Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þetta smávenst, Björgólfur minn, forvera þínum fór þetta „lúkk“ ákaflega vel. Comenius-vikan að hefjast Fjölmargir fengið styrki Landsskrifstofa Sókratesar/Al-þjóðaskrifstofa há- skólastigsins býður til Comenius-viku næstkom- andi mánudag, 10. nóvem- ber, og stendur til föstu- dagsins 14. nóvember. Comenius-vika er haldin annað hvert ár víðs vegar um Evrópu á vegum fram- kvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins. Þátttaka ís- lenskra skóla er mikil, hófst fyrir átt árum og þeir hafa unnið mikið starf í Comenius-samstarfsverk- efnum og hafa náð þeim árangri, að yfir helmingur allra grunn- og framhalds- skóla landsins hefur tekið þátt í Comenius-verkefn- um. Fjöldi kennara og nemenda hefur fengið stykri til að heim- sækja skóla í Evrópu í tengslum við verkefni og sækja endur- menntunarnámskeið í Evrópu. Þetta og margt fleira kom fram í samtali við verkefnisstjóra Com- enius hér á landi sem er Ragnhild- ur Zoëga. – Segðu okkur fyrst eitthvað um þetta fyrirbæri, Comenius- viku … „Comenius er þáttur í Sókrates menntaáætlun ESB og 2. vikan í nóvember er haldin hátíðleg til að koma á framfæri því gjöfula sam- starfi sem evrópskir skólar eiga á leik-, grunn- og framhaldsskóla- stigi. Hér á landi verður haldin dagskrá og auk þess er í Brussel haldin verkefnasýning evrópskra skóla. Tveimur kennurum og fjór- um nemendum frá Grunnskólan- um í Ólafsvík var boðið þangað að taka þátt í sýningunni með verk- efni sitt „Matarmenning frá forn- öld til okkar dags.“ Þau eru nú í Brussel. Comenius-verkefni byggjast alltaf á a.m.k. 3 landa samstarfi. Verkefni geta verið af ýmsum toga, umhverfisverkefni, menning, jarðfræði og leiðir til að bæta samstarfið.“ – Hvert er umfang styrkveit- inganna? „Sókrates tengir evrópskt skólafólk. Síðan 1995 hefur lands- skrifstofa Sókratesar á Íslandi veitt styrki til 153 skóla á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi; samstarfsverkefna, þriggja landa samstarfs, 32 tungumálaverkefna og tveggja landa samstarfs með gagnkvæmum nemendaskiptum. Um 700 nemendur og um 70 kenn- arar hafa tekið þátt í tungumála- verkefnum. 500 styrkir hafa verið veittir til endurmenntunar kenn- ara á leik-, grunn- og framhalds- skólastigi til að sækja námskeið í Evrópu. 40 aðstoðarkennarar og verðandi tungumálakennarar hafa verið styrktir til vinnu við skóla í ESB-landi, 20–30 styrkir eru veittir árlega til undirbún- ingsheimsókna eða til að sækja tengslaráðstefnur.“ – En hvað um fyrrnefnda Comenius-viku? „Eins og ég gat um er Comenius-vikan haldin annað hvert ár víðs vegar um Evrópu á vegum framkvæmda- stjórnar ESB. Mark- mið þessarar viku er að þátttak- endur í áætluninni fái tækifæri til að koma niðurstöðum verkefna sinna á framfæri og eins að kynna áætlunina öllu skólafólki. Yfir helmingur íslenskra skóla á grunn- og framhaldsskólastigi hefur tekið þátt í Comenius-sam- starfi með evrópskum skólum og unnið frábært starf. Nemendur og kennarar hafa tekið virkan þátt í skóla-, tungumála- og þróunar- verkefnum. Kennarar og annað skólafólk hafa verið duglegir að sækja endurmenntunarnámskeið og íslenskir/erlendir skólar hafa tekið á móti aðstoðarkennurum. Í tilefni af Comenius-viku hefur landsskrifstofa Sókratesar gefið út dagatal fyrir árið 2004 með sýn- ishornum af verkefnum, leiðbein- ingum um umsóknarfresti og leið- um til að koma á evrópskum samstarfsverkefnum. Dagatalið verður sent til allra skóla á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi í þessari viku.“ – Segðu okkur frá dagskrá Comenius-vikunnar … „Dagskráin hefst á morgun, sunnudag, með því að í Gerðu- bergi verður opnuð sýning á Comenius-verkefnum. Verður sýningin opin alla vikuna á þeim tíma sem bókasafnið er opið. Á þriðjudaginn, 11. nóvember, klukkan 13.10 munu valdir skólar í allri Evrópu sleppa blöðrum á sama tíma sem tákn um evrópskt skólasamstarf nemenda og kenn- ara. Íslenskir skólar víðs vegar um landið taka þátt í atburðinum. Á miðvikudaginn frá klukkan 14 og 16 verður opinn fundur í Gerðubergi, í salnum við hliðina á bókasafninu. Á dagskrá fundarins verður kynning á möguleikum Sókratesar/Comenius og þátttak- endur af öllum skólastigum segja frá reynslu sinni í Comenius-verk- efnum. Þarna verða kaffiveitingar og er allt skólafólk velkomið. Á fimmtudaginn er sýningin í Gerðubergi opin sem fyrr, en á föstudaginn lýkur Comenius-vik- unni með lokadegi sýn- ingar í Gerðubergi og kynningarfundi sem haldinn verður á Akureyri og hefst klukkan 14 í Giljaskóla.