Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 2
2003  MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A EIÐUR VERÐSKULDAR AÐ SPILA MEIRA / B3 Morgunblaðið/ÞÖK Haukar unnu nauman sigur á Vardar Skopje frá Makedóníu, 34:33, í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik á Ásvöllum í gær- kvöld. Hér má sjá Dalius Rasikevicius skora eitt af sjö mörkum sínum fyrir Hauka í leiknum. Hafnfirðingar þurfa nú líklega að ná jafntefli í síðari leik liðanna sem fer fram í Skopje til að halda áfram keppni í Evrópumótunum í vetur. Sjá nánar á B5. Nokkur lið hafa sett þrýsting áleikmenn sína, að þeir sleppi því að fara með landsliðinu til San Francisco í Bandaríkjunum, þar sem leikið verður gegn Mexíkó 19. nóv- ember. Ásgeir sagði að hann vissi að þjálf- arar hefðu rætt við leikmenn, til að óska eftir því að þeir færu ekki, þar sem þeir kæmu þreyttir til baka vegna tímamismunar. Lokeren, Charlton, Reading og Genk eru ekki áfjáð í að sínir menn fari, en það eru þeir Arnar Þór Viðarsson, Marel Baldvinsson, Rúnar Kristinsson, Arnar Grétarsson, Hermann Hreið- arsson, Ívar Ingimarsson og Indriði Sigurðsson og þá vill Claudio Ran- ieri, knattspyrnustjóri Chelsea, ekki að Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði landsliðsins, spili gegn Mexíkó. „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að koma leikmönn- um tímanlega til Evrópu eftir lands- leikinn, sem fer fram á miðvikudags- kvöldi. Þeir leikmenn sem þurfa að leika með liðum sínum helgina eftir, fara frá San Francisco einum og hálf- um tíma eftir leikinn og verða komn- ir til London á fimmtudagskvöld, þannig að þeir fá góðan tíma til að jafna sig eftir ferðina,“ sagði Ásgeir. Knattspyrnusamband Íslands hef- ur sent Alþjóðaknattspyrnusam- bandinu, FIFA, fyrirspurn hvort sérsambönd hefðu ekki rétt á að fá landsliðsmenn sína lausa frá liðum sínum á alþjóðlegum leikdögum, sem FIFA og Knattspyrnusamband Evr- ópu, UEFA, hafa sett á. „Við bíðum eftir svarinu og ef það verður eins og við reiknum með, að við séum í rétti að fá leikmenn okkar lausa, verður gengið endanlega frá hvaða leik- menn verða í leikmannahópnum sem fer til Mexíkó,“ sagði Ásgeir. Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, segir að það verði farið með alla sterkustu leikmenn Íslands til San Francisco Það fær enginn frí frá leiknum gegn Mexíkó „ÉG sé ekki neinn tilgang í því að leika gegn eins sterku liði og Mexíkó er, ef við teflum ekki fram okkar sterkasta liði. Ég gef ekki neinum leikmanni frí frá þessu verkefni,“ sagði Ásgeir Sig- urvinsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu. mánudagur 10. nóvember 2003 mbl.is w w w .f rj a ls i. is Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign. Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 6,50% 7,50% 8,50% 9,50% 10,00% 5 ár 19.600 20.000 20.500 21.000 21.200 15 ár 8.700 9.300 9.800 10.400 10.700 30 ár 6.300 7.000 7.700 8.400 8.800 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta. Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Allt að 80%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar Stendur með þér í orkusparnaði Fasteignablaðið // Skólavörðustígur Skólavörðustígur 22a er nú viðfangsefni Freyju Jónsdóttur í umfjöllun hennar um gömul hús. Í þessu húsi hefur lengi verið verslun.  2 // Kostnaði skipt? Margt mælir með því að skipta kostnaði við kaup á heitu vatni eftir stærð eigna í fjölbýlishúsum. Er hægt að hafa þetta öðruvísi?  