Morgunblaðið - 08.11.2003, Side 24

Morgunblaðið - 08.11.2003, Side 24
AKUREYRI 24 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NOKKUR innbrot hafa verið tilkynnt til lögreglu á Akureyri síðustu daga. Þannig var innbrot í Eyrarlandsstofu í Lystigarði Akureyrar tilkynnt á þriðjudag en þar hafði verið farið inn um glugga með því að brjóta hann. Rótað var til á skrifstofu, en engu stolið að séð varð segir í dagbók lög- reglu. Þá var einnig brotist inn í Skeifuna, félagsheimili hestamanna og stolið þaðan myndbandstæki, hljómflutningstækjum, fjórum skeið- klukkum, tveimur talstöðvum og fleiru. Um tilraun til innbrots í golf- skálann að Jaðri var einnig tilkynnt í vikunni. Þar hafði rúða verið brotin og reynt að spenna upp glugga en ekki tekist. Loks var tilkynnt um inn- brot í Bakaríið við brúna. Þar hafði verið farið inn í viðbyggingu við hús- næði þaðan sem greið leið var um allt hús. Nokkrum tugum þúsund króna í peningum var stolið. Lögregla biður þá sem einhverjar upplýsingar geta gefið um innbrotin að láta vita Nokkur inn- brot í bænum undanfarið RONJA ræningjadóttir, Harry Potter og Hringadróttinssaga hafa átt hug og hjarta nemenda, kennara og annars starfsfólks Síðuskóla síðustu daga, en svo- nefndir þemadagar hafa staðið yfir í skólanum og fyrrnefndar bækur þar í öndvegi. Yngstu nemendurnir einbeittu sér að Ronju. „Kennarinn las söguna fyrir okkur á meðan við vorum að borða nestið,“ sagði Sindri sem er í 2. bekk. Hann upplýsti einnig að krakkarnir væru búnir að sjá bíómyndina og væru því nokkuð vel heima í sögunni. „Þetta er ágæt bók, en ég veit ekki hvort hún er uppáhalds- bókin mín,“ sagði Sindri sem var ásamt félögum sínum að búa til Matthíasarskóg, en aðrir voru að búa til ræningjabúninga, boga, örvar eða skálar. Þá mátti líta myndarlegan ræningjahelli í einni stofunni og þar byrja börn- in daginn við kertaljós og spjall. Öll börnin fengu líka að fara út að grilla pylsur og sérstakt Lovísubrauð, hið mesta hnoss- gæti. Og létu kuldann ekki á sig fá, „Maggi húsvörður er nú bara oft á bolnum,“ sagði einn pjakk- urinn og þótti hann greinilega mikið hreystimenni. Börnin á miðstiginu voru upp- tekin við Harry Potter og allt sem honum fylgdi, búnir voru til skreyttir seyðpottar, furðujurtir og furðudýr, töfraseyður og sæl- gætisgerð var á fullu í einni stof- unni. Þar var boðið upp á „fjöldabragðabaunir“, eins konar konfekt úr kartöflum og til allrar guðs lukku var molinn sem blaðamaður fékk ekki með ælu- bragði, en að sögn eru þeir víst til líka. „Þetta er miklu skemmti- legra en venjulegur skóli,“ sögðu nokkrir krakkar sem voru í óða- önn að útbúa barmmerki og gler- augu að hætti Harrys. „Það væri gaman ef svona dagar væru sem oftast, t.d. einu sinni í mánuði.“ Hringadróttinssaga var þemað á unglingastiginu og þar var margt í boði, útbúið var vegg- teppi, eins konar myndasaga þar sem barátta góðs og ills var í fyrirrúmi. Eins var útbúið spil upp úr sögunni, helstu persón- urnar mótaðar í pappamassa, skartgripir af ýmsu tagi gerðir og þá var bakað Fróðabrauð að hætti Hobbitana svo fátt eitt sé nefnt af fjölbreyttum viðfangs- efnum ungmennanna. Næring: Börnin grilla sér pylsur og Lovísubrauð á skólalóðinni. Gaman að hafa svona daga sem oftast Nemendur mála Dobbý sem í framtíðinni verður húsálfur skólans. Fallegt: Yngstu börnin búa til Matthíasarskóg og skreyta grein- ar trjánna með fallegum litum. Morgunblaðið/Kristján Eins og hin raunverulega Ronja: Að sjálfsögðu þurfti að búa til þartilgerð ræningjaföt og greiða stúlkunum í stíl við hárgreiðslu Ronju. Léttir 75 ára | Hestamannafélagið Léttir á Akureyri fagnar 75 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni verð- ur afmælisfagnaður félagsins haldinn í Íþróttahöllinni í kvöld og hefst kl. 20.30. Þar verður matur, skemmtun og dansleikur, sem og happdrætti með veg- legum vinningum. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna í Höllina og gera sér glaðan dag í tilefni þessara merku tímamóta.    Hádegistónleikar | Björn Steinar Sól- bergsson, organisti í Akureyrarkirkju, held- ur hádegistónleika í kirkjunni í dag, laug- ardaginn 8. nóvember, kl. 12. Á tónleikunum flytur hann Ciacona í f-moll og Partítu eftir Johann Pachelbel og Konsert í h-moll eftir Walther/Vivaldi. Lesari á tónleikunum er Heiðdís Norðfjörð. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og eru allir velkomnir.    Björn Steinar Áhætta barna í umferðinni | Málþing um umferðarfræðslu í skólum og áhættu grunnskólabarna í umferðinni verður haldið í Háskólanum á Akureyri, Þing- vallastræti 23, næsta þriðjudag, 11. nóv- ember, og hefst það kl. 12.30. Benedikt Sigurðarson sérfræðingur mun kynna niðurstöður rannsókna á umferð- arfræðslu í skólum og könnun á ferða- háttum grunnskólabarna. Þá flytja þau Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu og Ásdís Guðmundsdóttir hjá Vegagerðinni einnig erindi sem tengjast umferð- armálum. Skráning á málþingið fer fram hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Ak- ureyri.    SKAUTAKENNSLA hefst hjá tveimur bekkjardeildum í grunnskólum Akureyrar í næstu viku. Um tilraunakennslu er að ræða og munu nemendur í 3. og 4. bekk ríða á vaðið. Gunnar Gíslason, deildarstjóri skóla- deildar, sagði að skautakennslan tengdist íþróttakennslu þessara nemenda. Þau munu mæta í eina klukkustund á viku næstu fjór- ar vikurnar, þar sem kennararnir fara með þeim og kenna þeim á skauta. starfið,“ sagði Gunnar. Eins og fram hefur komið sendi Skautafélag Akureyrar erindi til skólanefndar fyrir skömmu, þar sem leitað var eftir stuðningi skólayfirvalda og Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands, VMÍ, við að koma á skautakennslu í grunnskólum bæjarins. Skólanefnd tók vel í erindið og nú hefur verið ákveðið að setja slíka kennslu af stað til prufu með áðurnefndum hætti. „Næstu vikurnar mun íþróttakennslan færast að nokkru leyti yfir í þetta form. Það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út og um leið hvernig þetta skilar sér í aðsókn að Skautahöllinni.“ Gunnar sagði að eftir áramót yrði einnig horft til Hlíðarfjalls með skíðakennslu í svipuðu formi í huga, þ.e. ef aðstæður leyfa. „Það er fullur vilji til þess að skoða hvernig hægt er að flétta þetta inn í skóla- Skautakennsla í grunnskólunum Tímamót hjá FSA | Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri, FSA, á 130 ára afmæli í ár, tók til starfa í nóvember árið 1873 í húsi sem var gjöf Friðriks C.M. Gud- manns. Húsið gekk jafnan undir nafninu Gudmanns minde eða Guðmanns minni upp á íslensku. Þá eru í ár 50 ár liðin frá því starfsemi fjórðungssjúkrahússins hófst í því húsnæði sem enn er í notkun, en þar var handlækningadeild opnuð 15. desember árið 1953. Þessara merku tímamóta í sögu sjúkrahússins verður minnst með ýmsum hætti á næstunni. Fyrsti liðurinn er opn- un sýningar í verslunarmiðstöðinni Gler- ártorgi í dag, laugardaginn 8. nóvember kl. 14. Þar verða til sýnis munir og myndir sem tengjast sögu sjúkrahússins. Sýningin verður opin á sama tíma og verslunarmiðstöðin fram til sunnudagins 16. nóvember næstkomandi. Afmælisblað verður svo gefið út í des- ember þar sem tímamótanna verður minnst en að auki má nefna að síðar verður opið hús þar sem starfsemin verður kynnt og efnt verður til fyr- irlestra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.