Morgunblaðið - 08.11.2003, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 08.11.2003, Qupperneq 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 35 Í KYNNINGARBRÉFI frá þeim, sem standa að söfnun fyrir Sjón- arhól, fyrirhugaða þjónustumiðstöð í þágu barna með sér- þarfir og fjölskyldur þeirra, segir m.a.: „Það er foreldrum áfall að komast að því að barn þeirra er með langvinnan eða ólæknandi sjúkdóm, varanlega fötlun eða önnur þroska- frávik. Við tekur greining, rann- sóknir, meðferð, upplýsingaleit, út- vegun hjálpartækja, fundir, viðtöl og vinnutap vegna umönnunar með til- heyrandi fjárhagsvanda og röskun á heimilishögum og jafnvel búsetu. Fjölskyldulífið fer að verulegu leyti að snúast um þarfir hins veika eða fatlaða barns. Það kemur foreldrum á óvart hve mikill tími fer í að fá yf- irsýn og samræma þann stuðning sem tiltækur er vítt og breitt í heil- brigðiskerfinu, hjá félagsþjónustu sveitarfélaga og á öllum stigum skólastarfsins.“ Síðar segir: „Ráðgjöfum Sjón- arhóls er m.a. ætlað það hlutverk að kynna foreldrum þann stuðning sem þeir eiga rétt á frá opinberum að- ilum og veita þeim aðstoð við að sækja hann.“ Á þessu er svo sannarlega þörf! Ég er sannfærður um að ef vel tekst til getur Sjónarhóll komið til með að gegna lykilhlutverki í orðsins fyllstu merkingu. Mörgum reynist nefni- lega erfitt að finna lykilinn að þeirri velferðarþjónustu sem er í boði eða á að vera í boði lögum samkvæmt. Þetta er frábært framtak og vona ég að sú landssöfnun sem er framundan skili góðum árangri. Það mun gagnast börnunum og fjölskyld- unum sem í hlut eiga og það er mín sannfæring að það muni einnig styrkja velferðarþjónustuna, stuðla að því að hún verði opnari og mark- vissari. Söfnum fyrir Sjónarhól Eftir Ögmund Jónasson Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB. UM helgina bankaði upp á hjá mér kona í þeim tilgangi að safna undir- skriftum til að mótmæla nýrri byggð sem fyrirhugað er að reisa í landi Lundar í Kópavogi. Þetta vakti nokkra undrun mína, enda búsett í Hjalla- hverfi, hinum megin við Digraneshæðina. Gesturinn sá skipulaginu í Lundi allt til foráttu og var helst að skilja að háhýsi væru mannfjandsamlegt og óheilsusamlegt íbúða- form sem engan rétt eigi á sér og því mikilvægt að afstýra því slysi sem þetta skipulag boðar. Þetta kom mér nokkuð spánskt fyrir sjónir, enda er héðan úr Hjallahverfinu útsýni yfir Kópavogsdalinn, þar sem sjá má háhýsi í bland við lág- reistari byggð. Þetta hefur ekki dregið úr vinsældum þessa svæðis og má reikna með að hið fjölbreytta íbúðaform hafi jákvæð áhrif á blandað og fjölskrúðugt mannlíf. Handan hæðarinnar í Fossvogsdalnum er mun minna framboð af fjölbýli og gæti maður helst trúað því að slíkar byggingar komi til með að njóta vinsælda. Mér er því erfitt að sjá hvers vegna þetta mál væri svo stórt að það yrði til þess að fólk legði leið sína yfir Digraneshæðina til að ná í undir- skriftir gegn þessu skipulagi. Það hefur vakið undrun mína hve mikill hiti er vegna þessa máls. Skilja mætti slíkt ef byggja ætti umhverfisspillandi starfsemi þarna í næsta ná- grenni við útivistarsvæði Fossvogsdals. Raunveruleikinn er hinsvegar sá að þarna á að byggja íbúðir fyrir fólk á þessum frábæra stað sem hlýtur að vera jákvætt mál í sjálfu sér. Þannig hef ég t.d. heyrt í mörgum vinnu- félögum mínum sem starfa á Landspítalanum í Fossvogi sem eru jákvæðir fyrir skipulaginu. Þar hafa komið fram sjónarmið á þá leið að þarna sé hægt að sameina kosti þess að búa í fjölskylduvænu umhverfi, eiga stutt í vinnuna og geta keypt fasteign á viðráðanlegu verði á þessum eftirsótta stað! Það má því spyrja hvort raunverulega sé verið að ganga erinda allra Kópavogsbúa þegar þessum tillögum er mótmælt. Eða er málið í raun hagsmunamál fámennari hóps? Það er ekkert skrítið að fólk sem verður fyrir áhrifum fyrirhugaðra breytinga bregðist við og mótmæli með þeim hætti sem lög og reglur gera ráð fyrir. Hitt er erfiðara að skilja, að reynt sé að gera þetta að baráttumáli fólks sem býr í öðrum bæjarhlutum. Undirskriftarlistar eru máttugt tæki sem nota skal í þágu almennings. Eina leiðin fyrir utanaðkomandi aðila til að taka málefnalega afstöðu áður en skrifað er undir slíkt er að kynna sér málið. Ég hef kynnt mér skipulag- ið á vefsíðum Kópavogs (www.kopavogur.is) og Lundar (www.lundur.net) og hvet aðra til að gera hið sama áður en tekin er afstaða með eða á móti þessu skipulagi. Stóriðja í Fossvogsdal? Eftir Soffíu Eiríksdóttur Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.