Morgunblaðið - 08.11.2003, Page 55

Morgunblaðið - 08.11.2003, Page 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 55 Rangt föðurnafn Torfi Lárus Karlsson var rang- nefndur í frétt og myndatexta á for- síðu blaðsins í gær. Rétt var farið með nafn hans í umfjöllun á miðopnu í blaðinu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Fundur Heilsuhringsins 16. nóvember Fundur Heilsuhringsins verður haldinn sunnudaginn 16. nóvember í Norræna húsinu en ekki sunnudag- inn 9. nóvember eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Markvert á húsið Í frétt Morgunblaðsins á dögunum var ranglega sagt frá því að Verð- bréfastofan væri eigandi að húsnæð- inu við Stillholti 2 á Akranesi, áður Rauða myllan. Hið rétta er að fyr- irtækið Markvert ehf. keypti hús- næðið með samþykki lánardrottna til að byggja húsnæði fyrir aldraða. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Guðjón, ekki Guðni Guðjón Hjörleifsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör- dæmi, var rangnefndur Guðni í myndatexta á þingsíðu blaðsins sl. fimmtudag og er beðist velvirðingar á þeim mistökum. LEIÐRÉTT Fótboltahátíð fyrir stelpur verð- ur haldin í Egilshöll í dag, laugar- daginn 8. nóvember kl. kl. 13–18. Allar stúlkur eru velkomnar á há- tíðina. Ýmislegt verður á boð- stólum s.s. knattþrautir, hver get- ur haldið knettinum lengst á lofti, fótboltatrúðurinn skemmtir, lög- reglan mælir skothörku stúlkn- anna og stjörnuleikur þar sem mætast Reykjavík og landið. Knattspyrnuráð Reykjavíkur (KRR) stendur fyrir hátíðinni í samvinnu við Orkuveitu Reykja- víkur, Egils, og Mastercard. Há- tíðin er liður í útbreiðsluátaki KRR og KSÍ. Markmið átaksins er að fjölga kveniðkendum í knatt- spyrnu. Lionshátíð á Eir í dag, laugardag- inn 8. nóvember kl. 14. Hátíðar- dagskrá á Torginu: Krakkakór Grafarvogskirkju syngur, stjórn- andi Oddný Þorsteinsdóttir, undir- leik annast Hörður Bragason. Lionsmaðurinn Ómar Ragnarsson fréttamaður skemmtir og syngur. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og veitingar. Lionsklúbbarnir Fold og Fjörgyn sjá um hátíðina. SAMFOK fundar um stærðfræði- kennslu SAMFOK (samband for- eldrafélaga og foreldaráða í grunn- skólum Reykjavíkur) stendur fyrir umræðu um stærðfræðikennslu í grunnskólanum í Reykjavík. Fund- urinn fer fram í dag, laugardag kl. 10–13, í Engjaskóla, Vallengi 14. Erindi halda: Haraldur Ólafsson, stjórnarmaður í SAMFOK, Þórunn Kristinsdóttir aðstoðarskólastjóri Hvassaleitisskóla, Guðbjörg Páls- dóttir, aðjúnkt í stærðfræði- menntun KHÍ og Aðalsteinn Ragn- arsson frá Íslensku menntasam- tökunum. Boðið verður upp á létta morgunhressingu. Þingið er opið öllum foreldrum grunnskólabarna og er aðgangur ókeypis. Verslunin GuSt og dísjón á Laugavegi 39 á eins árs afmæli um helgina, og verður afmælisfagn- aður í versluninni í dag, laugar- daginn 8. nóvember með veitingum og lifandi músík. Í DAG Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur basar á morgun, sunnudag- inn 9. nóvember, kl. 14 á Hallveig- arstöðum við Túngötu. Þar verður til sölu úrval af handavinnu, s.s. sokk- ar, vettlingar, barnapeysur, inni- skór, dúkar, leikföng, púðar, jóla- föndur o.fl. Einnig eru á boðstólum lukkupokar fyrir börn. Allur ágóði af sölu basarmuna rennur til líkn- armála. Þýska og breska sendiráðið minnast látinna hermanna Í tilefni af minningardegi (Volkstrauertag, Remembrance day) um látna her- menn, sem er á morgun, sunnudag- inn 9. nóvember, kl. 10.45 mun þýska sendiráðið minnast dagsins með breska sendiráðinu í hermannagraf- reitnum í Fossvogskirkjugarði. At- höfnin er haldin til að minnast þeirra sem létu lífið í fyrri og síðari heims- styrjöldinni. Séra Arngrímur Jóns- son stjórnar athöfninni og eru allir velkomnir. Félagið Ísland-Palestína boðar til fundar í Norræna húsinu sunnudag- inn 9. nóvember kl. 15.30, þar sem mótmælt verður aðskilnaðarmúrn- um sem verið er að reisa í Palestínu. Sýnd verður heimildarmyndin End- ing Occupation – voices for a Just Peace. Erindi halda: Björk Vil- helmsdóttir borgarfulltrúi, Sveinn Rúnar Hauksson læknir, Sigrid Valtingojer grafíklistamaður og Við- ar Þorsteinsson, varaformaður FÍP. Einnig verða umræður um frekari stuðning við baráttu Palestínu- manna fyrir mannréttindum og frelsi. Á MORGUN Hryggiktarnámskeið – að lifa með hryggikt Námskeið um hryggikt er að hefjast hjá Gigt- arfélagi Íslands í húsnæði félags- ins að Ármúla 5, annarri hæð, þar sem áhersla er lögð á þætti sem tengjast því að lifa með hryggikt. Um er að ræða þrjú kvöld, einu sinni í viku, og byrjar námskeiðið miðvikudaginn 19. nóvember kl. 19.30. Á námskeiðinu verður fjallað um sjúkdóminn, einkenni hans og áhrif á daglegt líf, mik- ilvægi þjálfunar o.fl. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Árni Jón Geirsson gigtarsér- fræðingur, Hrefna Þórðardóttir sjúkraþjálfari, Unnur Stefanía Al- freðsdóttir iðjuþjálfi og Svala Björgvinsdóttir félagsráðgjafi. Upplýsingar og skráning á nám- skeiðið er á skrifstofu Gigtarfélags Íslands. Námskeið um endurræktun grasflata og annað sem skiptir máli varðandi gras og umhirðu þess verður haldið í Garðyrkju- skólanum 14. nóvember nk. Erindi halda: Árni Snæbjörnsson, jarð- vegsráðunautur hjá Bændasam- tökum Íslands, Björn Gunnlaugs- son, tilraunastjóri Garðyrkju- skólans, Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjustjóri Orkuveitu Reykja- víkur, Margeir Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Reykja- víkur, Oddgeir Þór Árnason, garðyrkjustjóri Mosfellsbæjar, Magnús Jóhannsson, sérfræðingur frá Landgræðslu ríkisins, og Bald- ur Gunnlaugsson, garðyrkjustjóri útisvæða Garðyrkjuskólans. Námskeiðið verður haldið í húsa- kynnum Garðyrkjuskólans en skráning og nánari upplýsingar um það fást á skrifstofu skólans eða á heimasíðu hans, www.reyk- ir.is Fyrirlestur og kynning á Jemen og Jórdaníu Fimmtudagskvöldið 13. nóvember verður kvöldnám- skeið hjá Mími símennt þar sem Jóhanna Kristjónsdóttir verður með fyrirlestur og kynningu á Jemen og Jórdaníu. Verður eink- um talað um sögu landanna frá fyrri heimsstyrjöldinni en einnig frá fyrri tímum. Þá verða sýndar myndir og flutt tónlist frá þessum löndum. Viku síðar, 20. nóvember, verður sams konar kynning á Sýr- landi og Líbanon. Á NÆSTUNNI BORGARSKJALASAFN Reykja- víkur efnir til sýningar í dag, laug- ardaginn 8. nóvember, kl. 10–18, í verslunarmiðstöðinni Kringlunni, í tilefni af Norrænum skjaladegi. Sýnd verða gömul frumskjöl úr skjalasöfnum íþróttafélaga sem varðveitt eru á Borgarskjalasafni, meðal annars um knattspyrnu, golf, hnefaleika og sund. Einnig má sjá skjöl sem tengjast heilbrigðismálum Reykjavíkur áður fyrr, meðal annars um lýsis- og mjólkurgjafir í skólum, ljósaböð, eft- irlit borgarinnar með hollustuhátt- um á heimilum og fyrirtækjum og fleira mætti nefna. Textar gefa stutt ágrip af sögu íþrótta og heilsu í Reykjavík. Öllum gestum verður boðið upp á lýsi og geta þeir spreytt sig á get- raun tengdu efni dagsins, með spennandi vinningum. Í tengslum við skjaladaginn vekur Borgarskjalasafn Reykjavíkur at- hygli á mikilvægi þess að skjölum íþróttafélaga í Reykjavík sé komið til safnsins. Þeir sem vilja koma skjöl- um til safnsins eru beðnir um að hafa samband við starfsmenn þess. Sýning á göml- um skjölum í Kringlunni HRINGURINN heldur sinn árlega handavinnu– og kökubasar í Perl- unni sunnudaginn 9. nóvember kl. 13. Þar verða til sölu margir mun- ir og heimabakaðar kökur. Basar- munir eru til sýnis í glugga Herragarðsins, Laugavegi 13. Jólakort Hringsins árið 2003 verða einnig til sölu í Perlunni. Kortið er hannað af myndlistar- konunni Jónínu Magnúsdóttur/ Ninný. Allur ágóði af fjáröflun fé- lagsins rennur í Barnaspítalasjóð Hringsins. Hringskonur vilja þakka öllum velunnurum félagsins bæði einstaklingum og fyrirtækjum fyrir stuðning og traust sem fé- laginu hefur verið sýnt í gegnum árin. Morgunblaðið/Ásdís Jólabasar Hringsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.