Morgunblaðið - 08.11.2003, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 08.11.2003, Qupperneq 42
MESSUR Á MORGUN 42 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Karl V. Matthías- son prédikar. Kór Áskirkju syngur. Org- anisti Kári Þormar. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson BÚSTÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Englakór kemur í heimsókn. Fjölbreytt tón- list. Skemmtileg samvera fyrir alla fjöl- skylduna. Guðsþjónusta kl. 14. Stúlkna- og kammerkór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jóhönnu Þórhallsdóttur. Heitt á könnunni eftir messu. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Erni Bárði Jónssyni sókn- arpresti í Neskirkju. Kór Neskirkju syngur. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Í messunni kemur einnig fram barnakór Dómkirkjunnar, yngri deild, undir stjórn Kristínar Valsdóttur. Eftir messu er fundur í Safnaðarfélagi Dómkirkjunnar í safn- aðarheimilinu. Þar mun dr. Sigurbjörn Ein- arsson flytja erindi. Tónleikar kl. 17. Ung- lingakór Dómkirkjunnar ásamt Stúlknakór Bústaðakirkju undir stjórn Kristínar Vals- dóttur. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl 11 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna o.fl. Guðsþjónusta kl. 11. Kristniboðsdag- urinn. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Org- anisti Árni Arinbjarnarson. Tekin samskot til kristniboðsstarfs SÍK í Afríku. Ólafur Jó- hannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Ólafs- son. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11. Umsjón barnastarfs Magnea Sverr- isdóttir. Sr. María Ágústsdóttir prédikar og þjónar ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Sunnudagsfundur kl. 12.30. Sem engill af himnum: Ómar Ragnarsson fjallar um kristniboð, hjálparstarf og Helga Hróbjarts- son. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Um- sjón Hrund Þórarinsdóttir djákni. LANDSPÍTALI Háskólasjúkrahús: Foss- vogur: Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Birgir Ásgeirsson. Hringbraut: Helgistund kl. 10.30. Rósa Kristjánsdóttir djákni. Landa- kot: Guðsþjónusta kl. 11.30. Sr. Birgir Ás- geirsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Börn og fullorðnir eiga saman stund í kirkj- unni. Kór Kórskólans og Graduale futuri syngja undir stjórn Bryndísar Baldvins- dóttur og Hörpu Harðardóttur. Lena Rós Matthíasdóttir guðfræðingur flytur hug- vekju ásamt sóknarpresti. Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Hressing eftir stund- ina. LAUGARNESKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Að þessu sinni yfirtekur sunnudaga- skólinn messutímann í Laugarneskirkju. Sunnudagaskólakennararnir Hildur Eir Bolladóttir, Heimir Haraldsson og Þorvald- ur Þorvaldsson taka á móti börnum og full- orðnum með söng og leik, ásamt Gunnari Gunnarssyni organista og Sigurbirni Þor- kelssyni meðhjálpara. Guðsþjónusta kl. 14 á Dvalarheimilinu Sóltúni í tilefni af allra heilagra messu. Þjónustu annast Sig- urbjörn Þorkelsson framkvæmdastjóri safnaðarins ásamt djáknum heimilisins, Jóni Jóhannssyni og Jóhönnu Guðmunds- dóttur. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar sem leikur á orgelið. Kvöldmessa kl. 20.30. Djass- kvartett Gunnars Gunnarssonar leikur og Kór Laugarneskirkju syngur. Að þessu sinni þjónar Ólafur Jóhannsson sókn- arprestur í Grensáskirkju ásamt Sigurbirni Þorkelssyni. Fyrirbænaþjónusta við altarið að messu lokinni og messukaffi í safn- aðarheimilinu. Athugið að djassinn hefst kl. 20 svo gott er að mæta snemma í góð sæti og njóta alls frá upphafi. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Drengjakór Neskirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Prestur sr. Halldór Reyn- isson. Barnastarf á sama tíma. Sögur, brúður og söngur. Öll börn fá kirkjubókina og límmiða. Kaffi, djús og spjall í safn- aðarheimilinu eftir messu. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sunnudagaskólinn í kirkj- unni. Umsjón sr. Arna Grétarsdóttir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjónusta kl. 14. Barnastarf á sama tíma. Maul eftir messu. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barnasamvera klukkan 11. Efni dagsins: Viltu vera vinur minn. Umsjón með stundinni hafa Hreiðar og Ása. Þeim til aðstoðar eru fjörkálfarnir Carl Möller og Skapti Örn. Í lok stundar för- um við niður að tjörn að venju og gefum öndunum brauð. Allir velkomnir. Safn- aðarstarf Fríkirkjunnar. ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Annan sunnudag hvers mán- aðar sameinast almenna guðsþjónustan og sunnudagskólinn í kirkjunni. Form guðs- þjónustunnar er með léttara yfirbragði. Sungin eru lög sem allir kunna og geta tek- ið undir af hjarta. Rebbi refur og Fróði koma og fræða okkur um hvað hefur drifið á dagana hjá þeim frá því að við hittumst síðast. Viljum við hvetja pabba, mömmu, afa og ömmu að koma og eiga notalega stund í kirkjunni á sunnudag. Prestar og starfsfólk barnastarfsins. BREIÐHOLTSKIRKJA: Kristniboðsdag- urinn. Messa kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Skúli Svavarsson framkvæmdastj. Kristniboðssambandsins prédikar. Tekið við gjöfum til kristniboðsins. Organisti Sig- rún M. Þórsteinsdóttir. Kaffisopi í safn- aðarheimilinu eftir guðsþjónustuna. DIGRANESKIRKJA: Messa kl 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Arndís Hauks- dóttir guðfræðingur prédikar. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju A-hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu á neðri hæð kirkjunnar. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir messu (kr. 500). Kvöldsamkoma kl. 20 með Þorvaldi Halldórssyni. Prestur sr. Gunnar Sig- urjónsson. Léttur málsverður í safn- aðarsal eftir messu (kr. 500). (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is) FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Fjölskyldu- messa kl. 11. Prestur sr. Svavar Stef- ánsson. Elín Elísabet Jóhannsdóttir spjall- ar við kirkjugesti ásamt prestinum. Pétur pókus kemur í heimsókn og sýnir töfra- brögð. Barnakór Keflavíkurkirkju kemur líka í heimsókn og syngur undir stjórn Há- kons Leifssonar. Barnakórar Fella- og Hólakirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová organista og Þórdísar Þórhalls- dóttur. Kaffi og svaladrykkur í safn- aðarheimilinu eftir guðsþjónustu. Rúta ek- ur um hverfið í lokin. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kristniboðsdagurinn. Prestur séra Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti Hörður Bragason. Barnaguðs- þjónusta kl. 11 í Grafarvogskirkju. Prestur séra Sigurður Arnarson. Umsjón Bryndís og Atli. Krakkakór Grafarvogskirkju syngur. Stjórnandi Oddný J. Þorsteinsdóttir. Org- anisti Gróa Hreinsdóttir. Barnaguðsþjón- usta kl. 11 í Borgarholtsskóla. Prestur séra Vigfús Þór Árnason. Umsjón Sigga og Sigurvin. Undirleikari Guðlaugur Vikt- orsson. Léttmessa kl. 20. Sigríður Rún Tryggvadóttir starfsmaður í barnastarfi kirkjunnar prédikar, séra Sigurður Arn- arson þjónar fyrir altari. Tónlistin verður með óhefðbundnum hætti. Unglingakór kirkjunnar syngur undir stjórn Oddnýjar J. Þorsteinsdóttur. Hljóðfæraleik annast þeir Hörður Bragason organisti, Hjörleifur Vals- son á fiðlu og Birgir Bragason á kontra- bassa. HJALLAKIRKJA: Lofgjörðarguðsþjónusta kl. 11 á Kristniboðsdaginn. Sr. Íris Krist- jánsdóttir þjónar. Kjartan Jónsson kristni- boði prédikar. Þorvaldur Halldórsson leiðir létta og skemmtilega tónlist. Barnaguðs- þjónusta kl. 13. Þorvaldur leiðir tónlistina. