Morgunblaðið - 08.11.2003, Side 12

Morgunblaðið - 08.11.2003, Side 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ G REIN vísindamanna Íslenskrar erfðagrein- ingar um tengsl BMP2 erfðavísis og bein- þynningar hefur vakið mikla athygli erlend- is en greinin var birt í byrjun vikunnar í vefútgáfu tímaritins Public Library of Science Biology. Í greininni kemur m.a. fram að breytileiki í þessum erfðavísi þre- faldi hættuna á beinþynningu og að fyr- irbyggjandi aðgerðir geti dregið verulega úr líkunum á því að fólk í áhættuhópi fái sjúkdóminn á efri árum. Niðurstöður rannsóknar ÍE gera kleift að þróa greiningarpróf sem finnur þá einstaklinga sem eru með þennan tiltekna breytileika og í framhaldinu að gera viðeigandi ráðstafanir til að draga úr lík- um á að verða fyrir beinþynningu. Greiningarprófið, sem ÍE hefur verið að þróa í samvinnu við Roche Diagnostics, verður að líkindum fyrsta varan sem fyrirtækið kemur á markað og markar því ákveðin tímamót hjá ÍE. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið væri nú að komast yfir erfiðasta hjallann og á næstu vikum og mánuðum mundi ÍE birta fleiri athyglisverðar niðurstöður. Nú í vikunni hafa fréttir um niðurstöðurnar birst í helstu blöðum og tímaritum í Bandaríkjunum og m.a. fjallaði New York Times um málið á forsíðu. Beinþynning er mjög alvarlegt heilbrigðisvandamál og í Bandaríkjunum eru yfir milljón bein- brot á ári rakin til þessa sjúkdóms og kostnaður bandaríska heilbrigðiskerfisins af beinþynningu er talinn nema rúmum 10 milljörðum Bandaríkjadala á ári hverju. Að sögn Kára Stefánssonar eru þessar niðurstöður mjög spennandi og gætu hjálpað mjög við að draga úr líkum á því að fólk fái þennan sjúkdóm. „Ef þú ert með þessar breytur í þess- um erfðavísi þrefaldar það líkurnar á að þú fáir beinþynningu, sem er eitt af stóru heilbrigðisvandamálum kvenna eftir tíða- hvörf. Það er þó ekki einskorðað við konur því karlmenn geta fengið þetta líka,“ segir Kári. Hann segir erfðavísinn búa til eggjahvítuefni sem hvetur til myndunar beina og að talsverð vitneskja hafi verið fyrir um þetta tiltekna eggjahvítuefni og hvernig það hefur áhrif á bein og frumur. „Þannig að við það eitt að sýna fram á að þetta er erfðavísir sem leiðir til sjúkdómsins, þá erum við búnir að setja hann í samhengi við mikið gagnasafn um þetta eggjahvítuefni, sem getur orðið mjög spennandi.“ Kári segir að þótt niðurstöður sem þessar liggi fyrir sé al- mennt ekki þar með sagt að hægt sé að nýta slíka uppgötvun. Í þessu tilviki sé það hins vegar ekki mikið verk og niðurstöð- urnar geti hjálpað til að finna þær konur, sem hafa tilhneig- ingu til að fá beinþynningu, með greiningaprófi. „Það skiptir máli vegna þess að þær konur sem hafa þessa tilhneigingu geta breytt lífsstíl sínum og dregið úr líkum á sjúkdómnum, með því til dæmis að borða betur, taka inn meira kalsíum, með því að hreyfa sig meira og jafnvel með því að taka lyf sem til eru á markaðnum. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að arf- gerð tilhneiging verði að sjúkdómi.“ Óskynsamlegt að nota markaðinn einan sem mælikvarða Síðustu mánuði hafa ÍE og Roche Diagnostics unnið að þró- un greiningaprófs til að finna þá einstaklinga sem eru með þennan tiltekna breytileika og segir Kári að vonir standi til að slíkt próf verði komið á markað á næsta ári. „Við höfum verið að vinna að þessu með fyrirtæki sem heitir Roche Diagnostics í Kaliforníu og það hefur gengið vel. Þetta þýðir að við erum búnir að taka þessar grundvallarrannsóknir sem við erum að gera og búa til úr þeim vöru sem fer á markað, sem er geysi- lega mikilvægt skref fyrir okkur. Þetta greiningarpróf verður að öllum líkindum fyrsta varan sem við komum á markað,“ segir Kári. Á dögunum kynnti Íslensk erfðagreining afkomu fyrirtæk- isins á þriðja ársfjórðungi, þar sem fram kom að hagur þess hefur batnað verulega frá síðasta ári og tekjur aukist um 48% á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Aðspurður hvort ÍE væri nú í mikilli uppsveiflu sagðist Kári leggja á