Morgunblaðið - 10.11.2003, Side 15

Morgunblaðið - 10.11.2003, Side 15
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 15 MARGRÉTKALDALÓNS veitir ráðgjöf í Heilsuhúsinu Margrét Kaldalóns, betur þekkt sem Lína, hefur starfað í Heilsuhúsinu frá byrjun. Hún er mikil áhugakona um náttúrulækningar og heilbrigt mataræði og hefur aflað sér hagnýtrar reynslu á löngum ferli. Lína veitir ráðgjöf í Kringlunni alla virka daga frá kl. 13:30 - 17:30. VÍSBENDINGAR eru um aðleysigeislameðferð getihjálpað gegn bólgubólum í andliti, en það er meðferð, sem er gjörólík þeim meðferðum, sem nú eru notaðar. Nýlega var birt nið- urstaða úr rannsókn, sem greint var frá í læknatímaritinu Lancet. Bresk- ir húðlæknar rannsökuðu 41 full- orðinn og fékk 31 af þeim leysi- geislameðferð, en hinir tíu fengu óvirka meðferð. Þremur mánuðum síðar var rann- sóknahópurinn skoðaður og kom þá í ljós að þeir, sem fengið höfðu leysi- meðferð, voru helmingi betri af ból- unum en fyrir meðferð. Líðan hinna, sem ekki hlutu leysimeðferð, var aftur á móti lítið breytt. Engar aukaverkanir urðu hjá þeim hópn- um, sem fékk leysigeislameðferð. Leysigeislar hafa nú um nokkurt skeið mikið verið notaðir til ýmissa húðmeðferða, t.d. til að eyða æðas- litum, á fínar andlitshrukkur og á ör eftir bólur. Þetta er ein af fyrstu rannsóknum, sem sýnir að hægt sé að ná árangri með því að beina leysigeislanum að bólum. Yfirmaður rannsóknarinnar Tony Chu, húð- sjúkdómafræðingur við Hammers- mith-sjúkrahúsið í Lundúnum, segir niðurstöður þessarar litlu rann- sóknar vekja vonir um að hægt sé að nota leysimeðferð með eða jafnvel í staðinn fyrir bólukrem og sýklalyf. Æðar leggjast saman Jón Þrándur Steinsson, húðsjúk- dómalæknir á Húðlæknastöðinni Smáratorgi, segir að með því að gefa leysigeisla á roða eða bólgu í húð, sé í raun verið að eyðileggja æðarnar, sem leggjast saman og hverfa. „Leysigeisla- meðferð gegn bólum er því alls ekki óraunhæf. Aftur á móti er leysi- meðferð gegn bólum kostur, sem ég myndi alls ekki ráðleggja fólki að taka, nema því aðeins að það væri í vandræðum með peningana sína. Leysimeðferðir eru mjög dýrar og gegn bólum þyrfti eflaust margar meðferðir, eins og dæmin hafa sann- að erlendis, þar sem þetta hefur ver- ið reynt. Ég efast líka stórlega um að Tryggingastofnun ríkisins tæki þátt í slíkum kostnaði. Slík meðferð hlypi á tugum þúsunda fyrir hvern einstakling. Það er ekkert útilokað að í framtíðinni verði það raunhæf- ur valkostur fyrir fólk að fá leysi- meðferð á bólur, en eins og málum er nú háttað, eru til miklu ódýrari og áhrifameiri meðferðir gegn ból- um,“ segir Jón Þrándur Steinsson. Hann bætir við að úrtak um- ræddrar rannsóknar hafi verið allt- of lítið og tíminn, sem sjúklingum var fylgt eftir of stuttur til að hægt sé að fullyrða um árangur leysimeðferðar gegn ból- um. Ef fyrir lægju stærri rannsóknir, sem klárlega sýndu góðan árangur af því að beita leysigeisla á bólur og það í fá skipti, væri þetta ef til vill athugandi. Kostnaður við leysi- meðferðir fer eftir því hversu stór- an húðflöt þarf að meðhöndla í hvert skipti og getur verið mjög mismunandi. Leysigeisli á rósaroða Húðlæknastöðin við Smáratorg hefur nú yfir þremur leysitækjum að ráða; skurðleysi, háreyð- andi leysi og æðaleysi. Sá síðastnefndi myndi helst, að sögn Jóns Þrándar, henta gegn ból- um, en hann er nú mikið notaður við æðabreyt- ingar, svo sem á valbrá og svokallaðan rósaroða, sem er mjög algengur hjá báðum kynjum. Rósaroði er langvinnur sjúkdómur, sem yfirleitt fer fyrst að láta á sér kræla upp úr þrítugu. Sjúkdómurinn lýsir sér með roða, bólum, graftarbólum, æðaslitum og þrota í andliti. Þó or- sakir rósaroða séu ekki þekktar að fullu, eru flestir sam- mála um að æðaþátturinn sé mjög mikilvægur í meingerð sjúkdóms- ins. Til skamms tíma var ekki hægt að hafa áhrif á þann þátt, en með til- komu leysitækninnar hafa mögu- leikar opnast á því. Leysimeðferð á rósaroða byggist á að eyða æðaslit- um og skemmdum æðum úr húðinni og svo virðist sem hægt sé að draga úr sjúkdómseinkennum og í sumum tilvikum ganga einkennin að mestu til baka. Reynslan af slíkri meðferð er ekki nógu löng til að hægt sé að segja fyrir um varanleika, en þó má fullyrða að hér sé um mjög merka nýjung að ræða, að sögn Jóns Þrándar. „Við höfum í mörg ár með- höndlað tugi rósaroðasjúklinga með leysitækninni með góðum árangri sem stemmir við reynslu kollega okkar erlendis. Gallinn hefur hins- vegar verið sá að þurft hefur marg- ar meðferðir á hvern sjúkling, en í verstu tilfellum rósaroða tekur Tryggingastofnun ríkisins þátt í kostnaði, samkvæmt mjög ströng- um reglum,“ segir Jón Þrándur Steinsson. Leysigeislar á bólur  RANNSÓKN Hvimleiður kvilli: Verða leysigeislar til bjarg- ar þeim fjölmörgu sem þjást af bólum? Raunhæfur, en alltof dýr kostur join@mbl.is Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 • www.stepp.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.