7 // Deilur um sameign Fjöleignarhús skiptast lögum samkvæmt í séreignir, sameign allra og sameign sumra - af þessu hafa sprottið ýmis dómsmál.  10 // Menningararfur Gamall íslenskur útsaumur er menningar- arfur. Um ýmsar hliðar þessa efnis fjallar Elsa E. Guðjónsson í bók sinni Íslenskur út- saumur.  26                                                                            !  !  !       "#        " !!# $          !    %&  #%                #! # !! ! !   !   ! '(  %  )$"""*         !"# $ "# %& ' + + #+ + ( ) , ) ),*' # +&   "&     -. (   $ $  / 0 12$ 345/ 6$ 70 $0 $6$ 8$12$ 9  :$556$  ' ; $ <   ,- & . 6$.$ ' ; $ <   ,- & .   & =  = &"  =#& %#   ! %&          / / / 8 $(6  >    $           "&     !+$% $ +$% $ "# = MIKIL ásókn hefur verið í lóðir á Hörðuvöllum, í Kórahverfi nánar til tekið. Svo mikil hefur ásóknin verið að samþykkt var í bæjarráði Kópa- vogs fyrir skömmu að úthluta fleiri lóðum á þessu svæði. „Hinir nýju lóðir eru bæði fyrir fjölbýlishús og einbýli í byggð þar sem miðað er við þrjár hæðir,“ sagði Birgir Sigurðsson skipulagsstjóri Kópavogs. „Gert er ráð fyrir tveggja til þriggja hæða fjölbýlishúsum við Baugakór, samtals 194 íbúðum, 8 parhúsum við Gnitakór, Fjallakór, Drangakór, Drekakór og Flesjakór. Þá verður úthlutað 54 einbýlishúsa- lóðum fyrir einnar til tveggja hæða einbýlishús. Flatarmál þeirra lóða er um 800 fermetrar og gert ráð fyr- ir að grunnflötur húsanna verði á bilinu 190 til 220 fermetrar. Þess má geta að þessar einbýlishúsalóðir eru í suður- og vesturhlíðum Vatnsenda- hvarfs og er útsýni frá þeim til vest- urs yfir Faxaflóa.“ Húsategundir fjölbreyttar Hvað veldur þessari miklu ásókn í lóðir núna? „Það hefur alltaf verið mikil ásókn í lóðir í Kópavogi. Skýring er eflaust sú að bærinn er vel í sveit settur miðað við höfuðborgarsvæðið og mín skoðun er sú að okkur hafi tek- ist vel upp hvað skipulag varðar, húsategundir eru fjölbreyttar og stærðir hverrar einingar eru viðráð- anlegar og í samræmi við óskir markaðarins. Það hefur einnig tíðk- ast hjá bæjaryfirvöldum í Kópavogi að ganga fljótt og vel frá bygging- arsvæðum og síðast en ekki síst þá fylgir hverfisþjónusta með upp- byggingu hverfa.“ Eru þetta dýrar lóðir? „Allt kostar þetta sína peninga. Einbýlishúsalóð, miðað við 700 rúm- metra hús, er 4,6 millj. kr. lág- marksgjald. Parhúsalóðir, miðað við 600 rúmmetra hús, er rúmar 3 millj- ónir króna. Lóðarverðið er greitt 5% mánuði eftir úthlutun og afgangur- inn á 2 til 4 árum. Þetta kerfi hefur reynst vel fyrir húsbyggjendur.“ Nýjar lóðir til úthlutunar á Hörðuvöllum í Kórahverfi Tölvumynd af Hörðuvallasvæðinu. HRYÐJUVERK Í RIYADH Minnst 17 manns fórust og 120 særðust í sjálfsmorðsárás í Riyadh, höfuðborg Saudi-Arabíu, á laug- ardagskvöld. Sérfræðingar í mál- efnum hryðjuverkasamtaka telja að hryðjuverkasamtök séu komin í stríð gegn stjórnvöldum í Sádi- Arabíu og miklar líkur á að bin Lad- en, sem sjálfur er Sádi, eða menn hans standi á bak við árásirnar. Stjórn Koizumi heldur velli Flokkur Junichiro Koizumis, for- sætisráðherra Japans, Frjálslyndi demókrataflokkurinn, og samstarfs- flokkar hans héldu meirihlutanum í neðri deild japanska þingsins í þing- kosningum í gær. Samtals fengu stjórnarflokkarnir 275 þingsæti af 480 og töpuðu 12 þingsætum. Katrín varaformaður Katrín Jakobsdóttir var kjörin varaformaður Vinstrihreyfingar – græns framboðs á landsfundi flokks- ins sem lauk í