Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ STEINGRÍMUR J. Sigfússon var endurkjörinn formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs á lands- fundi VG um helgina, en hann var einn í kjöri. Katrín Jakobsdóttir var kjörin varaformaður VG. Hlaut hún 119 atkvæði í atkvæðagreiðslu á fundinum í gær en Steingrímur Ólafsson hlaut 30 atkvæði. Allt fram á síðustu stundu leit út fyrir að Katrín yrði sjálfkjörin. Uppstill- ingarnefnd landsfundarins mælti með henni í embættið. Björgvin Leifsson, fulltrúi á landsfundinum, stakk hins vegar upp á Steingrími Ólafssyni rétt eftir að uppstillingarnefnd hafði kynnt sínar tillögur síðdegis í gær. Var því kosið á milli þeirra Katrínar og Stein- gríms. Katrín sagði m.a. þegar úrslitin lágu fyrir að hún myndi leggja sig alla fram um að koma málefnum VG á fram- færi og tryggja að málefnastaðan yrði „ávallt sterk, skýr, til vinstri og græn“. Hún sagði einnig fyrir kjörið að hún teldi að VG ætti mikil sóknarfæri og ósótt fylgi. Uppstillingarnefnd lagði einnig til að Drífa Snædal yrði ritari VG og Tryggvi Friðjónsson gjaldkeri. Engin mót- framboð bárust og voru þau því sjálf- kjörin. Katrín tekur við varaformennskunni af Svanhildi Kaaber, sem ekki gaf kost á sér áfram, og Drífa tekur við ritarastarf- inu af Kristínu Halldórsdóttur, sem gaf heldur ekki kost á sér aftur. Tryggvi heldur hins vegar áfram sem gjaldkeri VG. Steingrímur J. Sigfússon endurkjörinn formaður VG Katrín varafor- maður og Drífa ritari LANDSFUNDUR Vinstri hreyfingarinn- ar - græns framboðs samþykkti um helgina að senda baráttukveðjur til flokks- systkina sinna í færeyska Þjóðveldis- flokknum. Lýsti fundurinn yfir fyllsta stuðningi við baráttu flokksins fyrir sjálf- stæði Færeyinga. Tórbjörn Jacobsen, þingmaður á færeyska lögþinginu og fulltrúi Þjóðveldisflokksins hélt einmitt er- indi á landsfundi VG á laugardag. Jacobsen fjallaði m.a. um þá ósk Fær- eyinga að gerast fullgildir aðilar að Norð- urlandaráði. Sagði hann að á á nýliðnu þingi Norðurlandaráðs í Ósló hefðu Danir notað dönsku stjórnarskrána til þess að koma í veg fyrir að Færeyingar gætu fengið slíka fullgilda aðild. Þar hefðu Ís- lendingar einnig látið undan þrýstingi Dana og ekki stutt ósk Færeyinga. Jacob- sen hrósaði þó Steingrími fyrir að hafa ávallt stutt sjálfstæðisbaráttu Færeyinga opinberlega og óskir þeirra um fullgilda aðild að Norðurlandaráði. Styður baráttu Þjóðveldis- flokksins fyrir sjálfstæði Færeyja STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar –græns framboðs, sagði undir lok landsfundar flokksins í Hvera- gerði síðdegis í gær að þátttaka ungs fólks hefði sett sterkan svip á fundinn. Hann sagði að unga fólkið hefði tekið virkan þátt í störfum fundarins og skipað sér í forystusveit flokksins með mjög markverðum hætti. „Ég held að allir hljóti að viðurkenna að það er mikill styrkur í því.“ Steingrímur sagði aukinheldur að landsfundurinn hefði verið langstærsti og öflugasti fundur VG til þessa. Sagði hann að fund- urinn hefði verið tvöfalt stærri en landsfundur flokksins fyrir fjór- um árum. „Hér voru að staðaldri milli 200 og 250 fundargestir. Allt í allt hafa því komið við sögu á fundinum milli 250 og 300 manns.“ Femínískur flokkur Steingrímur sagði um málefna- vinnu fundarins, að þar hefði ver- ið unnið gríðarlega mikið verk. Hvert einasta mál hefði hlotið af- greiðslu. „Við þurftum ekki að ýta neinu út af borðinu sökum tíma- leysis.“ Hann sagði að á fundinum hefði VG skerpt á áherslum sín- um á ýmsum sviðum og ljóst væri að flokkurinn væri ekki að fylgja öðrum inn á miðjuna eða til hægri. „Þá tókum við mikilvæga ákvörðun um að hefja endurskoð- un á stefnuyfirlýsingu VG og fella þar inn í og styrkja áherslur kvenfrelsis eða femínísma og al- þjóðahyggju.