Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 22
MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ástkær móðir okkar, KOLBRÚN EINARSDÓTTIR, Kópavogsbraut 1b, sem lést á líknardeild Landspítala Landakoti föstudaginn 31. október, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. nóvember kl. 15.00. Sjöfn Sigurðardóttir, Guðlaug Sigurðardóttir, Hanna Sigurðardóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA BJÖRNSDÓTTIR Yrsufelli 13, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eiri föstudaginn 14. nóvember. Útför auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug vegna andláts móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, BJARGAR ÞORKELSDÓTTUR Valdastöðum í Kjós, síðar vistmaður á Litlu-Grund, Katrín Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Magnús Sveinsson, Maríus Sigurbjörnsson, Sigríður Sverrisdóttir, Guðmundur Sigurbjörnsson, Gréta Tryggvadóttir, Sigurbjörn Ó. Ragnarsson, Elín Guðmundsdóttir, Halldór J. Ragnarsson, Björk Óskarsdóttir, Tómas A. Baldvinsson, Jóna Björg Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Bjarný Málfríð-ur Jónsdóttir fæddist á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð 29. ágúst 1896. Hún lést á Landakots- spítala við Túngötu að kvöldi 7. nóvem- ber síðastliðins. Foreldrar hennar voru Þórunn Bjarnadóttir frá Núpi á Berufjarðar- strönd og Jón Bjarnason frá Döl- um í Fáskrúðsfirði. Foreldrar Jóns voru Bjarni Jónsson, söðlasmiður og bóndi, fæddur á Sómastöðum á Reyðarfirði og María Elísabet Þórólfsdóttir frá Árnagerði í Fáskrúðsfirði. Foreldrar Þór- unnar voru Bjarni Þórðarson, bóndi í Berufirði og síðar á Núpi, og Málfríður Jónsdóttir húsfreyja frá Núpshjáleigu. Systur Málfríðar voru Elísabet, Þóra og Sigríður, þær eru allar látnar. Dóttir Málfríðar og Halldórs Kiljans Laxness er María, f. 10. apríl 1923, gift Ragnari Ámunda Bjarnasyni, d. 1948, börn þeirra eru: 1) Bjarni Már, eiginkona Guðrún Fjóla Gränz. 2) Ragna María, eigin- maður Guðmundur Þ. Harðarson, börn þeirra eru Ragnar, Þórunn Kristín, Hörður og María Björk. Seinni mað- ur Maríu er Kol- beinn K.G. Jónsson, d. 1975, börn þeirra eru: 3) Halldór, eig- inkona Hildur Pet- ersen, börn þeirra Helga Huld og Kol- beinn. 4) Kristinn, eiginkona Gunnþórunn Geirsdóttir, börn þeirra Haukur, Auður, Sigríður María, Kolbeinn og Geir. 5) Þór, eiginkona Lucia Helena, dóttir þeirra er Irene María. Barna- barnabörn Málfríðar eru Rebekka Ýr, Lára, Júlía Ósk, Al- exander og Stefanía. Málfríður fluttist með foreldr- um sínum, systrum og föðurfor- eldrum til Reykjavíkur síðsum- ars 1903. Útför Málfríðar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það var þungt í sjóinn er fjöl- skyldan flutti suður en skipið sem sigldi með þau hét Hólar og komst það áfallalaust til Reykjavíkur en Bjarni, afi Málfríðar, kom oft niður í káetuna til að fylgjast með líðan stúlknanna. Þau settust að á Skólavörðustíg 4 í fyrstu og seinna á Skólavörðu- stíg 45. Fjölskyldan ætlaði að flytj- ast til Ameríku, en hætt var við þá ráðagerð. Jón, faðir Málfríðar, fór á sjóinn og var á skútum þangað til hann lenti í sjávarháska við Grindavík 1926. Eftir það vann hann við netagerð og var meistari í þeirri grein. Málfríður ólst upp hjá foreldrum sínum í Reykjavík og átti góða æsku. Hún fékk trúarlegt uppeldi og var alltaf kært milli hennar og foreldranna. Oft gekk Málfríður með systrum sínum út á götu að kvöldi til og sá þegar kveikt var á luktunum sem stóðu við götuna, það fannst þeim gaman. Snemma var Málfríður látin taka