gær. Steingrímur J. Sigfússon var endurkjörinn formað- ur. Í ályktun fundarins var einka- væðingarstefna ríkisstjórnarinnar harðlega gagnrýnd og sagði þar meðal annars að fákeppni og einok- un væri orðin einkennandi fyrir ís- lenskt atvinnulíf. ASÍ óttast undirboð Verkalýðshreyfingin hefur lýst áhyggjum af hættunni á félagslegum undirboðum á íslenskum vinnu- markaði ef erlent vinnuafl kemur til landsins á opnum vinnumarkaði EES-svæðisins. Telja menn þar á bæ mikið skorta á undirbúning. Norska Alþýðusambandið hefur skorað á ríkisstjórnina að nýta að- lögunarfrest. Flugmaður aftur til starfa Árni Sigurðsson flugmaður hefur nú störf að nýju eftir að áfrýj- unarnefnd veitti honum gilt heil- brigðisvottorð. Árna var synjað um heilbrigðisvottorð eftir að hann fékk vægt heilablóðfall haustið 1998 á þeim forsendum að líkur á öðru áfalli væru of miklar. Friðrik og Larsen hnífjafnir Friðrik Ólafsson og Bent Larsen hafa teflt þrjátíu og þrjár skákir hvor við annan frá upphafi og eru enn hnífjafnir, hvor um sig hefur unnið fimmtán og þrjár hafa endað með jafntefli. Á morgun hefst at- skákareinvígi þeirra á Hótel Loft- leiðum. Y f i r l i t FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í dag Sigmund 8 Bréf 30/31 Vesturland 11 Dagbók 32/33 Erlent 12/13 Þjónusta 33 Daglegt líf 14/15 Leikhús 34 Listir 16/17 Fólk 34/37 Umræðan 19/24 Bíó 35/37 Forystugrein 20 Ljósvakar 38/39 Minningar 25/27 Veður 3 * * * ALLS söfnuðust 54 milljónir í söfnunarátaki fyrir Sjónarhól, fyrstu ráðgjafarmiðstöð Íslendinga fyrir aðstandendur barna sem stríða við langvarandi veikindi, fötlun, þroskahömlun eða önnur þroska- frávik. Bakhjarlar Sjónarhóls; Kvenfélagið Hring- urinn, Pokasjóður, Landsbankinn, Össur hf. og Delta/Pharmaco hf. lögðu alls fram 27 milljónir til þriggja ára en ríkið leggur fram 45 milljónir til upp- byggingar og rekstrar starfsemi Sjónarhóls á sama tíma. Samtals eru því um að ræða 126 milljónir króna. Að Sjónarhóli standa félög og samtök sem láta sig varða hag barna með sérþarfir hér á landi. Markmið söfnunarinnar er að byggja upp Sjónar- hól, fyrstu ráðgjafarmiðstöð Íslendinga fyrir að- standendur barna sem stríða við langvarandi veik- indi, fötlun, þroskahömlun eða önnur þroskafrávik. Landssöfnunin náði hámarki á laugardagskvöld í tveggja tíma beinni útsendingu til styrktar málefn- inu. Afar ánægð með góðar viðtökur Að sögn Rögnu K. Marinósdóttur, stjórnarfor- manns Umhyggju og Sjónarhóls eru aðstandendur í skýjunum yfir góðum viðtökum þjóðarinnar. Þó eigi enn eftir að telja saman síðustu krónurnar. „Enn á eftir að telja úti á landi og færa bauka og fleira inn í Landsbankann. Þetta er ekki alveg kom- ið á hreint, en við virðumst hafa náð þeim mark- miðum sem við settum. Við söfnuðum bæði fyrir húsnæðinu og rekstri þess næstu þrjú árin. Þetta er stórkostlegt og mjög margir búnir að koma þarna að, fyrirtæki hafa gefið sína vinnu og líka fjölmargir listamenn. Nemendur í Háskólanum í Reykjavík og Verslunarskólanum, aragrúi af sjálfboðaliðum og Lionshreyfingin hafa einnig öll lagt málefninu lið. Það er smá vinna fram undan að ráða fram úr þessu öllu saman, en fyrsta mál á dagskrá er að koma starfsemi Sjónarhóls í gott húsnæði.