Morgunblaðið - 08.11.2003, Síða 10

Morgunblaðið - 08.11.2003, Síða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÓHÆTT er að segja að um-ræður á Alþingi fari oft umvíðan völl. Hverjum hefðit.d. dottið í hug að umræð- ur um rjúpuna gætu endað í vanga- veltum um íslenskukennslu? Eða að umræður um hlutafé í Símanum end- uðu í spurningum um heilbrigð- isstefnu Samfylkingarinnar? Svona þróuðust hins vegar umræður á Al- þingi í vikunni og ekki í fyrsta skipti og örugglega ekki það síðasta, sem umræður þróast í allt aðra átt en í upphafi hefði mátt ætla. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti í byrjun vikunnar fyrir tillögu um að þriggja ára bann við veiðum á rjúpu verði fellt úr gildi. Þegar umræðan hafði staðið yfir í rúma tvo tíma, og ljóst var að mörgum var heitt í hamsi, kom Hjálmar Árnason, þingmaður Fram- sóknarflokksins, upp í pontu og fór með ljóðið Óhræsið, eftir Jónas Hall- grímsson. Öll erindin sjö! Ku þetta vera í fyrsta sinn sem ljóðaflutningur er uppistaðan í ræðu alþingismanns. „Hæstvirtur forseti, með yðar leyfi,“ sagði þingmaðurinn og hóf flutninginn: „Ein er upp til fjalla, yli húsa fjær, út um hamrahjalla, hvít með loðnar tær, brýst í bjargarleysi, ber því hyggju gljúpa, á sér ekkert hreysi útibarin rjúpa.“ Næsta erindi hefst síðan á þessum orðum: „Valur er á veiðum, vargur í fuglahjörð, veifar vængjum breiðum, vofir yfir jörð ...“    Eftir að þingheimur hafði hlýttá flutning Óhræsisins, komGuðmundur Árni Stef- ánsson, þingmaður Samfylking- arinnar, í pontu og rifjaði upp að Hjálmar hefði kennt sér íslensku á árum áður. „En nú bið ég um ljóða- skýringar. Hver er valurinn í kvæð- inu?“ spurði hann. Hjálmar tók aftur til máls og sagði að sér hefði aug- ljóslega ekki tekist hönduglega upp í íslenskukennslunni forðum. Kvaðst hann ekki treysta sér til að mæla bet- ur en Jónas Hallgrímsson í tiltölulega einföldu ljóði, „fullu af myndlík- ingum“, sagði Hjálmar, „sem fjallar um þetta viðkvæma efni, blessaða rjúpuna.“ Guðmundur Árni lét ekki þar við sitja, kom aftur í pontu, og hafði greinilega myndað sér skoðanir á því hver valurinn væri. „Ég sá hvert háttvirtur þingmaður [Hjálmar] beindi augum sínum þegar hann tal- aði um valinn sem engu eirði.“ Full- yrti Guðmundur að Hjálmar hefði þá horft beint í augu Gunnars Birg- issonar, sem er fyrsti flutningsmaður rjúpnatillögunnar. Hjálmar kom enn og aftur í pontu og sagði: „Ég sé að myndlíkingarnar og kennslan eru að skila sér hægt og rólega en minni á að valurinn er merki Sjálfstæðisflokks- ins.“ Síðar, eða eftir umræðuna í þingsal, veltu ýmsir þingmenn því fyrir sér hver væri Óhræsið í þessu sambandi og er ljóst að sitt sýndist hverjum. Því má bæta við þessa frásögn að Hjálmar á annan fyrrverandi nem- anda í þingheimi, en það er Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Hjálmar hefur stundum haft það í flimtingum að hann hafi ákveðið að hætta íslenskukennslunni og gefa kost á sér til þingmennsku eftir að hafa heyrt Guðmund Árna tala um það í umræðum á Alþingi að „silfur hafsins væri þorskur“ og Árna Mathiesen segja að „fljótt skiptist veður í lofti“.    Ég vék í upphafi að umræðumum Símann sem síðan fóru útí vangaveltur um heilbrigð- isstefnu Samfylkingarinnar. Eins og kunnugt er lauk landsfundi Samfylk- ingarinnar sl. sunnudag. Degi síðar mælti Davíð Oddsson forsætisráð- herra fyrir frumvarpi til laga um að fjármálaráðherra fari með eignarhlut ríkisins í Símanum í stað samgöngu- ráðherra. Sennilega hefur landsfund- urinn verið mörgum þingmönnum of- arlega í huga og því var aftur og aftur vikið að þeirri yfirlýsingu Össurar Skarphéðinssonar, formanns Sam- fylkingarinnar, að skoða þyrfti með opnum huga breytt rekstrarform í heilbrigðisþjónustunni. Þingmenn Vinstri grænna túlkuðu þetta þannig að Samfylkingin vildi einkavæða heil- brigðiskerfið, en þingmenn Samfylk- ingarinnar vísuðu þeirri túlkun ítrek- að á bug. Helgi Hjörvar sagði m.a. að í ræðu Össurar á landsfundinum hefði ekki falist nein yfirlýsing um að selja ætti ríkisfyrirtæki í heilbrigð- isþjónustu.      