þátt í heimilshaldi og lærði hún sem ung stúlka eldamennsku, saumaskap og hannyrðir. Málfríður var snyrtileg kona og vann sín verk öll með alúð og samviskusemi. Það var oft erfið lífsbaráttan á þeim ár- um og fjölskyldan hafði lítið á milli handanna. Faðir hennar kom með fisk heim af sjónum. Alltaf var til nægur fiskur til að gefa með sér þeim sem áttu enn minna. Málfríður gekk í Miðbæjarskól- ann í Reykjavík til fermingarald- urs. Ekki hafði hún kost á lengri skólavist þótt hún hafði þráð hana. Hún þurfti að vinna fyrir sér, hér í bæ. Málfríður fer kringum 1920 með vennslafólki sínu til Rönne á Borg- undarhólmi. Hún var í vist hjá Sig- ríði og Júlíusi Schou, þau voru kaþ- ólsk. Henni fannst mjög gaman að vera þarna og kynntist mörgum góðum dönskum stúlkum. Borg- undarhólmur er falleg eyja og henni fannst gott fólkið sem bjó þar. Málfríður var vinsæl vegna þess að hún var geðgóð og glaðlynd stúlka. Sigríður Schou bað hana að sauma altarisdúk í kaþólsku kirkj- una sem þau fóru alltaf í. Hún saumaði dúkinn í sínum frítímum og gerði það mjög vel og fékk hún mikið lof fyrir. Þetta var harðangur og klaustursaumur. Hún kynnst ungum rithöfundi frá Íslandi, Halldóri Guðjónssyni frá Laxnesi, á Borgundarhólmi. Hann átti erindi við hjónin og dvaldist þar um sumarið 1922. Seinni parts sumars fékk Halldór bréf þar sem honum var boðið að dveljast í Klaustrinu í Clervaux í Luxemborg, þá skildu þeirra leiðir. Seinast í mars 1923 ákveður Málfríður að hverfa aftur heim til Íslands enda er hún með barni. Hún fór til Kaupmannnahafnar og þar stígur hún um borð í Dronning Alexandrine, hún er ein á ferð. Hún eignast dóttur sína á Skóla- vörðustíg 45, 10. apríl 1923. Dóttir hennar var skýrð Sigríður María Elísabet. Málfríður fór að vinna þremur mánuðum eftir fæðingu barnsins. Systir Málfríðar, Sigríður og móðir hennar, Þórunn, önnuðust Maríu litlu þegar Málfríður var að vinna úti. Eftir að Málfríður kom heim frá Danmörku lærði hún að sauma hjá Helgu Åberg og vann hjá henni um tíma. Málfríður hafði saumastofu heima og tók að sér að sauma kjóla og kápur, oft komu ungar konur að austan að læra hjá henni saumaskap. Málfríður vann á Hótel Valhöll Aþingisárið 1930 við matseld og þjónustu. Hún sagði mér síðar meir að þessi vinna hefði verið erfið og hún hefði á kvöldin verið þreytt í fótunum. Málfríður vann einnig á sauma- stofu Landsspítalans og á Vífils- stöðum og einnig hjá Vinnufata- gerð Íslands. Árið 1948 flytur Málfríður heim til Maríu, dóttur sinnar, í Grana- skjól og á heima þar þangað til 1990 en þá fór hún á Heilsuvernd- arstöðina við Barónsstíg. Þar á eft- ir á öldrunardeild Landsspítalans, Landakoti, þar sem hún var til dauðadags. Fagraeyri er agnarsmár tangi í suðurhluta Fáskrúðsfjarðar. Það er varla hægt að ímynda sér að þar væri búsældarlegt. Þarna bjuggu forfeður Málfríðar í sátt og sam- lyndi við Guð og menn, en Bjarni, afi Málfríðar, byggði þarna reisu- legt hús. Bæði Bjarni og Jón, faðir Málfríðar, voru hagleiksmenn og smiðir góðir. Þegar maður horfir út fjörðinn sést í fagran Skrúð, eyjuna sem Málfríður talaði svo oft um. Mér finnst ég ennþá heyra áraskak forfeðra þinna út við eyrina. Málfríður lifði þrjár aldir og mik- inn breytingartíma í íslenskri sögu. Málfríður var af Long-ættinni. Forfaðir Málfríðar, Richard Long, f. 1783, d.1837, enskur maður er kom frá Danmörku 1802 og varð faktor við verslunina á Reyðarfirði. Árið 1973 fórum við Málfríður til Austfjarða og heimsótti hún skyld- fólk sitt í þessari ferð. Málfríður var félagsskona í Líkn- arfélagi