Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2003 19 V elgengni leiðir oft til andvaraleysis. Því miður virðist það vera raunin í Rúss- landi þar sem rík- isstjórnin hefur valið fyrsta lang- varandi hagvaxtarskeið landsins frá hruni kommúnismans – tíma- bil fjárlagaafgangs og fjárfest- inga í stað fjármagnsflótta – til að hefja að nýju olígarkastríðið frá síðasta áratug. Bjartsýnismenn ættu að hafa í huga að handtaka Míkhaíls Khodorkovskís – og sú ákvörðun að frysta eignarhlut hans í olíu- risanum Yukos – mun hafa djúp- stæð langtímaáhrif á efnahag Rússlands og tengslin milli fyr- irtækja og stjórnarinnar. Yukos- vandræðin verða ekki til þess að efnahagurinn hrynji skyndilega, þar sem ekkert eitt fyrirtæki ræður úrslitum um örlög ríkis. Ljóst er hins vegar að lang- tímahorfurnar eru slæmar. Vandamálið snýst um traustið milli stjórnenda fyrirtækjanna og ríkisstjórnarinnar og ekki eru nema nokkur ár síðan að það tók að myndast. Fyrirgeri stjórnin þessu trausti eyðileggur hún undirstöðu efnahagslegrar upp- sveiflu Rússlands. „Aðgerðin hreinar hendur“ – eins og sumir kalla rannsókn- irnar á málum Khodorkovskís og samstarfsmanna hans – verður ekki til þess að skatttekjurnar aukist, heldur eflir hún aðeins neðanjarðarhagkerfið, þar sem kaupsýslumennirnir munu ganga jafnvel enn lengra en áður í því að leyna tekjum sínum og pen- ingum fyrir stjórnvöldum. Þegar öllu er á botninn hvolft hljóta venjulegir rússneskir kaupsýslu- menn að draga þá ályktun að það sé hættulegt að starfa fyrir opn- um tjöldum ef hægt er að svipta auðugasta mann Rússlands eign- um sínum hvenær sem er. Fyrstu merkin um að kaup- sýslumennirnir átti sig á þessu munu að öllum líkindum felast í auknum fjármagnsflótta. Fyrir Yukos-málið hafði fjármagnið tekið að streyma aftur til Rúss- lands. Eftir látlausan fjármagns- flótta í áratug bentu upplýsingar um hagþróunina á fyrri helmingi ársins til þess að Rússar, sem höfðu flutt peningana sína úr landi, væru farnir að nota þá til að fjárfesta í Rússlandi. Hefjist fjármagnsflóttinn aftur mun hann síaukast takist Pútín forseta ekki að sannfæra menn um að Yukos- málið sé einangrað tilfelli. Ég tel að fjármagnsflóttinn aukist verulega. Svo virðist sem fyrirtækin ætli að draga saman seglin og hætta við langtíma- fjárfestingar. Minni hagvöxtur virðist því óhjákvæmilegur. Ég er ekki einn um þessa skoðun. Óháðir rússneskir efna- hagssérfræðingar eru sammála um að blikur séu á lofti í þessum efnum. Aðeins þeir sem tengjast stjórninni virðast á öðru máli. Stöðvist fjármagnsstreymið til landsins getur Pútín forseti ekki gert sér vonir um að hagkerfið tvöfaldist á einum áratug eins og hann hefur lofað. Ég hef lengi verið efins um þetta loforð en nú er ég viss: Yukos-málið leiðir til þess að ógjörningur verður að tryggja þann hagvöxt sem þarf til að ná þessu markmiði vegna þess að handtaka Khodorkovskís og sú ákvörðun að frysta eignir hans hefur orðið til þess að stjórnvöld hafa glatað trausti við- skiptalífsins. Tímarnir hafa gerbreyst frá harðsvíraða kapítalismanum í Rússlandi á síðasta áratug – heimi þar sem athafnamennirnir virtust í besta falli kæra sig koll- ótta um vandamál annarra í við- skiptalífinu. Hafi þetta verið svona á þessum tíma er það örugglega ekki raunin núna: at- hafnamennirnir hafa brugðist hart við málsókninni á hend- ur