“ Landssöfnunin fyrir Sjónarhól fékk góðar viðtökur hjá þjóðinni 54 milljónir söfnuðust LEIKSKÓLAGJÖLD í Reykjavík hækka um 3% um næstu áramót samkvæmt tillögu sem samþykkt var á fundi leikskólaráðs í síðustu viku. Borgarráð á eftir að samþykkja til- löguna. „Á föstudaginn var lögð fram í borgarráði áætlun leikskólaráðs, sem felur í sér 3% hækkun. Sam- kvæmt verðlagsforsendum á verðlag að hækka um 3% á næsta ári,“ segir Þorlákur Björnsson, formaður leik- skólaráðs. Laun eru um 86–87% af rekstrar- kostnaði leikskólanna og segir Þor- lákur launaþróun því mikinn áhrifa- vald í kostnaði leikskóla. „Við höfum engin völd yfir þessari launaþróun, en hún er bundin í kjarasamningum. Laun leikskólakennara munu koma til með að hækka um 3% strax 1. jan- úar og síðan um 1,5% í júní. Við mun- um ekki hækka leikskólagjöldin frekar á næsta ári. Þannig er klárt að við erum ekki einu sinni að halda í verðlagsþróunina með þessari hækkun,“ segir Þorlákur og bætir við að kostnaðarhlutfall foreldra í kostnaði leikskólanna hafi á síðasta ári verið 32,1%, en verði, miðað við þessa áætlun, 31,5%. Leikskólagjöld hækka um 3% RÍKIÐ hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Suðurlands í þjóðlendumálum, þar sem kröfum ríkisins á hendur bændum í Árnes- sýslu var hafnað og úrskurður óbyggðanefndar, um að land innan landamerkja nokkurra jarða í upp- sveitum Árnessýslu teljist ekki til þjóðlendna, var staðfestur. Ragnheiður Árnadóttir, aðstoðar- maður fjármálaráðherra, segir það hafa legið fyrir frá upphafi málsins, að ríkið myndi fara með þetta alla leið. „Héraðsdómur er bara áfangi á leiðinni til þess að fá endanlegt svar við þeim lögfræðilegu álitaefnum sem þarna eru á ferðinni. Þannig verður hægt að setja niður deilur um mál af þessu tagi til allrar fram- tíðar. Það gerist ekki nema Hæsti- réttur hafi síðasta orðið,“ sagði Ragnheiður í samtali við Morgun- blaðið. Þjóðlendumál á Suðurlandi Ríkið áfrýjaði dómi héraðsdóms FASTEIGNASALAR hafa orðið var- ir við að erlendir fjárfestar vilji kaupa atvinnuhúsnæði hér á landi, að sögn Björns Þorra Viktorssonar, formanns Félags fasteignasala. Hann segir að ekki hafi verið mikið um þetta, en ljóst sé að einhver áhugi sé fyrir hendi. „Sem betur fer hefur stöðugleikinn hér á landi á undanförnum misserum og árum opnað augu útlendinga fyrir Íslandi sem fjárfestingarkosti,“ segir Björn Þorri. „Þetta sést best á eft- irspurn erlendra aðila eftir hús- og húsnæðisbréfum. Varðandi atvinnu- húsnæðið er hins vegar ekki hægt að segja að áhugi útlendinga sé í stórum stíl, en fasteignasalar verða varir við þennan áhuga, bæði beint og sem fjármögnunaraðilar fyrir Íslendinga.“ Björn Þorri segir ljóst að fasteigna- félög séu í auknum mæli að verða til og jafnframt að auka umsvif sín. „Ís- lenskir fjárfestar, að einhverju leyti í samvinnu við erlenda fjárfesta, eru að fara af stað í þeim tilgangi að fjárfesta í nýlegu og góðu atvinnuhúsnæði. Um nákvæmar ástæður þess í einstökum tilfellum get ég ekki sagt til um, en mér þykir augljóst að menn hafi aukna trú á slíkri fjárfestingu,“ segir Björn Þorri. Í ársfjórðungsriti Seðlabanka Ís- lands segir að nokkuð hafi borið á því að fasteignafélög séu að auka umsvif sín hér á landi á ný, á þeirri forsendu að leiga muni hækka, a.m.k. á nýlegu og góðu atvinnuhúsnæði. Þá segir einnig í ritinu að orðið hafi vart við að erlendir fjárfestar vilji kaupa valdar, stórar og dýrar eignir, sem talið sé auðvelt að leigja út. Sýna áhuga á atvinnuhúsnæði Það er oft hart barist um brauðmolana á bakka Tjarnarinnar í Reykjavík, ekki síst nú þegar kominn er vetur. Morgunblaðið/Ómar Barátta um brauðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.