Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 28
FRÉTTIR 28 MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RAÐAUGLÝSINGAR FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Útflytjendur á Bandaríkja- markað athugið! Nýjar bandarískar reglur um innflutning á mat- vælum og fóðri verða kynntar á upplýsingaf- undi utanríkisráðuneytis og sjávarútvegsráðu- neytis sem haldinn verður í utanríkisráðuneyt- inu þann 11. nóvember nk. kl. 11. Skv. nýjum bandarískum reglunum, er taka gildi í desember, er öllum fyrirtækjum sem koma að útflutningi á matvælum og fóðri til Bandaríkjanna, þ.m.t. vinnslustöðvum og milli- liðum, skylt að skrá fyrirtæki sín hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna og tilkynna fyrir- fram um hverja sendingu sem þangað berst. Reglurnar eiga ekki við um kjöt, fuglakjöt og egg. Á fundinum verður farið yfir hagnýt atriði sem tengjast hinum nýju reglum auk þess sem ein- stök atriði þeirra verða skýrð. Bæði útflytjendur matvæla og fóðurs til Bandaríkjanna og flutn- ingsaðilar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér hinar nýju reglur. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Maríu Mjall- ar Jónsdóttur, Viðskiptaþjónustu utanríkisráðu- neytisins, í síma 545 9932 eða með tölvupósti á netfangið mmj@mfa.is . Utanríkisráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti. SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Spámiðlun Y. Carlsson. S. 908 6440. Spil, bolli, hönd, tarrot, draumar, telaufaspá, finn týnda muni. Opið 10—22. S. 908 6440. KENNSLA Skartgripagerð Smíðað úr silfri, ódýr og skemmtileg námskeið. Upplýsingar í síma 823 1479. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 10  18411108  O I.O.O.F. 19  18411108  Ma*  GIMLI 6003111019 I H.v.  HEKLA 6003101119 VI  HEKLA 6003111019 VI  MÍMIR 6003111011 II Loftræsingar, reykrör, þakventlar, rennur, almenn blikksmíði. Blikksmiðja Benna, Lyngási 11, Gbæ. sími 565 9244/896 5042. ÝMISLEGT INGIBJÖRG Gunnarsdóttir hlaut verkefnastyrk Félagsstofnunar stúdenta (FS) fyrir doktorsverkefni sitt í næringarfræði en styrkurinn var veittur á fimmtudag. Verkefni Ingibjargar heitir „Næring og vöxtur snemma á lífs- leiðinni – þáttur í forvörnum hjarta- og æðasjúkdóma. Tengsl milli fæðingarstærðar, vaxtar og næringar snemma á lífsleiðinni og áhættuþátta hjarta- og æða- sjúkdóma“. Tilgangur verkefnisins var að auka þekkingu á því hvernig vöxtur og næring snemma á lífsleiðinni geta átt þátt í forvörnum gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Rann- sóknir Ingibjargar leiddu í ljós að þær manneskjur sem eru fæddar stuttar eða léttar en verða hávaxn- ar eða þungar þegar þær fullorðn- ast eru líklegri til að fá hjarta- og æðasjúkdóma. Þá kom fram að brjóstagjöf og hæfilegt magn pró- teina í fæði þegar brjóstagjöf minnkar eða hættir er líklega mik- ilvægur þáttur í forvörnum gegn ofþyngd og offitu. Styrkurinn nemur 100.000 krón- um en markmið verkefnastyrks FS er að hvetja stúdenta til metn- aðarfyllri lokaverkefna og kynna frambærileg verkefni. Morgunblaðið/Jim Smart Davíð Gunnarsson, formaður Stúdentaráðs, afhendir Ingibjörgu Gunn- arsdóttur styrk fyrir doktorsverkefni hennar í næringarfræði. Ingibjörg Gunnarsdóttir hlaut verkefnastyrk FS Á MIÐSTJÓRNARFUNDI Sam- bands ungra framsóknarmanna (SUF) var samþykkt ályktun þess efnis að tryggja skuli tilveru ríkisút- varps en að því skuli breytt í sjálfs- eignarstofnun og afnotagjöld lögð niður. Að auki skuli draga það að mestu af auglýsingamarkaði en setja starfsemina í fjárlög. Fundurinn samþykkti jafnframt víðtæka menntamálaályktun þar sem lagt er til að athugaðir verði möguleikar á að leikskólavist verði ókeypis síðasta ár fyrir grunnskóla, skoðaðar verði leiðir til að ungmenni hefji framhaldsskólanám ári fyrr en nú er, framlög til ríkisrekinna há- skóla verði aukin og að gert verði átak til að auka veg iðnmenntunar. SUF stefnir einnig að því að setja á fót umræðuhóp um umferðarör- yggismál og benda á mikilvægi þess að til verði vettvangur fyrir ungt fólk til að ræða þessi mál þar sem hátt hlutfall þeirra sem farast eða slasast í umferðarslysum séu ungt fólk. RÚV verði sjálfseign- arstofnun STEFANÍA Katrín Karlsdóttir, rektor Tækniháskóla Íslands, og Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar, hafa und- irritað samstarfssamning milli THÍ og ITÍ. Markmiðið með samn- inginum er að efla tengsl milli stofnananna er varða kennslu, rannsóknir, þróun og nýsköpun á sviði tækni- og rekstrargreina. Samstarfið felur í sér að nem- endur og kennarar við THÍ koma að rannsókna- og þróunarverk- efnum með sérfræðingum á