Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 20
MINNINGAR 20 MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Júlíus JósepSteingrímsson fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1910. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli í Reykjavík 8. nóvem- ber síðastliðinn, eftir langvarandi veikindi. Foreldrar hans voru Steingrímur Jó- hannsson útvegs- bóndi, f. 3. september 1880 í Götu í Land- sveit í Rangárvalla- sýslu, d. 20. júní 1949, og Sigríður Eiríks- dóttir, f. 20. mars 1875 í Flekkuvík í Vatnsleysustrandarhreppi í Gull- bringusýslu, d. 17. apríl 1970. Júlíus stundaði nám í rafiðn við Iðnskólann í Reykjavík. Hann lauk sveinsprófi undir leiðsögn Júlíusar Björnssonar rafvirkja- meistara 1934. Hann stundaði nám við Rafmagnsdeild Vélskóla Íslands 1935-6 og öðlaðist meistara- próf í rafvirkjun 1941. Júlíus vann við uppsetningu á tækja- og rafbúnaði við Ljósafossvirkjun 1936-7 en auk þess starfaði hann hjá Rafmagni h/f í Reykjavík 1938- 1942. Árið 1948 stofnaði Júlíus rafmagns- vinnustofuna Geisla ásamt Pétri Geirdal. Hann var einnig um árabil rafveitustjóri í Keflavík. Frá árinu 1958 var hann raf- magnseftirlitsmaður og hafði um- sjón um Suðurland hjá Rafveitu Selfoss uns hann hætti vegna ald- urs. Útför Júlíusar verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kynni okkar Júlla hófust þegar hann hóf nám í rafvirkjun 1931 ásamt átta öðrum. Þessi níu manna hópur var undir handleiðslu og stjórn Júlíusar Björnssonar raf- virkjameistara. Hélt þessi hópur saman eftir einstaklingum frá því um og eftir 1930. Júlli hafði lokið skólagöngu frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði, en með veganesti þaðan lýkur hann námi við Iðnskólann í Reykjavík á tveimur vetrum, en við hinir á fjórum vetrum. Eftir námstímann dreifðist hópur- inn út og suður en þrátt fyrir það héldum við alltaf sambandi hvor við annan. Júlli var ógiftur og barnlaus en hélt heimili með móður sinni eftir andlát föður. Lengst af voru þau bú- sett á Selfossi en þar byggði hann hús með góðum garði og útbjó að- stöðu til hvers kyns ræktunar ávaxta og blóma, en sú flóra spannaði mörg villt svið, en auk þess hafði hann mikinn áhuga á trjárækt. Júlli ferðaðist mikið, bæði innan- lands og utan, var talandi á nokkrum tungumálum, m.a. þýsku og rúss- nesku. Hann fékk aðkenningu af heila- blóðfalli og dvaldi fyrst á sjúkrahúsi, en síðustu árin var hann á umönn- unar og hjúkrunarheimilinu Skjóli þar sem hann naut frábærrar umönnunar. Júlli var drengur góður og mikið ljúfmenni í hvívetna. Ég vil að lokum þakka af alhug gott viðmót hans gagnvart mér og fjölskyldu minni. Elías Valgeirsson. Ég kynntist Júlla snemma á mín- um unglingsárum gegn um foreldra mína. Eitt sinn heimsóttum við hann á heimili hans á Selfossi. Mér fannst mikið til koma, heill frumskógur við hlið hússins og allt þetta rúðugler yf- ir. Eftir á að hyggja tel ég að þarna hljóti að hafa verið nær öll blóma- flóran sem til er. Um tíma lagði hann stund á rúss- nesku hjá MÍR. Til þess að stunda þetta framandi tungumál þurfti hann að keyra á milli í rútu og gekk þá frá Umferðarmiðstöðinni niður á Vatns- stíg. Þurfti ég stundum allt að því að beita hann hörðu til þess að fá að keyra hann í rútuna. Dag nokkurn er ég heimsótti hann á Skjól og talaði til hans á rússnesku þá brosti hann góðlátlega eins og oft áður og sagði bara Æ, það er svo langt síðan. Hann flíkaði aldrei sín- um hæfileikum og hélt öllu fyrir sig. Skömmu fyrir andlátið var hann greinilega farinn að þrá hvíldina og saddur lífdaga. Á þeirri stundu greindi ég smáviðbrögð í andlitinu þegar ég ávarpaði hann á því tungu- máli sem hann hafði lagt svo mikið á sig til að læra. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Valdimar Elíasson. Fyrir hönd Skógræktarfélags Sel- foss langar mig til að minnast vel- gjörðarmanns félagsins, Júlíusar J. Steingrímssonar. Félagið naut krafta, velgjörða og hugsjóna Júlíusar um árabil, sér- staklega við uppbyggingu á svæði fé- lagsins í Hellisskógi við Selfoss. Júl- íus var hugsjónamaður og mikill áhugamaður um trjárækt. Á ferðum sínum til Rússlands sótti hann m.a. efnivið sem hann prófaði hér heima og miðlaði gjarnan af reynslu sinni og þekkingu. Auk þess að taka virk- an þátt í hinu almenna ræktunar- og uppbyggingarstarfi skógræktar- félagsins ræktaði hann upp á svæð- inu sinn eigin trjálund með ýmsum trjátegundum, auk gróskumikils garðs við heimili sitt, Lyngheiði 10 á Selfossi. Skógræktarfélag Selfoss kann Júlíusi innilegustu þakkir fyrir sitt ötula og óeigingjarna starf og stuðn- ing við félagið. Framlag hans mun verða félaginu máttarstólpi um ókomna tíð og minnig hans mun lifa í skóginum í Hellismýri. Aðstandendum sendum við sam- úðarkveðjur. F.h. Skógræktarfélags Selfoss, Hermann Ólafsson, formaður. JÚLÍUS JÓSEP STEINGRÍMSSON UMRÆÐAN ÞEGAR ég minnist á sykursýki fæ ég oft þessa spurningu. Eins er ég oft spurð að því, þegar ég segi frá því að sonur minn sé með syk- ursýki, á hversu háu stigi sjúkdóm- urinn sé hjá honum. Staðreyndin virðist vera sú að fólk veit almennt mjög lítið um sykursýki, þrátt fyrir að sjúk- dómurinn verði sífellt algengari. Raunin er sú að það eru ekki til mismunandi stig sykursýki, ann- aðhvort eru menn með sykursýki eða ekki. Annað er það, að til eru tvær tegundir sykursýki og í eðli sínu mjög ólíkir sjúkdómar. Þessir sjúkdómar hafa einhver fræðileg nöfn, illskiljanleg leikmönnum, en eru í daglegu tali bara nefndir sykursýki tegund 1 og tegund 2. Sykursýki tegund 1 er svokall- aður sjálfsofnæmissjúkdómur, þ.e. ónæmiskerfi líkamans ræðst á þær frumur í briskirtlinum sem fram- leiða insúlín og drepur þær flestar eða allar. Orsakirnar eru enn að mestu ókunnar. Orkan úr fæðunni breytist í meltingarkerfinu í sykur sem fer svo um blóðrásina til frumna líkamans. Insúlínið virkar svo eins og hlið á milli blóðrás- arinnar og frumnanna, þannig að frumurnar geti nýtt sér sykurinn sem orkulind. Þegar insúlínið vantar safnast sykurinn fyrir í blóðinu og frumur líkamans fá ekki orku til sinna eðlilegu starfa. Afleiðingin verður næring- arskortur í frumunum og svo eitr- un af völdum of mikils syk- urinnihalds blóðsins. Algengasti aldur við greiningu er 8-14 ára, þótt vissulega séu dæmi um fólk allt upp á fertugsaldur og allt nið- ur í ungbörn sem fær sjúkdóminn. Fái sjúklingurinn ekki viðhlítandi meðferð leiðir sjúkdómurinn á skömmum tíma til næringarskorts, heilabilunar og dauða. Sonur minn, sem nú er á tutt- ugasta ári, greindist með syk- ursýki tegund 1 þegar hann var 10 ára gamall. Ekki þarf að fjölyrða um það hvílíkt áfall það er, bæði fyrir barn og foreldra, þegar barn greinist með alvarlegan ólæknandi sjúkdóm. Þegar um sykursýki er að ræða hefur það í för með sér umfangsmiklar breytingar á dag- legu lífi fjölskyldunnar. Taka þarf mataræði til endurskoðunar og læra að áætla lyfjaskammta í sam- ræmi við fæðið. Insúlín er gefið í sprautuformi og svo þarf að taka blóðsýni til mælingar á blóðsykri svo hægt sé að fylgjast með að hann haldist nokkurn veginn stöð- ugur. Það