Ein er upp til fjalla … EFTIR ÖRNU SCHRAM ÞINGFRÉTTAMANN arna@mbl.is STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði í setningar- ræðu sinni á landsfundi flokksins síð- degis í gær að víglínur í íslenskum stjórnmálum hefðu um margt orðið skýrari í síðustu alþingiskosningum og að þær væru enn að skýrast. „Vinstrihreyfingin – grænt framboð er með miklu skýrari hætti en fyrr eini valkostur vinstri manna í land- inu,“ sagði hann. Steingrímur sagði að Samfylkingin hefði á landsfundi sínum um síðustu helgi tekið stórt skref til hægri og að Vinstri grænir hefðu stærra og veigameira hlutverki að gegna „hvað snertir varðstöðuna um samábyrgt velferðarkerfi í land- inu í dag heldur en fyrir viku síðan“, eins og hann orðaði það. Steingrímur sagði að Samfylkingin hefði dekrað við markaðslausnir í heilbrigðismálum á landsfundi sínum síðustu helgi. „Það má segja að þróun Samfylkingarinnar inn að miðju, sem formaðurinn Össur [Skarphéðinsson] taldi til helstu afreka sinna í blaða- viðtali fyrir um ári síðan, hafi náð í nýjan næturstað með dekri Samfylk- ingarinnar við markaðslausnir í heil- brigðismálum og einnig því hvernig fjallað var, eða öllu heldur ekki fjallað, um umhverfismál, utanríkis- mál og fleira.“ Hann sagði að það væru vissulega vonbrigði að Sam- fylkingin skyldi létta undir með markaðsöflunum í Sjálfstæðisflokkn- um með þeim hætti sem raun bæri vitni. Allt tal um botnlausa hít stenst ekki skoðun Steingrímur sagði ennfremur að ekki hefði heldur staðið á fagnaðar- látunum á síðum Morgunblaðsins. „Það er ekki á hverjum degi sem því- líkt eggjahljóð kemur í Morgunblað- ið. Enda lagði ritstjóri eða leiðarahöf- undur blaðsins sérstaka lykkju á leið sína til að draga athyglina að þeirri staðreynd að a.m.k. í einum mála- flokki, heilbrigðismálunum, væri nú orðið styttra á milli Samfylkingarinn- ar og Sjálfstæðisflokks en Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks. Þegar við bætist að formaður Samfylking- arinnar stakk svo sjálfum Evrópu- málunum inn í kæli er engu líkara en að helsta leiðarljós flokksins hafi ver- ið að gera Samfylkinguna samstarfs- hæfari í augum sjálfstæðismanna.“ Steingrímur lagði áherslu á að þessar víglínur í stjórnmálum legðu auknar skyldur á herðar Vinstri grænna. „Við munum reyna af okkar fremsta megni að standa undir því. Við erum því ekki óvön að þurfa ein að bera hitann og þungann af mik- ilvægri málefnabaráttu í stjórnmál- um og eru þar umhverfismál og utan- ríkismál nærtækt dæmi. Því hefur á hinn bóginn oft verið haldið fram að meiri samstaða ríkti með stjórnar- andstöðuflokkunum og styttra væri á milli okkar og Samfylkingarinnar þegar kæmi að hinum sígildu velferð- armálum. Um það atriði má sumpart deila nú, því miður. Svo mikið er víst, að standist Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra þann mikla þrýsting sem á hann er nú lagður af einkavæð- ingaröflunum þá á hann okkar stuðn- ing vísan. Við munum í þessu tilviki eins og öðrum láta málefnin ráða. Og þó að það sé ekki sérstaklega mín íþrótt að klappa framsóknarmönnum þá skal þetta vera alveg á hreinu.“ Steingrímur fór yfir fjölmörg fleiri málefni í ræðu sinni og lagði m.a. áherslu á að Vinstri grænir væru andvígir einkavæðingu „hvað þá al- gerri markaðsvæðingu grunnþjón- ustunnar,“ ítrekaði hann. „Við teljum að heilbrigðiskerfið og menntakerfið eigi að vera rekið á samábyrgan hátt á opinberum grunni. Í aðalatriðum erum við sátt við þá verkaskiptingu sem þar ríkir í dag. Við erum algjör- lega andvíg því að hleypa einka- rekstri í ágóðaskyni lengra inn í sjálf- an kjarna velferðarþjónustunnar vegna þeirra afleiðinga sem slíkt óumdeilanlega hefur fyrr eða síðar.“ Steingrímur sagði að vissulega kost- aði rekstur hinna stóru og sérhæfðu heilbrigðisstofnana mikið. „En þar hafa líka miklar framfarir í læknis- þjónustu komið til sögunnar, nýr tækjakostur, aðgerðir gerðar hér- lendis sem áður voru unnar erlendis og þá borgað fyrir þær dýrum dóm- um af Tryggingastofnun ríkisins.