Morgunblaðið - 08.11.2003, Page 48

Morgunblaðið - 08.11.2003, Page 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Stig er farinn héðan, af þessari jörð. En hann er ekki dáinn. Við fáum að sjá hann aftur á himn- inum hjá Guði. Mikið hlökkum við til. Þangað til höfum við minningarn- ar og þær eru ófáar. Frá Íslandi, Danmörku og Bandaríkjunum. All- ar góðar og skemmtilegar, eins og hann var. Við nutum þeirra forréttinda að fljúga út til Danmerkur til að vera við jarðarförina hans, ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum og vorum við öll sammála um það, að hún hafi verið alveg sérstök. Það var svo augljóst hvað öllum þótti vænt um Stig, kirkjan var troðfull af fólki, á öllum aldri, komið til að heiðra minningu hans og syrgja það að fá ekki lengri tíma með honum hér á jörðinni. Kistan hans bar blóm með íslensku og dönsku fánalitunum. Hann vildi hafa það þannig. Honum þótti svo vænt um Ísland og sýndi það t.d. með því að hann talaði og skildi íslenskuna. Það virtum við alltaf svo mikils við hann. Stig var mikill fjölskyldumaður og vinur vina sinna. Það var alltaf tilhlökkunarefni að hitta þau Stig og Siggu. Við heimsóttum þau nokkrum sinnum til Danmerkur, hittum þau oft á Íslandi og svo heimsóttu þau okkur til Bandaríkj- anna. Það var mikil upplifun fyrir Stig, þar sem þau höfðu aldrei kom- ið þangað áður. Í ferð okkar til New York-borgar, átti hann alveg eins von á að heyra sírenuvæl alla nótt- ERIK STIG HENRIKSEN ✝ Erik Stig Hen-riksen fæddist í Give á Jótlandi 27. mars 1949, en ólst upp í Horsens. Hann lést á heimili sínu í Nordborg á Als í Danmörku 25. októ- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Klausturkirkj- unni í Horsens 31. október. ina, hróp og köll og elt- ingarleik við glæpa- menn, það er sú mynd sem dregin er upp fyr- ir okkur í sjónvarpinu, sagði hann. New York kom honum notalega á óvart. Það var glampi í augunum hans þegar við fórum að sjá söngleikinn Cats, á Broadway. Hann var nefnilega mikill tón- listarmaður, samdi bæði texta og lög. Eitt þeirra var einmitt flutt við jarðarförina, ber nafnið Slutsangen. Hann hreifst af söngleiknum og í kveðjugjöf gaf hann okkur m.a. tónlistina á disk- um. Fjölskyldumaðurinn Stig átti einn son, Halldor Stig, og hann var svo stoltur af honum, sýndi okkur oft pistla eftir hann, en hann rit- stýrir dagblaði í Árósum. Við feng- um líka að lesa frábæra MBA-rit- gerð sem tengdadóttir hans, Stine, hafði skrifað og vakti mikla athygli. Já, hann var stoltur faðir og tengda- faðir, svo fyrir fimm árum kom fyrsta barnabarnið hans, hún Agnes. Það ríkti mikil gleði á þeim bæ þá. Nú eiga þau tvö barnabörn, því Laurits kom þremur árum síðar, þau voru augasteinarnir hans. Við skoðuðum oft myndir af þeim og þá sáum við kærleikann og áhugann í augum hans fyrir þessum yndislegu börnum sem nú hafa misst svo mik- ið. Áður en þessi barnabörn komu til, fengu önnur börn, t.d. okkar eig- in barnabörn, að njóta kærleika hans og áhuga fyrir lífinu og öllu því góða í fari manneskjunnar. Maður vissi alltaf hvar maður hafði Stig og maður vissi alltaf að honum þótti vænt um mann. Það kom fram í einu og öllu. Sigga, elsku Sigga okkar, hefur misst svo mikið, þau voru svo sam- rýnd og samstiga í lífinu. Við þurf- um öll tíma til að átta okkur á því að hann verður ekki lengur hluti af hennar lífi eða okkar hinna, nema í minningunum. Það sem gleður þó hjarta okkar er, að við munum sjá hann aftur. Hann var búinn að gera allt klárt fyrir dauða sinn. Sáttur við Guð og menn, kom hann heim af spítalanum daginn sem hann dó. Hafði þá verið á spítölum í allt sum- ar. Hann vissi betur en aðrir að hverju stefndi og gat ekki komist heim nógu fljótt. Hann þráði bara að komast í stofuna sína og halda í hendur þeirra sem hann elskaði mest. Það tókst, en þremur tímum seinna hætti hann að anda og fór til fundar við frelsara sinn, Jesú. Ekk- ert dauðastríð. Það var eins og hann og Guð væru búnir að ræða þetta. Og nú er þjáning hans öll á enda. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með Stig, við erum þakklát fyrir að hafa í minningunni mann, fullan af gleði og lífi, tilbúinn í allt sem var fróðlegt og skemmti- legt. Við erum þakklát fyrir það sem hann skilur eftir sig og það sem við höfum lært af honum. Þakklát fyrir hann og allt sem hann var okk- ur og öðrum. Þakklát fyrir að fá að hitta hann aftur, þar sem eilíf ham- ingja, heilsa, líf og friður er. Hann hafði beðið um að sunginn yrði einn íslenskur söngur. Sigga og Halldor Stig, sonur þeirra, völdu lag og texta sem sonur minn hafði nýlokið við að semja. Textinn segir sem svo, „hvernig er það hægt, að segja að þú (Guð), sért ekki til ... þegar við horfum á sköpunina í svo víðri og djúpri mynd“. Við erum viss um að þetta er það sem Stig myndi vilja koma til skila til okkar í dag, þaðan sem hann er. Við fjölskyldan, sem hittumst öll til að vera við jarðarförina, upplifð- um á nýjan hátt hversu dýrmæt við erum hvert öðru. Brottför Stigs héðan er þegar farin að bera ávöxt í lífi okkar hinna sem eftir erum og hann á enn eftir að hafa áhrif á okk- ur til góðs. Sigga, Halldor, Stine, Agnes og Laurits, Stig lifir, hann er glaður og hann myndi óska þess af öllu hjarta að við sinntum hvert öðru og að við héldum því striki sem hann hefði haldið, að lifa. Sigga, þú sagðir mér að hann hefði alltaf sagt: „Jeg vil leve livet til det er forbi.“ Lífi hans hér á jörð er lokið, en áhrifum hans ekki. Stig lifir enn. Halldór og Árný. Í annað sinn á þessu ári hefur maðurinn með ljáinn höggvið skarð í stóra systkina- hópinn frá Langabotni. Í þetta sinn er það hann Gísli Angantýr sem við kveðjum hinstu kveðju. Gísla voru æskustöðvarnar ætíð mjög kærar og dvaldi hann þar meira og minna flest sumur þar sem hann undi sér við ýmsa iðju. Hann GÍSLI ANGANTÝR MAGNÚSSON ✝ Gísli AngantýrMagnússon fæddist í Langabotni í Geirþjófsfirði 16. mars 1927. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 25. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 31. október. byggði þar sumarhús ásamt fleiri systkinum sínum, en lét ekki þar við sitja heldur byggði hann sér líka lítið hús niðri við sjóinn sem er bátaskýli með íveru- stað á efri hæð. Eins var hann oft í gamla bænum sem hann og Vésteinn bróðir hans hafa haft til umráða eftir að faðir hans féll frá og jörðin var seld. Hann var einkar hand- laginn og gilti þá einu hvort um var að ræða að smíða, elda mat, sauma í, eða eins og mamma orðar það: „Hann gat bara allt, hann Gísli.“ Mínar fyrstu minningar um Gísla eru þegar hann var að koma í heim- sókn í sveitina að heimsækja mömmu mína, systur sína. Þá var oft glatt á hjalla og mikið hlegið. Gísli var alltaf til í ýmiss konar uppátæki til að skemmta sér og ekki síst okkur krökkunum, brá sér þá stundum í ýmis gervi og notaði þá bara það sem fannst í geymslunni til að sem best tækist til. Hann hafði líka gaman af að segja sögur, ekki síst af skrýtnu fólki sem hafði orðið á leið hans í líf- inu. Seinna, þegar ég var orðin ung- lingur, var Gísli alltaf til í að skutla mér og vinkonum mínum á böll eða bara að rúnta og stundum fór hann líka inn með okkur á böllin, borgaði jafnvel fyrir okkur ef við áttum ekki pening, og lét þá fara lítið fyrir sér en fylgdist með okkur úr fjarlægð og sá svo um að koma okkur heilu og höldnu heim. Hann lærði múraraiðn og einnig nam hann búfræði á Bændaskólan- um á Hvanneyri sem sjálfsagt hefur komið sér vel þegar hann bjó sveitabúskap á Hólum í Helgafells- sveit um árabil ásamt Vésteini bróð- ur sínum og hans fjölskyldu, þar sem yngsta dóttir mín fékk að dvelja eitt sumar. Að leiðarlokum er mér og fjöl- skyldu minni efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt Gísla fyrir frænda og vin og sendum við fjölskyldu hans og Lilju vinkonu hans innilegar sam- úðarkveðjur. Ingigerður Magnúsdóttir. ✝ Brynjar ÞórLeifsson fæddist á Akranesi 7. ágúst 1936. Hann lést 6. október síðastliðinn. Foreldrar Brynjars voru Hulda Eyjólfs- dóttir húsmóðir og Leifur Gunnarsson, bílstjóri, ökukennari og síðar verslunar- maður í Reykjavík. Þau eru bæði fallin frá. Brynjar kvæntist 