Morgunblaðið - 08.11.2003, Page 16

Morgunblaðið - 08.11.2003, Page 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU FULLTRÚAR þeirra íslensku fyrirtækja sem tóku þátt sjávarútvegs- sýningunni China Fish- eries and Seafood Expo í Shanghai í Kína sem lauk nýverið voru nokk- uð ánægðir með þann árangur sem náðist á sýningunni, að sögn Vilhjálms J. Árnasonar, starfsmanns Útflutn- ingsráðs Íslands. Sjö ís- lensk fyrirtæki voru á bás sem Úflutningsráð Íslands skipulagði, en flest íslensku fyrir- tækin sem voru nú á sýningunni hafa tekið þátt í henni áður og eru viðskiptin við Kína orð- in mikilvægur þáttur í starfsemi þeirra. Þetta er í áttunda skipti sem þessi sýning fer fram, en hún hefur stækkað ár frá ári og nú, eins og í fyrra, var sett nýtt met í fjölda sýn- enda. China Fisheries and Seafood Expo fer fram árlega og er stærsta sýning er tengist sjávarútvegi og fiskeldi í Asíu og eru sýnendur bæði að kynna fiskafurðir og tæki, búnað og þjónustu fyrir vinnslu, útvegs- og eldisaðila. Íslensku fyrirtækin sem tóku þátt í sýningunni leggja áherslu á viðskipti með fiskafurðir voru Asiais Ltd., E. Olafsson Ltd., Ice- landic Export Center og Icelandic Japan K.K. Þau fyrirtæki sem voru að bjóða tæki og búnað voru Sæ- plast, Style International og Póls. „Enn sem komið er er meginhluti viðskipta Íslendinga við Kínverja út- flutningur á sjávarafurðum, en karfa-, grálúðu- og rækjuafurðir eru þar fyrirferðarmestar. Fyrirtæki eru þó í auknum mæli einnig að kaupa inn afurðir frá Kína og að láta vinna fyrir sig afurðir þar,“ segir Vilhjálmur Jens. Kína sífellt fýsilegri kostur Á þeim átta árum sem liðin eru síðan China fisheries and Seafood sýningin var fyrst haldin hefur orðið mikil breyting á viðskiptum Kín- verja með fiskafurðir. „Alþjóða- viðskipti þeirra hafa tvöfaldast og Kínverjar eru nú þriðja stærsta þjóðin í viðskiptum með fisk í heim- inum með um sjö milljarða dollara viðskipti á ári. Kínverjar eru einnig með hverju árinu sem líður að verða fýsilegri viðskiptaaðili og fag- mennska í viðskiptum stöðugt að verða þar meiri. Aðstæður til geymslu á fiskafurðum eru að verða betri og dreifileiðir eru að verða ein- faldari. Erlendar stórmarkaðs- keðjur hafa sett upp útibú í Kína og með þeim kemur aukin krafa um gæði og áreiðanleika. Kaupgetan eykst frá ári til árs og áhugi á að neyta nýrra fisktegunda hjá almenn- ingi vex eftir því sem ferðafrelsi verður meira og fólk í sveitum kemst meira í snertingu við borgarlífið. Þrátt fyrir mikla eigin framleiðslu, en Kínverjar eru stærsta fram- leiðsluþjóðin á fiskafurðum og fram- leiða rúmlega 45 milljónir tonna af fiskafurðum á ári, hefur innflutn- ingur verið að aukast. Þrátt fyrir þennan vöxt hafa ýmis áföll dunið yfir og í ár var til dæmis ekki víst hvort af sýningunni yrði vegna bráðalugnabólgunnar sem upp kom í Kína síðasta vetur, en þá dróst eft- irspurn eftir sjávarafurðum saman þegar aðsókn að veitingahúsum minnkaði verulega. Markaðurinn virðist þó hafa náð að rétta úr kútn- um og því var lýst yfir í júlí sl. að tekist hefði að ná tökum á bráða- lungnabólgunni og sýningin var haldin með metfjölda fyrirtækja sem voru um 700, en gestir voru rúmlega 12.000 frá 40 löndum samkvæmt töl- um frá sýningarhöldurum,“ segir Vilhjálmur. Auk íslensks þjóðarbáss voru m.a. þjóðabásar frá Bretlandi, Banda- ríkjunum, Kanada, Noregi, Indlandi og Víetnam. Sýningin er haldin ár- lega, en gjarnan á ólíkum stöðum. Þannig hefur sýningin verið í Pek- ing, Qingdao, Shanghai og Dalian, en allt eru þetta borgir þar sem er mikil framleiðsla eða viðskipti með sjávarafurðir. Næsta sýning mun fara fram 3.