Morgunblaðið - 08.11.2003, Side 25

Morgunblaðið - 08.11.2003, Side 25
ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 25 Selfossi | Aðfaranótt föstudags héldu 24 franskir nemendur og 3 kennarar sem dvalið höfðu hjá nemendum og kennurum Fjölbrautaskóla Suðurlands heim á leið eftir hálfsmánaðar dvöl á Íslandi. Dvölin er liður í samskiptum menntaskóla í Staint Nazaire á Bretagneskaga og Fjölbrautaskóla Suður- lands. Nemendaskiptin eru styrkt af Sókrates- Comenius-áætluninni og er þema samskiptanna þjóðsögur og náttúruöflin. Þeir fóru m.a. norður í land og á suðurströndina. Einnig sóttu þeir kennslustundir í skólanum og fengu kennslu í íslensku. Í verkefninu er lögð áhersla á mikilvægi tungumálakunn- áttu og þekkingar á öðrum löndum. Nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands heimsækja síðan Frakkland á vorönn 2004 og kynna sér franskar þjóðsögur frá Bretagne og menningu Frakka. Hrefna Clausen og Vera Ósk Valgarðs- dóttir frönskukennarar og Örlygur Karlsson skólameistari hafa umsjón með samskiptunum af hálfu Íslendinga. Frönsku kennararnir sem hingað komu heita Cathrine Gillet, Marie Lancien og Jean Michel Richardeau. Frakkar kynntu sér þjóð- sögur og náttúru Íslands Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hveragerði | Fyrsta áfanga nýs leikvallar við grunn- skólann er lokið. Búið er að leggja hellur, tyrfa og setja upp leiktæki fyrir yngsta aldurshópinn. Leiktækin eru ekki alveg hefðbundin en samt hægt að kalla þau gömlu góðu nöfnunum eins og róla og vegasalt. Vegasaltið er þeim kostum búið að það fer bæði upp og niður og í hring. Það eru því þó nokkrir sem hafa fengið kúlu á höfuðið og sumum jafnvel orðið óglatt. Núna eru flestir búnir að læra inn á nýju tækin og orðnir færir í að leika sér, þannig að byrjunarörðugleikar heyra fortíðinni til. Krakkarnir eru alsæl og segja að leikvöllurinn sé skemmtilegri en sá gamli, sem var orðinn ansi lúinn. Nýr og skemmtilegur leikvöllur Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.