það áherslu við sitt starfsfólk að það byggi til sitt eigið innra verðmætamat en sæki ekki allan mælikvarða um árang- ur í ytra umhverfi. „Við erum að vinna nákvæmlega sams konar vinnu og við vorum að vinna meðan markaðurinn mat okkur miklu minna. Ég held að það sé óskynsamlegt að nota markaðinn einan sem mælikvarða, því þá hefði í raun ekkert gerst hjá okkur annað en við hefðum bara verið til. Markaðurinn hlustaði ekki á nein- ar góðar fréttir í tvö til þrjú ár en var með eyrað á jörðinni að hlusta eftir vondum fréttum, hvort sem þær voru sannar eða lognar,“ segir Kári. Erum að komast yfir erfiðasta hjallann Hann segir starfið innan fyrirtæksins ganga mjög vel, eins og það hafi reyndar gert mjög lengi, en nú hilli hins vegar und- ir að menn njóti uppskeru erfiðisins. „Nú erum við að sjá ávextina af þessari ágætu vinnu undanfarinna ára. Við erum komnir í þá aðstöðu að geta birt niðurstöður af því sem við er- um að búa til og þar með tryggt okkur þann einkaleyfarétt sem við þurfum á að halda til þess að geta haldið utan um okk- ar vöruþróun. Þetta hefur gengið mjög vel og það eru fréttir í vændum sem ég vonast til að geta sagt frá á næstu vikum og mánuðum af svipuðum niðurstöðum, sem við erum að koma í birtingarhæft form. Það er spennandi að vinna á slíkum vinnu- stað þegar hlutir ganga á þennan hátt. Að sögn Kára er vandinn við þennan iðnað að afar langur tími líður frá því að grundvallarhugmyndin kemur fram og í framhaldinu uppgötvunin þar til að vara er tilbúin á markað. „Þannig að þetta er maraþon, en ekki spretthlaup, og reynir á þolrifin í fólki. En ég held að við séum komnir yfir erfiðasta hjallann, þ.e. að komast frá því að vera alveg nýtt fyrirtæki með hugmynd yfir í það að vera fyrirtæki með mjög góð vís- indi, sem búið er að tengja við vöru. Ég er alveg handviss um að vinnan innan fyrirtækisins mun halda áfram að batna og við höldum áfram að þoka fleiri niðurstöðum nær vörum á mark- aði,“ segir Kári. En munu þá umsvif fyrirtækisins aukast á næstu misserum? „Við verðum að breyta eðli fyrirtækisins og bæta við það. Hversu mikið við komum til með að bæta við það markast ann- ars vegar af verkefnum sem á okkur hvíla og hins vegar af vilja umhverfisins til að fjármagna þau verkefni. En ég reikna með því að ef eitthvað kemur til með að breytast, þá muni fyr- irtækið stækka.“ Frá stofnun fyrirtækisins hefur Íslensk erfðagreining verið umdeild og segir Kári að fyrirtækið hafi um skeið lent í mjög mikilli samfélagsumræðu sem hafi að miklu leyti skyggt á það starf sem í raun fer fram innan veggja ÍE. „Það hefur hins vegar ekki gert það erlendis og ef þú lítur á þau fyrirtæki sem voru stofnsett um svipað leyti og við, þá eru fæst þeirra eftir og flest þeirra horfin.“ Íslensk erfðagreining talin hafa umtalsvert forskot Það mál sem vakið hefur hvað mestar deilur hér á landi varðandi Íslenska erfðagreiningu er uppbygging gagnagrunns á heilbrigðissviði sem ÍE samdi um við heilbrigðisyfirvöld á sínum tíma. Hins vegar er gagnagrunnurinn ekki enn kominn í gagnið tæpum fjórum árum eftir að samningar náðust og að sögn Kára er lítið að gerast í þeim málum í dag. „Það er allt í járnum, en ég vil leggja áherslu á að þær upp- götvanir sem við erum að gera núna byggjast á því að nota sömu grundvallarhugmyndina og við höfum nýtt okkur hingað til, að ná eins heildstæðum upplýsingum og hægt er um ákveðna hópa varðandi sjúkdóma og erfðir. Nú eru menn að setja saman gagnagrunna á heilbrigðissviði úti um allan heim á grundvelli þessarar hugmyndafræði, en hér sitjum við fjór- um til fimm árum síðar vegna þess að skriffinnar hafa haldið þessu í gíslingu allan tímann. Ef gagnagrunnurinn kemst á koppinn er ég eiginlega handviss um að hann kemur til með að bæta aðstöðuna hér enn meir og ekki bara fyrir Íslenska erfðagreiningu, heldur fyrir alla þá sem vilja fást við lækn- isfræðilegar rannsóknir og nota til þess íslenskar upplýs- ingar,“ segir Kári. Í frétt New York Times um niðurstöður ÍE varðandi bein- þynningu segir m.a. að fyrirtækið hafi umtalsvert forskot á önnur fyrirtæki sem sinna svipuðum rannsóknum. Kári segist hafa sagt í langan tíma að Íslensk erfðagreining sé sú stofnun í heiminum sem sé hvað best hæf til að einangra erfðavísa í al- gengum sjúkdómum. „Þannig að fyrir mér eru það engar nýj- ar fréttir og ég trúi því ekkert frekar þó að það birtist í New York Times. Það bendir hins vegar til þess að það séu aðrir sömu skoðunar.“ Niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar varðandi erfðavísi tengdum beinþynningu vekja mikla athygli Forstjóri ÍE telur fyrirtækið komið yfir erfiðasta hjallann Morgunblaðið/Þorkell Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Beinþynning er afar stórt heilbrigðis- vandamál og talið að rekja megi yfir milljón beinbrot til sjúkdómsins á ári hverju í Bandaríkjunum. Niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar um tengsl BMP2-erfðavísis og beinþynningar hafa því vakið mikla athygli. Eiríkur P. Jörundsson ræddi við Kára Stefánsson, forstjóra ÍE, um þýðingu þessarar uppgötvunar og stöðu Íslenskrar erfðagreiningar í dag. eirikur@mbl.is PÁLL Skúlason, rektor Háskóla Ís- lands, hefur sent Morgunblaðinu eft- irfarandi yfirlýsingu vegna umræðu um skólagjöld á háskólastigi. „Það er rangt, sem fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarið, að há- skólarektor hafi lagt til að tekin verði upp skólagjöld við Háskóla Íslands. Á undanförum árum hafa stjórn- völd heimilað skólum á háskólastigi sem reknir eru sem sjálfseignastofn- anir að innheimta skólagjöld af nem- endum sínum til viðbótar við opinber framlög sem þeir fá vegna kennslu. Háskólum í eigu ríkisins er hins veg- ar bannað með lögum að innheimta slík gjöld. Af þessu leiðir lögvarinn aðstöðu- mun í öflun fjár til kennslu milli rík- isháskóla og ríkisrekinna einkaskóla sem þekktist líklega hvergi í ná- grannalöndum okkar og er viðunandi fyrir ríkisháskólana. Þessi ójafna samkeppnisaðsstaða milli skóla á háskólastigi bitnar eink- um á deildum og námsgreinum sem eru í beinni samkeppni innbyrðis. Þetta er jafnframt meginástæðan fyrir því að viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla Íslands hefur formlega óskað eftir því að fá heimild til að inn- heimta skólagjöld í meistaranámi við deildina. Á það hefur verið bent að Háskóli Íslands fái ríkisframlag til rannsókna sem aðrir háskólar fái ekki í sama mæli. Sú staðreynd breytir engu um samkeppnisstöðu Háskólans hvað varðar fjármögnun kennslu því að rannsóknarstarfsemi hans er rekstr- arlega sjálfstætt lögbundið verk- efni.“ Yfirlýsing frá rektor Háskóla Íslands Aldrei gert tillögu um skólagjöld við HÍ FORRÁÐAMENN Sláturfélags Suðurlands, SS, óskuðu í gær eftir greiðslustöðvun fyrir gamla Reykja- garð sem félagið keypti nýlega. Verður afstaða tekin til beiðninnar í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir helgi. Leita á nauðasamninga við helstu lánardrottna og að sögn Steinþórs Skúlasonar, forstjóra SS, eru vonir bundnar við að náist að greiða um helming krafna ef um semst. Stærstu lánardrottnar eru Búnað- arbankinn-Kaupþing og síðan fóð- ursalar. SS hefur stofnað nýtt félag með sama nafni en annarri kenni- tölu um rekstur Reykjagarðs. Stein- þór segir engin önnur áform uppi en að halda rekstri Reykjagarðs áfram, en þar starfa 60–70 manns í dag. Nýja félagið sé verulega skuld- sett en hlutafé hafi verið aukið. Milljarðatap á kjötmarkaðnum „Við teljum félagið hafa alla burði til að halda áfram rekstri. Þetta upplausnarástand sem ríkt hefur á markaðnum ætti að fara að taka enda,“ segir Steinþór, sem telur að frá ársbyrjun 2001 hafi fyrirtæki á kjötmarkaði tapað nærri þremur milljörðum króna og bændur tapað um milljarði króna á sama tíma með tilliti til verðlækkunar á svínakjöti, lambakjöti, nautakjöti og kjúkling- um. Alls hafi þessi kjötgrein sem slík tapað hátt í fjórum milljörðum króna. Steinþór segir að frekari uppstokkunar megi vænta á mark- aðnum næstu vikur. Gamli Reykjagarð- ur í greiðslustöðvun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.