Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 11
MINNSTAÐUR | VESTURLAND MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 11 stjórnendur fyrirtækja og stofnana, sem bera ábyrgð á vernd upplýsinga og að móta og innleiða stjórnkerfi upplýsingaöryggis, starfsfólk sem gegnir lykilhlutverki í að innleiða stjórnkerfi upplýsingaöryggis og vinna samkvæmt því, tæknifólk sem kemur að tæknilegri útfærslu stjórnkerfisins, ráðgjafa á sviði upplýsingaöryggis. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir áherslum og uppbyggingu staðlanna ÍST ISO/IEC 17799 og ÍST BS 7799-2 og þekki hvernig þeim er beitt við stjórnun upplýsingaöryggis og mótun öryggisstefnu í fyrirtækjum og stofnunum. Skráning og nánari upplýsingar á vef Staðlaráðs, www.stadlar.is eða í síma 520 7150 Örugg meðferð upplýsinga Stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO 17799 Námskeið 19. og 20. nóvember fyrir Borgarnesi | Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, afhjúpaði söguskilti í Sandvík nýlega. Menningarnefnd Borgarbyggðar lét gera skiltið, sem er myndskreytt af Guðmundi Sigurðssyni, fyrrverandi skóla- stjóra. Það er þriðja söguskiltið í Borg- arnesi sem byggist á Egilssögu og hefur að geyma upplýsingar um þegar þeir félagar Þórður frá Granastöðum og Egill háðu kapp við Skallagrím í Sandvíkinni. Þeim leik lauk þannig að Skallagrímur banaði Þórði og gerði sig líklegan til að láta Egil son sinn fara sömu leið. Þorgerður Brák, ambátt Skallagríms, skarst í leikinn og bjargaði Agli en lét lífið í staðinn. Ellert gat þess að knattleikir þeir sem getið er um í Egilssögu eru einnig þeir fyrstu íþrótta- viðburðir sem getið er um á Ís- landi og leiddi ennfremur að því líkur að Þorgerður Brák hafi verið fyrsti knattleiksdómari sögunnar. Að sögn Páls Brynjarssonar, bæjarstjóra, er þetta síðasta skilt- ið sem samþykkt var að gera. Telja má þó líklegt að fleiri þátt- um úr Egilssögu verði komið á framfæri með upplýsingaskiltum og þá í samhengi við þá safnaupp- byggingu sem stefnt er að í Brák- arey. Söguskilti um íþróttaleik Á skiltinu er minnst fyrsta íþróttaviðburðar á Íslandi sem sögur fara af. Akranesi | Á síðustu árum hafa þau Bragi Þórðarson og Elín Þorvaldsdóttir, sem reka Hörpuútgáfuna, smám saman dregið úr umsvif- unum. Þau hafa selt húsnæði útgáfunnar við Stekkjarholt og leigja nú mun minna húsnæði við Kirkjubraut undir starfsemina. En Hörpu- útgáfan á einnig stórt húsnæði í Reykjavík þar sem rekið hefur verið útibú í áraraðir. Kátir voru karlar Samt koma enn út bækur á vegum Hörpuút- gáfunnar og er nýjasta bókin eftir Braga sjálf- an. Hún heitir Kátir karlar og fjallar um nokkra menn sem settu skemmtilegan svip á lífið með gamanmálum og skemmtiefni við ýmis tæki- færi, þá Theódór Einarsson, Ragnar Jóhann- esson, Ólaf Kristjánsson, Valgeir Runólfsson, Sveinbjörn Beinteinsson, Guðmund Jónsson og Ólaf Jónsson. Bragi þekkti fimm þessara manna persónu- lega og hitti þá oft, en frásögn af tveimur til við- bótar er skráð eftir sögum samferðafólks. Bragi segir að þessir menn hafi átt það sameig- inlegt að hafa skemmt fólki á ýmsan hátt áður en sjónvarpið kom til sögunnar. Þeir sömdu vís- ur, revíur og leikþætti. Sögur af þessum mönnum birtust upphaflega í útvarpsþáttum sem Bragi var með síðastliðinn vetur, en hann hefur í gegnum tíðna flutt um 50 útvarpsþætti með frásögnum af fólki og atburð- um á Akranesi og í Borgarfirði frá árinu 1990. Eftir að þættirnir voru fluttir fékk hann yf- irleitt ógrynni af upphringingum og bréfum með meiri upplýsingum. „Mér fannst nauðsynlegt að koma þessu efni á framfæri og þess vegna datt mér í hug að gefa út bækur sem byggjast á þáttunum og þessum viðbótarupplýsingum,“ sagði Bragi. „Kátir karlar er þriðja bókin sem þannig verður til. Hinar eru Æðrulaus mættu þau örlögum sínum og Blöndukúturinn.“ „Hún er góð með hafragraut“ Bragi hefur lengi vel haldið til haga vísum og frásögnum af fólki. „Allir áttu sína möppu sem ég geymdi rétt hjá tölvunni minni. Margir þess- ara manna og fleira fólk leit inn á skrifstofuna mína og spurði hvort ég hefði heyrt þessa eða hina vísuna. Til dæmis þessa eftir Ólaf Krist- jánsson í Mýrarhúsum: Hér er ýsa – gleðileg jól. Hér er þorskur – heims um ból. Þarna er skata – hrá og blaut, hún er góð með hafragraut. Síðan var farið með vísuna eða söguna og ég skrifaði þetta allt hjá mér og stakk í viðeigandi möppu. Þannig hefur efnið í útvarpsþættina og síðan bækurnar orðið til. Enn á ég mikið efni sem á eftir að vinna en ég geri aldrei nein plön fyrirfram og lifi fyrir daginn í dag. Samt verð ég að segja að það gleður mig hvað þessu hefur verið vel tekið.