Morgunblaðið - 08.11.2003, Side 29

Morgunblaðið - 08.11.2003, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 29  Hvernig getur EBRD, Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu, nýst íslenskum fyrirtækjum?  Hvernig ber að sækja um fjármögnun til bankans?  Hvað er „Trade Facilitation program“ bankans? Dagskrá: 8:10-8:15 Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, frú Valgerður Sverrisdóttir, ávarpar gesti. 8:15-8:30 Hr. Jean Lemierre, forseti Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu: New opportunities for investments in Eastern Europe. 8:30-8:35 Hr. Sven Hegelund, Director of the Constituency of Sweden, Iceland and Estonia: EBRD - The Constituency of Sweden, Iceland and Estonia. 8:35-8:50 Hr. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands hf. og fyrrum aðstoðarframkvæmdastjóri hjá EBRD: Icelandic corporate sector: Opportunities for cooperation with EBRD. 8:50-9:00 Umræður og fyrirspurnir. 9:15-9:35 Hr. Timo Hartikainen, Principal Banker, Business Development: A practical approach to working with the EBRD. 9:35-9:55 Fr. Elina Roine, Associate Banker, Financial Institutions: Trade Facilitation Programme - promoting trade in CEE and CIS. 9:55-10:15 Umræður og fyrirspurnir. 10:15 Lokaorð. Fundarstjóri er Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs. Aðgangur ókeypis. Óskað er eftir að þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í fundinum, tilkynni þar um í s. 545 8500 eða á: postur@ivr.stjr.is. Athygli er vakin á því að fyrirtækjum gefst kostur á einkafundum með sérfræðingum EBRD hinn 12. og 13. nóvember næstkomandi. Þeim, sem óska eftir slíkum fundi, er vinsamlegast bent á að hafa samband við Jónínu S. Lárusdóttur í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, s. 545 8500 eða á postur@ivr.stjr.is. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti boða til morgunverðarfundar: EBRD: Fjármögnun verkefna og ráðgjöf í Austur-Evrópu og fyrrum Sovétríkjunum Hótel Nordica, salur F og G miðvikudaginn 12. nóvember kl. 8:10-10:15 EKKI þekki ég uppruna sögunnar um indjánastúlkuna Litlu Ljót, sem glöð og góð þjónustar fordekraðar og hrokafullar systur sín- ar þar til dís ein skrýðir hana glitklæðum og kemur í framhaldinu vitinu fyrir systurnar. Sagan hefur yfir- bragð ævintýris, en gæti eins verið frum- smíð einhvers sem nýt- ir sér ævintýrastílinn til að koma boðskapnum um innri og ytri fegurð til skila. Hitt er ljóst að tvær konur í Vest- mannaeyjum, þær Edda Antonsdóttir og Halldóra Magnúsdótt- ir, komu sögunni í leik- búning og þar var verk- ið sýnt 1981 og aftur nú. Annars er vel hægt að finnast boð- skapurinn tvíbentur í þessu verki eins og mörgum öðrum sem ætlað er að koma afdráttarlausum skila- boðum til yngstu kynslóðarinnar. Vissulega er hér boðuð ást og kær- leikur, réttlæti og vinátta. En það er samt sem áður hin ytri fegurð sem er svo eftirsóknarverð, áður en hún er til staðar virðist enginn geta séð hvað Litla Ljót er góð. Og auðvitað er hún falleg líka, það bara sá það enginn fyrr en hún er komin í falleg föt. Sigrúnu Sól lætur greinilega vel að vinna með börnum og unglingum eins og hér eru í flestum hlutverk- anna og margir að stíga sín fyrstu skref. Sýningin ber þessa vitaskuld merki, kraftur og gleði er aðalsmerki hennar en minna lagt upp úr fágun og fínlegri tilfinningatúlkun. Þó hefði kannski mátt leggja örlítið meiri rækt við textaflutning, oft vantaði herslumuninn á að allt kæmist til skila. Eins var hlustun ekki alltaf nægilega einbeitt, viðbrögðin komin fram áður en setning mótleikarans var fallin. Á móti kom að hóp- og dansatriði voru prýðilega af hendi leyst, og samspil leikenda og hljóm- sveitar, sem hafði mikilvægu hlut- verki að gegna, snurðulítið. Skemmtilegar hugmyndir ein- kenna sýninguna og víða er fært í