölfar mikillar úrkomu, en íbúar húsanna eru alls 45. Vel gekk að rýma húsin og gistu flestir íbúanna á hóteli og fengu að snúa aftur í húsin um kl. 11 í gærmorgun, eftir að hættuástandi var aflýst. Al- mannavarnanefnd hélt fund klukkan fjögur að- faranótt föstudags og var ákveðið í framhaldinu að rýma fjölbýlishúsin tvö. Húsin standa við Múlaland en þar fyrir ofan standa yfir fram- kvæmdir við gerð snjóflóðavarnagarðs. Þar hef- ur miklu efni verið komið fyrir til að gera fláa á garðinn og í mikilli rigningu er talin veruleg hætta á að stór hluti þessa efnis geti runnið af stað. Jóna Kristín Kristinsdóttir býr ásamt syni sínum í einni íbúð fjölbýlishússins í Múlalandi 12 og segist hafa vaknað við það klukkan 5 í fyrri- nótt að lögreglan var að banka á dyrnar og biðja fólk um að yfirgefa húsið vegna yfirvofandi hættu á aurflóði. „Mér brá ekki neitt vegna þess að það er svo mikil leðja hérna og hefur varla mátt rigna pínulítið, þá er allt farið að leka hérna niður. Þannig að það er ekki skrýtið að þetta geti farið af stað þegar það rignir svona mikið, en það rigndi alveg svakalega mikið í nótt. Það er auðvitað alltaf leiðinlegt að láta vekja sig upp á nóttunni, en við reyndum bara að vera fljót út til að vera ekki að þvælast hérna ef eitthvað færi af stað, enda vissum við ekkert um það,“ sagði Jóna Kristín í samtali við Morgunblaðið. „Það lekur hér leðjan og drullan niður á veg- inn, en það eru ekki stór stykki að fara. Það var mjög mikill vatnsflaumur um nótt- ina hérna beggja megin við blokkina og alveg niður undir Skutulseyrar- braut.“ Jóna Kristín segist hafa farið á eigin bíl á hótelið um nóttina og ekið síðan heim aftur yfir leðjuna um klukkan 11 um morguninn, en þá var búið að ryðja mestu af veginum. „En það kemur alltaf jafnóðum, þetta er svo leirkennt þegar vatnið er svona mikið. Garðurinn sjálfur haggast hins vegar ekkert, hann er bara úr grjóti, þetta er bara efni sem er búið að ýta hérna utan með garðinum.“ Að sögn Jónu voru þau mæðgin fegin að vera komin heim og von- uðust eftir að þurfa ekki að rýma húsið aftur. Vettvangsstjóri og fulltrúi Veðurstofu Íslands mátu ástandið þannig að ekki væri hætta á skriðuföllum meðan úrkoman væri ekki mikil, en Almannavarnanefnd Ísafjarðar mun áfram fylgj- ast með aðstæðum. Tvö fjölbýlishús á Ísafirði voru rýmd vegna hættu á aurflóði í fyrrinótt Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Horft upp Múlaland að fjölbýlishúsunum tveimur, en varnargarðurinn er til hægri ofan við húsin. „Við reynd- um bara að vera fljót út“ Ólafur Halldórsson, Sigurlaug Ingimundardóttir og Jóna Kristín Kristinsdóttir (lengst til hægri) fengu að snúa heim í gærmorgun eftir að hafa gist á hóteli hálfa nóttina. MIKIÐ flóð myndaðist í Jökulsá í Fljótsdal í gær, rétt innan við Val- þjófsstað, og vatnsborð Lagarfljóts hækkaði verulega. Starfsmenn RARIK opnuðu framhjáhlaupslok- ur rétt innan við Lagarfossvirkjun til þess að hleypa út vatni og voru þær hafðar opnar í gærdag. Stöðva varð framkvæmdir við Fáskrúðs- fjarðargögn í um þrjá tíma í Reyð- arfirði í gærmorgun vegna vatns- flóðs en skemmdir voru ekki taldar miklar. Þá ruddi vatnsflaumur niður varnargarði ofan við búðir starfs- manna Fosskrafts, verktakans sem vinnur að gangagerð fyrir stöðv- arhús Kárahnjúkavirkjunar í Teigsbjargi. Komust starfsmenn ekki í vistarverur sínar um tíma en engin hætta var sögð á ferðum. Einhverjar skemmdir urðu þó á vinnubúðum. Fært var orðið um alla helstu vegi á Austurlandi í gærkvöld enda hafði stytt þar upp. Nokkur hætta var talin á skriðuföllum á suður- fjörðum og í Reyðarfirði. Hliðar- vegir innst inni í Fljótsdal voru þó enn í sundur síðast þegar fréttist. Grannt fylgst með varnargörðum við Jöklu Vatnsborð