Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 24
AKUREYRI 24 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NOKKUR innbrot hafa verið tilkynnt til lögreglu á Akureyri síðustu daga. Þannig var innbrot í Eyrarlandsstofu í Lystigarði Akureyrar tilkynnt á þriðjudag en þar hafði verið farið inn um glugga með því að brjóta hann. Rótað var til á skrifstofu, en engu stolið að séð varð segir í dagbók lög- reglu. Þá var einnig brotist inn í Skeifuna, félagsheimili hestamanna og stolið þaðan myndbandstæki, hljómflutningstækjum, fjórum skeið- klukkum, tveimur talstöðvum og fleiru. Um tilraun til innbrots í golf- skálann að Jaðri var einnig tilkynnt í vikunni. Þar hafði rúða verið brotin og reynt að spenna upp glugga en ekki tekist. Loks var tilkynnt um inn- brot í Bakaríið við brúna. Þar hafði verið farið inn í viðbyggingu við hús- næði þaðan sem greið leið var um allt hús. Nokkrum tugum þúsund króna í peningum var stolið. Lögregla biður þá sem einhverjar upplýsingar geta gefið um innbrotin að láta vita Nokkur inn- brot í bænum undanfarið RONJA ræningjadóttir, Harry Potter og Hringadróttinssaga hafa átt hug og hjarta nemenda, kennara og annars starfsfólks Síðuskóla síðustu daga, en svo- nefndir þemadagar hafa staðið yfir í skólanum og fyrrnefndar bækur þar í öndvegi. Yngstu nemendurnir einbeittu sér að Ronju. „Kennarinn las söguna fyrir okkur á meðan við vorum að borða nestið,“ sagði Sindri sem er í 2. bekk. Hann upplýsti einnig að krakkarnir væru búnir að sjá bíómyndina og væru því nokkuð vel heima í sögunni. „Þetta er ágæt bók, en ég veit ekki hvort hún er uppáhalds- bókin mín,“ sagði Sindri sem var ásamt félögum sínum að búa til Matthíasarskóg, en aðrir voru að búa til ræningjabúninga, boga, örvar eða skálar. Þá mátti líta myndarlegan ræningjahelli í einni stofunni og þar byrja börn- in daginn við kertaljós og spjall. Öll börnin fengu líka að fara út að grilla pylsur og sérstakt Lovísubrauð, hið mesta hnoss- gæti. Og létu kuldann ekki á sig fá, „Maggi húsvörður er nú bara oft á bolnum,“ sagði einn pjakk- urinn og þótti hann greinilega mikið hreystimenni. Börnin á miðstiginu voru upp- tekin við Harry Potter og allt sem honum fylgdi, búnir voru til skreyttir seyðpottar, furðujurtir og furðudýr, töfraseyður og sæl- gætisgerð var á fullu í einni stof- unni. Þar var boðið upp á „fjöldabragðabaunir“, eins konar konfekt úr kartöflum og til allrar guðs lukku var molinn sem blaðamaður fékk ekki með ælu- bragði, en að sögn eru þeir víst til líka. „Þetta er miklu skemmti- legra en venjulegur skóli,“ sögðu nokkrir krakkar sem voru í óða- önn að útbúa barmmerki og gler- augu að hætti Harrys. „Það væri gaman ef svona dagar væru sem oftast, t.d. einu sinni í mánuði.“ Hringadróttinssaga var þemað á unglingastiginu og þar var margt í boði, útbúið var vegg- teppi, eins konar myndasaga þar sem barátta góðs og ills var í fyrirrúmi. Eins var útbúið spil upp úr sögunni, helstu persón- urnar mótaðar í pappamassa, skartgripir af ýmsu tagi gerðir og þá var bakað Fróðabrauð að hætti Hobbitana svo fátt eitt sé nefnt af fjölbreyttum viðfangs- efnum ungmennanna. Næring: Börnin grilla sér pylsur og Lovísubrauð á skólalóðinni. Gaman að hafa svona daga sem oftast Nemendur mála Dobbý sem í framtíðinni verður húsálfur skólans. Fallegt: Yngstu börnin búa til Matthíasarskóg og skreyta grein- ar trjánna með fallegum litum. Morgunblaðið/Kristján Eins og hin raunverulega Ronja: Að sjálfsögðu þurfti að búa til þartilgerð ræningjaföt og greiða stúlkunum í stíl við hárgreiðslu Ronju. Léttir 75 ára | Hestamannafélagið Léttir á Akureyri fagnar 75 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni verð- ur afmælisfagnaður félagsins haldinn í Íþróttahöllinni í kvöld og hefst kl. 20.30. Þar verður matur, skemmtun og dansleikur, sem og happdrætti með veg- legum vinningum. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna í Höllina og gera sér glaðan dag í tilefni þessara merku tímamóta.    Hádegistónleikar | Björn Steinar Sól- bergsson, organisti í Akureyrarkirkju, held- ur hádegistónleika í kirkjunni í dag, laug- ardaginn 8. nóvember, kl. 12. Á tónleikunum flytur hann Ciacona í f-moll og Partítu eftir Johann Pachelbel og Konsert í h-moll eftir Walther/Vivaldi. Lesari á tónleikunum er Heiðdís Norðfjörð. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og eru allir velkomnir.    Björn Steinar Áhætta barna í umferðinni | Málþing um umferðarfræðslu í skólum og áhættu grunnskólabarna í umferðinni verður haldið í Háskólanum á Akureyri, Þing- vallastræti 23, næsta þriðjudag, 11. nóv- ember, og hefst það kl. 12.30. Benedikt Sigurðarson sérfræðingur mun kynna niðurstöður rannsókna á umferð- arfræðslu í skólum og könnun á ferða- háttum grunnskólabarna. Þá flytja þau Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu og Ásdís Guðmundsdóttir hjá Vegagerðinni einnig erindi sem tengjast umferð- armálum. Skráning á málþingið fer fram hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Ak- ureyri.    SKAUTAKENNSLA hefst hjá tveimur bekkjardeildum í grunnskólum Akureyrar í næstu viku. Um tilraunakennslu er að ræða og munu nemendur í 3. og 4. bekk ríða á vaðið. Gunnar Gíslason, deildarstjóri skóla- deildar, sagði að skautakennslan tengdist íþróttakennslu þessara nemenda. Þau munu mæta í eina klukkustund á viku næstu fjór- ar vikurnar, þar sem kennararnir fara með þeim og kenna þeim á skauta. starfið,“ sagði Gunnar. Eins og fram hefur komið sendi Skautafélag Akureyrar erindi til skólanefndar fyrir skömmu, þar sem leitað var eftir stuðningi skólayfirvalda og Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands, VMÍ, við að koma á skautakennslu í grunnskólum bæjarins. Skólanefnd tók vel í erindið og nú hefur verið ákveðið að setja slíka kennslu af stað til prufu með áðurnefndum hætti. „Næstu vikurnar mun íþróttakennslan færast að nokkru leyti yfir í þetta form. Það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út og um leið hvernig þetta skilar sér í aðsókn að Skautahöllinni.“ Gunnar sagði að eftir áramót yrði einnig horft til Hlíðarfjalls með skíðakennslu í svipuðu formi í huga, þ.e. ef aðstæður leyfa. „Það er fullur vilji til þess að skoða hvernig hægt er að flétta þetta inn í skóla- Skautakennsla í grunnskólunum Tímamót hjá FSA | Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri, FSA, á 130 ára afmæli í ár, tók til starfa í nóvember árið 1873 í húsi sem var gjöf Friðriks C.M. Gud- manns. Húsið gekk jafnan undir nafninu Gudmanns minde eða Guðmanns minni upp á íslensku. Þá eru í ár 50 ár liðin frá því starfsemi fjórðungssjúkrahússins hófst í því húsnæði sem enn er í notkun, en þar var handlækningadeild opnuð 15. desember árið 1953. Þessara merku tímamóta í sögu sjúkrahússins verður minnst með ýmsum hætti á næstunni. Fyrsti liðurinn er opn- un sýningar í verslunarmiðstöðinni Gler- ártorgi í dag, laugardaginn 8. nóvember kl. 14. Þar verða til sýnis munir og myndir sem tengjast sögu sjúkrahússins. Sýningin verður opin á sama tíma og verslunarmiðstöðin fram til sunnudagins 16. nóvember næstkomandi. Afmælisblað verður svo gefið út í des- ember þar sem tímamótanna verður minnst en að auki má nefna að síðar verður opið hús þar sem starfsemin verður kynnt og efnt verður til fyr- irlestra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.