Khodorkovskí og mótmælt henni nær einróma. Fyrirtækjastjórn- endur líta á kröfur rússneskra embætt- ismanna um að tekið verði hart á efnahagsglæpum sem lítilsvirðingu við lögin og dulda hótun um að þeir ætli að fá sinn skerf af auðæfum Rúss- lands. Rússneska dómsvaldið hafði vaxið í áliti en það er nú rú- ið trausti. Stjórnendur fyrirtækjanna skilja núna að ríkissaksóknarinn getur notað hvaða tylliástæðu sem er til að láta til skarar skríða gegn hverjum þeirra sem er. Geti saksóknararnir leikið stórfyrirtækin svona grátt, eiga þá litlu og meðalstóru fyrirtækin þá einhverja von? Það er því eng- in furða að eigendur rússneskra fyrirtækja, smárra sem stórra, skuli nú taka höndum saman til að verja hagsmuni sína. Pútín forseti neitar stað- fastlega að ræða Yukos-málið eða aðgerðir yfirvaldanna við stjórn- endur fyrirtækjanna. Þögn hans er augljóslega til marks um að hann hafi samþykkt aðgerðir sak- sóknaranna. Vilji forsetinn ekki gera grein fyrir því opinberlega hvort sak- sóknararnir fari að lögum, hver á þá að gera það? Eitt af því helsta sem finna má forsetanum til for- áttu er að hann hefur alltaf látið lögregluna og saksóknarana um að meta eigin aðgerðir. Og þeir komast alltaf að þeirri niðurstöðu að aðgerðir þeirra hafi verið rétt- ar og í samræmi við lögin. Afstaða forsetans er því skýr og hann hyggst ekki láta undan. Reyndar eru það ef til vill aðeins kaupsýslumennirnir sem geta haft áhrif á þróunina: minni hag- vöxtur, ásamt fjármagnsflótta, kann að vera það eina sem getur knúið saksóknarana af þeirri braut sem þeir hafa valið. Ég sé þó enga ástæðu til bjart- sýni. Þvert á móti hefur hand- taka Khodorkovskís aðeins örvað lyst saksóknaranna. Um leið og þeir hafa melt Yukos einbeita þeir sér að næsta málsverði. Eft- ir þetta getur varla nokkur efast um að löngun þeirra í nýja bráð magnist. Yukos núna, efnahagur Rússlands seinna Jevgení Jasín var efnahags- málaráðherra í forsetatíð Borís Jeltsín og er nú rannsóknastjóri Hagfræðiháskólans í Moskvu. Eftir Jevgení Jasín ’ Handtaka Khodorkovskíshefur aðeins örvað lyst sak- sóknaranna. Um leið og þeir hafa melt Yukos einbeita þeir sér að næstu bráð. ‘ Project Syndicate. r Reykjavíkur að tæplega 70% unnskólanema sem fá tilvísanir ideildar eru strákar en rúm- stelpur. Allt þetta bendir til rákum líði ekki nægilega vel í strákar halda áfram námi hætta fyrr í námi en stelpur og ur framhaldsnám. Þetta sýna brottfall, þar sem strákar eru í a. Þetta sýna einnig tölur sem n birtir um þá rúmlega 2.100 sem útskrifuðust árið 2001 voru stelpur um 1.300 eða 60%. fall er í námi á háskólastigi, telpur eru nú í kringum 62% en strákar um 38%. Sérstaklega rt er í þessu samhengi að skoða ynjanna í kennaranámi. Í námi síðasta ári voru, samkvæmt Hagstofunni, konur rúmlega nda en karlar aðeins um 17%. ti – fyrir stelpur og stráka ulegu upplýsingar sem hér hafa ar um skólakerfið og jafnrétti r heim sanninn um tvennt. gar þá ánægjulegu staðreynd sækja sér nú nám í mun ríkara mæli en áður. Þær stunda námið af áhuga og alúð, þeim líður yfirleitt vel í skólanum sínum og þær skila ágætis ár- angri. Hins vegar segja þessar tölur okk- ur því miður að ýmislegt bendi til þess að strákar njóti sín ekki nægilega vel í skól- anum og að margt megi betur fara hvað varðar árangur þeirra og líðan. Í ljósi þessa hlýtur spurningin