Hvítabandsins og sótti fundi hjá þeim reglulega og oft fór hún í ferðalög með Hvítabandinu og þá var oft glatt á hjalla. Sum- arið 1974 fór ég með Málfríði og Þóru, systur hennar, og Hvíta- bandskonunum yfir nýju Skeiðar- árbrúna sem tengir hringveginn. Málfríður var ætíð góður ferða- félagi. Málfríður, amma mín, þú verður alltaf hluti af mér og fyllir mína vitund með þínum kærleika. Þér leið vel í návist dóttur þinnar og foreldra og mikið gastu glaðst í ná- vist barna. Mikið vildurðu hjálpa þeim og gerast þeirra félagi og vin- ur. Amma mín, þú varst mér svo nákominn, vinur minn og mitt leið- arljós. Mikið hélstu upp á Jónas Hallgrímsson og sálmaskáldið, góða Hallgrím Pétursson. Við sát- um saman á kvöldin og hlustuðum á Passíusálmana á föstunni í út- varpinu. Málfríður, þú fórst í gegnum lífið með kærleika og gerði mig að betri manni og ég þakka Guði fyrir að hafa kynnst þér, þínum persónu- leika, þessum góða Íslendingi. Ég geymi minninguna um þig í mínu hjarta. Þú gafst mér svo mikið og kenndir mér miklu meira en ára- tugalöng skólaganga á misjöfnum stofnunum samfélagsins. Þú kveður núna á þessum drott- ins degi en samt er svolítið síðan þú fórst frá mér. Sumarið 1979 sagðurðu mér að þú værir orðin lít- ilfjörleg og ég heyrði að þá varst kvíðin en brostir samt þegar þú óskaðir mér velfarnaðar í lífinu. Veikindi þín stóðu yfir í langan tíma og smám saman hrakaði þér en samt varstu alltaf ljúflingur og öllum fannst gott að umgangast þig. Fjölskyldan vill þakka starfsfólki á Heilsuverndarstöðinni við Bar- ónsstíg, Guðbjörgu deildarstjóra og starfsfólki á öldrunardeild Lands- spítala, Landakoti umönnun Mál- fríðar. Að lokum kveð ég þig með vers- inu sem þú fórst svo oft með fyrir mig úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Guð blessi þig og varðveiti þig, elsku móðir mín og amma, María og Þór. Elsku amma. Það er langt um liðið, síðan þú steigst þín fyrstu spor á litlu eyr- inni við sunnanverðan Fáskrúðs- fjörð, henni Fögrueyri. Nútíma- manni finnst það undarlegt að á svo litlum grasbala niðri í flæð- armáli skuli hafa verið hægt að fleyta fram lífinu með stórri fjöl- skyldu. En forfeður okkar voru engir aukvisar, þeir kunnu að nýta sér það, sem náttúran gaf og eitt er víst að hann langafi og hún langamma voru engir efirbátar í þeim efnum. Hann langafi smíðaði bátana sína sjálfur samkvæmt þeirri þekkingu, sem hafði erfst mann fram af manni og stundaði veiðar á fiski og fugli og bar að landi, og mikið varst þú hreykin af honum pabba þínum, amma mín, þegar þú varst að segja manni, drengstaulanum, af aflabrögðum hans og hvernig þekkja mætti nýj- an fisk með því að skoða í honum tálknin. Allar sögurnar, sem þú sagðir manni frá þessum löngu liðnu ár- um, báru þess merki hve heitt þú unnir foreldrum þínum og barst mikla virðingu fyrir þeim. En svo kom tuttugasta öldin með sínum fyrirheitum, fólk vildi reyna sig á nýjum slóðum og fluttist til Reykjavíkur og lét eftir Fögrueyr- ina undir hvalstöð. Fjölskyldan, þrír ættliðir, fluttist í byrjun síðustu aldar til höfuð- borgarinnar og fjölskyldufaðirinn tók að stunda sjóinn á skútum og þú, amma mín, byrjaðir þína skóla- göngu, sem varð ekki löng, því snemma þurfti að byrja að vinna fyrir sér og leggja sitt af mörkum til fjölskyldunnar. Örlögin haga því svo þannig að stúlkan frá litlu eyrinni fær tæki- færi til að ferðast til Danmerkur, nánar tiltekið Borgundarhólms, og gerast þar vinnukona hjá hjónum, sem hún hafði unnið hjá í Reykja- vík, og þar hittir hún örlagavaldinn í lífi