Morgunblaðið - 08.11.2003, Síða 65

Morgunblaðið - 08.11.2003, Síða 65
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 65 Dansleikur ársins! Jazzhátíðardansleikur með fönksveitinni JAGÚAR á NASA laugadag 8. nóvember kl. 00.30 - 04.00 Komið og skemmtið ykkur þar sem fjörið verður á laugardag! Forsala aðgöngumiða í JAPIS Laugavegi og UppplýsingmiðstöðFerðamanna, Aðalstræti 2. www.ReykjavikJazz.com/ Í kvöl d MYNDIR af hálendi Íslands ásamt texta eru nýjasta verk Ólafs Elíassonar sem birtist á átta síðum í nóvemberhefti breska tískutímaritsins i-D. Fólk, líkamshlutar og nátt- úra renna saman á myndum Ólafs sem eru ljóðrænar og þokukenndar, teknar í dumb- ungsveðri og rigningu. Í text- anum fjallar Ólafur um sam- band menningar og villtrar náttúru og hvernig mann- fólkið metur ósnortin svæði jarðarinnar. Hann er tölu- vert pólitískur, kemur til dæmis inn á álversfram- kvæmdir Alcoa á Íslandi sem hann nefnir sem dæmi um hvernig von um skamm- tímagróða geti ennþá fengið fólk til að meta ósnortin svæði lítils. „Jafnvel þótt áhrif fram- kvæmdanna á umhverfið væru ljós, var almenna viðhorfið á þann veg að fyrst enginn fari eða geri neitt á þessu ákveðna svæði sé það einskis virði,“ segir í lokakafla verksins. Þá endar hann greinina á að segja að ef reisa hefði átt orkuver í frum- skógum Kongó hefði almennings- álitið á Íslandi líklega verið annað þar sem Íslendingar meti tré meira en eldfjalla- og jöklaeyðimerkur. Verk Ólafs Elíassonar í tímaritinu i-D Náttúra og fólk á hálendinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.