Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 19 T R Y G G I N G A S T O F N U N R Í K I S I N S Ársfundur TR fimmtudagsmorguninn 13. nóvember 2003 kl. 8.30 að Grand Hótel, Sigtúni Morgunverðarhlaðborð frá kl. 8.15 FUNDARSTJÓRI: Sigríður Lillý Baldursdóttir Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Jón Kristjánsson, flytur ávarp. Varaformaður tryggingaráðs, Margrét S. Einarsdóttir, flytur ávarp. Forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, Karl Steinar Guðnason, kynnir staðtölur almannatrygginga. FUNDAREFNI: Forvarnafaraldurinn - siðfræðileg og fjárhagsleg átakasvæði - Jóhann Ág. Sigurðsson, prófessor Vinsamlega skráið þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 11. nóvember nk. í síma 560 - 4404 eða skraning@tr.is. F.h. Tryggingastofnunar ríkisins og starfsfólks Karl Steinar Guðnason, forstjóri Í SUMAR gekk dómur í máli sem undirritaður höfðaði gegn íslenska ríkinu vegna brottvikningar úr starfi safnstjóra Kvik- myndasafns Íslands í árslok 2001. Dóm- urinn tók undir þau sjónarmið að upp- sögnin hafi verið ólögmæt og dæmdi undirrituðum bætur. Ríkislögmaður sá ekki ástæðu til að áfrýja málinu til Hæstaréttar og unir því dómi. Á sama tíma og þessi dóm- ur er áfellisdómur yfir embætt- isverkum fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs, gefur dómurinn tilefni til þess að velta fyrir sér hver ábyrgð stjórnar Kvikmyndasafnins var í málinu. Þær vangaveltur eiga erindi inní almennar umræður um hvert sé ábyrgð- arhlutverk stjórna og ráða á vegum ríkisins. Í því tilefni sem hér um ræðir sam- þykkti fyrrverandi stjórn Kvik- myndasafnsins á fundi í lok nóv- ember 2001 framlagt erindi fyrrverandi framkvæmdastjóra að grípa þyrfti til þeirra ráðstafana að reka safnstjóra Kvikmyndasafnsins. Samkvæmt fundagerð tók stjórnin einróma undir tillögu fram- kvæmdastjórans og var safnstjór- anum sent uppsagnarbréf stuttu eftir að fundinum lauk. Enginn stjórn- armeðlima sá ástæðu til þess að hreyfa við mótbárum, kalla eftir gögnum til rökstuðnings málinu eða að kalla safnstjórann á fund til þess að koma fram með andsvör. Slík málalok eru umhugsunarverð sé tek- ið tillit til þess að enginn aðdragandi var að þessu máli á öðrum stjórn- arfundum, engin gögn voru lögð fram sem rökstuddu uppsögnina og brotin var sú hefð stjórnarinnar að kalla til safnstjórann í málefnum sem snertu Kvikmyndasafnið. Örlög safnstjórans voru ráðin á þessum fundi og var fast haldið í þá ákvörðun af fyrrverandi framkvæmdastjóra og stjórn Kvik- myndasjóðs þrátt fyrir skýlausan úr- skurð menntamálaráðuneytis í árs- byrjun 2002 að uppsögnin hafi verið ólögleg og að semja ætti um bætur. Í stjórn Kvikmyndasafnsins sátu fulltrúar sem allir þáðu greiðslur frá ríkinu fyrir fundasetur sínar. Stjórnarmeðlimir sinntu ekki þeirri rannsóknarskyldu, hvorki á ör- lagafundinum né síðar, að kalla eftir gögnum um ástæður uppsagn- arinnar. Einnig var ekki grennslast fyrir um hvort rétt hafi verið staðið að öllum málatilbúningi sem gerði uppsögnina löglega. Í báðum þessum tilfellum er fullt traust lagt á orð og aðgerðir framkvæmdastjórans eins og hér hafi verið um daglegan rekst- ur að ræða sem stendur vanalega fyr- ir utan ábyrgðarsvið stjórna. Rann- sóknarskyldunni var einnig ekki sinnt er snerti sameiginlega ábyrgð stjórnenda þessarar stofnunar á um- kvörtunarefnum framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs og yfirmanni safn- stjóra Kvikmyndasafnsins. Ástæða uppsagnarinnar sagði fram- kvæmdastjórinn voru að safnstjórinn hefði farið út fyrir fjárhagslegt vald- svið sitt, þrátt fyrir að fram- kvæmdastjórinn einn hefði fjárhags- legt vald á stofnuninni og skrifaði uppá alla reikninga hennar. Þetta hefði stjórnarmeðlimum mátt vera ljóst en ekkert var aðhafst um að kanna hvar raunveruleg ábyrgð á umkvörtunarefni framkvæmdastjór- ans lægi. Það sem vekur einnig eftirtekt í þessu máli er að hagsmunir Kvik- myndasafnsins komu aldrei uppá yf- irborðið eða voru settir í samhengi við þá ákvörðun að segja upp fagleg- um stjórnanda hennar. Spurningar sem snertu framhaldið af brottvikn- ingunni voru ekki reifaðar. Einnig var sniðgengið að ræða hver ætti að taka við stjórnun á safninu og stýra verkefnum í höfn og jafnframt hvern- ig bæri að kynna starfsfólkinu þessi tíðindi. Og síðast en ekki síst var ekki rætt um það hvort einhverjum hags- munum stofnunarinnar væri stefnt í hættu með jafnbráðri ákvörðun og að senda uppsagnarbréfið. Spurningar sem þessar hefðu átt að vera stjórnarmeðlimum efst í huga þar sem þeir voru í stjórn til að gæta heildarhagsmuna stofnunarinnar. Fyrir lágu miklar breytingar á Kvik- myndasafni Íslands þar sem stofn- unina átti að skilja frá Kvikmynda- sjóði Íslands og gera að sjálfstæðri skilaskyldustofnun er heyrði beint undir menntamálaráðuneytið. Und- irbúningur fyrir þær breytingar voru hafnar og hafði stjórninni verið gerð grein fyrir þeim breytingum. Þessi umskipti urðu að veruleika í upphafi þessa árs og á sama tíma margföld- uðust fjárveitingar til safnins. Af þessari stuttu yfirferð má vera ljóst að stjórnarmeðlimum brást að mörgu leyti bogalistin í því að sinna launuðu hlutverki sínu og studdu við bakið á ólöglegri uppsögn. Margt af þessu fólki situr enn í veigamiklum stjórnum og ráðum fyrir ráðuneyti og aðrar samfélagsstofnanir. Vísast spyrja fáir sig að því hvort slíkt sé viðeigandi og hvort slíkir fulltrúar geti sinnt hlutverki sínu þannig að réttlætis sé gætt og að farið sé að lög- um. Í því andrúmslofti endurbóta sem íslenskar menningastofnanir hafa gengið í gegnum síðustu ár mætti hins vegar fara að spyrja að því þar sem stjórnarseta getur ráðið örlögum bæði starfsfólks og stofnana. Þau örlög geta ekki einungis verið dýrkeypt í krónum talið þeim sem verða fyrir því að fá uppsagnarbréf, heldur einnig íslensku samfélagi sem í þessu máli þurfti að greiða bætur fyrir embættisafglöp, lögfræðikostn- að beggja deiluaðila og fyrirtöku í réttarkerfinu. Örlagastjórnir Eftir Sigurjón Baldur Hafsteinsson Höfundur stundar doktorsnám í Bandaríkjunum. Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930 Úrslitin úr enska boltanum beint í símann þinn Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.