sínu, ungan mann frá Laxnesi í Mosfellssveit, sem þar var á ferðalagi og hafði gefið út sína fyrstu bók. Vegna þessara kynna varð dvöl þín ekki mikið lengri í Danmörku, og að vori kemur þú aftur heim til að eignast hana móður mína og ala önn fyrir henni. Ekki var um annað að ræða, fyrir einstæða móður, en að fara að vinna fyrir sér og barninu, en einnig naust þú líka að- stoðar þinna góðu foreldara, sem voru alltaf bundin þér svo sterkum böndum, og urðu einnig móður minni. Það virðist ekki skipta máli hve aðstæður mannsins virðist vonlitl- ar, oftast rætist úr hlutunum, og með samstilltu átaki tekst honum einhvern veginn að komast af og koma börnum sínum til manns. Að leiðarlokum vil ég þakka þér samfylgdina amma mín, þú áttir þinn þátt í uppeldinu á okkur systkinunum og einnig gömlu hjón- in foreldarar þínir, meðan þau lifðu. Alltaf varst þú til staðar, á heimilinu, þegar á þurfti að halda, ef foreldranna naut ekki við. Hafðu þökk fyrir það allt saman amma mín og hvíl í guðs friði. Bjarni Már Ragnarsson. Fyrir rúmum 5 árum, laugardag- inn 20. júní 1998, var haldinn í Ár- sal Hótels Sögu fjölmennur hátíð- arfundur í Félagi niðja Richards Long (1783–1837) í tilefni af út- komu Longættar, mikils sagnfræði- og ættfræðirits í þremur bindum eftir Gunnlaug Haraldsson þjóð- háttafræðing. Bókaútgáfan Þjóð- saga gaf ritið út en frumkvöðull að stofnun félagsins og formaður var Eyþór heitinn Þórðarson. Heiðursgestur fundarins var Málfríður Jónsdóttir, elsti niðji Richards Long, sem komin var ásamt sinni elskulegu dóttur Maríu Elísabetu og fjölskyldu til að fagna útgáfunni og til að taka við fyrsta eintaki af „Longættinni“. Var það ánægjuleg athöfn er þær mæðgur tóku við bókunum. Stundin táknaði lyktir mikillar vinnu ötuls hóps í mörg ár sem nú var lokið með góð- um árangri. Málfríður fæddist árið 1896 og segir frá ýmsum tíðindum það árið. Suðurlandsskjálftar dundu yfir, fyrsti læknafundur á Íslandi var haldinn með 12 lækn- um, Einar Benediktsson fékk sér prentsmiðju og stofnaði stjórn- málablað, Iðnó var reist og kostaði húsið 36 þúsund krónur. Árið eftir hófst útburður bréfa frá pósthúsinu í Reykjavík og varð póstmeistari sjálfur að kosta útburðinn fyrst í stað, „Valtýsku“ skaut upp á hinum stjórnmálalega vettvangi. Mikið vatn er því til sjávar runnið æviár Málfríðar en aðrir munu greina frá æviatriðum. Er líður á ævi manns verður styttra aftur í fortíðina, tímaskynj- unin þroskast. Mann fram af manni haldast tengsl kynslóðanna meira eða minna og með ýmsum hætti. Málfríður var 25 ára þegar amma hennar, María Elísabet Þórólfs- dóttir, lést. María Elísabet, yngst systkina sinna, fæddist 1838 árið eftir að afi hennar, Richard Long, hafði látist í sömu baðstofunni, í Árnagerði í Fáskrúðsfirði. Vafa- laust hefur hún ung heyrt um örlög hins enska afa síns er franskir sjó- ræningjar tóku traustataki 10–12 ára eftir árás á enskt skip. Hafði drengurinn síðan lent til Danmerk- ur eftir skipsstrand og um síðir ungur maður orðið verslunarmaður á Austfjörðum þar sem hann ól ald- ur sinn síðan. Aldrei mun hann hafa litið fósturjörð sína aftur, en nöfn systkina hans, svo sem Mary Elisabeth og Matthew, lifa með ís- lenskum rithætti í ætt Richards Long allt fram á þennan dag. Að leiðarlokum langrar ævi minnist stjórn Félags niðja Rich- ards Long Málfríðar Jónsdóttur með virðingu og hlýjar kveðjur beinast til dóttur hennar Maríu og allrar fjölskyldunnar. Blessuð sé minning Málfríðar Jónsdóttur. Þór Jakobsson. MÁLFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.