Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLENSK erfðagreining hefur keypt nýtingar-
rétt á lyfi sem talið er að geti haft áhrif á hjarta-
áfall og áætlar fyrirtækið að hefja prófanir á lyf-
inu í byrjun næsta árs. Með þessum hætti sparar
fyrirtækið sér a.m.k. fimm ár og gríðarlegan
kostnað við að þróa lyf frá grunni út frá uppgötv-
unum á erfðavísi, sem tengist ákveðnum sjúk-
dómi, yfir í vöru á markaði.
Í samtali við Morgunblaðið sagði Kári Stefáns-
son, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að nýt-
ingarrétturinn á þessu lyfi væri sannkallaður
hvalreki á fjörur fyrirtækins. „Með þessum hætti
er fyrirtækið í raun að stökkva fimm ár fram í tím-
ann, þannig að þetta er geysilega spennandi.
Menn eru að spara sér óhemju vinnu, fé og tíma.“
Að sögn Kára er hjartaáfall banvænasti sjúk-
dómur vestrænna samfélaga og takist að þróa lyf
sem hefur tilætluð áhrif er óhemju stór markaður
fyrir hendi við sölu á lyfinu.
„Það er auðvitað mikil áhætta sem felst í þess-
um iðnaði, en ef varan virkar verður árangurinn
stórbrotinn. Það þarf ekki nema eitt lyf til að skila
óhemju tekjum. Ef við tökum til dæmis lyf eins og
líditor, sem er mest selda fitulækkandi lyf í heimi,
held ég að það sé rétt hjá mér að heildarsalan á
því lyfi sé 16 milljarðar dollara á ári.“
Sparar fyrirtækinu 5 ára vinnu
og um 250 milljónir dollara
Íslensk erfðagreining keypti nýtingarréttinn,
eða svokallað sérnytjaleyfi, á lyfinu af þýska lyfja-
fyrirtækinu Bayer AG. Fyrirtækið hafði þróað lyf-
ið í öðrum tilgangi en fékk það ekki til að virka og
því var lyfið lagt á hilluna. Vísindamenn ÍE höfðu
hins vegar einangrað erfðavísi með breytanleika
sem eykur líkurnar á hjartaáfalli mjög mikið.
„Það vildi svo til að eggjahvítuefnið sem erfða-
vísirinn býr til hafði verið notað af nokkrum lyfja-
fyrirtækjum sem lyfjamark í allt öðrum sjúkdómi.
Lyfið hafði flott áhrif á eggjahvítuefnið en engin
áhrif á sjúkdóminn. Þannig að lyfið var uppi í hillu
hjá lyfjafyrirtækinu og við einfaldlega keyptum
það af þeim. Nú hefjum við tilraunir í byrjun
næsta árs og vonum að okkur takist að sýna fram
á að lyfið geti minnkað líkurnar á því að fólk í
ákveðnum áhættuhópi fái hjartaáfall,“ sagði Kári.
Með því að kaupa nýtingarrétt lyfsins og hefja
tilraunir þegar á næsta ári er Íslensk erfðagrein-
ing að stytta ferlið frá uppgötvun til vöru á mark-
aði um a.m.k. fimm ár. Yfirleitt er reiknað með að
það taki a.m.k. tíu ár að þróa lyf frá uppgötvun yf-
ir í vöru og að kostnaðurinn nemi um 500 millj-
ónum dollara. Með því að kaupa lyf, sem er komið
á þennan rekspöl í tilraunum, má áætla að Íslensk
erfðagreining spari fyrirtækinu fimm ára vinnu og
um 250 milljónir dollara. Fyrir utan upphafs-
greiðslu fær Bayer áfangagreiðslu frá ÍE þegar
og ef niðurstöður rannsókna gefa til kynna að lyfið
fari á markað, auk hlutdeildar í tekjum af mögu-
legri sölu lyfsins.