“ Hann sagði einnig að skv. skýrslu OECD fyrir árið 2001, væri Ísland í sjöunda sæti miðað við útgjöld á mann til heilbrigðismála og í því átt- unda ef tekin væru heildarútgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af þjóð- artekjum. „Aðalatriðið er að allt talið um botnlausa hít heilbrigðismála, stjórnlausa aukningu eða að þróunin hér skeri sig frá öðrum sambæri- legum löndum, stenst einfaldlega ekki skoðun.“ Hann sagði ennfremur um heilbrigðismál að efla bæri grunnþjónustuna sem og almenna heilsugæslukerfið. Þá sagði hann að möguleikarnir til raunverulegra um- bóta í heilbrigðiskerfinu lægju ekki í því að daðra við markaðslausnir og leggja niður allar varnir „gegn ásókn einkavæðingar- og gróðaaflanna inn í velferðarþjónustuna.“ Norpa í kuldanum Steingrímur vék einnig að um- hverfismálum og framkvæmdunum við Kárahnjúka. Sagði hann að myndir sem þaðan hefðu borist á undanförnum mánuðum hefði níst margan manninn í hjartað. „Má þá ekki á milli sjá hvort hefur komið ver við mann að sjá sárin í hlíðum Kára- hnjúka og bergfyllur falla fram í Dimmugljúfur eða illa klædda og illa launaða farandverkamenn norpa í kuldanum,“ sagði hann. „Um hneykslið sem þar hefur átt sér stað gagnvart réttindum launa- manna, aðbúnaði og öðru slíku þarf ekki að hafa mörg orð. Vonandi leiðir barátta verkalýðshreyfingarinnar og almenn fordæming á framkomunni við hina erlendu verkamenn til veru- legra úrbóta enda annað ekki líðandi. Sljóleiki stjórnvalda hefur hins vegar verið með endemum og snautlegust alls framganga ráðherra Framsókn- arflokksins.“ Steingrímur gerði drög að nýrri náttúruverndaráætlun einnig að um- talsefni, en Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra hefur verið að kynna drögin undanfarnar vikur. Hann sagði m.a. að þær fræðilegu og fag- legu undirstöður sem hefðu verið lagðar í þeirri undirbúningsvinnu væru til fyrirmyndar. „En tillögurnar sjálfar um þau svæði sem taka á til friðunar valda miklum vonbrigðum,“ sagði hann. „Þar er t.d. nær algerlega sneitt framhjá sjálfu miðhálendinu og þeim perlum sem þar eru enn óverndaðar og er nú ógnað af stór- virkjanaáformum ýmissa aðila. Hefðu tillögur í náttúruverndaráætl- uninni falið í sér ákvörðun um út- færslu friðlandsins í Þjórsárverum hefði a.m.k. einhverju verið hægt að flagga í þeim efnum. Það eru því og munu áfram verða ærin verkefni á sviði umhverfismála hér heima fyrir.“ Stefnuyfirlýsing endurskoðuð Steingrímur gagnrýndi framkomu stjórnarflokkanna í öryrkjamálinu svokallaða. „Framkoma ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks í garð öryrkja var rifjuð upp nú á dögunum þegar enn féll dómur í máli öryrkja sem hafa neyðst til að heyja réttindabaráttu sína um langt árabil fyrir dómstólum. Sú saga er með miklum endemum og það gerist ekki á hverjum degi í vestrænum lýð- ræðisríkjum að ein og sama ríkis- stjórnin fái í tvígang á sig hæstarétt- ardóm vegna brota á stjórnarskránni í sama máli og það í samskiptum við öryrkja.“ Í lok ræðu sinnar sagði Steingrím- ur að á landsfundinum lægi fyrir til- laga um að hafin verði undirbúningur að endurskoðun stefnuyfirlýsingar flokksins, sem verið hefur óbreytt frá stofnfundi árið 1999. „Sérstakt mark- mið þeirrar endurskoðunar verður að styrkja og samþætta áherslur kven- frelsis eða femínisma og alþjóða- hyggju í stefnuyfirlýsingu flokksins,“ sagði hann. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Flokkurinn eini valkostur vinstri manna í landinu Morgunblaðið/Sverrir Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar er haldinn í Hveragerði. Honum lýkur á morgun. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, setti landsfund flokksins á Hótel Örk í Hvera- gerði í gær. Lagði hann þar m.a. áherslu á að flokkurinn væri velferðarflokkur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar, gagnrýndi stefnu ríkisstjórnarinnar harðlega í ræðu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.