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 og Opið hús á fimmtudag kl. 12. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 11 í umsjón Dóru Guðrúnar, Bóasar og Önnu Kristínar. Guðsþjónusta kl. 11. Jazzmessa: Sálmar Lúthers verða fluttir af kvartett Björns Thoroddsens sem spilar á gítar; saxófónn Stefán Stefánsson; bassi Jón Rafnsson; og trommur Eric Qvick. Dr. Sigurjón A. Eyj- ólfsson héraðsprestur þjónar fyrir altari og segir frá afstöðu Lúthers til tónlistar. Björn Thoroddsen hefur unnið að þessu verkefni um nokkurt skeið ásamt séra Sigurjóni. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. LINDAKIRKJA í Kópavogi: Kristniboðdag- urinn. Guðsþjónusta í sal Lindaskólakl. 11. Leifur Sigurðsson kristniboði prédikar, sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar fyr- ir altari. Kanga kvartettinn syngur afrísk lög og sálma ásamt Kór Lindakirkju. Org- anisti Hannes Baldursson. Sunnudaga- skóli fer fram í kennslustofum á meðan guðsþjónustan fer fram. Að lokinni guðs- þjónustu bjóða börn úr 10. bekk Linda- skóla kaffiveitingar á vægu verði. Sæta- ferðir frá Vatnsenda og Salahverfi. Allir velkomnir. SELJAKIRKJA: Kristniboðsdagur. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Hressandi söngur, sögur og lifandi samfélag! Guðsþjónusta kl. 14. Afríkubúar segja frá kristniboði. Sýning á munum frá Afríku í anddyri kirkj- unnar. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguðs- þjónusta kl.11. Þar verður fræðsla og samfélag fyrir börn og fullorðna. Lesin verður kveðja frá kristniboðum í Eþíópíu. Kl. 20 samkoma með mikilli lofgjörð og fyr- irbænum. Friðrik Schram predikar, en hann er nýkominn frá stuttri kristniboðs- ferð til Filippseyja. Þáttur kirkjunnar „Um trúna og tilveruna“ verður sýndur á sjón- varpsstöðinni Ómega kl. 13.30. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmára 9, Kóp.: Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarpi Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sam- koma á morgun kl. 16. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 19.30 bæna- stund. Kl. 20 hjálpræðissamkoma. Um- sjón majórarnir Inger Dahl og Harold Rein- holdtsen. Mánudagur: Kl. 15 heimilasamband. Valgerður Gísladóttir tal- ar. Allar konur velkomnar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Sunnudaginn 9. nóv. er samkoma kl. 14. Helga R. Ármannsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1-6 ára og 7-12 ára börn á samkomutíma. Á samkomunni verða tekin samskot til að blessa Hvítasunnukirkjuna á Vopnafirði sem er að safna fyrir sendi til að ná úsend- ingum Lindarinnar. Stöndum saman með trúsystkinum okkar og hjálpum þeim að njóta blessunar kristilegs útvarps. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir eru hjart- anlega velkomnir. Nánari upplýsingar á www.kefas.is. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17. Hátíðarsamkoma á Kristniboðsdegi. Þar tala fulltrúar frá kirkjunni okkar í Ken- ýa, Solomon Madanyang og Irene Doomo og segja frá lífi og starfi í Pókot. Hinn vin- sæli Kanga kvartett syngur og Ómar Ragn- arsson fréttamaður segir frá ferð sinni til Eþíopíu en hann heimsótti kristniboðana þar í haust ásamt eiginkonu sinni. Tekið er á móti gjöfum tilkristniboðsins. Eftir sam- komuna gefst fólki tækifæri til að smakka eþíópiskan mat á vægu verði. Fræðsla fyrir börn 2-14 ára í aldurskiptum hópum. Sam- koman er öllum opin og við vonumst til að sjá ykkur. VEGURINN: Fjölskyldusamkoma kl. 11, mikið fjör og gaman, Gunni og Dolli,Lubba- trúður, leikrit og brúður, allar deildir saman á þessari stund. Allir hvattir til að mæta, léttur hádegisverður á vægu verði á eftir. Bænastund kl. 19.30. Almenn samkoma kl. 20, Shawn Foster fráYouth Storm pre- dikar, lofgjörð, vitnisburðir, fyrirbænir; kök- ur, kaffi og samfélag á eftir í kaffisalnum. Minnum á safnaðarfund á morgun mánu- dag kl. 20, safnaðarmeðlimir hvattir til að mæta. Sími fyrir fyrirbænarefni er 564 2355 eða á netfangið vegurinn@veg- urinn.is - heimasíða okkar er www.veg- urinn.is KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka. Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Laugardaginn 8. nóv- ember: Hátiðarhöld í tilefni af aldarafmæli starfs montfortreglumanna á Íslandi. Bisk- upsmessa kl. 10.30.Trúfræðsla barna kl. 13 í Landakotsskóla og barnamessa kl. 14 falla niður í dag. Sunnudaginn 9. nóv- ember kl. 16: Tónleikar á vegum Caritas Ís- lands í Kristskirkju. Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel. Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30 Riftún í Ölfusi. Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Miðvikudaga: Messa kl. 18.30. Karmelklaustur. Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík, Barbörukapella, Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Stykkishólmur, Austurgötu 7. Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður. Sunnudag: Messa kl. 11. Flateyri. Laugardag: Messa kl. 18. Bolungarvík. Sunnudag: Messa kl. 16. Suðureyri. Sunnudag: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan, Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardag: Messa kl. 18. Sunnudag: Messa kl. 11. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: Barnaguðsþjónusta kl. 11 f.h. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11 sunnudagaskóli á Kristinboðsdegi kirkj- unnar. Allir krakkar fá Biblíumynd. Rebbi fær brúðuheimsókn. Mikill söngur, bænir og Biblíusaga. Sr. Þorvaldur Víðisson og barnafræðararnir. Kl. 14 guðsþjónusta á Kristinboðsdegi kirkjunnar. Kór Landa- kirkju syngur undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar organista. Fermingarbörn lesa ritningarlestra. Prestur sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 20.00 Æskulýðsfélag Landa- kirkju og KFUM&K. Helgistund, leikir og söngur. Sr. Þorvaldur Víðisson, Esther Bergsdóttir æskulýðsfulltrúi og leiðtog- arnir. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kristniboðsdagurinn. Prédikun Guðlaugur Gunnarsson kristniboði. Tekið á móti fram- lögum til Kristniboðssambandsins. Kirkju- kór Lágafellssóknar. Organisti Jónas Þórir. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 13. Jón Þorsteinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fjöl- skylduhátíð kl.11. Báðir sunnudagaskólar kirkjunnar sameinast. Allir leiðtogarnir mynda hljómsveit og spila undir hressileg- um söng. Unglingakórinn syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Eftir hátíðina í kirkjunni er boðið upp á nammiveislu í safnaðarheimilinu. Kirkjurútan ekur eins og venjulega. Auk þess fer strætisvagn frá Hvaleyrarskóla kl.10.55 og heim aftur rúmlega 12. Gospelguðsþjónusta kl. 20. Kvennakór Hafnarfjarðar syngur undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Antonia Hevesi organisti leikur undir. Eftir stundina bjóða fermingarbörn öllum kirkjugestum til kaffiveislu í safnaðarheimilinu. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar. www.vidi- stadakirkja.is FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasamkoma Guðspjall dagsins: Konungsmaðurinn. Kristniboðsdagurinn. (Jóh. 4.) UMRÆÐAN GUÐ gekk inn í fjölskyldu manns- ins í manninum Jesú Kristi og við getum gengið inn til fjölskyldu Guðs í gegn um þær sömu dyr. Sú fjölskylda nær að minnsta kosti til allra þeirra lífs og liðinna sem játað hafa trú á Drottin. Það er mikilvægt að tilheyra þeirri fjöl- skyldu og þess virði að að því sam- bandi sé hlúð. Það er okkar verkefni og hlutverk. Það er mikilvægt að vita sig tilheyra Guði og fjölskyldu hans, ekki hvað síst þegar líkaminn veðrast og þrótturinn þverr, hallar undan fæti og endalokin nálgast hvað þennan heim áhrærir. Þá er gott að vita sig í þeim hópi, eins og segir í negrasálminum fræga. Þegar hinir heilögu ganga fram vil ég vera í þeirra hópi. „When the saints go marching on, I want to be on that number.“ Það er sú fjölskylda sem þekkir engan dauða og enga gröf, en lifir og lofsyngur á himni og á jörð. Við tilheyrum þeirri fjölskyldu í trú. Þessi trú er innsigluð með hinu sýni- lega tákni skírninni, inngöngunni í söfnuðinn. Við erum Guðs börn í ei- lífu ríki hans. Trygging fyrir því að við séum með. Skírnin er því okkur og okkar trú mikilvæg. Það er æski- legt að fjölskylduböndin séu sterk og samfélagið gott. Engan dóm megum við þó fella yf- ir þeim sem lítið eða ekkert leggja af mörkum til þess að styrkja þau bönd. Við höfum ekki nokkra hug- mynd um hvað Kristur á marga lærisveina eða hvar í hjarta blundar þrá eftir samfélagi við Guð. Eitt er víst að sá fjöldi er stærri en við ætl- um, en dauðinn er alvörumál og þar á gálgahúmor eða flimtingar ekki við. Við finnum það trúlega best prestarnir sem alltaf stöndum við dánarbeð og fylgjum ástvinum í gegn um sorgarferli stundum eftir ótímabæran og sviplegan dauða. Þar er okkur falið að halda ljósinu á loft þannig að það lýsi öllum í húsinu. Við verðum varir við mörg önnur villuljós og þurfum að stríða við þau þannig að það er sjálfsagt eðlilegt að við séum viðkvæmari fyrir því en aðrir, vegna þess að villuljósin brenna á okkur. Það eru óneitanlega mismunandi viðhorf sem koma fram í ólíkum trúarbrögðum og lífsskoð- unum. Sumir telja að öllu sé lokið við dauðann. Aðrir að við séum send hingað aftur og aftur til þess að læra meira þar til við einhvern tímann eftir mörg líf náum fullkomnun og losnum út úr hringrásinni. Aðrir ímynda sér líf eftir þetta líf eins og hliðstæðu við það líf sem við lifum hér og nú. Sumir reyna að skyggn- ast á bak við þá hulu sem skilur líf og dauða, reyna að ná sambandi við dá- ið fólk til þess að fá fréttir af því hvernig því líður og hugsanlega leið- sögn í þessu lífi. Það getur jafnvel leitt til þess að sumir lifa í gervi- heimi sem á sér enga stoð í veru- leikanum og tefur fyrir því að fólk nái nýjum og heilbrigðum takti við lífið eftir sorgaráfall og taki gleði sína á ný. Þetta er nú vinsælt sjón- varpsefni á okkar dögum. Lýsingar frá skyggnu fólki á lífinu eftir dauð- ann eru mismunandi allt frá því að fólki líði vel og til þess að það búi við skelfilegt hlutskipti, eins og þar sem drykkjusjúklingar að handan hanga á börum öldurhúsa sjúgandi lífs- kraftinn úr fyllibyttum. Það er tölu- verð breidd í þeim hugmyndum sem mæta okkur prestunum í