“ Kátir karlar er 14. bókin sem Bragi skrifar sjálfur, en auk áðurnefndra bóka skrifaði hann bókaflokkana Borgfirska blöndu og Lífs- reynslu. „Ég hef alltaf verið bókaormur,“ segir Bragi. „Ég byrjaði að vinna sem vélsetjari í Prent- verki Akraness árið 1950 og var prentsmiðju- stjóri á árinum 1964 til 1982, er ég seldi minn hlut og hætti að vinna þar. Áhugi minn á bókum minnkaði ekki við það að setja þær, því ég las ógrynnin öll af bókum meðan ég var að því. Þar á meðal Íslendingasögur með nútímastafsetn- ingu, en þær hafði ég ekki lesið fyrr en ég setti þær.“ Eftir að Bragi hætti hjá Prentverki Akraness ákváðu þau Elín að setja upp bókabúð í hús- næðinu við Stekkjarholt sem Elín stjórnaði í 10 ár og við hliðina rak Bragi jafnframt tölvudeild og var sá eini sem seldi tölvur á Akranesi í mörg ár. „Þetta var mikið ævintýri,“ segir hann. „Ég upplifði stemmninguna hjá ungling- unum á þessum árum þegar þeir voru að upp- götva tölvurnar. Ég rak hana jafnhliða bókaút- gáfunni og hún var opin aðeins tvo tíma á dag.“ Elín segir að vinnan í bókabúðinni hafi verið draumastarf. Þar hafi hún notið sín og unnið með góðu fólki. Sá stelpu sem ég var skotinn í Bragi og Elín eru rótgrónir Skagamenn og segjast hafa mikinn metnað fyrir hönd bæj- arfélagsins. Þau kynntust sem ung börn og voru skólafélagar. Bragi lýsir á skemmtilegan hátt áhuga sínum á Elínu í kaflanum Æsku- minningar frá Akranesi í bókinni Æðrulaus mættu þau örlögum sínum. Hann var þá 12 ára gamall og sendill í Þórðarbúð: „Um leið og ég fór framhjá Suðurgötu 27 (Kletti) leit ég þang- að heim og sá þá stelpu, sem ég var svolítið skotinn í, vera að hoppa í parís á stéttinni. Ég var allaf vanur að líta þangað heim þegar ég fór framhjá í þeirri von að stelpan væri þar. Og nú var hún þarna að hoppa og pilsið flaksaðist í golunni. Ég horfði dáleiddur á hana og gleymdi bæði stund og stað. En um leið gætti ég ekki að holunum í götunni. Hjólið lenti í einni þeirra og við hnykkinn slettist olían um allan kassann. Ég hrökk í harðan kút, blóðroðnaði og skammaðist mín ógurlega. Þetta hafðist upp úr því að vera að glápa á stelpuna. En það var sama sagan með það hjá mér; ég gat aldrei látið það vera.“ Starfið alla tíð ákaflega skemmtilegt Þau hjónin hafa nú starfað saman í bókaút- gáfu frá 1960. Þau segja að um sextugt hafi þau ákveðið að fara að njóta hins veraldlega af- raksturs af mikilli vinnu sem þau höfðu lagt á sig í gegnum árin. „Við höfum verið heppin og okkur hefur gengið mjög vel og notið aðstoðar barnanna okkar, þeirra Bryndísar og Þorvaldar,“ segja þau. Þrátt fyrir mikla vinnu segjast þau hafa notið þess að vera í félagsstarfi. Þau hafa til dæmis verið í skátunum frá barnsaldri, í Odd- fellow og Bragi formaður bókasafnsstjórnar Bókasafns Akraness og í stjórn Sögufélags Borgarfjarðar. „Núna erum við lögst í flakk,“ segir Elín. „Við gefum bara út þær bækur sem okkur lang- ar til og gerum yfirleitt það sem okkur langar til að gera. Við erum nýkomin úr skemmtisigl- ingu um Miðjarðarhaf.“ Þau segjast hafa verið ákaflega lánsöm því það sé ekki sjálfgefið að hafa góða heilsu á efri árum og geta notið þess að vera saman og ferðast. „Bókaútgáfan hefur verið mjög gefandi,“ segja þau bæði. „Þetta hefur alla tíð verið ákaf- lega skemmtilegt starf.“ Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Samhent hjón: Elín Þorvaldsdóttir og Bragi Þórðarson í Hörpuútgáfunni. asdish@mbl.is Nú erum við lögst í flakk Hörpuútgáfan á Akranesi er ein af rótgrónustu bókaútgáfum á landinu. Stofnendur hennar, þau Bragi Þórðarson og Elín Þorvaldsdóttir, hafa unnið lang- an vinnudag á þeim rúmlega 40 árum sem útgáfan hefur starf- að, enda eru bókatitlarnir orðn- ir rúmlega 400. Þau sögðu Ásdísi Haraldsdóttur að nú væru þau lögst í flakk. Morgunblaðið/Helga H. Ágústsd. Búðardal | Þessi mynd er tekin af Hvammsfirði í veðurblíðunni og má greinilega sjá eyjar Breiðafjarðar speglast við sjóndeildarhringinn. Kyrrlátt við fjörðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.