Mikilvægur áfangi í sögu
erfðafræðiiðnaðar
Að sögn Kára voru tilraunir Bayer búnar að
sýna fram á að lyfið veldur engum aukaverkunum
hjá mönnum og er því eins öruggt lyf að byrja með
í tilraun eins og hægt er að hugsa sér. „Þetta er
mikilvægur áfangi, ekki bara í okkar sögu, heldur
líka í sögu þessa erfðafræðiiðnaðar. Þarna er verið
að nota erfðafræði til að einangra meingen og síð-
an erum við komnir með lyf í hendurnar sem hefur
áhrif á eggjahvítuefnið sem er búið til úr þessum
meingenum. Fyrir okkur er þetta áfangi af þeirri
gerð að maður tapar svefni af spenningi,“ segir
Kári.
Áætlað er að hefja tilraunir á lyfinu í byrjun
næsta árs og segist Kári reikna með að þær fari að
mestu leyti fram hér á landi. Tilraunum af þessu
tagi er skipt í þrjá fasa. Í fasa I er reynt að ganga
úr skugga um að hvort lyfið sé eitrað fyrir menn
og í þessu tilfelli er fasa I lokið. Þá tekur við fasi II
þar sem kannað verður hvort lyfið hafi tilætluð
áhrif. Að lokum hefst síðan fasi III þegar stórum
hópi fólks er gefið lyfið, ekki síst til að ganga úr
skugga um hvort það hafi aukaáhrif sem aðeins
koma í ljós þegar búið er að gefa það stórum hópi.
„Við reiknum með að þessar tilraunir, sem við
hefjum í byrjun næsta árs, muni taka tvö ár. Ef
allt gengur síðan upp eins og best verður á kosið
ætti lyf að geta verið komið á markað eftir um
fimm ár, sem er auðvitað miklu styttri tími en
menn höfðu reiknað með,“ segir Kári.
Möguleikar á að þróa
önnur lyf með sama hætti
Dr. Eric Topol, yfirmaður hjarta- og æðadeild-
ar Cleveland Clinic í Bandaríkjunum, mun starfa
sem ráðgjafi við uppsetningu og framkvæmd
lyfjaprófananna. Að sögn Kára er nafn dr. Eric
Topol líklega það þekktasta í heiminum í dag
varðandi rannsóknir á hjartaáföllum og hefur
hann stjórnað mörgum álíka rannsóknum. „Hann
er mikill gæðastimpill fyrir þetta verkefni og það
var okkur mjög mikilvægt að fá hann til sam-
starfs,“ segir Kári.
Að sögn Kára er þetta lyf, sem ÍE hefur keypt
nýtingarrétt á, sannkallaður hvalreki á fjörur fyr-
irtækisins og jafnframt sé sá möguleiki fyrir
hendi að hægt verði að fara sömu leið varðandi
þróun lyfs við öðrum sjúkdómum. „Við erum með
erfðavísi úr þremur öðrum sjúkdómum þar sem
erfðavísirinn býr til eggjahvítuefni sem lyfjafyr-
irtæki hafa notað til þess að reyna að búa til lyf við
allt öðrum sjúkdómum. Mér finnst ekki ólíklegt að
við getum farið sömu leið í nokkrum öðrum sjúk-
dómum. Sem er auðvitað mjög spennandi,“ sagði
Kári.
Íslensk erfðagreining fær nýtingarrétt á lyfjaefni og
áætlar að hefja lyfjaprófanir í byrjun næsta árs
Morgunblaðið/Júlíus
Höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar.
Styttir ferlið um 5 ár
frá uppgötvun að vöru
FJARSKIPTAFYRIRTÆKIÐ Og
Vodafone hyggst bæta sjö sendum
við net sitt á Vesturlandi í framhaldi
af þeirri ákvörðun Símans, að slökkva
á reiki á farsímastöðvum á Suður- og
Vesturlandi á miðnætti. Með því
munu viðskiptavinir Og Vodafone
ekki eiga aðgang að 50 sendum
Landssímans á þessum svæðum.
Pétur Pétursson, upplýsinga-
fulltrúi Og Vodafone, segir að með
nýju sendunum sjö megi veita sam-
bærilega þjónustu og verið hafi fyrir
hendi á Vesturlandi. Hann segir enn
fremur að Og Vodafone hafi því sem
næst lokið uppbyggingu á Suðurlandi
og þar sé nú þéttriðið farsímanet.