um það hvort strákar njóti jafnréttis í skólastarfi að vera áleitin. Skólastarfið á að vera þannig að það henti báðum kynjum, jafnvel þó að þau hafi ólíkar þarfir. Ég er sannfærð um að við getum tryggt strákum og stelpum sömu tækifæri í námi og skólastarfi. Ég er hins vegar undrandi yfir því hvers vegna þessi staða hefur svo lengi verið látin næsta óáreitt. Getur verið að þar sé um að kenna löngu úreltum hugmyndum um stöðu kynjanna, þar sem strákar eru taldir sjálfbjarga gerendur og stelpur hjálparvana þolendur? Eru strákarnir sem nú hefja grunnskólanám, fullir til- hlökkunar, hugsanlega að líða fyrir þá staðreynd að stúlkur hafa í aldanna rás ekki haft sömu tækifæri og þeir og þess vegna þykir það ekkert sérstakt hættu- merki þótt þær taki verulega fram úr þeim á einhverjum sviðum? Getur verið að sú áhersla sem réttilega hefur á und- anförnum árum verið á aukið jafnrétti, stelpum til handa, hafi gert það að verk- um að strákarnir hafa setið eftir og geta þannig hvorki vænst sömu tækifæra né sama árangurs? Ég held því miður að við getum svarað einhverjum þessara spurn- inga játandi og að of lengi hafi það við- horf verið látið ráða ferðinni í skólastarfi að strákarnir „reddi sér“ og sérstakra að- gerða þeirra vegna sé varla þörf. Stað- reyndir um stöðu kynjanna í skólastarfi sýna hins vegar að slíkar ályktanir eru ekki aðeins rangar, heldur beinlínis skað- legar og þess vegna verður að búa báðum kynjum skólaumhverfi við hæfi. Það þýð- ir þó ekki að lausnin nú felist í því að taka snögglega áhersluna af stelpunum og færa hana alfarið yfir á strákana. Slíkt væri ekki í anda jafnréttis. Miklu fremur liggur lausnin í því að huga jafnt að þörf- um og tækifærum stelpna og stráka strax á fyrstu skólastigunum. Þannig tryggjum við að börnin okkar njóti öll sömu tæki- færa og jafnréttis í skólum – bæði stelpur og strákar. da Morgunblaðið/Halldór Kolbeins runnskólanám, ð líða fyrir þá stað- ás síður en þeir kir það ekkert sér- erulega fram úr Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þ egar vinstri meiri- hlutinn tók við stjórn Reykjavíkurborgar var strax hafist handa við að milli- færa fjármuni úr sjóðum orku- fyrirtækja borgarinnar og seinna Orkuveitunnar í borg- arsjóð. Einnig var farið út í á síð- asta kjörtímabili að fjárfesta mjög kröftuglega í fyrirtækjum sem eiga ekkert skylt við hefð- bundinn rekstur Orkuveitunnar. Þegar fjárfestingar eru fram- reiknaðar eru niðurstöðurnar sláandi. Yfir 20 þúsund millj- ónum hefur verið varið í auknar arðgreiðslur, millifærslu á skuld- um borgarsjóðs yfir í OR, Línu.net-ævintýrið og Orku- veituhúsið. Það skal tekið fram að gert er ráð fyrir að lánin og arðgreiðslurnar beri hóflega vexti en borgarsjóður hefði þurft að greiða vexti af fjármunum ef millifærslurnar hefðu ekki komið til. Millifærsla skulda og auka- arðgreiðslur eru um 14 millj- arðar og kostnaður við Línu.net- ævintýrið er hátt í þrjá milljarða og miðað við þær tölur sem hafa komið fram um Orkuveituhúsið er kostnaðurinn 3,5 milljarðar. Línu.net-ævintýrið er orðið nokkuð flókið en nú eru þrjú fyr- irtæki sprottin upp úr því fyr- irtæki; Rafmagnslína, Lína.net og Tetra-Ísland. Samanlagt tap þessara fyrirtækja var nokkuð hærra en sameiginlegar tekjur þeirra á síðasta ári og skuldsetn- ingin gríðarleg. Þrátt fyrir að Orkuveitan hafi yfirtekið