“ Bætti hann því við að VG væri þar með fyrsti flokk- urinn, fyrir utan Kvennalistann á sínum tíma, sem skilgreindi sig sem femínískan flokk. „Og í raun og veru hefur alþjóðahyggja ekki heldur verið ofarlega á blaði í áherslum flokka.“ Með alþjóða- hyggju er Steingrímur m.a. að vísa til samstöðu með sjálfstæð- isbaráttu þjóða og þjóðarbrota, mannréttindabaráttu og baráttu fyrir jöfnuði og félagslegu rétt- læti í heiminum. Steingrímur J. Sigfússon við lok landsfundar Vinstrihreyfingarinnar Þátttaka ungs fólks setti svip á fundinn Morgunblaðið/Sverrir Yfir 200 manns sóttu landsfund Vinstrihreyfingarinnar á Hótel Örk. Samþykkt var á fundinum að skil- greina VG sem femínískan flokk Í EINNI af fjölmörgum ályktun- um landsfundar Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, sem fram fór í Hveragerði um helgina, segir m.a. að reynslan sýni að heilbrigðisþjónusta sem rekin sé af samfélaginu sé markvissari og hagkvæmari en heilbrigðisþjón- usta sem rekin sé á markaðsfors- endum. „Þar sem heilbrigðisþjón- ustan hefur verið markaðsvædd hefur það leitt til aukins kostn- aðar og félagslegrar mismunun- ar,“ segir í ályktuninni. Þar hvet- ur VG ennfremur til þess að átak verði gert til að efla og treysta heilbrigðisþjónustuna í landinu. „Markið verði sett á að útrýma biðlistum og laga þær brotalamir sem er að finna í kerfinu.“ Í ályktun um menntamál er skýrsla menntamálaráðherra um styttingu náms til stúdentsprófs gagnrýnd harðlega. Segir í álykt- uninni að skýrslan sé einhliða og illa ígrunduð. „Hún gerir ráð fyrir að gengisfella nám til stúdents- prófs með því að skerða náms- tíma. Engin fagleg rök styðja þessar hugmyndir sem lykta af sparnaði ríkisins. Stytting náms- ins vinnur gegn gildandi skóla- stefnu, gerir námið fábreyttara, minnkar val nemenda og gerir skólana einsleita. Þá er dregið úr sveigjanleika framhaldsskólans sem nú gerir ráð fyrir að nem- endur geti tekið námið á þremur til fimm árum.“ Í ályktuninni er skólagjöldum við opinbera háskóla jafnframt hafnað og sagt að kostnaður við öfluga ríkisháskóla megi ekki lenda á nemendum. Þá er ítrekuð sú skoðun að leikskólar verði gjaldfrjálsir. Er lagt til að ríkið og sveitarfélögin fari í sameigin- legt átaksverkefni í þeim efnum. Dregin til ábyrgðar Landsfundurinn ályktaði einn- ig um varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli. Segir í ályktun um þau málefni að fundurinn fagni því að útlit sé fyrir að dregið verði úr umsvifum Bandaríkjahers á Ís- landi. „Við eigum að nota þetta sögulega tækifæri til að segja upp herstöðvarsamningnum frá 1951 og loka NATO-herstöðinni á Mið- nesi fyrir fullt og allt,“ segir m.a. Þá segir að umræðan síðustu mánuði hafi sýnt að breytingar á herstöðinni væru óhjákvæmi- legar. „Þær þurfa að taka mið af hagsmunum íslensku þjóðarinnar en ekki bandarískra hernaðaryf- irvalda. Draga verður Banda- ríkjastjórn til ábyrgðar fyrir þeirri eyðileggingu sem herinn hefur valdið á umhverfi og nátt- úru. Íslenskum stjórnvöldum er skylt að sjá til þess að herinn hreinsi eftir sig í samræmi við ítr- ustu kröfur.“ Ennfremur segir að herstöðin hafi komið í veg fyrir fjölbreytta og heilbrigða at- vinnuþróun á Suðurnesjum, rétt eins og herstöðvar geri um allan heim. Er því bætt við að við brott- för hersins beri að nýta þá mögu- leika til atvinnulífs sem skapist á Suðurnesjum. Atvinnuleysisbætur hækki Fundurinn ályktaði einnig um kjör starfsmanna við Kárahnjúka. „Í ljósi framferðis verktakafyrir- tækja við Kárahnjúka telur VG brýnt að fram fari endurskoðun á lögum til að tryggja að erlendir starfsmenn sem koma á vegum starfsmannaleigna til starfa á Ís- landi njóti sömu réttinda og kjara og Íslendingar á vinnumarkaði. Jafnframt verði ákvæðum laga um atvinnuleyfi erlendra starfs- manna, sem ekki hafa fengið var- anlegt atvinnuleyfi, breytt á þann veg að leyfi verði bundið einstak- lingi en ekki atvinnurekanda.