getur verið erfitt þegar maður er bara 10 ára að þurfa að stinga sig mörgum sinnum á dag. Svo koma unglingsárin, en þau reynast mörgum mjög erfið. Þá er hormónabúskapur líkamans í upp- námi og menn fá líka þörf til að sýna ýmsa sjálfstæðistilburði. Þá vill jafnvægi í meðferðinni oft fara fyrir ofan garð og neðan. Gildir þá, bæði fyrir unglinginn og for- eldra, að draga djúpt andann og sýna sanngirni og svo er bara að vona að menn komist stór- áfallalaust í gegnum þetta tímabil og verði fullorðnir sem fyrst. Í dag notar sonur minn 6 sprautur á dag, auk þess að taka blóðsýni til mælinga á blóðsykri. Undanfarin ár hafa verið okkur erfið, en nú eru teikn á lofti um að storm- sveipir unglingsáranna séu að mestu að baki. Við getum aðeins vonað að þetta tímabil hafi ekki skaðað líkama hans óafturkall- anlega. Því má bæta við að syk- ursjúk börn eru stærsti hópur langveikra barna á Íslandi í dag. Sykursýki tegund 2 er sá sjúk- dómur sem áður fyrr var nefndur öldrunarsykursýki eða gam- almennasykursýki. Insúlínfram- leiðsla er í flestum tilfellum næg en frumurnar hafa glatað hæfi- leika sínum til að nýta sér það. Þessi hrörnun fylgdi áður ein- göngu ellinni en á síðustu áratug- um hefur meðalaldur við greiningu farið sífellt lækkandi og fjöldi þeirra sem greinast með sykursýki tegund 2 fer líka stöðugt vaxandi. Þessu veldur hin vestræna velferð. Flestir sem fá sykursýki tegund 2 í dag þjást af offitu og virðist sem álagið af ofþyngdinni valdi sams konar hrörnun og ellin. Mjög al- gengt er orðið að fólk á fertugs- og fimmtugsaldri greinist með sykursýki tegund 2 og aldurinn lækkar stöðugt, þannig erum við farin að sjá fólk á þrítugsaldri og jafnvel unglinga með þessi ein- kenni. Einkennin af sykursýki teg- und 2 geta oft og tíðum verið væg í byrjun og auðvelt að sjást yfir þau. Fylgikvillar sykursýki tegund 2 sem er ekki meðhöndluð geta ver- ið mjög alvarlegir. Uppsöfnun syk- urs í blóðinu til lengri tíma veldur æða- og taugaskemmdum, sem fyrst koma fram í augum og útlim- um, og síðan stóraukinni hættu á blóðtappa og nýrnabilun. Nýlegar norrænar rannsóknir sýna að fjöldi manna gengur um með ógreinda sykursýki tegund 2. Þetta fólk greinist oft með syk- ursýki þegar það kemur á sjúkra- hús vegna afleiðinga hennar, svo sem kransæðastíflu, blóðtappa, augnskemmda, æðaskemmda í fót- um eða nýrnabilunar. Þá eru menn orðnir sjúklingar sem þurfa dýra og sérhæfða meðferð og mikla að- stoð og kosta samfélagið miklu meiri peninga en hefðu farið í meðferð sykursýkinnar ef hún hefði greinst fyrr. Af framansögðu má vera ljóst að allir ættu að kynna sér sjúkdóm- inn og starfsemi samtaka syk- ursjúkra á Íslandi. Bendi ég fólki þar á heimasíðu samtakanna www.diabetes.is. Sykursýki – hvað er nú það? Eftir Fríðu Bragadóttur Höfundur er varaformaður Samtaka sykursjúkra og móðir sykursjúks drengs. SAMÞYKKT landsfundar Samfylkingarinnar um að fella beri niður tekjutengingu á barnabótum var kröftuglega gagnrýnd í leiðara Morgunblaðs- ins 4. nóvember sl. Leiðarahöfundur spyr, hvort það sé sanngjarnt og réttlátt að allir sem rétt hafi á barnabótum fái fullar bætur óháð tekjum og hvort Samfylkingin hafi gleymt því að tekjutenging sé að- ferð til þess að beina almannafé til þeirra sem minnst mega sín. Ég skil vel að leiðarahöfundi Morgunblaðsins sé misboðið því það hefur verið meginsjónarmið íhaldsmanna að almannabætur séu fyrst og fremst öryggisnet fyrir fátækt fólk til þess að tryggja lágmarks framfærslu þess. Jafn- aðarmenn hafa hins vegar litið á almanntrygg- ingar