Morgunblaðið - 08.11.2003, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 08.11.2003, Qupperneq 23
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 23 Mosfellsbæ | Nú eru um 20 áhuga- samir foreldrar og starfsmenn leik- skóla á námskeiði í Mosfellsbæ sem ber yfirskriftina „Að alast upp aftur, annast okkur sjálf, annast börnin okkar“. Námskeiðið, sem er haldið á vegum Skólaskrifstofu Mosfells- bæjar, byggir á hugmyndafræði sem kynnt er í samnefndri bók eftir þær Jean Illsley Clarke og Connie Daw- son. Námskeiðið fer fram í Lágafells- skóla, einu sinni í viku í sex skipti. Leiðbeinendur eru Gunnhildur Sæ- mundsdóttir leikskólafulltrúi og Hulda Sólrún Guðmundsdóttir sál- fræðingur. Á námskeiðinu er lögð megináhersla á þarfir barna fyrir örvun, viðurkenningu og öryggi. Auk þess er fjallað um þá staðreynd að uppeldishæfni er ekki sjálfgefinn eiginleiki en allir geta bætt sig í upp- eldishlutverkinu. Markmiðið með námskeiðinu í Mosfellsbæ er að veita tækifæri og leiðir til virkra umræðna um uppeld- ismál meðal foreldra í bænum. Skólaskrifstofan stefnir að því að bjóða foreldrum í bænum reglulega upp á að taka þátt í námskeiðinu. Námskeið fyrir foreldra Laugardal | Alla laugardaga í nóv- ember geta börn komið með dótið sitt á leikfangamarkað í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum. Á markaðnum geta börnin selt leik- föngin sín, eða skipt og fengið önn- ur í staðinn. Í Vísindaveröldinni verða settir upp 15 sölubásar sem verða í boði alla laugardaga í nóvember, hinn 8. 15. 22. og 28. Básinn kostar 1000 krónur og sölumenn eiga að vera börn á aldrinum 6 til 12 ára. For- eldrar og aðstandendur eru vel- komnir með til að aðstoða. Sölu- menn fá ókeypis aðgang og mega bjóða fjölskyldu sinni með. Krakkar eiga að koma með sölu- varning sinn milli kl 11.00 og 11.30 að morgni söludags. Sölutjaldið verður opið kl. 12.00–16.30. Allar nánari upplýsingar má finna á www.mu.is. Miðborg | Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi og formaður menn- ingarmálanefndar Reykjavíkur, sagði að nákvæmlega ekkert pukur væri í kringum fornleifarannsókn- ina í Aðalstræti þar sem hótel á að rísa. Fór hann ítarlega yfir fram- kvæmdina á borgarstjórnarfundi á fimmtudaginn og sagði fullkomlega eðlilega að henni staðið. Stór orð sjálfstæðismanna um hneyksli, ófagleg vinnubrögð og vanvirðingu við þjóðargersemar hefðu betur verið ósögð. „Vinnubrögð við forn- leifarannsóknina hafa í alla staði verið vönduð og í víðtæku samráði og samstarfi allmargra sérfræð- inga og stofnana. Umræða fag- manna um meðferð rústarinnar er ekki pukur heldur alvarleg og vönduð aðferð við að varðveita menningarminjarnar sem allra best,“ sagði Stefán Jón. Björn Bjarnason og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins, hafa gagnrýnt að borgarfulltrúum var ekki sagt frá uppgötvun fordyris að fornum skála á þessari lóð og ekki hafi ver- ið tekin formleg ákvörðun um stækkun rannsóknarsvæðisins. Stefán Jón sagði kjarna málsins að vísindamenn hefðu haldið áfram að vinna á þann hátt sem samþykki lá fyrir um. Fundist hefði viðbót við þann skála sem áður var vitað um. Það hefði verið mat vísindamanna að sá fundur kollvarpaði ekki sam- þykktu erindi þeirra og leyfi svo mjög, að sækja yrði um endurnýjað umboð til að sýna rústinni þann sóma sem þeir gættu í hvívetna. Sagði hann að aldrei hefði staðið annað til en að kynna borg- arfulltrúum fund fordyrisins. „En hverju hefði það breytt að gera það við fyrstu sýn eða þegar niður- stöður um byggingasögulegt gildi lágu fyrir?