Jökulsár á Dal, eða Jöklu eins og áin er gjarnan nefnd, hækkaði einnig nokkuð í gær vegna hlýindanna. Sem kunnugt er verður áin stífluð við Fremri-Kárahnjúk og vegna leysinganna fylgdust starfsmenn Impregilo grannt með varnargörðum í ánni í gær, við munna hjáveituganganna. Að sögn Ómars R. Valdimars- sonar, talsmanns Impregilo, var fleiri dælum komið fyrir aftan við varnargarðana, sem eru í 458 metra hæð yfir sjó á meðan Jökla er á þessum slóðum almennt í um 451 metra hæð. Rennsli árinnar var í gær um 250 rúmmetrar á sek- úndu. Ómar segir að ekki hafi þótt ástæða í gær til að hækka varn- argarðana. Vegna leysinga og hálku á vegum hafa ferðir starfsmanna um virkj- anasvæðið, og frá því, verið tak- markaðar. Ómar segir þetta vera gert af öryggisástæðum og þurfa starfsmenn að gefa sig fram við ör- yggisfulltrúa Impregilo ætli þeir sér að ferðast á milli staða. Stöðva varð framkvæmdir við Fáskrúðsfjarðargöng í um þrjár klukkustundir í gærmorgun vegna vatnsflóðs Reyðarfjarðarmegin og tók það starfsmenn Ístaks einn til tvo klukkutíma að ná að hemja flóð- ið. Að sögn Ásgeirs Loftssonar hjá Ístaki grófst undan skrifstofu fyr- irtækisins og þá fór vatn umhverfis vinnubúðir starfsmanna. Eitthvað af fyllingu vegarins Reyðarfjarðar- megin skolaðist út í sjó en Ásgeir taldi þó að tjónið væri minniháttar. Unnið var að því að keyra í veginn sem fór í sundur í gærkvöldi. Skemmdir og tafir vegna vatnsflóða fyrir austan UMSÓKNARFRESTUR um stöðuráðuneytisstjóra í sjávarútvegs- ráðuneytinu rann út hinn 6. nóv- ember síðastliðinn. Fimm sóttu um stöðuna, þau Dagur Björn Agnars- son sjávarútvegsfræðingur, Stefán Eiríkur Stefánsson, vélaverkfræð- ingur B.Sc. og líffræðingur B.Sc., Valgerður Kristjánsdóttir fram- kvæmdastjóri, Viðar Helgason fiski- fræðingur og Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur. Næstu áramót verða nokkrar hrókeringar á ráðuneytisstjórum milli ráðuneyta. Þorsteinn Geirsson, fráfarandi ráðuneytisstjóri í sjávar- útvegsráðuneytinu, verður á ný ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðu- neytinu. Björn Friðfinnsson, ráðu- neytisstjóri í dóms- og kirkjumála- ráðuneyti, mun þá fara aftur yfir í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Fimm sóttu um ráðuneyt- isstjórastöðu ÁRNI Þór Sigurðsson, forseti borg- arstjórnar og formaður samgöngu- nefndar, átti viðræður við Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra í síð- ustu viku um hvernig staðið yrði að undirbúningi við gerð Sundabrautar. „Við sammæltumst um það að á næstu dögum myndum við setjast niður formlega til þess að fara yfir það hvernig borgin og ríkið myndu í framhaldinu halda á þessum viðræð- um sín í milli til þess að ná niðurstöðu í þetta mál,“ upplýsti Árni á borgar- stjórnarfundi á fimmtudag. Þá verði ákveðið hvernig hægt sé að leiða þessa framkvæmd til lykta fljótlega. Rætt um tvær leiðir og jarðgöng Árni sagði ekki búið að ákveða hvernig Sundabraut muni liggja. Helst er rætt um tvær leiðir, sem kall- aðar hafa verið innri og ytri leið. Einnig er uppi hugmynd um jarð- göng. Árni segir matsskýrslur fyrir þessar leiðir til yfirlestrar hjá sam- gönguyfirvöldum. Að því loknu fari þær allar í umhverfismat og ekki verði tekin afstaða til neinnar þeirra áður. Allir kostirnir þrír verði lagðir hlutlaust inn til Skipulagsstofnunar og síðan tekin afstaða til þeirra. „Ég er bjartsýnn á að þeirri bið- stöðu, sem hefur verið í þessu máli að undanförnu, fari nú senn að ljúka. Ég vonast að sjálfsögðu til þess að það geti orðið góð samstaða um þá nið- urstöðu sem fæst. Einnig við borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.“ Formlegar viðræður um Sunda- braut ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.