„Við settumst yfir stöðuna og hóf-
um í framhaldi af því undirbúning að
uppsetningu stöðvanna. Vonast er til
þess að vinna á vettvangi geti hafist í
desember og ætti verkinu að vera að
fullu lokið í janúar eða febrúar.“
Aðgangur að 10 nýjum
sendum Símans
Pétur segir að ákvörðun Lands-
símans um lokun sendanna 50 sé
meðal annars tekin á grundvelli úr-
skurðar Póst- og fjarskiptastofnunar
frá 7. nóvember síðastliðnum þar sem
beiðni um framlengingu á reikiþjón-
ustu sé vísað frá. „Í sama úrskurði er
kveðið á um að Landssíminn skuli
veita Og Vodafone aðgang að hátt í 10
nýjum sendum á Norðurlandi, Aust-
urlandi og Suðurlandi. Við lítum því
svo á að opnað verði fyrir þjónustu
með þessum nýju sendum um leið og
Landssíminn lokar fyrir hina,“ segir
hann.
Pétur segir rétt að Og fjarskipti
hafi haft frumkvæði að því að segja
upp öllum reikisamningum við
Landssímann á sínum tíma því ætl-
unin hafi verið að þétta eigið net. Síð-
ar hafi komið á daginn að menn hafi
ætlað sér fullstuttan tíma til þess og
þá hafi verið óskað eftir framleng-
ingu til 1. maí 2004. Væntanleg lokun
Landssímans þýðir tímabundna
skerðingu á þjónustu fyrir viðskipta-
vini Og Vodafone með símanúmer
sem byrja á 82 og sem eiga leið um
Borgarfjörð og Mýrar.
Sjö nýir
sendar í bí-
gerð hjá Og
Vodafone
HLUTABRÉF Austurstrandar
ehf. sem rekið hefur Björnsbak-
arí Vesturbæ síðastliðin 14 ár
hafa verið seld. Árni Kr. Magn-
ússon var stærsti hluthafinn en
föðurbróðir hans stofnaði Björns-
bakarí snemma á síðustu öld.
Árni segir að bakaríið hafi ein-
ungis verið í eigu tveggja fjöl-
skyldna þar til nú. Nýir eigendur
eru Jón Albert Kristinsson, áður
hluthafi í Myllunni, og sonur
hans, Steinþór Jónsson.
Undir Austurströnd heyrði
Björnsbakarí Vesturbæ sem rak
bakarí við Hringbraut, Fálkagötu
og Austurströnd.
„Ástæða sölunnar er engin önn-
ur en sú að áhugasamur aðili
sóttist eftir því að kaupa bréfin.
Tímasetningin var ágæt, því sam-
keppni fer ekki minnkandi og
maður ekki að yngjast. Nú eru
yngri menn teknir við rekstr-
inum,“ segir hann.
„Björnsbakarí var mjög stórt
fyrirtæki á stríðsárunum og hef-
ur verið í eigu tveggja fjöl-
skyldna alla tíð, þar til nú. Föð-
urbróðir minn keypti bakaríið.
Svo fór faðir minn að starfa hjá
bróður sínum og loks fór ég að
starfa hjá föður mínum. Svona
gekk þetta mann fram af manni,“
segir hann.
Árni kveðst nú ætla að taka sér
gott frí eftir 30 ár í bakaríi.
„Það var alveg kominn tími til
þess að hvíla sig eftir vinnu dag-
inn út og daginn inn, laugardaga,
sunnudaga, jól og páska. Maður
er smátíma að átta sig á því að
vera ekki í vinnunni þegar aðrir
eru í fríi, en ég finn mér eitt-
hvað,“ segir hann.
Hjá bakaríinu voru 30-40
starfsmenn í 15 stöðugildum og
var Árni sá eini sem hætti þegar
nýir aðilar yfirtóku reksturinn í
byrjun október.
Fyrirtæki á gömlum
merg skiptir um eigendur
Morgunblaðið/Sverrir
Björnsbakarí var stofnað snemma á síðustu öld og hafði aðeins verið í eigu
tveggja fjölskyldna þar til það skipti um eigendur á dögunum.