1962 Jean Ann Leifs- son. Börn þeirra eru Bryndís Ann, fyrirtækjafulltrúi hjá SPRON, f. í Reykjavík 1963, og Bjarki Andrew, deildarforseti við Tækniháskóla Íslands, f. í Reykjavík 1966, kvæntur Úlfhildi Helgu Guðbjartsdóttur. Barna- börn Brynjars eru fimm. Brynjar ólst upp á Akranesi þar sem hann lauk grunnskólaprófi en fluttist síðar til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum og stundaði ýmis störf þar. Rúmlega tvítug- ur hélt Brynjar til enskunáms á Suður- Englandi þar sem hann kynntist eftir- lifandi konu sinn, Jean Ann Leifsson. Þau giftu sig á Eng- landi 1962 og flutt- ust sama ár til Ís- lands þar sem Brynjar hóf störf í verslunarrekstri ásamt föður sínum. Brynjar starf- aði við verslun og stundaði eigin verslunarrekstur um skeið en hóf störf hjá S. Helgasyni hf. 1976 og starfaði þar sem skrifstofustjóri þar til hann dró sig í hlé um mitt síðasta ár eftir 27 ára starf. Útför Brynjars fór fram frá Fossvogskapellu 17. október. Kæri afi, nú ert þú horfinn úr þessum heimi og á betri stað. Takk fyrir að hafa verið svona góður afi, ég vona að þér líði betur núna heldur en þegar þú lást á sjúkrahúsinu. Ég á eftir að sakna þín sárt, takk fyrir allt, elsku afi. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra máli ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Þinn Elvar Bragi. BRYNJAR ÞÓR LEIFSSON Elsku Sirra mín. Það er sárt að þurfa að kveðja þig, en ég hugga mig við það að nú eru þjáningar þínar á enda. Okkar kynni spanna orðið yfir 27 ár, eða allt frá því er við fluttum í Heiðarlundinn, ungar, hressar og bjartsýnar á lífið og tilveruna. Er ég lít til baka koma margar góðar minningar upp í hugann. Oft sátum við saman yfir kaffibolla og ræddum alla heima og geima. Þá var gjarnan slegið á létta strengi og mikið hlegið, enda varst þú hlátur- SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist á Akureyri 19. júní 1948. Hún lést á heimili sínu 26. októ- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyrar- kirkju 31. október. mild og skemmtileg kona. Hérna í Heiðarlund- inum fæddust yngstu börnin okkar og þegar barnahópurinn var saman kominn var oft mikið líf og fjör. Elsku Sirra mín, þú varst ákaflega hlý og góð og gott var að eiga þig að þegar eitthvað bjátaði á. Hafðu hjart- ans þakkir fyrir allt og allt. Góður guð geymi þig. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóh.) Innilegar samúðarkveðjur til allra ástvina. Heiða Björk og fjölskylda, Heiðarlundi 3h. Mig langar að minn- ast hans Kidda mágs míns með nokkrum orðum. Þótt aldursmunur væri nokkur á okkur urðum við miklir vinir og grín- uðumst mikið hvor í öðrum. Það er margt sem kemur upp í huga mér þegar ég minnist Kidda, öll orðatil- tækin hans og fiktið í honum. Dæmi um það er þegar ég kom til hans í vinnuna, eins og ég gerði stundum þegar ég var í landi, og hann bað mig að opna húddið á bílnum hjá mér og fór að athuga olíuna, ég sagðist hafa verið að koma með bílinn úr smurn- ingu en hann sá að bíllinn var olíu- KRISTJÁN BERGUR KRISTJÁNSSON ✝ Kristján BergurKristjánsson fæddist í Fífu- hvammi í Kópavogi 18. apríl 1942. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 23. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Digranes- kirkju 31. október. laus, það hafði gleymst að setja olíu á bílinn. Þegar við báðir byrj- uðum að fitna sökum aldurs komu viðurnefn- in Fatti við sögu og kölluðum við hvor ann- an þessu nafni. Við hjónin komum oft í Birkihvamminn til þeirra Kidda og Tótu og sátum við oft lengi við eldhúsborðið og skeggræddum ýmsa hluti. Það var alveg ein- staklega gaman að sitja og spjalla við Kidda, hann var mjög fróður og var afar vel lesinn um ferðalög og sóttum við oft í viskubrunninn til hans ef við vorum að fara eitthvað út í heim. Með þessum fáu orðum kveðjum við Gumma og börnin þig, elsku Fatti, og þökkum fyrir árin sem við áttum með þér. Guð geymi þig. Elsku Tóta systir, Edda, Guðrún og fjölskyldur, hugur okkar er hjá ykkur. Kveðja, Ólafur Jakob.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.