Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 23 bílar Áskrifendum Morgunbla›sins b‡›st smáaugl‡sing í bla›inu Bílar fyrir a›eins 995 kr. Fólkið sem þú vilt ná til les sama blað og þú! Ertu a› hugsa um a› selja bílinn flinn? Far›u árangursríkustu lei›ina og augl‡stu hann í bla›inu Bílar. Pantanafrestur er til kl. 12 á flri›judögum. Panta›u núna í síma 569 1111 e›a sendu tölvupóst á augl@mbl.is -alltaf á miðvikudögum Í TENGSLUM við fjárlög næsta árs hefur félags- málaráðherra lagt fram tillögur sem miða að því að skerða atvinnuleysisbætur og veikja starfsöryggi fisk- vinnslufólks verulega. Tillögurnar leggur ráðherrann fram nokkrum mán- uðum eftir að hann lofaði hærri at- vinnuleysisbótum, þ.e. með samþykkt flokksþings Framsóknarflokksins. Þessi loforð voru gefin fyrir kosningar og voru hluti af loforðabunka flokksins í kosningabaráttunni, sem að vísu gengisfalla nú hvert af öðru þessa dag- ana. Ráðherrann hyggst lækka bæturnar hjá því fólki sem verður fyrir þeirri ógæfu að verða atvinnulaust. Þessum einstaklingum er ætlað að bera auknar byrðar á sama tíma og hátekjuskattur verður aflagður sam- kvæmt tillögum stjórnvalda. Samkvæmt þessu verða fullar atvinnuleysisbæturnar um 67.000 krónur á fyrsta mánuði í atvinnuleysi þar sem greiðsla fyrir fyrstu þrjá dagana í atvinnuleysi á að falla niður. Þess má geta að atvinnuleysisbætur á Íslandi eru þær lægstu sem þekkjast hjá þeim þjóðum sem við miðum okkur gjarnan við. Starfsöryggi fiskvinnslufólks í hættu Þá hefur ráðherra boðað að hætt verði að greiða fisk- vinnslufyrirtækjum sem nemur atvinnuleysisbótum starfsmanna, þegar þær eru lokaðar vegna hráefnisskorts eins og kveðið er á um í lögum um greiðslur Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs vegna fiskvinnslufólks. Þannig mun gamla kerfið sem verkalýðshreyfingin barðist fyrir breyt- ingum á, til að auka starfsöryggi fiskvinnslufólks, taka gildi að nýju. Það er að starfsmenn í fiskvinnslu skrái sig sjálfir tímabundið atvinnulausa og fái þannig at- vinnuleysisbætur þegar vinnsla er ekki í gangi vegna hráefnisskorts. Við þetta munu fyrirtækin spara mis- mun á atvinnuleysisbótum og dagvinnulaunum starfs- manna sem getur numið allt að 60 dögum á ári. Tekju- skerðing fiskvinnslufólks á þessu tímabili getur numið allt að 100% því fjölmörg dæmi eru um í núverandi kerfi að starfsfólk haldi fullum launum í hráefnisleysi sé það á launaskrá fyrirtækisins í vinnslustoppi, fólk sem hefur mjög takmarkaðan rétt til atvinnuleys- isbóta. Þá má geta þess að tillögur ráðherrans eru gróf at- laga að gildandi kjarasamningi aðila vinnumarkaðar- ins sérstaklega er varðar fiskvinnslufólk. Í kjarasamn- ingum er kveðið á um að fyrirtækjum í fiskvinnslu beri að halda 40 stunda námskeið fyrir starfsfólk. Fyr- irtækin eiga rétt á greiðslu frá Atvinnuleysistrygg- ingasjóði fyrir þær vinnustundir starfsmanna sem tap- ast vegna setu á námskeiðunum sem haldin eru enda falli þær undir svokallaða 60 daga regluna. Athyglisvert er að ráðherrann hyggst ekki beita sér fyrir breytingum á 3.gr. laga nr. 19/1979 sem heimilar fiskvinnslufyrirtækjum að senda starfsmenn sína heim þegar ekki er vinnsla vegna hráefnisskorts. Greinin er svohljóðandi: „3. gr. Nú fellur niður atvinna hjá atvinnurekanda, svo sem vegna þess að hráefni er ekki fyrir hendi hjá fiskiðjuveri, upp- og útskipunarvinna er ekki fyrir hendi hjá skipaafgreiðslu, fyrirtæki verður fyrir ófyr- irsjáanlegu áfalli, svo sem vegna bruna eða skiptapa, og verður atvinnurekanda þá eigi gert að greiða bætur til launþega sinna, þó að vinna þeirra nemi eigi 130 klukkustundum á mánuði, enda missa launþegar þá eigi uppsagnarrétt sinn meðan slíkt ástand varir“. Þessi grein er löngu orðið úrelt enda hafa útgerð- arhættir breyst mikið á þeim 25 árum sem liðin eru frá setningu þessara laga. Þessa grein ber að fella niður eða aðlaga nútíðinni. Niðurfelling þessarar greinar myndi treysta starfsöryggi fiskvinnslufólks og koma í veg fyrir óeðlilegar heimsendingar starfsfólks fisk- vinnslufyrirtækja í hráefnisskorti. Starfsgreinasamband Íslands hefur um áratuga skeið barist fyrir auknu starfsöryggi fiskvinnslufólks. Sú barátta hefur skilað töluverðum árangri, árangri sem nú er í hættu ef marka má boðskap félagsmálaráð- herra. Því er ekki þannig farið að ekki sé ástæða til að fara yfir greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs til fyr- irtækja í fiskvinnslu þegar um er að ræða hráefn- isskort. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi farið frjálslega með þennan endurgreiðslurétt. Hins vegar munu til- lögur félagsmálaráðherra fyrst og fremst koma illa við fiskvinnslufólk og brjóta niður starfsöryggi sem ekki er ásættanlegt fyrir. Fulltrúar fiskvinnslufólks hafa margítrekað komið fram með tillögur sem miða að því að draga verulega úr heimsendingum fiskvinnslufólks eins og núverandi kerfi bíður upp á og tryggja þar með starfsöryggi fiskvinnslufólks. Því miður hefur ekki verið skilningur í félagsmálaráðuneytinu fyrir þeim tillögum. Hver veit nema ráðherra sé tilbúinn að hlusta á þær í dag eftir það sem á undan er gengið. Kjarasamningar í uppnámi Ljóst er að hugmyndir ráðherra sem hér hafa verið raktar koma til með að hafa mjög truflandi áhrif á þær kjaraviðræður sem framundan eru og til stendur að ljúka fyrir áramót. Sá sem þetta skrifar mun ekki und- irrita kjarasamninga nema ráðherra dragi til baka boðaðar tillögur og/eða endurskoði 3. gr laga nr. 19/ 1979 eins og fiskvinnslufólk hefur krafist til fjölda ára. Ráðherrann hefur talað Eftir Aðalstein Á. Baldursson Höfundur er formaður Matvælasviðs Starfsgreinasambands Íslands. Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Dömu- og herranáttföt Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3 ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.