“ – Hvað er framundan í starf- semi Comenius? „Sem endranær reynum við að ná til þeirra kennara og skóla sem enn hafa ekki tekið þátt í evrópsk- um samstarfsverkefnum og hvetj- um þá til samstarfs. Skólar í Evr- ópu sækjast mjög eftir samstarfi við íslenska skóla.“ Ragnhildur Zoëga  Ragnhildur Zoëga fæddist 4. júlí 1959. Lauk BA-námi í ensku og frönsku frá Háskóla Íslands 1983 og leiðsögumannsprófi sama ár. Lauk síðan námi í hag- nýtri fjölmiðlun frá sama skóla 1991. Starfaði áður hjá Svörtu og hvítu, bókaútgáfu, var kynning- arfulltrúi Krabbameinsfélagsins 1992–95 og hefur verið verkefn- isstjóri Sókrates/Comenius á Ís- landi frá 1995. Maki er Ásgeir Ásgeirsson framkvæmdastjóri og eiga þau þrjú börn, Sigríði, Ólaf og Guðrúnu. Okkur bárust á þessu ári 67 umsóknir Einnig eru verðurfarsleg áhrif á nánasta umhverfi neikvæð en al- þekkt er að miklir vindstrengir myndast í kringum háar byggingar sem standa tiltölulega þétt saman á þröngu svæði sem gæti haft veruleg áhrif á annars skjólsælt umhverfi Fossvogsdals.“ Ennfremur segir í umsogninni: „Eðlilegra telst m.t.t. núverandi byggðar og aðstæðna að lögð sé FRAM kom á opinn íbúafund um skipulag Lundar sem hverfisráð Háaleitis stóð fyrir að skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur legði ríka áhersla á mikilvægi Foss- vogsdalsins sem útivistarsvæðis, enda njóti hann mikilla vinsælda sem slíkur. Á fundinum komu fram mismunandi sjónarmið um hið um- deilda skipulag. Um áttatíu manns sóttu fundinn, sem haldinn var í samkomusal Fossvogsskóla. Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsfulltrúi á Skipulags- og byggingasviði Reykja- víkurborgar, kynnti umsögn skipu- lags- og byggingarnefndar Reykja- víkur, en þar er lögð áhersla á gildi Fossvogsdalsins sem útivistar- svæðis. Í umsögninni er bent á ýmsa ókosti við skipulag Lundar. „Til- lagan sem nú er til umfjöllunar, breytir ásýnd svæðisins frá öllum sjónarhornum og einsleitar bygg- ingar og húsagerðir stinga í stúf við núverandi byggðamynstur. Tillagan er því úr tengslum við náttúru og nærliggjandi byggð þrátt fyrir að vera staðsett í jaðri útivistarsvæðis. Einnig er ástæða til að hafa áhyggj- ur af hæð byggðarinnar með tilliti til skuggavarps þar sem háblokkirnar munu varpa skugga á útisvæði. áhersla á að dalurinn og sú gróna byggð sem þar er fái að njóta sín þrátt fyrir fjölgun íbúða á svæðinu.“ Á fundinum flutti Hannes Þor- steinsson, talsmaður samtaka um Betri Lund ávar þar sem hann lýsti áhyggjum íbúa í Kópavogi af því skipulagi sem nú væri til kynningar. Hann taldi nauðsynlegt að lækka húsin og gera skipulagið mann- vænna. Morgunblaðið/Þorkell Vel var mætt á kynningarfund um Lundarhverfi í Fossvogsskóla. Fundur hverfisráðs Háaleitis um skipulag Lundar Áhersla á gildi Fossvogs- dals sem útivistarsvæðis KÚTMAGAKOT, sem er fisk- vinnslufyrirtækið í Vestmannaeyj- um, var úrskurðað gjaldþrota í Hér- aðsdómi Suðurlands á fimmtudag. Skiptastjóri hefur verið skipaður Helgi Jóhannesson lögmaður. Beiðni um gjaldþrotaskipti kom frá sýslu- manninum í Eyjum en starfsemi fyr- irtækisins stöðvaðist í síðustu viku. Fundað var með 30 starfsmönnum Kútmagakots á fimmtudag þar sem mættu fulltrúar Drífandi – stéttar- félags og Starfsgreinasambands Ís- lands, ásamt prestinum í Eyjum. Guðný Óskarsdóttir, varaformaður Drífandi, segir mikla óvissu hafa verið ríkjandi um framtíð starfsfólks Kútmagakots. Nú fyrst eftir að úr- skurður um gjaldþrot hafi legið fyrir hafi starfsfólk getað skráð sig at- vinnulaust. Þrátt fyrir síldarvertíð hjá Ísfélaginu og Vinnslustöðinni sé ekki hlaupið í önnur störf. „Atvinnuhorfur eru það slæmar hér í Eyjum að við megum ekkert við því að missa fleiri störf. Hvert starf er verðmætt og þetta starfsfólk hjá Kútmagakoti hefur nýlega verið verðlaunað af Samtökum fisk- vinnslustöðva fyrir að hafa unnið besta hráefnið,“ segir Guðný. Hún bendir á að í þessum hópi séu tvenn hjón og fleiri starfsmenn komi úr sömu fjölskyldu. Vinnustöðvun komi því bitni hart á sumum heim- ilum í Eyjum. Margir séu einnig að missa vinnu í annað sinn, bæði eftir brunann í Ísfélaginu og gjaldþrot annarra fiskvinnslufyrirtækja. Kútmagakot gjaldþrota
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.