“ spurði Stefán Jón. Illa staðið að málinu Hann Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að R-listinn hefði ekki staðið vel að þessu máli, hvorki nú né áð- ur. Til marks um það þekktu borg- arfulltrúar meirihlutans ekki til málsins þegar það var til umræðu í borgarráði. „Það var allur áhug- inn,“ sagði hún. Kjartan Magnússon sagði að samskiptin hefðu mátt vera formlegri. Kjarni málsins væri sá að þessar fornminjar væru varð- veittar í kjallara hótels sem eitt- hvert aukaatriðið. Með því sé stefnt í hættu að þær komist á heims- minjaskrá UNESCO. Stefán Jón svaraði því til að hvergi hefði heyrst rödd sem taki undir orð Björns, sem sé fyrrver- andi menntamálaráðherra. Full ástæða sé til að taka alvarlega, að rústin í Aðalstræti sé einstæð í sögu mannskyns og eigi möguleika á að komast á heimsminjaskrá. Íslend- ingar hafi árum saman unnið að því að koma Þingvellum á þá skrá, en án árangurs. Skráin sé enginn ferðamannabæklingur heldur geymi merkustu minjar mannkyns. Stefán Jón Hafstein segir vel staðið að fornleifauppgreftri Heimsminjaskrá er enginn ferðamannabæklingur Morgunblaðið/Sverrir Unnið við byggingu hótels á mótum Túngötu og Aðalstrætis í gærdag. Mosfellsbæ | Ástæða þess að lögð verða tvö hringtorg í stað mislægra gatnamóta við tvöföldun Vestur- landsvegar er fyrst og fremst fjár- hagsleg að sögn Jónasar Snæbjörns- sonar, umdæmisstjóra Vegagerðar- innar. Hringtorgin verða tvöföld, annað undir hlíðum Úlfarsfells þar sem Korpúlfsstaðavegur mun tengj- ast inn á Vesturlandsveg en hitt í Reykjavík, nokkru norðar við Úlf- arsá og mun tengja Hafravatnsveg við Vesturlandsveg og tryggja að- komu að þeirri starfsemi sem nú er hinum megin við veginn. Á borgarafundi í Mosfellsbæ sl. miðvikudag kom fram óánægja með fjölgun hringtorga en fyrir eru fjög- ur hringtorg á Vesturlandsvegi og verða sex að loknum framkvæmdum. Jónas bendir á að mislæg gatna- mót kosti um 3–400 milljónir á hvor- um stað en hringtorg kosti í kringum 50 milljónir. „Hringtorgin koma til með að anna umferðinni ágætlega með litlum töfum næstu tíu til tólf ár- in og jafnvel lengur.“ Tefur ekki sjúkraflutninga Að sögn Jónasar er gert ráð fyrir að gera mislæg gatnamót undir hlíð- um Úlfarsfells á árunum 2011–2014 og að þá gæti komið til greina að færa veginn frá fjallinu til að koma í veg fyrir að hreyfa þurfi við hita- veitustokk sem þar liggur. Mislæg gatnamót við Hafravatnsveg verði hins vegar lögð á árunum 2007–2010. Jónas telur að hringtorgin ættu ekki að tefja sjúkrabíla eða annað svo um munar. „Hringtorgin eru mjög rúm og við venjulegar aðstæð- ur býst ég við að sjúkrabíll geti farið býsna greitt í gegn ef það er ekki þeim mun meiri umferð. Umferðar- ljósagatnamót eru náttúrlega ólán fyrir sjúkrabíla líka, þeir þurfa alltaf að fara mjög varlega þar.“ Gert er ráð fyrir að framkvæmd- irnar taki á annað ár og þeim verði lokið árið 2005. „Kostnaðaráætlun sem við erum með núna er á milli 1.000 og 1.100 milljónir en fjárveitingar sem liggja fyrir eru um 600 milljónir þannig að það þarf einhverjar ráðstafanir hjá samgönguráðuneytinu til að heimila að við getum farið í þessar fram- kvæmdir,“ segir Jónas. Fleiri hringtorg vegna fjárhags- legra sjónarmiða                                       
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.