“ Þá tók fundurinn undir kröfur ASÍ, BSRB og annarra samtaka launafólks um að ríkisstjórnin hverfi frá áformum sínum að skerða atvinnuleysisbætur. „VG mun af alefli beita sér gegn þess- um áformum ríkisstjórnarinnar og krefst þess jafnframt að at- vinnuleysisbætur verði stórhækk- aðar.“ Fákeppni í atvinnulífinu Í ályktun fundarins um at- vinnulíf segir að fákeppni og ein- okun sé orðið einkennandi fyrir íslenskt atvinnulíf. „Þetta á við í sjávarútvegi, matvöruverslun, tryggingum, fjármálamarkaði og í fjölmiðlum. Landsfundur VG lýsir fullri ábyrgð á hendur rík- isstjórnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem með stór- felldri einkavæðingu hafa staðið að þessari þróun. Í ljós hefur komið að í skjóli ólöglegs samráðs hefur íslenskur almenningur ver- ið féflettur á grófan hátt. Eign- arhald örfárra einstaklinga á stórum hluta atvinnulífs þjóðar- innar er ógnun við lýðræðið í landinu.“ Segir ennfremur að ríkisvald- inu beri að bregðast við þessari þróun með því að styrkja samtök neytenda og opinberar eftirlits- stofnanir. Framar öllu beri þó að hverfa af braut einkavæðingar. Hækkun lægstu launa Að lokum má nefna ályktun um launajafnrétti en þar segir m.a. að mismunun hópa í launum sé möguleg í skjóli launaleyndar. Því beri að afnema hana sem fyrst. Mikilvægt sé í því sambandi að trúnaðarmenn hafi aðgang að launaupplýsingum. Ennfremur segir að þar sem konur séu „oftar á strípuðum launum“ en karlar sé mikilvægt að hækka lægstu laun í barátt- unni fyrir afnámi kynbundins launamunar. Þess má að síðustu geta að fundurinn samþykkti til- lögu um að markið verði sett á 150 þúsund kr. lágmarkslaun í kom- andi kjarasamningum. Skýrsla ráðherra um styttingu framhaldsskólanáms gagnrýnd Átak verði gert til að efla heilbrigðisþjónustuna „MÉR finnst að sjálfsögðu eðlilegt að menn velti þessum málum fyrir sér hér á landi eins og annars staðar,“ segir Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er bornar voru undir hann hugmyndir ASÍ um að hafin verði umræða um svonefnda sam- félagslega ábyrgð fyrirtækja. Fram kom í blaðinu í gær að hafin er vinna á vettvangi ASÍ að heildstæðri stefnu í atvinnu- og efna- hagsmálum. „Það er mikið um það rætt um þessar mundir í nágrannalöndunum og einnig er far- ið að bera á því hér á landi að einhverju leyti, að öll þróun í efnahagslegri uppbyggingu þurfi að vera sjálfbær, ekki bara í umhverf- islegum skilningi heldur líka í félagslegum og efnahagslegum skilningi,“ segir Ari. Umræða erlendis snýst yfirleitt um stór fjölþjóðleg fyrirtæki „Mér finnst mjög mikilvægt að hafa með þessa efnahagslegu vídd, því menn mega ekki missa sjónar á því að mikilvægsta ábyrgð fyr- irtækjanna er að skila viðunandi rekstrarár- angri og að sjálfsögðu að virða öll lög og regl- ur sem gilda um starfsemina,“ segir Ari. ,,Það getur verið erfitt að lögfesta óljósar kröfur á hendur fyrirtækjum um góða hegðun og mitt mat er að aðhald samfélagsins sé í raun mikið gagnvart fyrirtækjum. Það er dýrt að misstíga sig gagnvart almenningi og skaða ímynd sína. Umræðan erlendis, um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja sérstaklega, snýst að miklu leyti um ábyrgð gagnvart aðstæðum þess starfsfólks sem vinnur fyrir fyrirtækin utan heimalands, t.d. starfsfólk birgja á Indlandi og víðar. Sú umræða fjallar þess vegna yf- irleitt um mjög stór fjölþjóðleg fyrirtæki. Hvað starfsumhverfi fyrirækja t.d. í Evr- ópu sjálfri varðar, virðist mér að umræðan snúist stöðugt meira um að sveigjanleikinn sé ekki nægur, sem komi niður á hagvexti, at- vinnusköpun og lífkjarabótum,“ segir hann. Framkvæmdastjóri SA um hugmyndir ASÍ um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja Eðlilegt að menn velti þessum málum fyrir sér ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.