sem réttindakerfi. Rétturinn til lífeyrisbóta, barnabóta eða sjúkratrygginga verður til að upp- fylltum skilyrðum svo sem um aldur, örorku eða sjúkleika en óháður tekjum. Þessi skipting er þó ekki einhlýt og margt hefur haft áhrif á það hvernig almannatryggingakerfið hefur þróast. Á Íslandi var t.d. bætt við tekjutryggingu lífeyr- isbóta árið 1972 sem er tekjutengd. Það sem hefur gerst sl. tvo áratugi er að efnahagslegar þreng- ingar hafa kallað á niðurskurð á opinberu fram- lagi til almannatrygginga. Flokkar jafnaðarmanna hafa tekið þátt í þessum niðurskurði þar sem þeir hafa verið við völd og gripið m.a. til tekjutenginga bóta. Stefán Ólafsson, prófessor, fjallar ítarlega um þetta í bók sinni, Íslenska leiðin. Á Íslandi gekk tekjutenging lífeyrisbóta almannatrygginga svo langt að segja má að frá árinu 1992 hafi tryggingakerfið sjálft verið afnumið og því breytt í framfærslukerfi. Þetta kann að hafa ruglað leið- arahöfund Morgunblaðsins í rýminu svo að hann heldur að Samfylkingin sé að svíkja jafnaðarhug- sjónina með því að hverfa frá tekjutengingu barnabóta, en svo er alls ekki. Barnabætur eru í grundvallaratriðum til að tryggja réttindi barna fremur en foreldra þeirra og eiga því að vera óháðar tekjum þeirra. Sjón- armið íhaldsmanna, að það sé ósanngjarnt að greiða barnabætur til foreldra með háar tekjur eru því ekki réttlætismál en geta haft annan til- gang eins og t.d. að spara almannafé sem er í sjálfu sér virðingarvert. En horfum nú frá þessum almennu sjónarmiðum og skoðum áhrif tekjuteng- ingar barnabóta á Íslandi sem tillaga Samfylking- arinnar snýst um. Fyrir það fyrsta get ég tekið undir það með leiðarahöfundi að skerðingin byrjar of snemma eða við 1,4 millj. árstekjur hjóna. Með þessu er ríkissjóður að nískast með almannafé á kostnað barna og það þykir ekki góð latína hjá réttsýnum íhaldsmönnum og almenningi öllum. En það er annað við tekjutengina sem er óréttlátt og það eru jaðarskattaáhrifin svokölluðu. Tökum dæmi: Hjón sem voru í námi, vinna úti, hafa keypt sér íbúð og greiða í séreignasjóð af tekjum sínum lenda í 57% jaðarsköttum með einu barni, 60% með tveimur börnum og 62% með þremur börnum eða fleirum. Þetta er ekki réttlæti heldur barnafjandsamleg fjölskyldustefna. Þessi óréttláta tekjutenging barnabóta er einnig afskaplega óviturleg í ljósi þess að barnsfæðingum fer fækkandi, eru 1,9 barn á konu, og eru komnar undir það sem talið er að þurfi til þess að viðhalda íbúafjölda á Íslandi sem eru 2,1 barn á konu. Þjóð- in er einnig að eldast svo í framtíðinni munu færri vinnandi hendur en í dag þurfa að bera uppi al- mannatryggingakerfið. Álögur munu því aukast á hvern vinnandi mann sem dregur enn frekar úr barneignum og velferð fjölskyldunnar. Þetta er íhugunarefni og sterk rök fyrir því að styrkja beri barnafjölskyldur fremur en að skerða tekjur þeirra. Þetta á við um allar barnafjölskyldur og ekki síður millistéttar- og efristéttarfjölskyldur en þær fátæku. Er réttlætið fólgið í tekjutengingu? Eftir Ingólf Hrafnkel Ingólfsson Höfundur er félagsfræðingur og rekstrarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins. ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 MORGUNBLAÐIÐ birtir minningargreinar endurgjaldslaust. Grein- unum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið er á móti afmælis- og minn- ingargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja for- máli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstudegi. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.