Morgunblaðið - 08.11.2003, Síða 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Þetta smávenst, Björgólfur minn, forvera þínum fór þetta „lúkk“ ákaflega vel.
Comenius-vikan að hefjast
Fjölmargir
fengið styrki
Landsskrifstofa Sókratesar/Al-þjóðaskrifstofa há-
skólastigsins býður til
Comenius-viku næstkom-
andi mánudag, 10. nóvem-
ber, og stendur til föstu-
dagsins 14. nóvember.
Comenius-vika er haldin
annað hvert ár víðs vegar
um Evrópu á vegum fram-
kvæmdastjórnar Evrópu-
sambandsins. Þátttaka ís-
lenskra skóla er mikil,
hófst fyrir átt árum og þeir
hafa unnið mikið starf í
Comenius-samstarfsverk-
efnum og hafa náð þeim
árangri, að yfir helmingur
allra grunn- og framhalds-
skóla landsins hefur tekið
þátt í Comenius-verkefn-
um.
Fjöldi kennara og nemenda
hefur fengið stykri til að heim-
sækja skóla í Evrópu í tengslum
við verkefni og sækja endur-
menntunarnámskeið í Evrópu.
Þetta og margt fleira kom fram í
samtali við verkefnisstjóra Com-
enius hér á landi sem er Ragnhild-
ur Zoëga.
– Segðu okkur fyrst eitthvað
um þetta fyrirbæri, Comenius-
viku …
„Comenius er þáttur í Sókrates
menntaáætlun ESB og 2. vikan í
nóvember er haldin hátíðleg til að
koma á framfæri því gjöfula sam-
starfi sem evrópskir skólar eiga á
leik-, grunn- og framhaldsskóla-
stigi. Hér á landi verður haldin
dagskrá og auk þess er í Brussel
haldin verkefnasýning evrópskra
skóla. Tveimur kennurum og fjór-
um nemendum frá Grunnskólan-
um í Ólafsvík var boðið þangað að
taka þátt í sýningunni með verk-
efni sitt „Matarmenning frá forn-
öld til okkar dags.“ Þau eru nú í
Brussel. Comenius-verkefni
byggjast alltaf á a.m.k. 3 landa
samstarfi. Verkefni geta verið af
ýmsum toga, umhverfisverkefni,
menning, jarðfræði og leiðir til að
bæta samstarfið.“
– Hvert er umfang styrkveit-
inganna?
„Sókrates tengir evrópskt
skólafólk. Síðan 1995 hefur lands-
skrifstofa Sókratesar á Íslandi
veitt styrki til 153 skóla á leik-,
grunn- og framhaldsskólastigi;
samstarfsverkefna, þriggja landa
samstarfs, 32 tungumálaverkefna
og tveggja landa samstarfs með
gagnkvæmum nemendaskiptum.
Um 700 nemendur og um 70 kenn-
arar hafa tekið þátt í tungumála-
verkefnum. 500 styrkir hafa verið
veittir til endurmenntunar kenn-
ara á leik-, grunn- og framhalds-
skólastigi til að sækja námskeið í
Evrópu. 40 aðstoðarkennarar og
verðandi tungumálakennarar
hafa verið styrktir til vinnu við
skóla í ESB-landi, 20–30 styrkir
eru veittir árlega til undirbún-
ingsheimsókna eða til að sækja
tengslaráðstefnur.“
– En hvað um fyrrnefnda
Comenius-viku?