-5. nóvember á næsta ári og verður haldin í Qingdao í Shand- ong-héraði. Íslenski sýningarbásinn á kínversku sjávarútvegssýningunni. Vel heppnuð sýning í Kína Beril Xiao og Eyþór Ólafsson, starfsmenn út- flutningsfyrirtækisins E. Ólafsson ehf., á bás fyr- irtækisins á kínversku sjávarútvegssýningunni. MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing frá Bjarna Ákasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ACO hf.: „Í kjölfar skoðunar KPMG á samrunareikningi ACO og Tæknivals vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri: Skarphéðinn Berg Steinars- son, stjórnarformaður ATV hf., hefur farið hamförum nú á haustdögum um að efnahags- reikningur ACO hf. hafi, við sameiningu félagsins við Tækni- val hf., verið rangur og gert því skóna að sameiginlegir hluthafar beggja félaga þ.e.a.s. Opin Kerfi, Íslandsbanki og Búnaðarbankinn hafi sett þetta á svið og þá lík- legast framkvæmdastjóri ACO hf. séð um verknaðinn. Jafnframt hefur Skarphéðinn þessi haldið því fram að rekstur ACO hf. hafi verið rjúkandi rústir við samein- inguna. Þetta er alrangt og hafa 2 virt- ar endurskoðunarstofur skriflega staðfest að svo sé ekki. Rekstur ACO hf. var langt því frá rústir einar og má því til sönnunar benda á að félagið hafði verið rekið samfellt um 2ja áratuga skeið með hagnaði og kom með traustan og endurskoðaðan efna- hag inn í sameininguna við Tæknival hf. þegar afskrifað var við sameininguna var tekin 181 milljón Tæknivalsmegin en 53 milljónir ACO megin. Eftir sam- eininguna var ákveðið að auka ennfrekar við afskriftir og voru afskrifaðar 70 milljónir af birgð- um auk 30 milljóna vegna óvæntra krafna sem komu upp Tæknivalsmegin. Allar afskriftir voru réttilega tilkynntar til Kauphallar Íslands og getur núverandi stjórn ekki stært sig með villandi orðalagi af að reikningar félagsins séu réttir fyrst NÚNA. Þeir voru alltaf réttir og hafa verið áritaðir af endurskoðanda félagsins í sam- ræmi við það. Ef núverandi stjórn ATV hf. telur hins vegar enn að reikningar félagsins séu rangir verða þeir að gegna skyldum sínum sem stjórnar- menn og sjá til þess að félagið verði áfram á athugunarlista. Af einhverjum orsökum er það þó ekki, sem sýnir hversu mótsagnakenndar fullyrðingar fyrirsvarsmanna þess eru. Eftir sameiningu félaganna íhuguðu sumir hluthafa ACO hf. möguleika á riftun sameiningar- innar eða kröfur um breytt skiptihlutföll þar sem staða Tæknivals hf. var mun verri en gert hafði verið ráð fyrir. Ekki var þó farið í aðgerðir þar sem talið var að erfitt væri af laga- tæknilegum ástæðum að láta sameininguna ganga til baka eða sækja frekari rétt vegna óhag- stæðra skiptihlutfalla hluthafa ACO hf. Hins vegar var ljóst í huga hluthafa ACO hf. að ef á einhvern hallaði í sameiningunni þá voru það hluthafar ACO hf. á þeim tíma. Með þetta í huga er með ólík- indum að Skarphéðinn Berg komi fram fyrir hönd stjórnar með þessum hætti og er ekki annað hægt en vona að van- þekking hafi á einhvern hátt ruglað Skarphéðinn í ríminu, frekar en ásetningur um ósann- sögli og rangfærslur. Þó að Skarphéðinn hafi hlaupið á sig með þessu þá hefur hann því miður, þrátt fyrir nýlega skýrslu KPMG, ekki séð ástæðu að biðja hlutaðeigandi aðila afsökunar og væri hann maður meiri ef hann gerði það.“ Yfirlýsing frá fyrrverandi framkvæmdastjóra ACO ATVINNA mbl.isFASTEIGNIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.