lang- stærstan hluta af skuldum og eignum Línu.nets á síðasta ári. Mikilvægt er að hafa í huga að á þeim tíma er vinstri meirihlut- inn hefur verið við völd hafa arð- greiðslurnar almennt verið lægri en hagnaðurinn og einnig hefur fyrirtækið verið rekið með tapi á þessu tímabili. Þetta er því ekki eins og í hefðbundnum fyr- irtækjum þar sem arðurinn tengist afkomunni. Borgarsjóður fær tæplega 1,4 milljarða á hverju ári frá Orkuveitunni al- veg óháð afkomu fyrirtækisins. Afleiðingarnar koma m.a. fram í því að eiginfjárhlutfall Orkuveitunnar hefur lækkað mjög hratt eða úr 94% frá árinu 1994 í 49,3% fyrir árið 2004 ef að áætlanir ganga eftir. Ein- hverjum kann að þykja þetta hátt eiginfjárhlutfall þrátt fyrir lækkunina en hafa verður í huga að orkufyrirtæki verða að hafa hátt eiginfjárhlutfall og mikið eigið fé. Fjárfestingar á þessu sviði eru gríðarlega fjárfrekar og mikilvægt fyrir fyrirtækin að vera fjárhagslega vel undir þær búnar. Í endurskoðunarskýrslu fyrir árið 2003 er athygli vakin á þess- ari þróun og þar segir endur- skoðandi fyrirtækisins orðrétt: ,,Eins og kemur fram í ársreikn- ingi er móðurfyrirtækið rekið með um 798 milljóna króna hagnaði á árinu 2002 fyrir fjár- magnsliði. Að teknu tilliti til fjár- magnskostnaðar og greiðslu arðs til eigenda er ljóst að afkoman er ekki næg til að viðhalda eigin fé félagsins. Hins vegar er vakin athygli á því að í 3ja ára áætlun fyrirtækisins er gert ráð fyrir stighækkandi hagnaði á næstu árum og er hagnaður fyrir fjár- magnsliði áætlaður 2.414 millj- ónir árið 2006.“ Nú liggur það fyrir að þessar áætlanir er endurskoðandinn vísar í ganga ekki eftir. Hagn- aðurinn verður ekki stighækk- andi og nær ekki áætlaðri upp- hæð fyrir árið 2006. Allar líkur eru á að farið verði í stórfelldar virkjunarframkvæmdir og þær munu þýða að fyrirtækið þarf að fara út í stórfelldar lántökur. Við sjálfstæðismenn töldum því eðli- legt að lækka arðgreiðslur til eigenda á meðan álagið á fyr- irtækinu er þetta mikið. Þeirri tillögu var hafnað eins og til- lögum okkar um að losa fyr- irtækið út úr alls óskyldum rekstri. Það eru ekki góðar frétt- ir fyrir starfsmenn og eigendur Orkuveitunnar. Sjóðir Orkuveitunn- ar eru ekki ótæmandi Eftir Guðlaug Þór Þórðarson Höfundur er borgarfulltrúi og alþingismaður. ’ Þegar fjárfestingar eru fram-reiknaðar eru niðurstöðurnar sláandi. Yfir 20 þúsund milljónum hefur verið varið í auknar arðgreiðslur, millifærslu á skuldum borgarsjóðs yfir í OR, Línu.net-ævintýrið og Orkuveituhúsið. ‘ r í Genf og hafði vað fleira á minni r verið bætt hin essi þátttaka öll Mér er það hér á landi er, f þessum sökum, ng á viðleitni um ptin frjálsari og gert er í takt við ptafrelsi á land- nríkisráðherra og stækkun ut- bætt úr því sem r þessu ferli síð- sendiráð munu ur vaxandi um- g vegna fyllilega yggisráði SÞ eftir urfa að vera vel nertir þannig að rir kynningar- og nnu við þá ágætu ningsráð Íslands arins. Nýlegt tarf útflutnings- neytið lofar vert að aukning nnastraumnum dum og þá er mi sendiráða og átt að slíkri þró- álfsögðu vel fall- fyrirtækja, oft fyrir tilstilli ræð- allir viðkomandi umkvæði. Það elstu fyrirtæki a að máli, telja að neytisins á er- ráðið úrslitum, a hagsmuni. Því þeim aðilum, að ytingar sem miða nustan geti enn alífinu. herra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.