„Eins og ég gat um
er Comenius-vikan
haldin annað hvert ár
víðs vegar um Evrópu
á vegum framkvæmda-
stjórnar ESB. Mark-
mið þessarar viku er að þátttak-
endur í áætluninni fái tækifæri til
að koma niðurstöðum verkefna
sinna á framfæri og eins að kynna
áætlunina öllu skólafólki. Yfir
helmingur íslenskra skóla á
grunn- og framhaldsskólastigi
hefur tekið þátt í Comenius-sam-
starfi með evrópskum skólum og
unnið frábært starf. Nemendur og
kennarar hafa tekið virkan þátt í
skóla-, tungumála- og þróunar-
verkefnum. Kennarar og annað
skólafólk hafa verið duglegir að
sækja endurmenntunarnámskeið
og íslenskir/erlendir skólar hafa
tekið á móti aðstoðarkennurum. Í
tilefni af Comenius-viku hefur
landsskrifstofa Sókratesar gefið
út dagatal fyrir árið 2004 með sýn-
ishornum af verkefnum, leiðbein-
ingum um umsóknarfresti og leið-
um til að koma á evrópskum
samstarfsverkefnum. Dagatalið
verður sent til allra skóla á leik-,
grunn- og framhaldsskólastigi í
þessari viku.“
– Segðu okkur frá dagskrá
Comenius-vikunnar …
„Dagskráin hefst á morgun,
sunnudag, með því að í Gerðu-
bergi verður opnuð sýning á
Comenius-verkefnum. Verður
sýningin opin alla vikuna á þeim
tíma sem bókasafnið er opið. Á
þriðjudaginn, 11. nóvember,
klukkan 13.10 munu valdir skólar
í allri Evrópu sleppa blöðrum á
sama tíma sem tákn um evrópskt
skólasamstarf nemenda og kenn-
ara. Íslenskir skólar víðs vegar
um landið taka þátt í atburðinum.
Á miðvikudaginn frá klukkan 14
og 16 verður opinn fundur í
Gerðubergi, í salnum við hliðina á
bókasafninu. Á dagskrá fundarins
verður kynning á möguleikum
Sókratesar/Comenius og þátttak-
endur af öllum skólastigum segja
frá reynslu sinni í Comenius-verk-
efnum. Þarna verða kaffiveitingar
og er allt skólafólk velkomið.
Á fimmtudaginn er sýningin í
Gerðubergi opin sem
fyrr, en á föstudaginn
lýkur Comenius-vik-
unni með lokadegi sýn-
ingar í Gerðubergi og
kynningarfundi sem
haldinn verður á Akureyri og
hefst klukkan 14 í Giljaskóla.“
– Hvað er framundan í starf-
semi Comenius?
„Sem endranær reynum við að
ná til þeirra kennara og skóla sem
enn hafa ekki tekið þátt í evrópsk-
um samstarfsverkefnum og hvetj-
um þá til samstarfs. Skólar í Evr-
ópu sækjast mjög eftir samstarfi
við íslenska skóla.“
Ragnhildur Zoëga
Ragnhildur Zoëga fæddist 4.
júlí 1959. Lauk BA-námi í ensku
og frönsku frá Háskóla Íslands
1983 og leiðsögumannsprófi
sama ár. Lauk síðan námi í hag-
nýtri fjölmiðlun frá sama skóla
1991. Starfaði áður hjá Svörtu og
hvítu, bókaútgáfu, var kynning-
arfulltrúi Krabbameinsfélagsins
1992–95 og hefur verið verkefn-
isstjóri Sókrates/Comenius á Ís-
landi frá 1995. Maki er Ásgeir
Ásgeirsson framkvæmdastjóri
og eiga þau þrjú börn, Sigríði,
Ólaf og Guðrúnu.
Okkur bárust
á þessu ári
67 umsóknir
Einnig eru verðurfarsleg áhrif á
nánasta umhverfi neikvæð en al-
þekkt er að miklir vindstrengir
myndast í kringum háar byggingar
sem standa tiltölulega þétt saman á
þröngu svæði sem gæti haft veruleg
áhrif á annars skjólsælt umhverfi
Fossvogsdals.“
Ennfremur segir í umsogninni:
„Eðlilegra telst m.t.t. núverandi
byggðar og aðstæðna að lögð sé
FRAM kom á opinn íbúafund um
skipulag Lundar sem hverfisráð
Háaleitis stóð fyrir að skipulags- og
byggingarnefndar Reykjavíkur
legði ríka áhersla á mikilvægi Foss-
vogsdalsins sem útivistarsvæðis,
enda njóti hann mikilla vinsælda
sem slíkur. Á fundinum komu fram
mismunandi sjónarmið um hið um-
deilda skipulag. Um áttatíu manns
sóttu fundinn, sem haldinn var í
samkomusal Fossvogsskóla. Ólöf
Örvarsdóttir, skipulagsfulltrúi á
Skipulags- og byggingasviði Reykja-
víkurborgar, kynnti umsögn skipu-
lags- og byggingarnefndar Reykja-
víkur, en þar er lögð áhersla á gildi
Fossvogsdalsins sem útivistar-
svæðis.