stílinn, brugðið út af leikgerðinni og skírskotað til nútímans. Þó að Litla Ljót sé titilhlutverkið er það ekki að sama skapi sérlega bitastætt en Dorthy Lisa Wood- land fór vel með það. Hinar ótuktarlegu syst- ur voru og prýðilega leiknar af þeim Kol- brúnu Birnu Ebenesar- dóttur, Guðrúnu Hebu Andrésdóttur og Lauf- eyju Sigrúnu Sigmars- dóttur. Einnig verður að minnast á hinn kostulega seiðskratta Dulda Seið, sem Hjalti Pálsson gerði öldungis kostulega. Þá var túlk- unin á dísinni, sem reyndar eru þrjár í þessari sýningu afar frumleg og skemmtileg, og þær Kristín Gríms- dóttir, Drífa Þöll Arnardóttir og Erla Ásmundsdóttir hver annarri betri. Umgjörð og búningar var hefð- bundin og rétt, en þó með því skemmtilega tilbrigði að þetta var af- ar nútímalegt indjánaþorp, trúlega á einu af bandarísku „verndarsvæðun- um“ sem hýsa það sem eftir lifir af þeim þjóðflokkum. Þetta var vel til fundið, og ágætlega gegnumfært í búningum og leikmunum. Sýning Leikfélags Vestmannaeyja er ágætis skemmtun, litrík og fjörug. Fullur salur af börnum var einstak- lega prúður á sýningunni sem und- irritaður sá, fylgdist grannt með því sem fram fór en var líka alveg til í að taka þátt þegar leikendur buðu upp á slíkt samspil. Litla Ljót er ágætlega metnaðarfull barnasýning þar sem Leikfélag Vestmannaeyja leggur jafnt grunn að leikhóp og áhorfend- um framtíðarinnar. Af sálarlífi systra LEIKLIST Leikfélag Vestmannaeyja Leikgerð: Edda Antonsdóttir og Halldóra Magnúsdóttir, leikstjóri: Sigrún Sól Ólafsdóttir. Félagsheimilinu í Vest- mannaeyjum 2. nóvember 2003. LITLA LJÓT Þorgeir Tryggvason Sigrún Sól Ólafsdóttir NORRÆNI skjaladagurinn er í dag. Þema skjaladagsins að þessu sinni er líkami, heilsa og íþróttir. Sum söfnin eiga samstarf við félög eða stofnanir sem tengjast þema ársins. Sýning flestra héraðsskjalasafnanna stend- ur næstu þrjár vikur. Þjóðskjalasafns Íslands, Laugavegi 162 kl. 11 Opnun sýningar á skjölum frá landlæknisembættinu. Héraðsskjalasafn Kópavogs Myndir og skjöl tengd þema ársins á Café Borg. Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar Börn úr 6. bekkjum í Lágafellsskóla hanna vefsíðu með texta og gömlum ljósmyndum úr afmælisritum Aftur- eldingar. Héraðsskjalasafn Akranesskaup- staðar kl. 13–16 Í Svöfusal á annarri hæð Bókasafn Akraness verða sýnd- ar myndir á stafrænu formi úr Ljós- myndasafni Akraness sem tengjast þema dagsins. Snorrastofa í Reykholti kl. 13–17 Opið hús. Bergur Þorgeirsson, for- stöðumaður Snorrastofu, flytja stutta fyrirlestra um sögu og starf- semi stofnunarinnar kl. 14 og 16. Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar, Borgarnesi Skjöl og myndir úr fór- um hestamannafélagsins Faxa sem gefa innsýn í 70 ára sögu félagsins. Héraðsskjalasafn Ísfirðinga Skjöl Ungmenna- og íþróttafélaga. Héraðsskjalasafnið á Akureyri Opið hús. Fólk er hvatt til að skila inn skjölum um efni til varðveislu á safn- inu. Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Egilsstöðum Skjöl úr einkaskjala- safni Þórarins Sveinssonar, sem var um árabil kennari við Alþýðuskólann á Eiðum og kenndi þar m.a. leikfimi. Héraðsskjalasafn Austur-Skafta- fellssýslu Gerðarbækur og önnur skjöl Ungmennafélagsins Úlfljóts. Fjöldi ljósmynda og gögn frá öðrum félögum sem létu sig varða heilbrigði og hreysti. Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja kl. 13–16 Safnið varðveitir m.a. gögn um sundkennslu í Vestmannaeyjum allt frá 1910 og um starfsemi Ung- mennafélags Vestmannaeyja 1927– 29. Sjá nánar: www.skjaladagur.is Norræni skjala- dagurinn Á TÓNLEIKUM 15.15, tónleikarað- arinnar á nýja sviði Borgarleikhúss- ins í dag kl. 15.15 leikur Camer- arctica Kvartett fyrir endalok tímans eftir franska tónskáldið Oliv- ier Messiaen. Camerarctica hefur fengið til liðs við sig Örn Magnússon, píanóleikara. Hópinn skipa auk hans Ármann Helgason, klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðlu- leikari, og Sigurður Halldórsson, sellóleikari. Ármann segir að ekkert þeirra hafi áður flutt þetta verk en hafi allt- af langað til þess. „Verkið er rosa- lega sterkt og aðstæður sem það er sprottið úr gera það svo magnað. Í verkinu eru miklir öfgar, andstæður í hraða, styrkleika og í tónhæð,“ segir Ármann. „Kvartettinn var saminn í fangabúðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni og frumfluttur þar af Messiaen og meðföngum hans. Fyrir einskæra tilviljun völd- ust þessir fimm fangar saman úr hópi 5.000 annarra fanga árið 1941. Þeir léku á klarinettu, fiðlu og selló, sjálfur var Messiaen píanóleikari. Það er ástæðan fyrir þessari óvenju- legu hljóðfæraskipan,“ segir Ár- mann. „Tónlistarmenn voru hátt skrifaðir af nasistum og Messiaen varð sér úti um píanógarm og bréf- snifsi og hófst handa við skriftir. Sellistinn var ekki með hljóðfæri en samfangarnir efndu til samskots og hann fékk að skreppa í fylgd fanga- varðar út fyrir búðirnar og kaupa sér selló.“ Messiaen skrifað fyrst klarinettu- þáttinn, svo tríó fyrir hin hljóðfærin og fullskrifað varð verkið átta þætt- ir sem tekur um klukkustund í flutn- ingi. „Verkið æfðu þeir í nokkra mánuði og flutt nokkrum sinnum að afloknum vinnudegi. Messiaen sagði mörgum árum síðar að aldrei nokk- urn tímann hefði verið hlustað af jafnmikilli athygli og skilningi,“ seg- ir Ármann. „Loks hlutu þeir að laun- um náð fyrir augum fangelsisyf- irvalda og má segja að þeir hafi leikið sig út úr fangelsinu. Þá höfðu þeir verið í fangelsi í eitt ár. Sellist- inn sagði síðar að tónlistin hefði bjargað lífi þeirra.“ „Messiaen notar fuglasöng mikið í tónmáli sínu sem tákn fyrir þrá eftir ljósi og birtu. Í fangabúðunum, þar sem tíminn hætti næstum að vera til, dróst Messiaen að andstæðunum tíma og eilífð. Í formála verksins birtir hann kafla úr Opinberunarbók Jóhannesar þar sem talað er um endalok tímans, heimsendi. Tveir þættir eru lofsöngur til Jesú Krists, þeir eru ótrúlega hægir og fallegir. Í einum kaflanum líkja hljóðfærin eft- ir lúðrum og málmbjöllum himn- eskra sendiboða,“ segir Ármann. Kammerhópurinn Camerarctica er tónleikagestum að góðu kunnur. Á þeim ellefu árum sem hópurinn hefur starfað hefur Camerarctica vakið eftirtekt fyrir flutning sinn á verkum Mozarts en hefur einnig frumflutt nýja tónlist og staðið fyrir norrænni tónlistarhátíð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þau flytja Kvartett fyrir endalok tímans í dag kl. 15.15: Ármann Helgason, Hildigunnur Halldórsdóttir, Sigurður Halldórsson og Örn Magnússon. Samskot fyrir sell- istann í fangabúðum LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar sýnir dagskrá í Hafnarfjarðarleikhúsinu kl. 20 í kvöld, laugardag, sem ber nafnið „Í boði leikfélagsins“ og samanstendur af níu íslenskum stuttverkum. Ekkert verkanna er yfir 15 mínútna langt og flest þeirra samin af félögum í leikfélag- inu. Þetta eru verk sem spanna allt litróf leiklistarinnar frá harmleik til gamanleiks. Fjögur verkanna voru sýnd á Stuttverkahátíð í Borgarleikhúsinu 25. október sl. Hjá leikfélaginu eru að hefjast æfingar á nýju verki eftir Lárus Húnfjörð sem ber vinnuheitið „Freysteinn gengur aftur“ og er áætlað að frumsýna það í kringum áramótin. Þá mun félagið líka flytja í nýtt húsnæði í gamla Lækj- arskólanum í Hafnarfirði. Leik- félagið mun í tilefni þess bjóða vel- unnurum sínum og öðrum sem áhuga hafa á starfi félagsins til þessarar dagskrár endurgjalds- laust. Lilja Nótt Þórarinsdóttir og Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson í hlutverkum sínum í Hjartað er bara vöðvi eftir Hildi Þórðardóttur í Hafnarfirði. Stuttverkahátíð í Hafnarfjarðarleikhúsi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.