ITÍ og að starfsmenn ITÍ koma að kennslu við THÍ og þá sérstaklega sem leiðbeinendur í nemenda- og rannsóknaverkefnum. Samstarfið tekur til allra fagsviða sem kennd eru við Tækniháskólann, heil- brigðissviðs, rekstrarsviðs og tæknisviðs, segir í fréttatilkynn- ingu. Tækniháskóli Íslands og Iðntækni- stofnun í samstarf Stefanía Katrín Karlsdóttir og Hallgrímur Jónasson handsala samninginn, sitjandi er Bjarki A. Brynjarsson, deildarforseti tæknideildar THÍ. OPNUÐ hafa verið tilboð í gerð fyr- irtækjaskrár fyrir Ríkisskattstjóra. Á vef Ríkiskaupa segir að alls hafi 10 aðilar skilað inn tilboðum. Lægsta boðið kom frá hugbúnaðarfyrirtæk- inu VKS upp á tæplega 2,5 milljónir en kostnaðaráætlun verkkaupa nam tæplega 8 milljónum króna eða lið- lega þrefalt hærri upphæð. Hæsta boð í verkið nam um 11,5 milljónum króna sem er nær fimmfalt, 4,7 sinn- um hærra en lægsta boð og þriðjungi hærra en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Sigurjón Pétursson, fram- kvæmdastjóri VKS, segir að ástæð- an fyrir því að fyrirtækið gat lagt fram svo samkeppnishæft tilboð sem raun ber vitni sé sú mikla reynsla sem fyrirtækið hafi aflað sér undan- farin ár. VKS hafi verið stofnað árið 1979 og sé því með elstu hugbúnað- arfyrirtækjum landsins. Hann segir að á þeim tíma hafi fyrirtækið komið sér upp mikilli reynslu og hugbúnaði sem nýtist í málum sem þessum. Hann segir samkeppnina milli hugbúnaðarfyrirtækja í útboðum sem þessum misharða en til að ná ár- angri í útboðum þurfi menn að vera mjög samkeppnishæfir. Reynsla, þekking og hugbúnaður sem eldri fyrirtækin búi yfir spili stórt hlut- verk. Hann bendir á að yngri fyr- irtækin hafi í þessu útboði t.d. boðið mun hærra en VKS og Skýrr sem átti næstlægsta tilboðið. Á vef Ríkiskaupa segir að útboðið á fyrirtækjaskrám Ríkisskattstjóra sé „skólabókardæmi um góðan ár- angur útboða en rétt er að benda á að verð mun aðeins vega 35% en aðr- ir þættir 65% við mat á tilboðum. Því verður niðurstaða útboðsins ekki ljós fyrr en allir þættir hafa verið metn- ir.“ Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra Tilboð VKS þriðj- ungi lægra en kostnaðaráætlun HEIMSFERÐIR efna til fyrsta beina flugsins til nýs áfangastaðar í mars, Kraká í suðurhluta Póllands. Farin verður ein ferð og verði við- tökur farþega góðar er ráðgert að bjóða uppá fleiri ferðir næsta haust, segir Andri Már Ingólfsson, for- stjóri Heimsferða. Flogið verður með 186 farþega B737-800 flugvélum Travelservis, sem flogið hefur fyrir Heimsferðir, m.a. til Búdapest og Prag. Flugið tekur um fjóra tíma. Andri Már segir að Kraká sé keimlík Prag og Búdapest að því leyti að þar megi finna gamlar og fallegar byggingar og mikla sögu í vaxandi ferðaþjón- ustuborg. Hann segir borgina státa af nýjum og áhugaverðum veitinga- stöðum og góðum hótelum en þar sé minna um verslanir en í hinum borgunum tveimur. Í Kraká sé ekki síst hægt að dvelja við marga skoð- unarverða staði í gömlum borgar- kjarna. Heimsferðir bjóða fjögurra daga ferð frá 25. mars sem kostar kring- um 45 þúsund krónur með gistingu og fararstjórn en farnar verða skoð- unarferðir um borgina. Andri Már segir ferðaskrifstofuna bjóða þessa ferð í ljósi vinsælda Prag og Búda- pest, þessara gömlu og fallegu borga, en hann segir Dresden, Prag og Kraká oft taldar einna fegurstu borgir Evrópu. Segir hann þegar búið að selja helming sæta í ferðina í mars og hugsanlega verði unnt að bjóða uppá fleiri ferðir í vor og síð- an með haustinu. Heimsferðir bjóða uppá ferð til Kraká FÉLAGSMÁLARÁÐ Reykjavíkur hefur ákveðið að kvöld- og helgar- þjónusta í félagslegri heimaþjónustu verði endurgjaldslaus frá og með 1. janúar næstkomandi. „Áhersla Reykjavíkurborgar, sem og heilbrigðis- og félagsmálaráðu- neyta, er að auka heimaþjónustu og draga úr stofnanaþjónustu fyrir aldraða, fatlaða og sjúka,“ sagði Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og formaður félagsmálaráðs Reykja- víkur, á fundi borgarstjórnar á fimmtudaginn. „Slík áhersla hefur þau áhrif á vægi heimaþjónustu og heimahjúkrun þarf að aukast strax í nánustu framtíð. Þeir sem njóta kvöld- og helgarþjónustu eru þeir sem eru í mestri þörf og þurfa tölu- verða umönnun og aðstoð við athafn- ir daglegs lífs, svo sem aðstoð við að klæðast og hátta,“ hélt Björk áfram og sagði þessa aðstoð oft ekki mikla í augum þeirra sem veiti hana en skiptir sköpum fyrir möguleika fólks til að búa heima. Áfram verður öll félagsleg heima- þjónusta endurgjaldslaus fyrir þá sem eru undir vissum tekjumörkum sagði Björk. Heimaþjónusta endurgjalds- laus um kvöld og helgar ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.