Í umsögninni er bent á ýmsa
ókosti við skipulag Lundar. „Til-
lagan sem nú er til umfjöllunar,
breytir ásýnd svæðisins frá öllum
sjónarhornum og einsleitar bygg-
ingar og húsagerðir stinga í stúf við
núverandi byggðamynstur. Tillagan
er því úr tengslum við náttúru og
nærliggjandi byggð þrátt fyrir að
vera staðsett í jaðri útivistarsvæðis.
Einnig er ástæða til að hafa áhyggj-
ur af hæð byggðarinnar með tilliti til
skuggavarps þar sem háblokkirnar
munu varpa skugga á útisvæði.
áhersla á að dalurinn og sú gróna
byggð sem þar er fái að njóta sín
þrátt fyrir fjölgun íbúða á svæðinu.“
Á fundinum flutti Hannes Þor-
steinsson, talsmaður samtaka um
Betri Lund ávar þar sem hann lýsti
áhyggjum íbúa í Kópavogi af því
skipulagi sem nú væri til kynningar.
Hann taldi nauðsynlegt að lækka
húsin og gera skipulagið mann-
vænna.
Morgunblaðið/Þorkell
Vel var mætt á kynningarfund um Lundarhverfi í Fossvogsskóla.
Fundur hverfisráðs Háaleitis um skipulag Lundar
Áhersla á gildi Fossvogs-
dals sem útivistarsvæðis
KÚTMAGAKOT, sem er fisk-
vinnslufyrirtækið í Vestmannaeyj-
um, var úrskurðað gjaldþrota í Hér-
aðsdómi Suðurlands á fimmtudag.
Skiptastjóri hefur verið skipaður
Helgi Jóhannesson lögmaður. Beiðni
um gjaldþrotaskipti kom frá sýslu-
manninum í Eyjum en starfsemi fyr-
irtækisins stöðvaðist í síðustu viku.
Fundað var með 30 starfsmönnum
Kútmagakots á fimmtudag þar sem
mættu fulltrúar Drífandi – stéttar-
félags og Starfsgreinasambands Ís-
lands, ásamt prestinum í Eyjum.
Guðný Óskarsdóttir, varaformaður
Drífandi, segir mikla óvissu hafa
verið ríkjandi um framtíð starfsfólks
Kútmagakots. Nú fyrst eftir að úr-
skurður um gjaldþrot hafi legið fyrir
hafi starfsfólk getað skráð sig at-
vinnulaust. Þrátt fyrir síldarvertíð
hjá Ísfélaginu og Vinnslustöðinni sé
ekki hlaupið í önnur störf.
„Atvinnuhorfur eru það slæmar
hér í Eyjum að við megum ekkert við
því að missa fleiri störf. Hvert starf
er verðmætt og þetta starfsfólk hjá
Kútmagakoti hefur nýlega verið
verðlaunað af Samtökum fisk-
vinnslustöðva fyrir að hafa unnið
besta hráefnið,“ segir Guðný.
Hún bendir á að í þessum hópi séu
tvenn hjón og fleiri starfsmenn komi
úr sömu fjölskyldu. Vinnustöðvun
komi því bitni hart á sumum heim-
ilum í Eyjum. Margir séu einnig að
missa vinnu í annað sinn, bæði eftir
brunann í Ísfélaginu og gjaldþrot
annarra fiskvinnslufyrirtækja.
Kútmagakot gjaldþrota