daglegum störfum og okkur er ekki sama. Það er ekki bjart yfir öllum hugmyndum um líf eftir dauðann. Á allraheilagramessu minnumst við allra þeirra milljóna sem gengn- ar eru í Drottni og við minnumst allra þeirra sem við þekktum og allra ástvinanna. Það skal vera okk- ur huggun að vita okkur og þau í einni og sömu fjölskyldunni. Að við fyrir upprisuna vitum að þau hafa ekki verið skilin eftir í kirkjugarð- inum, þau reika heldur ekki um ráð- villt og húsnæðislaus þar til ein- hverjum dettur í hug að byggja yfir þau og selja að þeim aðgang. Það er ekki það fyrirheit sem við eigum kristnir menn og ekki sú sýn sem sjáandinn sá, heldur hafa þau gengið fram með hinum heilögu og eru á undan okkur, vita meira og skilja meira en við getum vonast eftir sem nú gistum þessa jörð. Þegar síðan röðin kemur að okkur er það okkar von og trú að við sameinumst þeim hópi, hinni himnesku kirkju Drottins vors Jesú Krists í nýrri veröld sem Guð gefur þar sem Guð mun þerra hvert tár af augum þeirra og dauð- inn ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið því sá sem í hásæt- inu sat sagði: Sjá ég gjöri alla hluti nýja. Á allraheilagramessu 2003 Eftir Úlfar Guðmundsson Höfundur er prófastur á Eyrarbakka. NÚ stendur yfir landssöfnun til kaupa á húsnæði fyrir fyrirhugaða þjón- ustumiðstöð í þágu barna með ýmiss konar sérþarfir og fjölskyldur þeirra. Að þessu standa fern félagasamtök, sem sameina nú krafta sína í þessum tilgangi. Hlutverk þessarar miðstöðvar verður að leiðbeina og veita ráðgjöf fjölskyldum þeirra fjölmörgu barna, sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda vegna langvinnra sjúk- dóma, þroska- og hegðunarfrávika eða fatlana. Ýmsar þjónustustofnanir ríkis og sveitarfélaga hafa lög- bundið hlutverk í þjónustu við þessi börn. Af stofnunum, sem ríkið starfrækir, má nefna barna- og unglingageðdeild Landspítalans, barnadeildir sjúkrahúsanna með Barnaspít- ala Hringsins í farabroddi, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Sjónstöð Íslands, Tryggingastofnun ríkisins og svæðisskrifstofur málefna fatlaðra víða um land. Af stofnunum sveitarfé- laga má nefna félagsþjónustur þeirra, grunnskóla og leikskóla, svo og ráð- gjafarmiðstöðvar þeirra. Þá leita margir foreldrar til ýmissa sérfræðinga, sem starfa á eigin vegum. Flestar þessar stofnanir hafa afmarkað og skilgreint hlutverk og byggja á sérþekkingu á sínu sviði. Aðrar veita afmarkaða þjónustu við stærri hóp. Vegna þessa er ekki alltaf augljóst í byrjun hvert leita skal vegna barns með sérþarfir, en auk þess þurfa flest barnanna á þjónustu fleiri en einnar stofnunar að halda. Þá er ótalinn sá stóri hópur, sem stofnanir þessa ná ekki að þjóna innan þess ramma, sem hlutverk þeirra og fjárveitingar sníða þeim. Starfsemi Sjónarhóls verður mikilvægur hlekkur í ráðgjöf til fjölskyldn- anna við að fóta sig í því oft flókna kerfi, sem að ofan er nefnt. Að auki mun Sjónarhóll vegna sjálfstæðis síns geta orðið öflugur málsvari barnanna og fjölskyldna þeirra við að leita eftir lögbundnum rétti þeirra til þjónustu. Greiningarstöðin styður heils hugar þá uppbyggingu, sem framundan er í ráðgjafarþjónustu Sjónarhóls og hvetur landsmenn til að veita verkefninu brautargengi með framlagi í söfnunina. Við væntum góðs af samvinnu við ráðgjafarþjónustuna og bjóðum Sjónarhól velkominn til leiks til hagsbóta fyrir skjólstæðinga okkar, sem og önnur börn með sérþarfir og fjölskyldur þeirra. Af nýjum Sjónarhóli Eftir Stefán J. Hreiðarsson Höfundur er forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.